Þjóðviljinn - 28.01.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.01.1947, Blaðsíða 4
4 Þ JÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. janúar 1947 þJÓÐVILJINN Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — SósíalistaflokKurlnn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guömundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Sjamason. Ritstjómarskrifstofur; Skólavörðust. 19. SÁTnar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19 sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. íAskriftarverð; kr. 8.00 á minuði. — I,ausasölu 50 aurai iint 1 Prentsmiðja Þjóðviljans h. Hve lengi eiga þeir húsnæð- isinnsu að bíða? Talaðu við háttvirta þingmenn um húsnæðismálin, og þú kemst að þeirri niðurstöðu, að allir séu þeir sammála um að ástandið í húsnæðismálunum sé mjög slæmt, og að bráðra úrbóta sé þörf. Reyndu svo að tala við bæjarfulltrúana, niðurstaðan verður nákvæmlega sú sama, þeir segja allir sem einn og einn sem allir, að ástandið sé óþolandi og að eitthvað verði ao gera. Ef til vill ferð þú að velta því fyrir, eftir öll þessi við- töl, hvað sé til fyrirstöðu, hvað dvelji úrbæturnar Þú hugs- ar ef til vill eitthvað á þessa leið: Hafa ekki þessir menn valdið? Hef ég ekki með atkvæði mínu gefið þeim valdið? Hafa ekki þingmennirnir, æðsta vald þjóðfélagsins, lög- gjafarvaldið, í hendi sér, og ráða þeir því ekki hverjir fara með framkvæmdavaldið ? Og bæjarfulltrúarnir, hafa þeir ekki fengið vald til að skattleggja borgara og vald til að ráðstafa skattpeningunum ? Þú svarar öllum þessum spurn- ingum játandi en þá verður gátan enn torráðnari, allir vita þeir að ástandið í húsnæðismálunum er óþolandi, þeir hafa valdið til að gera ráðstafanir til úrbóta, samt er ekkert gert, alls ekkert, þeir húsnæðislausu bíða eftir aðgerðum hinna úrræðalausu, bíða framundir næstu kosningar, þá lofa hinir úrræðalausu bót og betran og væntanlega stend- ur þá ekki á þeim húsnæðislausu að kjósa þá. En ef til vill dettur þér nú í hug að verkefnið sé svo erfitt viðfangs, að ekki sé úrlausnar völ, eða að minnsta kosti að engum hafi enn dottið ráð í hug sem að gagni mætti koma. Þessari hugsun hrindir þú þó fljótlega, því öllum er ljóst, að mjög illa hefur verið farið með byggingarefni öll þau ár, sem húsnæðisleysið hefur sorfið að, feiknin öll hafa verið byggð af allskonar óþarfa byggingum. Úr þessu hefði verið hægt að bæta og úr þessu er hægt að bæta. Þá er og öllum ljóst að vinnuafl það sem beinzt hefur að byggingarframkvæmdum, að minnsta kosti hér í Reykjavík, hefur ekki notazt sem skyldi, vegna þess meðal annars að of margt hefur verið í takinu í einu. Enn fremur er augljóst að erfiðleikar á öflun lánsfjár hafa mjög tafið byggingarframkvæmdir. I sem ailra fæstum orðum sagt, til að byggja íbúðir þarf byggingarefni, vinnuafl og fjár- magn, allt hefur þetta verið notað á mjög óhagkvæman hátt, það hefði verið hægt að fá mikið meira af íbúðarhúsnæði fyrir það sem fram hefur verio lagt, og það er vissulega á valdi þingmanna og bæiarfulltrúa að tryggja hina hag- kvæmustu notkun alls þessa. Til að leysa vandann þarf hið opinbera að taka í sínar hendur heildarstjórn byggingarmálanna. Það verður að skammta byggingarefni, tryggja þar með að íbúðarbygg- ingarnar og nauðsynlegar byggingar í þágu atvinnulífsins hafi skilyrðislausan forgangsrétt, það verður að tryggja að hæfilegur hluti af f jármagni þjóðarinnar gangi í íbúðar- húsabyggingar, og það verður að tryggja hagkvæma fram- kvæmd, meðal annars að vinnuaflið nýtist svo vel sem bezt má verða. Fyrir Alþingi liggja nú tvö frumvörp, sem Sigfús Sig- urhjartarson flytur, sem stefna að þessu marki, einnig ligg- ur þar frumvarp frá Framsóknarmönnum, sem stefnir í sömu átt þó skemmra gangi. Alþingi hefur eftn ekki virzt iiafa tíma til að sinna þessum frumvörpum. GALLHARÐUR TEKINN I GEGN Skoðanir Gallharðs á sam- kvæmisfötum fá heldur slæma útreið í eftirfarandi bréfi sem ,?S. J.“ hefur sent: „Reykjavík, 24. jan. 1947. Eg hef oft gaman af Gall- harði vorum. Jafnvel þó að ég hafi ekki ætíð verið honum sam mála, hefur mér einnig fundizt sem þetta væri nokkuð greind- ur maður. Því miður ber grein hans í dag ekki vott um að svo sé eða þá að hann er hættur að hugsa áður en hann talar. Gall harði er illa við, að fólk klæðist samkvæmisklæðnaði. Hann um það. En takið eftir rökum mannsins. Hann segir, að það sé snobbkennt hégómavafstur, þetta sé útlendur yfirstétta búningur, að það væri f jarstæða ef t. d. Dagsbrún auglýsti skemmtun og tæki fram að þátttakendur slcyldu vera í sam kvæmisklæðnaði. Og það er fjar stæða, af því að alþýðan fyrirlít ur snobb, segir Gallharður. Og Gallharður hefur sínar ástæður til að fara af stað með þessa ritgjörð sína í dag. Hann hefur hitt einn réttíátan í þessari ægilegu Sódómu samkvæmis- klæðnaðarins. Einn réttlátan, og því er sjálfsagt að vitna. Þessi eini, sá kann nú að svara fyrir sig. Hann vill ekki sam- kvæmisklæðnaðinn vegna þess sem af því kynni að hljótast, yrði honum, þessum fína manni, ruglað saman við þjónana. Síð- an lagar hann fallegt hálsbindi sitt. Með nokkru yfirlæti eða hvað ? Aðalfundur Sjómannafél. Reykjavíkur var haldinn sl. sunnudag. Var þar skýrt frá úþs'litum slljórnarkjörs, en það hafði staðið yfir í ca. tvo mánuði- Af rúml. 1500 félagsmönnum greiddu eigi fleiri en 460 atkvæði, eða tæpur þriðjung- ur meðlimanna. Þar af fékk Sigurjón Ólafs son ein 329 atkvæði í for- mannssætið, eða um fimmta hluta allra félagsmanna. — Það einkennilega ástand hefur skapazt í Slómannafél. Reykjavíkur, að sjómenn HVAÐ ER SNOBB? ,,Nú dettur mér ekki í hug að fara að rökræða við Gall- harð í þetta sinn, til þess er málflutningur hans í dag alltof kjánalegur. En ég vil mega gefa lionúm nokkur lioll ráð áður en hann skrifar næst. Fyrst þetta: Hann ætti að hug- leiða vel, hvað snobb er, hvort það t. d. getur ekki talizt viss tegund af snobbi að vilja endi- lega setjast í dómarasæti yfir almenningi, og þá gjarnan skrifa blaðagreinar til að sýna' almenningi, hver maðurinn er? Það skyldi þó ekki vera, að flestir siðir manna í um- gengnisháttum séu út frá viss- um sjónarmiðum aðeins gall- hart snobb? Þá mætti Gallharð- ur einnig hugleiða það, hvort hafna beri einhverjum sið að- eins vegna þess, að forfeð- ur okkar á umliðnum öldum hafi haft annan sið. * HVERSVEGNA YFIRLEITT SKIPTA UM FÖT? „Enn fremur: Gallharður ætti að hugleiða vandlega, hvort það sé ófrávíkjanleg skylda alþýðunnar að hafna öllum þeim siðum, sem yfir- stéttirnar hafa innleitt. Það skyldi þó eklci vera, að fjar- stæðan, sem Gallharður talar um í sambandi við skemmtanir Dagsbrúnar, sé aðeins fjar- stæða vegna þess að alþýðu- mönnum hefur hingað til verið um megn að veita sér annað en það, sem brýnustu lífsþarfir ]hafa naumast möguleika til þess að stilla upp til stjórn- arkjörs í félaginu. Uppstillingu annast þriggja manna nefnd. Tveir þeirra eru tilnefndir af félagsstjórn inni, sá þriðji af félagsfundi. Enginn annar hópur félags manna hefur rétt til að stiíla upp við stjórnarkjör. 'Nú er sá íundur er kýs þriðja manninn venjulega haldinn þegar fáir sjómenn eru í landi, að undanskiidum næst síðasta uppstil'li'ngar- fundi haustið 1945 þegar verkfall var, enda náðu sjó- heimta, og kannski hefur það einnig verið um megn oftar en skyldi. Er ekki svo, Gallharð- ur? Það væri annars gaman að heyra rök Gallharðs fyrir því, hversvegna alþýðumenn skyldu ekki hafa ánægju af því að klæðast sérstökum hátíðabún- ingi, við hátíðleg tækifæri. Hversvegna eru þeir þá að skipta um föt? Því eru þeir ekki alltaf og allstaðar í vinnu- fötum sínum? Þeir klæðast sparifötum upp á góðan íslenzk an máta, segir Gallharður. En hvernig er með þessi spariföt? Þau eru auðvitað í sniði og gerð eftir því sem tíðkazt hef- ur á íslandi um aldir. Ekki er alþýðan gefin fyrir snobb, seg- ir Gallharður. Ekki er hætt við, að hún hafi farið að velja spari klæðnað sinn eftir erlendri fyr- irmynd eða hvað? ★ OG AÐ ENDINGU „Eg, sem þetta rita, er al- þýðumaður og af alþýðufólki kominn langt fram i ættir. Eg þykist því mega segja Gallharði það að síðustu, að mér er mein- illa við það snobb hans og margra annara að vera sífellt að snobba fyrir okkur alþýðu- fólkinu með því að vilja endi- lega telja okkur eitthvert furðu verk skaparans og allt annað en við erum. Alþýðufólk er ekk- ert síður snobbað en hitt, sem talið er til yfirstétta, alþýðu- fólk hefur sína kosti, en það hefur líka sína bresti, sinn veik- leika, sitt snobb, annars þekkti það líka sinn vitjunartíma bet- ur en raun er á. Allt, sem Gall- harður segir í Bæjarpóstinum í dag, er rugl. Hefði maður ekk- ert lesið eftir hann fyrr, hlyti sá hinn sami að álíta hann frá- munalegan grautarhaus. S. J.“ Verði þér að góðu, Gallharð- ur. menn meirihluta á honum. Þriðji nefndarmaðurinn er því venjulega kjörinn af mönnum, sem hættir eru sjómennsku. Sá háttur er á hafður, að uppstillingarnefnd stillir þrem mönnum til að velja úr í hvert sæti- Þannig var nú auk Sigurjóns — stillt upp tveim öðrum Alþýðu- flokksmönnum í formanns- sætið. Útkoman e.r því sú, að raunverulega stillir Sigurjón og menn hans sjálfir upp „stjórnarandstöðunni“. Samt er óánægjan svo mikil, að rösklega 100 menn greiddu þessum tveimur atkvæði sín. * Alþýðublaðið og hinum fræga aðalritara þess um verkalýðsmál — Sæmundi Ólafssyni, verður tíðrætt um „einræðið“ 1 Dagsbrún, þar sem hver 75 manna hópur getur stillt upp lista og stjórnarandstöðunni meira að segja afhent fullkomin kjörskrá við hverjar kosning- ar. En í Sjómannafélaginu, þar Framhald á 7. síðu. Hvað veldur slíkri meðferð brýnna nauðsynjamála, hver getur afsakað slíkt kæruleysi? Hve lengi eiga hinir húsnæðislausu að bíða eftir þeim úrræðalausu? „Lý3íæðis“-kosnmgar i Sjómannaíélagi Beykia- víkur:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.