Þjóðviljinn - 10.04.1947, Síða 4

Þjóðviljinn - 10.04.1947, Síða 4
4 ÞJGÐVILJINN Pnmntndágur 10. apríl 1047 þJÓÐVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusimi 2184. Áskriftarverð: kr. 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Furðulegur forsætisráðherra Forsætisráðherra Islands hefur átt viðtal við nokkra sænska blaðamenn. Blaðamennimir birta heimkomnir við- töl í útbreiddustu stjórnmálablöðum Svíþjóðar. Þrjú þess- ara blaða hafa ummæli eftir ráðherranum um viðkvæmustu utanríkismál íslands, sem ráðherrann síðar lýsir yfir að séu uppspuni, skáldskapur eða misskilningur blaðamann- anna á því sem hann hafi sagt. Ekki er að efa, að hefði svipað óhapp hent forsætis- ráðherra einhvers annars ríkis, t. d. forsætisráðherra Dan- merkur eða Noregs, að -þeir hefðu tafarlaust komið á fram- færi í öllum helztu blöðum Svíþjóðar harðorðum og afdrátt- arlausum mótmælum gegn missögnum hinna sænsku blaða- manna. íslenzki forsætisráðherrann, Stefán Jóhann Stefáns- son, lýsti því yfir á Alþingi í gæt, að hann sæi ekki ástæðu til að andmæla skrifum hinna sænsku blaðamanna með því að birta mótmæli í Svíþjóð. Hann ætlaði að hafa annan hátt á meðferð málsins. Forsætisráðherrann hafði „undir- búið viðtal við sig í Alþýðublaðinu.“ Það átti að duga! Líklega hefur enginn vænzt þess að Stefán Jóhann yrði landi og þjóð til sóma sem forsætisráðherra, en þó hef- ur framkoma hans verið jafnvel enn vesalmannlegri en búizt var við. í þessu máli virðist honum standa á sama hvort almenningur í Svíþjóð og raunar miklu víðar, telur forsætisráðherra Islands hafa haft þau ummæli að samn- ingurinn við Bandaríkin sé frávik frá pólitísku sjálfstæði landsins, en íslendingar hafi orðið að semja við Bandarík- in því annars hefðu Sovétríkin krafizt hér herstöðva. Á Al- þingi (og í Alþýðublaðinu!) heldur forsætisráðherrann því fram, að hann hafi aldrei viðhaft nein ummæli í þessa átt, en hann telur ekki þörf að leiðrétta þau á þeim erlenda vettvangi sem þau eru flutt á. ' I umræðunum á Alþingi um þetta mál benti Einar 01- geirsson á að Finnur Jónsson hefði í þingræðu um flugvalla- samninginn sett það mál í samband við togstreitu milli vestræns og austræns, milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna, og hefði þáverandi forsætisráðherra, Ólafur Thors, talið ástæðu til að mótmæla því í seinni ræðu. Einmitt Al- þýðuflokkurinn og aðalblað hans virðist gleypa hráa þá kenningu bandaríska auðvaldsins að allar útþenslutilraun- ir og aðgerðir Bandaríkjastjórnar séu liður í þeirri „bar- áttu gegn kommúnismanum“, sem orðið er eina stefnumál Alþýðublaðsins. Hafi Stefán Jóhann ekki viðhaft þau um- mæli við sænsku blaðamennina sem þeir tilfæra varðandi „hættu“ af ímyndaðri kröfu Sovétríkjanna til herstöðva á íslandi, hafa þeir að minnsta kosti túlkað sjónarmið, sem er ofarlega í Alþýðuflokknum og í fyllsta samræmi við hin- ar vitfirrtu æsingagreinar Alþýðublaðsins gegn „Rússum.“ ★ Umræðurnar á þingi í gær eru ekki síðasta orðið í þessu máli. Það verður að koma skýrt fram, skýrar en orðið er, hvort íslenzka ríkisstjórnin ætlar að haga sér þannig, að allur heimur sannfærist um að hún sé ekki annað en vesöl UM STAÐFÆRINGAR O. G. skrifar: „Heiðraði Bæjarpóstur! Þegar skopleikir eru þýddir, er umhverfi leiksins stundum breytt og atburðirnir jafnvel færðir yf- ir á annað tímabil. Þetta getur farið vel, því að fyndnin er oft- ast dægurfluga, bæði staðbund- in og tímabundm. Staðfæring á rétt á sér á þessu sviði. Eg veit, að mörgum muni þykja ódjarflegt að nefna meðal- hóf. En þó liggur mér við ið segja, að ráðlegt sé að gæta hófs ' í staðfæringum. Nýlega rakst ég á ævintýri Andersens um hæn- una staðfært á ísl. og allt úr lagi fært. Ætli íslenzk börn hafi ekki flest séð hænsni? (Og ekki hefur heyrzt, að þau séu neitt óþjóðhollir fuglar). Það er ekki víst, að börnin séu neitt kunn- ugri bjargfuglunum, sem koma við sögu í þýðingunni. ★ HÆTTULEGT FORDÆMI „Annar þýðandi hefur staðfært smásögu eftir Gorki. Eg hef heyrt, að glöggt komi fram í rit- um hans það, sem sérkennilegt er ■við rússneskt þjóðlíf. Ætli okkur þættj gáfulegt, ef einhverjum Englendingi dytti í hug að stað- færa „Gamla heyið“ eftir Guð- mund Friðjónsson, léti Brand gamla heita Blackstone og eiga heima í Wales? Óþarft er að nefna fleiri dæmi um staðfær- ingar, en vel mættu verk- snill- inganna vera óhult fyrir þeim. I Mörgum þeim, sem láta Ijós sitt skína á prenti, er gefin mikil hermigáfa. Fari einhver að nota sjaidgæft orð, fornt eða nýtt, hnýtur lesandinn, von bráðár, um það í dálkum blaðanna, í tíma og ótíma. Staðfæringar eru hættulegt fordæmi. O.G. ★ NÝR DÁLKUR í BLAÐINU Athugulir lesendur taka eftir nýjum dálki í Þjóðviljanum, fyrsti dálkurinn á 7. síðu ber i gær fyrirsögnina smáauglýsing- ar, og mun gera það fyrst um sinn. Ekki svo að skilja, að eng- ar smáauglýsingar hafi birzt í blaðinu fyrr, en þær hafa verið út um hvippinn og hvappinn, á . flestum síðum blaðsins. Nú þegar þeim hefur verið fenginn fastur samastaður, er hægt að ganga að þeim vísum. ★ TIL MARGRA HLUTA NYTSAMLEGT Eg ráðlegg lesendum Þjóðvilj- ans að hlaupa ekki yfir þennan dálk þegar þeir lesa blaðið. —| Þarna verður oft að finna ýmis- legt það sem manni kcmur vel I að vita, og þá er þarna tækifæri til að koma á framfæri orðsend- ^ ingum, sem þúsundir manna í i v a r ffrá stjérii ins í er nú þegar, að þó að allt verði Svo sem kunnugt er, gerðist sá válegi atburður að morgni laugardagsins 29. f. m., að Heklugos brauzt út. Veður stóð af norðri og lagði gosmökkinn til suðurs á takmörkuðu svæði um Fljótsh. innanverða og Eyja fjallahreppa báða, en á þessu svæði urðu skjót umskipti. Á tæpum tveim klukkustundum dyngdi þarna«iður stórgerðum vikri og sandi svo að hvergi sá hnjóta af jörð, hvorki á túnum, engjum né högum, þar sem mest kvað að, en annars stað- ar hafa þarna orðið stórkost- leg spjöll á landi. Alvarlegan hnekki af þessum orsökum hafa þannig hlotið um hundrað býli undir Eyjafjöllum og um 15 bæir í Fljótshlíð og Rangár- völliun. Ekki þarf að fara roörgum orðum um það, hvert þjóðar- tjón það er ef þetta mikla á- fall skyldi verða þess valdandi, að byggð á þessu svæði leggð- ist að einhverju eða verulegu leyti niður, auk þess persónu- lega tjóns og erfiðleika sem það hefur þegar valdið ábúendun- um á þessum slóðum. Augljóst gert, sem auðið er, til þess að halda lífinu í fénaði og hreinsa til, svo að gróður megi fást af þeim blettum, sem tiltækileg- astir eru í sumar, þá verða bændur eigi að síður tað stór- fækka fénaði sínum. Lífskjör- in þrengjast og hætt er við, að mörgum finnist hann standa svo hallur í þessari baráttu, að hann gefist upp og hverfi frá jörð sinni. En í þessari baráttu getur drengileg aðstoð og sam- hugur þeirra, sem ekkert tjón hafa beðið, algerlega riðið baggamuninn. Fyrir því hefur stjórn Rang- æingafélagsins í Reykjavík, á- kveðið að gangast fyrir fjár- söfnun til styrktar ábúendun- I um á því svæði, sem tjón þetta hefur orðið og mun á sínum tíma afhenda sýslunefnd Rang- æinga fé það, sem safnast, til þeirrar ráðstöfunar, sem hún telur koma að beztum not- um. Vér megum ekki sætta oss við það, að áfall slíkt sem þetta eyði byggilegustu héruðum landsins fyrir augum vorum, án þess að reyna af fremsta leppstjórn Bandaríkjanna. Þar veldur miklu framkvæmd flugvallarsamningsins. Sjálfsagt finnst Stefáni Jóhanni það heldur ekki mótmælavert, þó bandarískir blaðamenn sem hingað koma og farið er með sem þjóðhöfðingja, full- vissi Bandaríkjamenn um að flugvallarsamningur hinna Jirjátíu og tveggja sé ekki annað en pappírsgagn, banda- ríska hermálaráðuneytið muni eftir sem áður hafa raun- Kr veruleg völd yfir Keflavíkurflugvellinum. En hvað lengi þolir þjóðin íslenzkri ríkisstjórn slíka vesalmennsku ? Reykjav.'k lesa. Þvi ekki að senda ,,smáauglýsingum“ Þjóð- viljans nokkurra orða augiýs- ingu, ef þú týnir kettlingnum þínum, ef þú vilt selja hús- gögn eða kaupa, ef þig vantar ibarnavagn og hefur ekki ráð á að kaupa njuan á 600—800 kr. eða venjulegan stól sem kostar ekki alveg 250 krónur, eða vant- ar jafnvel herbergi. Smáauglýs- jngarnar kosta visst á orðið. Það er hægt að fá sæmilega auglýs- ingu innan við 10 krónur. Gerðu tilraunina næst þegar þú þarft að auglýsa, og segðu kunningj- unum frá „smáauglýsingum“ Þjóðviljans. ★ ÁBURÐUR OG ÝLDU- FÝLA L. J. skrifar: „Hérna um daginn var einhver gcður maður að lýsa andstyggð sinni á notkun kúamykju til á- burðar á túmbletti í bænum. — Hann benti á, að þetta væri brot á lögreglusamþykkt Reykja- víkur og væru margir sekir, n. a. sjálft hið opinbera. Eg var I öllu sammÞia þessium manni. Ilúsdýraábui'ður á túnum bæjar- . ins er vegfarendum til ama; lyktin er flestum til óþæginda. En hér í bænum er samt not- aður ýmiskonar áburður, sem hefur verri lykt en kúamykja. Eg var t. d. rétt áðan að ganga í gegn um hverfið milli Freyju- götu og Bergst.str., syðst, þar sem andrúmsloftið var þrungið af einhverskonar ýldufýlu, sem stafaði frá áburði, er hafði ver- ið settur á einn lítinn túnblett. Já, það er satt, að eftirlitið með ólöglegum innflutningi ó- dauns í bæinn er fremur slælegt. L. J.“. megni að sporna við. Hér er ekki um það að ræða að bæta mönnum það tjón, sem þeir hafa þegar beðið, heldur hitt að létta þessu fólki baráttuna í landvörn, sem nú leggst þyngra á það, en nokkra aðra þegna þjóðarinnar. Þetta er* bæði metnaðarmál og dreng- skaparskylda. Og vér erum þess fullvísir að skjót og drengi leg hjálp getur alveg ráðið úr- slitum í þessari baráttu. Fyrir því heitir stjórn Rang- æingafélagsins á alla Rangæ- inga búsetta hér í höfuðstaðn- um og hvar sem er annars staðar, að leggja fram sinn skerf til þessarar fjársöfnunar, og sýna þannig í verki rækt sína til ættarstöðvanna og hug sinn til þeirra, sem þar berjast nú sinni erfiðu landvarnarbar- áttu. Og á sama hátt heitir hún á alla góða íslendinga að styðjæ þetta mál, því það er sorg og skaði vor allra, þegar óviðráð- anleg náttúruöfl kippa í svip- inn grundvellinum undan starfi og lífsafkomu einhvers hluta þjóðar vorrar. Það er sæmd ís- lendinga, að jafnan er svo lief- ur staðið á, hefur nú hin síðari ár mátt treysta þegnskap þeirra og drenglund, að bregð- ast vel við. Dagblöðin í Reykjavík munu góðfúslega veita fjárframlög- um í þessú skyni viðtöku, og má enginn hyggja að skerfur hans sé svo lítill að hann geti ekki einnig orðið að liði. Virðingarfyllst, Sveinn Sæmundsson, Felix Guðmundsson, Guðmundur Guðjónsson, Sigurður Ingvarsson, Gestur Gíslason.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.