Þjóðviljinn - 09.04.1947, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.04.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 9. apríl 1947. ÞJ.OÐVILJINN BLÍIÐ SEM ER ALLTAF AÐ TAPA TAPIÐ Á KORPÚLFSSTAÐABÚINU NEMUR TUGUM ÞÚSUNDA ÁRLEGA — HÚSIN LÁTIN DRABBAST NIÐUR — 40 KÝR í 150.GRIPA FJÓSI — SELT HEY — SELDAR SLÆGIUR — OG TÚNIÐ LEIGT TIL HROSSABEITAR! ♦ Á þennan hátt œtlar íhaldið að ssjna óhtéini hœjar- rehstmrs Reykjavíkurbær rekur búskap að Korpúlfsstöðum í Mos- fellssveit. Auk Korpúlfsstaða á Reykjavík eftirtaldar jarðir: Arnarholt á Kjalarnesi, Þormóðsstaði i Kjós, Grafarholt, Reynis- \ atn og Reykjahlíð, ásamt nokkrum eyðibýlum, og mun 'vera að eignast Hóim í Mosfellsveit. Búskapurinn á Korpúlfsstöðum er með þeim hætti að vart mun finnast annar slíkur. Á sama tíma og borgarstjórinn í Re^líjavík lýsir yfir á bæjarstjórnarfundi eftirfarandi: „Mjólk- urmálin hér í bænum eru nú og hafa lengi verið í slíku ófremd- arástandi að gersamlega óviðunandi er. Mun leitun á annarri höfuðborg þar sem stíkt er látið viðgangast“, — á sarna tíma og nokkrir læknar í Reykjavík stofna kúabú til að íramleiða liolla mjólk fyrir Reykvíkinga vegna vöntunar slíkrar vöru, — á sama tírna hefur bærinn á búi sínu á Korpúlfsstöðum 60 naut- gripi, þar af 40 mjólkandi kýr, í fjósi sem rúmar 150 naut- gripi, en tekur jafnframt liesta í fóður, leigir tún til sláttar og Korpúlfsstaðatúnið til hrossabeitar fyrir þá ágætu menn sem geta leyft sér þann leilt að hafa hesta til reiðar í Reykjavík. Bær sem á jarðir og fjós yfir nautgripi á vitanlega einnig landbúnaðarnefnd. Formaður þeirrar ágætu nefndar er bú- fræðingurinn Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyr- verandi bæjarfulltr. sama blaðs (þ. e. íhaldsins í Reykjavík). Aðrir í nefndinni eru: Einar Ólafsson bóndi í Lækjarhvammi, Finnbogi R. Valdimarsson (nú oddviti í Seltjarnarneshreppi), Ragnar Ólafsson lögfræðingur og Árni G. Eylands. Nefnd þessi hefur starfað 4 ár, og eins og sjá má af framan- greindri upptalningu eiga sæti í henni kunnir menn, a. m. k. munu flestir geta orðið sam- mála um hæfileika og þekkingu Árna G. Eylands á þessum mál- um. En undir forsæti ritstjóra Morgunblaðsins, Valtýs búfræð- ings (Cand. agr. Kaupmannah. 1914) Stefánssonar, hefur nefnd inni orðið næsta furðulega lítið úr verki. Valtýr formaður Landbúnað- arnefndar Reykjavíkurbæjar hefur auðsjáanlega litið á það sem skyldu sína við hugsjónir íhaldsins um bæjarrekstur, að sjá til þess að Korpúlfsstaðabú ið væri rekið með þeim ódæm- um að það gæti verið sönnun fyrir óhæfni opinbers reksturs að vitna megi til sem sönnun- ar þess að einstaklingsframtak- ið eitt sé fært um það að reka nokkurt fyrirtæki svo i lagi sé. Til þess- eru hinar átta íhalds- sáiir í bæjarstjórn komnar að þær standi þar á verði um lmgs muni einstakra gróðamanna, þeirra braskara sem eiga og reka Sjálfstæðisflokkinn. Alltaf að tapa Váltý búfræðing Stefánssyni, ritstjóra Morgunblaðsins hefur tekizt þessi þjónusta sín við sjónarmið einkabrasksins með slíkum ágætum að undir for- ustu hans hefur Korpúlfsstaða- búið alltaf verið að tapa. Árið 1945 varð hallinn á Korpúlfsstaðabúinu 48 þús. kr. og á þessu ári er áætlaður 42 þús. kr. halli á Korpúlfsstaða- búinu og eru þó tekjur af hey- sölu áætlaðar 40 þús. kr., tekj- ur af túnleigu (!) 25 þús. kr.; tekjur af hagabeit (fyrir eldis- hésta „einkaframtaksins"!) 1 þús kr. og aðrar leigutekjur 5 þús. kr„ eða samtals 71 þús. kr. íhaldið — hrossabeitin — og fjósin í íbúðar- hverfunum Þessi búrekstur hljóðar sem öfugmæli í eyrum allra skyni borinna bæjarbúa er líta á þetta mál frá sjónarmiði he^brigðr- ar skynsemi. En slík eru búvís- indi Valtýs búfræðings Stefáns sonar. íhaldió vill ekki að bærinn framleiði mjólk fyrir bæjarbúa — hvað þá að bærinn hafi fyr- irmyndarbú. Aftur á móti er í- haldið ekkert á móti því að fé bæjarins sé notáð til þess að kaupa jarðir — aðeins ef tryggt er að afnot þeirra jarða séu leigð einkaframtakinu með „hagkvæmum" kjörum, — að reiðhestaeigendur fái þar beit fyrif hesta sína, að fjósaeigend ur í bænum fái þar hey fyrir beljurnar sem holað hefur ver ið niður víðsvegar um bæinn. Á bæjarstjórnarfundum eru ræður fluttar um það að fjar- lægja verði fjósin sem höfð eru víðsvegar í miðjum íbúðarhverf um í bænum — jafnvel íhalds- fulltrúar tala sig heita um þetta mál; Vikverji Morgunblaðsins heimtar hreinlæti, að nautgrip- ir og menn séu aðskildir (maður sér í huganum hvernig hann grípur fyrir vitin), en allt er á- rangursiaust. Mikið á ílialdið í bæjarstjórn inni bágt sem með annarri hend inni stritast við að fjarlægja fjósin úr íbúðarhverfunum en selur með hinni hendinni hey frá Korpúlfsstöðum, svo bless- aðar kýrnar geti verið kyrrar í bænum! Þegar landbúnaðar- nefndin klæddist gúmmístígvélum Sósíalistar hafa alltaf beitt sér fyrir því að bærinn eignað- ist jarðir, en það var ætlun þeirra að bærinn hefði bú á Korpúlfsstöðum og framleiddi mjólk, en alls ekki að fé bæj- arbúa væri notað til þess að kaupa jarðir í því augnamiði að leigja reiohestaeigendum túnin til hagagöngu. Fyrir tveim árum flutti Sig- fús Sigurhjartarson vantraust í bæjarstjórninni á landbúnað- arnefnd bæjarins vegna sofanda háttar hennar og aðgerðaleysis. Auðvittjð felldi. Ihaldið van- trauststillögu Sigfúsar — það .ætlaðist aldrei til þess að land búnaðarnefndin gerði neitt! En Valtýr búfræðingur Stef- ánsson, sem þá var einnig bæj- arfulltrúi Morgunblaðsins, hugð ist reka sliðfuorðið af nefnd- inni, kallaði hana saman, klædd ist liún gúmmístígvélum, hélt upp í Kjós, var þar þann dag allan — og skoðaði jörð! Var svo kyrrt og fréttist ekk ert af störfum landbúnaðar- nefndar á annað ár. Allt í lagi á Korpúlfs- stöðum Á bæjarstjórnarfundinum 6. f. m. gerðu sósíalistar búrekst- ur bæjarins enn að umræðu- efni og fluttu eftirfarandi á- lyktunartillögu: „Bæjarstjórnin samþykkir að fara þess á lcit við Pálma Ein- arsson, jarðyrkjuráðunaxit, Edvard B. Malmquist, ræktun- arráðunaut bæjarins og Svein Tryggvason mjóikurfræðing, að Jteir ásamt bústjóranum á Korp- úlfsstöðum, Stefáni Pálmasyni, leiti að orsökum binnar lélegu afkomu Korpúlfsstaðabúsins, semji greinargerð um landbún- að bæjarins í heiid og gcri til- lögur um hvernig bærinn geti notað jarðeignir sínar til fram- leiðslu landafurða á hagkvæm- astan hátt. Sérstaklega er þess óskað, að þeir athugi hvort ekki muni framkvæmanlegt og hag- kvæmt að framleiða barnamjólk | á Korpúlfsstöðum.“ I Ihaldið var snöggvast gripið ótta. 1 guðs almáttugs bænum ekki að finna ástæðuna fyrir tapi Korpúlfsstaðabúsins! Enga rannsókn á nefndina hans Val- týs búfræðings Stefánssonar! Allt var gott sem hann gerði, — liann gerði nefnilega ekki neitt —- nema selja hey og leigja tún til hrossabeitar. Og ílialdið bjargaði búfræð- ing sínum með því að vísa til- lögu sósíalista frá með dagskrá. Allt í lagi hjá Valtý. Allt í lagi á Korpúlfsstöðum! „Samanber skoðunargerð dags. 2. des. 1944“ Fyrir bæjarstjórnarfundi 20. f. m. lá fundargerð landbúnað- arnefndar, þar sem nefndin komst að þeirri niðurstöðu ,,að viðgerð á húsum jarðarinnar, bæði íbúðum starfsfólks og fjósi, verður að fara fram nú þegar, þar eð húsin liggja und- ir skemmdum, sbr. skoðunar- gerð dags. 2. des. 1944.“ (Letur breyting Þjóðviljans). 1 marz 1947 man landbúnað- arnefnd Valtýs Stefánssonar allt í einu eftir því að húsin á búi bæjarins á Korpúlfsstöð- um voru talin liggja undir skemmdum í desember 1944! — „Það er b.etra seint en aldrei — og lítið betra en ekki neitt!“, syngur Lárus Ingólfsson í Sjálf staiðishúsinu. Valtýr hrekkur við I fyrrnefndri fundargerð landbúnaðarnefndar segir enn- fremur svo m. a.: „Rætt um ræktunarfram- kvæmdir bæjarins almennt. Svo hljóðandi tillaga var samþykkt með samhljóða atkvæðum allra nefndarmanna: „I bréfi, dags. 14. maí 1946, 4. lið, lagði nefndin til, að bær- inn keypti þær ræktunarvélar, sem þar eru taldar upp. Þar eð nefndin telur nauðsynlegt, að útvegun þeirra sé hraðað sem mest, ítrekar liún tillögu sina um að allt verði gert sem unnt er, til að útvega þær“. Ákveðið var að flokkarnir skiluðu ályktunartillögum sín- um með nokkurra daga fyrir- vara fyrir bæjarstjórnarfund- inn 6. f. m. Sósíalistaflokkurinn og Alþýðuflokkurinn skiluðu sínum till. á tilskildum tíma. Það gerði Sjálfstæðisflokkurinn ekki. Hann beið eftir till. and- stæðinganna og tindi upp úr þeim og gerði að sínum till. það sem hann treystist elcki til að fella. Þetta sparaði íhaldinu í bæjarstjórn mikla hugsun. Það fir óvant því að hugsa um hvað þurfi að gera. Það er vanast því að hugsa um hvernig eigi að koma í veg fyrir að nokkuð sé gert. Eitt af því sem íhaldið sá var tillaga sósíalista um rann- sókn á hallarekstri Korpúlfs- staðabúsins. Valtýr brá við og kallaði landbúnaðarnefndina til fundar (4. f. m.) og samþykkti i að nú sé nauðsynlegt að „sé , hraðað sem mest“ (!) kaupum j þeirra véla, sem landbúnaðar- j nefndin, eftir margra ára bú- rekstur loks sér sl. vor að þörf I var að kaupa. Framh. á 7. síðu Heiztu viðburðir um Bandaríkin fá Kyrrahafseyjar*' Öryggisráðið samþykkti sam hljóða s.l. miðvikudag tillögu Bandaríkjanna, um að þau fengju hernaðarlega verndar- gæzlu eyja þeirra í Kyrrahafi. er voru undir umboðsstjórn Japana. Brezk tillaga um að veita öllum þjóðum jafna að- stöðu til verzlunar á eyjunum var felld. Bandarísk yfirvöld tálma verkalýðssendinefnd Rannsóknarnefnd Alþjóða- sambands verkalýðsfélaganna kom til Tokyo frá Kóreu á skírdag. Saillant, aðalritari sam bandsins og formaður nefndar- innar skýrðu frá því, að her- námsyfirvöld Bandaríkjanna í Suður-Kóreu hefðu hindrað nefndina í að hitta verkalýðs- leiðtoga á hernámssvæðinu. Á hernámssvæði Sovétríkjanna hefði nefndin aftur á móti feng ið að fara allra sinna ferða og, ræða við hyern sem hún vildi. Attlee lætur undan Attlee forsætisráðherra heí- ur borið fram hreytingartillögu við frumvarp brezku stjórnar- innar um herskyldu. Leggur hann til að lierþjónustu tíminn. verði styttur úr 18 mánuðum í 12. Yfir 100 Verkamannaþing— menn höfðu lýst sig andvíga frumvarpinu og greitt atkvæðr gegn því við aðra umræðu r þinginu. Baiidarískum yfirgangi mótmælt Bandaríska utanríkisráðu- neytið hefur skipað MacArthur ! að hef ja greiðslu stríðsskaða- J bóta frá Japan án þess að ráð- ! færa sig við aðra. Bandamenn.. Fulltrúar Sovétríkjanna, Ind- lands og Ástralíu í eftirlits— nefndinni í Tokyo hafa mót- mælt þessari ráðstöfun. Molotoff vill stórveldasam- starf Baiidaríski blaðamaðurini; Johannes Steele hefur átt tai við Molotoff og spurði um álit hans á aðstoð Trumans við stjórnir Grikklands og Tyrk- lands. Molotoff kvað enga vort til að einhliða íhlutun Banda- ríkjanna yrði til að binda frið- samlegan endi á innanlands- deilurnar í Grikklandi. Stór- veldin yrðu að koma á friði og hindra yrði erlenda íhlutun í Grigglandi hvaðan sem húo kæmi. Harðstjórn í Grikklandi og Tyrklandi Bandaríski öldungadeildar- maðurinn, Taylor frá Idaho sem er demokrati, hefur lýst sig andvígan aðstoð við stjórn- ir Tyrklands og Grikklands. Segir hann, að í báðum þessum löndum ríki slík hakðstjórn, að önnur verri fyrirfinnist ekki í heiminum. Grimmdarverk hers Sjangkaiséks Bandarískur blaðamaður hef- ur lýst aðförum hersveita .Sjangkaiséks, er þær bældu nið ur uppreisn á eyjunni Formósu nýlega. Segir liann, að er stjórn arherinn tók borg eina af upp- reisnarmönnum, hafi hanrt brytjað niður 12 000 óbreytta borgara, karla, konur og bönv

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.