Þjóðviljinn - 09.04.1947, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.04.1947, Blaðsíða 8
Ætlar Alþingi að leggjast gegn nauð- synlegum embétum á almannatrygg- ingunum? í nefndaráliti frá minnihluta heilbrigðis- og félags- snáianefndar efri deildar rökstyður Brynjólfur Bjarna- son nauðsyn þess að samþykltja frumvarpið um breyting- ar á almannatryggingunum, sem nú liggur fyrir efri deild. Meirihluti nefndarinnar er andvígur því að frum- varpið nái fram að ganga og virðist ætla að liafa að engu þær óskir, sem fram hafa komið frá mörgum félagssam- tökum um breytingar á tryggingunum í þá átt sem frumvarp Steingríms Aðalsteinssonar leggur til. tekus: við ntstíóm • MáttúraíiæSingsms Frumvarpið. er svohljóðandi: „Heilbrigðis- og félagsmálar- nefnd hefur ekki getað orðið sammála um frv. Leggur meiri hl. til, að það verði fellt, en ég legg til, að það verði samþ. óbreytt. Frv. var sent tryggingaráði til umsagnar. Ráðið eða meiri- hluti þess vísaði aðeins til um- sagnar sinnar um annað frv. um breyt. á 1. um almanna- tryggingar, sem flutt er á þessu þingi af Skúla Guðmundssyni. Sú uftisögn var á þá leið, að ráðið vildi ekki mæla með breyt. -á lögunum fyrr en reynsla væri fengin um framkvæmd þeirra. Meirihluti heilbrigðis- og félagsmálanefndar vill fella frv. með sama rökstuðningi. Það er augljóst mál, áð á- stæður meirihluta heilbrigðis- og félagsmálanefndar og trygg- ingaráðs gegn frv. eru aðeins tylliástæður. Öll þau atriði, sem frv. fjallar um, voru ágreinings mál þegar lögin um almanna- tryggingar voru sett. Hið ólýðræðislega fyrirkomu- lag á stjórn. og rekstri trygg- inganna í tryggingarumdæmun um, sem lögin um almannatrygg ingar gera ráð fyrir, á að koma til framkvæmda á næsta ári. . Það er með öllu óskiljanlegt, hvers vegna þarf að gera til- .raun ' með slíkt fyrirkomulag, en hitt er víst, að verði slíkt kerfi einu sinni byggt upp, verð ur erfiðara að afnema það. Það þarf heldur enga reynslu fyrir'því, að elli- og örorkulíf- eyririnn er með öllu ófullnægj- andi, né heldur fýrir nauðsyn þess, að teknar verði upp í lög- Öskufaliið virðist la afla í Eyjum Vestm. 1. apríl. Márgir fiskimenn liöfðu ótt- -nzt áð til fiskileysis mundi bregða á miðum við Eyjar vegna öskufallsins, enda hafði alveg tekið fyrir veiði er askan tók að falla s. 1. laugardag. I dag er svo aftur kominn ágætur afli bæði í botnvörpu og net. Veiði in mæðra- og ekkjubætur, áem nokkurt gagn sé að. Það er ekki heldur spurning um reynslu, heldur mismunandi skoðanir, hvort hækka skuli nefskattana til trygginganna i leggja nokkurn hluta gjaldanna I Bitstjóraskipti urðu við á með nokkru meiri tilliti til Náttúrufræðinginn með síðasta efnahags manna. Reynslan getur skorið úr um það eitt, hver fjárhagur trygg- inganna verður, hvernig tekst að láta tekjur og gjöld standast á. En fjárhagsáætlun trygging anna er í nokkurn veginn jafh- mikilli óvissu ,hvort sem þetta frumvarp nær fram að ganga eða ekki. Undir öllum kringum stæðum verður nauðsynlegt að endurskoða tryggingarnar með tilliti til fjárhagsins, þegar reynsla er fengin. Og verði þá horfið að því ráði að draga úr gjöldunum, er það mín skoðun, að fyrr skuli borið niður annars staðar en á þeim þáttum trygg inganna, sem frv. þetta fjallar um. Meðan lögin tryggingar voru til meðferðar í þinginu, barst fjöldi áskorana til Alþingis frá samtökum víos vegar um landið um að sam- þykkja þau í þeirri mynd, sem frumv. þetta gerir ráð fyrir. Frá Mæðrafélaginu, Kvenrétt- Framh. á bl. 7. hefti Náttúrufræðingsins. Sveinn , Þórðarson, sem verið hefur ritstjóri Náttúrufræðings ins undanfarið, lætur nú af því starfi, en við tekiir Guðmundur Kjartanssoh jarðfræðingur. Guðmundur Kjartansson er ungur og áhugasamur jarðfræð- ingur og er Náttúrufræðingn- um fengur að fá hann fyrir rit- stjóra. Guðmundur stundaði jarð- fræðinám við Kaupmannahafn- arháskóla og tók þar meistara- próf árið 1940. Hann. hefur unn- ið að jarðfræðirannsóknum og nokkrar , gagnmerkar ritgerðir eftir hann varðandi íslenzka jarðfræði hafa birzt í erlendum um almanna-' fræðiritum. Á íslenzku hefur Guðmundur ritað stóra bók um landfræði og jarðfræði Árnes- sýslu og í fyrra kom út bók hans um Heklu, en hann hefur undanfarin ár rannsakað fjallið gaumgæfilega og er nú einn ! þeirra jarðfræðinga er rannsaka i gosið sem hófst um daginn. ekki verið hafizt handa um að flytja sauðfé. Rannsókn á því, hve miklu fé megi koma fyrir í hverjum hreppi stendur nú yfir. Telja má víst, að reynt verði að halda lífi í öllum kvikfénaði á umræddum slóðum, ef ekki fellur því meiri aska eða önnur óáran eykst. Þorsteinn Hanne§§on Sield- ur söngskemmtun næstkom- aitdi snnnndsig Þorsteinn Hannesson mun lialda söngskemmtun í Trí- polileikhúsinu kl. 8,30 næstkomandi sunnudagskvöld. Hann kom hingað heim frá Englandi fyrir skemmstu og mun hverfa þangað aftur eftir tæpan mánuð. Eins og kunnugt er hefur Þorsteinn stundað söngnám í London síðan 1943. Ráðgert er að hann haldi tvær söngskemmtanir liér í Rvík að þessu sinni. Söngvarinn Þorsteinn Hannes son er þegar orðinn vel kunnúr Reykvíkingum, svo oft áður hef- ur hann sungið hér opinberlega. Hann hóf nám sitt við Royal College of Music í London árið 1943 en hefur komið hingað tvisvar síðan í stuttar heim- Miklar drunnr í Heklw í gærmorgim Biottflutningi hiossa úr Inn-Hlíðinni að mestu lokið Útvarpið sagði frá því í gærkvöld, að samkvæmt við- tali við Fellsmúla hefðu heyrzt miklar drunur í Heklu í gær- inorgun, og voru sumar þeirra eins miklar og drimur jiær, er lieyrðust, þegar gosið hófst. Þegar á morguninn leið, dró mjög úr drummum, og eftir hádegi heyrðust engar; J)ó var gosmökkurinn þá allmikill. Jóhannes Á-skelsson jarðfræð mestu lokið en í gær hafði enn ingur, sem kom til bæjarins í gær, segir frá því, að snemma morguns í fyrradag hafi hann gengið upp að syðsta gígnum í Heklu ásamt þeim Pálma Hannessyni, Sigurði Þórarins- syni, Guðm. Kjartanssyni og Steinþóri Sigurðssyni og danska jarðfræðingnum Noe Nygaard og sænska jarðfræðingnum Gavelin. Þeir komust alveg að gígnum, þar sem hraunið vellur út. Eldkvikan þama er um 50 m. á breidd en straumhraði hraunsins er allt að því einn metri á sekúndu. Mikil brenni- steinsfýla er þarna. Hraunstraumurinn úr þessum gíg myndar, þegar niður kemur, hraunstraumurinn, sem enn rennur niður með Rauðukúlum. Jarðfræðingunum tókst að komast að öðrum gíg, sem er lítið eitt ofar í fjallinu, en gufu- mökkur olli því að þeir gátu ekki komið þar við neinum rann sóknum að ráði. Ekki verður annað séð, en hraunrennslið að norðanverðu sé alveg hætt. Jarðfræðingarnir koma niður að Galtalæk kl. 2 í fyrrinótt og gaus þá mikið úr toppgígnum með grjótflugi. Flutningi hrossa úr Inn-Hlíð- inni að mestu lokið Þá sagði útvarpið frá því í gærkvöld, að á Hvolsvelli hefðu heyrzt nokkrar drunur frá Heklu eftir hádegi í gær, einnig mátti þaðan sjá allmikla reykj- armekki yfir fjallinu. f Fljótshlíðinni gerði allmikið hvassviðri fyrir nokkrum dög- um og hafði þær afleiðingar að Flokknrinn SÓSÍALISTAR HAFNARFIRÐI! Munið að gjalddagi flokks- gjalda er 1. hvers mánaðar. Komið og greiðið gjöldin hjá gjaldkera í kvöld í Strand- götu 41. Iiinlirotiift I Camp Enox Um bænadagana voru framin tvö innbrot I braggahverfinu Camp Knox og stolið þar hús- gögnum og nokkrum fleiri munum. Lögreglan hefur hand- tekið þrjá menn, sem uppvísir eru að gripdeildum þessum, og sitja þeir nú í gæzluvarðhaldi. Töluvert hefur borið á grip- deildum x þessu braggahverfi, áður, og raunar fleiri hverfum. Hafa þær í sumum tilfellum sannazt á menn er áður höfðu frómir talizt. Lítur stunaum út fyrir að fólk telji að ekki sé um þjófnað að ræða þótt greip- ar séu látnar sópa í setuliðs- aska og vikur á túnum þar fauk i hverfunum. Væri því kannski nokkuð saman. Hafinn hefur ver j sérstök ástæða að benda fólki á línu virðist heldur minni nú j sóknir. Þorsteinn hefur alloft sungið opinberlega í Englandi, aðallega í kirkjulegum tónverk- um, svo sem óratóríum. en að undanförnu. Ekki er unnt að fá ákveðnar aflaskýrslur hjá neinni stofnun um heildarafla, þar sem saltað- ur fiskur er talinn hjá einni . stofnun, frystur hjá annarri, ís aður hjá hinni þriðju o. s. frv. en almennt er talið að m. b. Nanna hafi nú mestan afla eða um 300 tonn. Formaður á Nönnu er Óskar Matthíassón frá Byggðarenda. Víða um sjó fljóta enn stór- éir flekkir af ösku og vikri. K. G. Á söngskemmtunum þeim, sem hann heldur hér að þessu sinni, mun hann syngja liinn fræga lagaflokk Diehterliebe eftir Schumánn. Flokkur þessi samanstendur af 16 lögum og tekur um 28—30 mín. að syngja hann, án nokkurrar hvíldar. Verk þetta er talið eitt erfið- asta viðfangsefni, sem sönglist- inni hefur verið skapað. Enn- Hannesson. fremur verða á söngskránni mörg íslenzk lög; svo og aríur úr óperum eftir Wagner og Verdi. ið undirbúniftgur að því að hreinsa túnin á skipulegán hátt. Brottflutningi hrossa úr Inn- Hlíðinni yfir í Hvollxrepp ér að BraHllutnimgur setuiiðsins Brottflutningi bandarísk setuliðsins á Keflavíkurflugvell- inum lauk í gærkvöld, að því er Ragnar Stefánsson majór hefur tjáð blaðinu. Fóru 361 liermað- ur með bandaríska herflutninga skipinu E. B. Alexander, en það lagði af stað frá Keflavík kl. 8 e. h., og þeir 20 hennenn sem þá voru eftir fóru loftleiðis frá Keflavíkurflugvellinum kl. 9,18 um kvöldið. Ragnar Stefánsson dvelur hér áfram sem starfsmaður banda- ríska sendiráðsins og mun hann fjalla um skaðabótakröfur ' vegna hernámsins. á það, þó raunar ætti að vera flestum kunnugt, að bærinn hef- ur keypt braggahverfið Camp Knox, með föstu og lausu. Hafa varðmenn verið settir þar til að gæta eignanna, en þeir ekki getað komið í veg fyrir grip- deildirnar, enda óhægt um vik þar sem fólk er farið að flytja í suma braggana og því all- margt fólk þar á ferli í lög- legum ei’indagjörðum. 8 2 Yfir páskana lækkaði tala óseldra hlutabréfa um 14 og er því nú 82. Af þeim 14 bréfum voru 10 keypt á Ak- ureyri og 2 í Höfn í Horna- firði. Sósíalistar, hve mikið lækkið þið töluna til morg- uns?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.