Þjóðviljinn - 10.04.1947, Page 6

Þjóðviljinn - 10.04.1947, Page 6
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagtir -10. apríl 1947 i 111 r i-h-h-4 Jllja Erenburg: 9 :: Bandaríhjttförin 1946:: :: búar flytja brott. Braskarinn kaupir þá önnur hús : i :: hverfisins fyrir hlægilega lítið verð, segir Negr- J ? anum svo upp húsnæðinu, og hverfið kemst aftur J •{• í álit — og húsin hækka í verði. ;; Kofi Tómasar ffænda hefur ekki mikið breytzt • • Samt sem áður er það nauðsynlegt til að kynn- •; ast kjörum Negranna í Bandaríkjunum að fara ;; til Suðurríkjanna. Þegar við vorum spurðir hvaða ;; staði í Bandaríkjunum við vildum skoða völdu fé- ;: lagar mínir Kaliforníu og Chicago. Eg valdi Suð- " urríkin. Eg minntist skáldsagnanna sem ég hafði •• lesið — eftir Steinbeck og Faulkner — og vildi fá • • + að sjá hvort veruleikinn væri líkur frásögnum ;; bókanna. Næst á eftir skýjakljúfum New York sá ég kofa Tómasar frænda, og mér er óhætt að segja að hann hefur ekki breytzt mikið. I öllum suðurríkju'num er aðgreining hvítra manna og svartra lög. Negrum er ekki bannað að ferðast með járnbraut.um, en þeir verða að ferðast í sérstökum vögnum (alltaf yfirfullum). 1 strætisvögnum eru Negrum ætluð sérstök sæti aftast í vögnunum. Það er venjulegt að strætis- .j: vagnar fari hálftómir frá biðstöðunum þótt hópar • • Negra standi og bíði, vegna þess að sætin sem ;; Negrunum eru ætluð í vögnunum eru fullskipuð. ;; Negrar fá ekki að koma á fundi sem hvítir menn " halda, þeir þora ekki að fara inn í kirkjur ef hvít- $ ir menn eru þar fyrir, og að sjálfsögðu dreymir þá ekki um að fara inn í leikhús eða bíó sem •*• ætluð eru hvítum mönnum. I stjórnarskrá Bandaríkjanna er öllum þegnum ;; ríkjanna, konum og köflum tryggður kosninga- " réttur. Samt hafa Negrar í Suðurríkjunum ekki " kosningarétt. I Alabamaríki eru þrjár millj. íbúa, :: þar af eru 1 100 000 Negrar. Af kjósendum í -• þessu ríki eru 496 000 hvítir menn og 4000 svart •• • • ir. I Bjrmingham í Alabama eru 130 000 Negrar ;; yfir tuttugu og eins árs aldur. Samt sem áður " kusu þar ekki nema 1 400 Negrar. Hvernig kom- " ast Suðurríkin fram hjá stjórnarskrá Bandaríkj- 4. anna ? Til þess eru ýmsar leiðir: ein er kosninga- ■ • skattur; önnur próf. Til þess að fá að greiða at- •• kvæði verða menn að vera „færir um að útskýra ;; stjórnarskrána“. Það er augljóst að prófdómend- ” urnir geta losnað við marga Negra á þann hátt. " Fari hinsvegar svo að Negrarnir greiði kosninga- :: skattinn og standist prófið og mæti á kjörstað, i! bægja verjendur þrælahaldsins óvelkomnum kjós- f fr endum fra með sterkum bareflum. Það er aug- . ljóst að þeir kunna að „útskýra“ stjórnarskrána " í Suðurríkjunum! 1 Mississippiríki er helmingur ^ í íbúanna Negrar; helmingur íbúa þess ríkis er því •• sviptur kosningarétti. Allt er þetta framkvæmt ;; blygðunarlaust með fullri vitneskju allra Banda- ± " ríkjamanna, bæði í Norður- og Suðurríkjunum. " J Hvort er réttara að svipta menn með svart . skinn kosningarétti eða menn með svarta samvizku? ; Eg man að þegar ég var í Mississippi voru ; nokkrir bandarískir blaðamenn barmafullir af : gremju til ríkisstjórnar þjóðfylkingarinnar í Júgó : slavíu vegna þess að hún hafði svipt kosninga- : rétti 200 000 menn sem unnu með Þjóðverjum í • stríðinu. Þessum sömu bandarísku blaðamönnum ; finnst það samt sem áður eðlilegt og sjálfsagt ; að milljónir bandarískra Negra (þar á meðal : Negrar sem börðust í striðinu fyrir frelsi Banda- " ríkjanna) séu sviptir kosningarétti. Eg vildi því " spyrja mína bandarísku lesendur: hvort er rétt- 4- ara að svipta menn með svarta samvizku kosn- ý- ingarétti, eða menn með svart skinn? ;; Norðurríkjamenn vita að í Suðurríkjunum er * Negrum meinað að njóta pólitískra réttinda, en þeir geta ekki gert sér í hugarlund hve skelfileg :: kjör Negranna í Suðurríkjunum eru. Þegar Sam •• Grafton, einn af hinum ágætu blaðamönnum í ;; New York, sá hreysið sem tvær eða þrjár Negra- ;; fjölskyldur bjuggu í hrópaði hann: „Getur annað 'Jl il. IIPIPPWPB 35. dagur DULHEIMAR Eftir Phyllfs Botíome iiliiiiiiininj® Eg býst við, að hún hafi farið verst með sig sjálf“, sagði Jane hugsandí. Eg hef komizt að því, að hún hafi verið óttalega virðuleg og guðrækin. Hún er rómverskaþólsk af trúræknustu gerð. Hún hefur verið gift í tíu ár. Maðurinn hennar er leiðin- legur og drekkur. En hún virðist hafa verið hrifin af honum. En þá ber svo til einn dag — allt í einu, að því er hún heldur — að hún verður hon- um ótrú. Eitt skipti — í léttúð. Henni stendur á sama um manninn, sem hún lenti í ævintýrinu með. Það var eins og hræðilegt slys. Hún er öll sundur- tætt út af þessu og vill ekki halda áfram að lifa. Eg ímynda mér, að hún hafi verið ákaflega hrein- líf. Og nú þráir hún að eignast skírleika sinn aftur, og ennþá skírari og hreinni en áður en hún syndg- aði. Ef hún fyrirfer sér, sannast hún hreinni —- eða svo heldur hún. Því að þegar allt kemur til alls eru það fáir, sem láta lífið af skelfingu yfir synd- um sínum. Eg held ekki, að hún beri neinar áhyggj- ur út af manni sínum. Það er líkara því sem hún hefði sett blett á hreinan kjól.“ Charles hafði gaman að þessum samanburði.,,Mjög iíkt“, sagði hann þurrlega. „Og nú langar hana til að fara úr kjólnum og kasta honum í burtu. Það væri gaman að vita, hve margir halda sér dyggð- ugum af hégómaskap. Jæja, hvað hafið þér reynt við hana fram að þessu?“ • Jane sneri andlitinu beint að Charles. Hún virt- ist nú líkari en nokkru sinni hinum alvörugefnu fíngerðu, konumyndum Joshua. „Eg kallaði á prestinn hennar, svo að hún gæti skriftað fyrir honum,“ sagði Jane. „Eg hélt að trú- arbrögð hennar gætu komið henni til hjálpar. En við gátum ekki fengið hana til að hlusta á hann. Þá sendi ég eftir manninum hennar, en henni hríð- versnaði við að sjá hann. Hún mátti ekki heyra nefnt að ég sendi eftir hinum manninurn. Lucrece hefði ekki getað hryllt meira við Tarquin þó að ég ímyndi mér, að sjúklingurinn hafi af fús- um vilja gefið sig þessum manni. Líkamlega gat ég ekki gert mikið fyrir hana. Eg hef látið hana vera í stöðugum böðum, og ég hef gefið henni sefandi lyf; en hún tekur ekki neinum sönsum. Svo að nú hef ég látið hana fara í rúmið aftur og sett sér- staka hjúkrunarkonu til að gæta hennar. Fyrst skildi hún það, sem við sögðum við hana, en nú held ég, að hún geri það ekki.“ „Hvað sögðuð þér við hana,“ spurði Charles. Hann langaði til að vita, hverju Jane svaraði. Honum flaug í hug, hvað kona eins og Jane hugsaði um hreinlífi, bæði hjá sjálfri sér og öðrum konum. Hann var viss um, að þetta var spurning, sem hún mundi gefa hugsað svar við og breyta í sam- ræmi við það. Hún mundi ekki gera neitt rugl úr því, eða fara eftir óstýrilátri ósk, eins og maður, er sendir ávísun á banka, sem hljóðar upp á hærri upphæð en hann á inni. „Eg sagði við hana, ef hún sæi verulega eftir því, sem henni hefði orðið á, þá ætti hún að hætta að gráta og fara aftur lieim til mannsins síns,“ sagði Jane alvarlega. „Eg sagði henni, að ég héldi að hún hefði verið reið og að hún hefði verið manni sínum ótrú aðeins í hefndarskyni. Eg sagði að ég gæti skilið að hann hefði verið þreytandi, og ég héldi, að hún hefði viljað, án þess að gera sér grein fyrir, refsa honum fyrir það. Hún hefði að- eins gengið of langt og orðið sjálf fyrir refsing- unni í staðinn.“ Charles kinkaði kolli. Þetta var afstaða, sem hann sjálfur mundi hafa tekið. „Já“, sagði hann hugsandi, „ég ímynda mér, ef þessi kona væri í raun og veru eyðilögð yfir því að hafa farið á bak við mann sinn, þá mundi hún. fara heim til að sjá um matinn handa honum. Nietzsche gamli vissi hvað hann var að fara, þegar hann hélt því fram, að samvizkubit væri allaf af óheiðarlegum toga spunnið. Jafnvel skaparinn sjálf- ur, þó hann fyrirlíti ekki brostið og sundurkramið hjarta, hefur aldrei látið í Ijós neina velþóknun á sliku. Menn skola oftar iðrun sína út með tárum en að þeir afþvoi með þeim sektina hið innra -með sér.“ Jane sagði dapurlega: „ég reyndi að gera henni þetta skiljanlegt, en eins og þér skiljið, þá hefði allur uppgerðarleikurinn hjá lienni verið á enda — svo að hún vildi ekki sjá það. Hún hefur góða greind, bara ef liægt væri að komast inn úr þessum ímyndunarvef hennar um sjálfa sig. Hún þarf að verða fyrir einhverju snöggu eða óvæntu við- bragði — og ég get ekki gefið henni þetta viðbragð. Ef dr. Macgregor yæri hérna, mundi hann finna eitthvað, sem kæmi alveg flatt upp á hana, svo að hún neyddist til að hlusta á hann.“ ,,Er þetta það, sem þér ætlizt til að ég geri“, spurði Charles og sló öskuna úr pípunni sinni. Hann gat ekki látið vera að brosa að Jane, hún var svo hlægilega aum og yfirbuguð yfir mistökum sínum við þennan sjúkling. Rétt eins og það að geta ekki gert honum ótryggðina gómsæta væri verra en sjálf ótryggðin. BARMSAGA Winir Péturs litla segja sögur Rúmfeppið og síór blómagarður á sumardegi. Og hvað eínið var þykkt! Nú má kuldinn koma. í gegnum þetta teppi stingur hann ekki nál- unum sínum. Drengurinn strauk blíðlega eftir þessu fallega teppi, og mamma varð svo hamingjusöm af því, hvað hann varð glaður, að hún gleymdi allri sinni þreytu. Á sunnudaginn var mamma heima all- an daginn, cg litli Pétur var svo glaður og ánægður. Alla vikuna hlakkaði hann alltaf til sunnudagsins, því að þá þurfti hann ekki að vera einn heima. En svo kom mánudagsmorguninn. Aftur varð hann að vera einn, og fann svo mikið til og gat ekki hreyft sig. Líklega færu nú hlutirn- ir að kenna í brjósti um hann og segja honum sögur, en það var svo ergilegt, að þeir byrjuðu aldrei að tala fyrri en það fór að dimma. Hver myndi nú segja sögu í kvöld? Pétur litli horfði í kringum sig í her- berginu, og það fóru ónot um hann. Það voru ekki nema fáir hlutir, sem áttu nú eftir að segja sögur. Járnpotturinn, sem var uppi á litla ofninum, var þó eftir, en hann var þungur og þegjandalegur á svip- inn, og ekki neins af honum að vænta. Þá datt honum í hug nýja teppið. En eí það vildi nú tala! Svona fallegt teppi með svona marglitum blómum hlaut að geta sagt frá merkilegum atburðum. Pétur litli strauk teppið mjúlega með hendinni, og fór að hlakka til kvöldsins. En náttmyrkrið skall á, og enn sagði enginn neitt. Drengurinn leit af einum hlut á annan.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.