Þjóðviljinn - 15.04.1947, Síða 6
0 . r ÞJÓÐVILJINN - . : Þriðjudagur 15. apríl 1947
jllja Erenburg:
12 ::
Bandaríkjiiförin 1946
Hvítir menn sem skipulögðu negraofsóknir, en í
Suðurríkjunum er slíkt kallað ,,kynþáttaóeirðir“,
drápu tvo negra og særðu tólf. Það eru ekki
morðingjarnir sem eru látnir svara til saka, held-
ur feður, bræður og synir hinna myrtu. Lögfræð-
ingur í Jackson,.. sem yar að reyna að bjarga
saklausum negra, sagði mér að raunverulega
efaðist enginn ufn sakleysi svertingjans, en hvít-
ir menn hefðu bófið vitní á móti honum; og
rétturinn gæti ekki'iiekið :til greina framburð
svertingja, ef hann væri . gagnstæður framburði
hvítra manna, jafnvel ekki þótt vitað væri að
hvítu mennirnir bæru ljúgvitni. Komi það hins-
vegar fyrir að hvítir menn, sem drépið hafa
svertingja án dóms og laga, lendi í fangelsi er
sýknunardómur þeirra fyrirfram viss.
" Höfðingi þrælaeigandaima og menn vígstöðvanna ••
Höfðingi þrælaeigandanna er Bilbo öldunga-
deildarþingmaður, rauðhærður lýðæsingamaður
sem safnar áheyrendum með þrumandi ræðum
um að „temja svertingjana“. Bilbo hefur stung-
ið upþ á að allir svertingjar væru fluttir frá
Bandaríkjunum til Líberíu. Það væri björgulegt
;; að sjá þrælaeigendurna þrælalausa! Það vita það
líka allir að öldungadeildarþingmaðurinn sagði
þetta einungis í gríni. Hann er öldungadeildar-
þingmaður fyrir Missisippi, þar sem svertingjar
eru engu færri en hvítir menn, þar sem það eru
hvítir menn sem oftar skjálfa við tilhugsunina um
að sá dagur hljóti að koma að hinn örvæntingar-
J fulli, þjáði fjöldi verði leiður á að syngja halle-
lúja meðan hann bíður e’ftir hinum reglubundnu
hengingum.
Töluvert af svertingjum hefur komið til
Evrópu; margir þeirra börðust fyrir Bandaríkin
gegn kynþáttaofstæki Þýzkalands. Það fór
ekki fram hjá þeim að í París eða Róm horfði
enginn á þá eins og þeir væru haldnir pest, og
þeir sneru heim öllu bitrari í skapi. Örlagaríkir
atburðir standa fyrir dyrum Suðurríkjanna: ann-
aðhvort gefa eigendurnir eftir, eða negrarnir —
mennirnir sem í gær stóðu í eldi vígstöðvanna —
hefja baráttuna fyrir jafnrétti.
Sjúkdómur sem náð hefur djúpt.
Eg er sannfærður um að kynþáttahatri verður
að lokum útrýmt í Bandaríkjunum; en því má
ekki gleyma að þessi sjúkdómur hefur náð djúpt
í hug venjulegs Bandaríkjamanns. Eg hitti eng- X
an hvítan mann í Suðurríkjunum sem ekki var
haldinn kynþáttaofstæki. Einn skeleggasti and-
stæðingur þrælaeigendanna sagði eftirfarandi við
mig, þegar við töluðum saman í fullri og einlægri
hreinskilni: „Já, ég ver svertingjana, en samt
sem áður eru þeir ekki menn í míittim augum.
í gær lék ég mér við lcrakka vinnukonunnar okk-
ar , sem er negri, og þá fannst mér ég ekki vera
að leika mér við barn, heldur fallegan hvolp“.
Kynþáttaofstækið hefur einnig sýkt hina ofsóttu.
Eg hitti svertingja sem höfðu andúð á Gyðingum
og Gyðinga sem voru sannfærðir um yfirburði
hvítra manna yfir dökka.
Bandaríkjamenn sækjast eftir' að drekka
blöndu margvíslegra líkjöra. I kokteilamergðinni
er einn sem líkist regnboganum — gulur, grænn
og rauður, líkjörar sem ekki blandast hver öðr-
um í glasinu heldur liggja í marglitum lögurn.
Þeir renna ekki samán fyrr en í munni rneyt-
andans. Það er hægt að lýkja þessum drykk við
kynþættina í Bandaríkjunum. Hversu undarlegt
að hugmyndin um „hreinræktum kynstofns“
skuli hafa eignazt ákafa formælendur meðal þjóð-
ar sem orðið hefur sterk við blöndun ólíkra
þjóðerna! Mönnum getur geðjast misjafnlega að
kokkteilum, en það er .erfitt að hugsa sér af-
greiðslumann blanda drykk fyrir gesfc sem krefst
þess að drykkurinn sé hreinn, úr skauti náttúr-
unnar, og jafnframt fullbyrlaður. Eg hef séð
kynþáttaofstækismenn í Bandaríkjunum halda
|
!
»p
• -1 '■/■■". ■ ■ • ■ -■.' - ■ ■> * * P -á ý ; ■ :»;■:: * - -' “ ';. t -• t. .^i^tiiaQuninniœiniifipinQpiiiœtiaian^ímtmiimumiimnnmnHmiiiuiKiiiiiiniin^
| 38. dagur
u»b^iuniiuntiniiiiiiinnuiiiiisíppúiðiiifii.RpKHiiRÍniiii^HÍ:iiiiiiiii!iHrniiiiiiiniiiHtiuuo
DULHEIMAR
£Mr Pliyllls Hottome
„Fimmtán ár og sex mánuði,“ hreytti matrón-
an út úr sér með röddu sem hafði hreim af hvellri
bjöllu, sem ætluð var til að rífa skólafólk upp úr
svefni á morgnana.
„Það er langur tími“, samsinnti Charles kurteis-
lega, „og ég er viss um að yður hefur lærzt-að skilj-
ast á þessum árum, hve mikilsvirði allur agi er á
spítala eins og þessum“.
Það byrjuðu að koma heldur ískyggilegir kippir
kringum nasaholurnar á yfirhjúkrunarkonunni.
„Það þarf enginn að efast um að ég viti það,“
sagði hún hryssingslega. „Eg veit hvar ég á að
stíga fótunum, og þegar sporið er stígið, þá stend
ég þar föstum fæti.“
„Þá er ég enn meira undrandi“ sagði Charles, „að
þér skylduð gleyma skyldu yðar með því að ganga
á móti fyrirskipunum dr. Everest. Eg hefi af á-
settu ráði frestað í mánuð að tala um þetta við
yður. Eg vildi kynna mér aila málavöxtu og láta
allt persónulegt' hjaðna niður. Eg hefi komizt að
þeirri niðurstöðu, að Clarkson hefur aldrei verið
heppilegur maður til að láta hann eirian hafa um-
sjón með sjúkradeild að næturlagi. Arabinn var að
deyja og þurfti á sérstakri hjúkrun að halda og
dr. Everest hafði gefið sín fyrirmæli samkvæmt
því. En það sem hlauzt af mótfyrirskipunum yðar,
var eina og þér vitið mjög alvarlegt. Það setti sjúk-
lingana og nokkuð af starfsfólkinu í raunverulega
lífshættu."
Charles veitti því órólegur eftirtekt, hvernig barm
ur yfirhjúkrunarkonunnar þandist út, hann fór að
hugsa um hvað hann gæti þanizt meira út án þess
að brjósthöldin slitnuðu utan af henni. Það var
eins og að horfa á flóðgarð augnablikinu áður en
stíflan brestur.
Yfirhjúkrunarkonunni tókst að halda sér í skefj-
um meðan Charles talaði, en þá brauzt straumur-
inn fram.
„Það er ef til vill ekki undarlegt," sagði hún óða-
mála“, að karlmennirnir komi til mín eftir fyrir-
mælum þó ég vildi gjarnan vera laus við það. Eg
er ekki að segja neitt, sem varpar skugga' á dr.
Everest þó að þér séuð ekki fyrr kominn í nýju
stöðuna en hún hleýpur með umkvartanir sínar til
yðar. En ég veit vel hvað hún hefur í hyggju þó
að ég geti ekki gert svo lítið úr mér að nefna það.
Að því öllu munuð þér k'omast nógu snemma ef þér á
annað borð verðið hér svo lengi. Það er satt að
venjulega læt ég Maclean hafa aukavaktina en hvað
gat ég gert við þvi, þó að móðir lians væri að deyja
einmitt þegar við fengum nýjan hjúkrunarmann.
Það er gert allt of mikið fyrir þennan blökkulýð.
Hversvegna sérstaka næturvakt þegar ég hef eins
fámennt starfslið og allir vita. Meðmæli Clarksons
voru í góðu lagi og þér þurfið ekki annað en að
líta á axlirnar á honum til þess að sjá að hann er
maður fyrir hvaða tveim vitleysingum sem er“.
„Og gætið að því, að ég gaf engar fyrirskipanir.
Sendið ef þér viljið eftir Clarkson og látið hann
voga sér að segja í mína áheyrn, að ég hafi sagt
honurn að vera einum án aukavarðar. Eg get hafa
sagt við hann eitthvað á þessa leið: „Jæjá, Clark-
son, mér sýnizt þér hafa allt útlit til að geta verið
einn á vakt í þessari sjúkrastofu sem hver.ri annarri.
Jafnvel þótt þér hafið *ekki ennþá verið settur
til að gæta hinna óðu að næturlagi — verðið þér þó
að vera til taks í viðlögum. Eitthvað líkt þessu kann
að hafa hrotið af vörum mér — og vcrið tekið al-
varlegar en ég ætlaðist til. En ég gaf enga skrif-
legá fvrirskipun móti aukaverði. Allar fyrirskip-
anir á þessum spítala eiga að koma skrifaðar. Eg
skrifaði enga fyrirskipun.”
Yfirhjúkrunarkónan horfði sigri hrósnndi á
Charles. Hann lmfði hugboð um, að þótt hún hefði
ekki beinlínis ætlazt til, að neitt kæmi fyrir í sjúkra
deild Jane síðustu vaktina, þá hafi hún séð fram á
þann möguleika.
„Ábending frá yður er vissulega skipun?“ sagði
Charles hógværlega. „Er þetta ekki rétt?“
Yfirhjúkrunarkonan sefaðist. „Enginn gæti tekið
sér það nær en ég, að þér skylduð úlnliðsbrotna,
dr. Drummond“, sagði hún hátíðlega.,,Það hefði liðið
j’fir mig, væri ég ekki steinhissa, varð mér að orði
við systur Stanton næsta morgun. Auðvitað eruð
þér alveg nýr í starfinu og vitið ekki, hvaða sjúkl-
ingar það eru, sem þarf að hafa gætur á. En engu
að síður, hefði ég haldið — þar sem nú dr. Everest
var á staðnum -— að það hefði verið hægt að halda
svarta Jerry kyrrum á sínum stað. Ekkert þessu líkt
hefur nokkurntíma komið fyrir að ifíér ásjáandi,
get ég fullvissað yður um. Ekki liggja sjúklingarnir
kyrrir í rúminu, og ef þeir fá æðisköst þá brjótast
þeir um undir ábreiðunum. Það er ekki að undra,
þó að dr. Everest reyni að skella allri skuldinni yfir
á mig. En það er eins og ég hefi alltaf sagt og mun
alltaf segja — að hafa kvenlækni á geðveikraspítala
er að freista forsjónarinnar. Það gladdi mig að
heyra, að þér eruð mér sammála".
mmhm&k
\ inir JFétnrs litía seg$a
sögnr
Búmteppið
,,En aí hverju hleypa menn ekki hreinu
loíti inn í verksmiðjuna?" greip eld-
spýtnastokkurinn íram í. „Hreint loít er
besti vinurinn, sem allir eiga. Það læknar
þá, sem veikir eru og kemur í veg íyrir
sjúkdóma. Þetta vita mennirnir líka. Af
hverju sjá þeir þá ekki um, aö hreint loft
komist inn í verksmiðjuna og eyði þess-
ari eitruðu gufu?"
„Þannig spurði ég líka", svaraði tepp-
ið, ,,og einn veggurinn gaf mér einu sinni
svar við spurningunni. Hann sagði, að
þegar verið var að byggja verksmiðjuna,
þá hafi eigandinn aðeins hugsað um það
að hafa allt eins ódýrt og mögulegt væri.
Nú er það svo miklu ódýrara að hafa fáa
glugga og litla loftræstingu og þessvegna
var byggt svona. Verksmiðjueigandinn er
aldrei neitt í þessari loftlausu verksmiðju
og andar ekki að sér þessari eitruou gufu,
og honum er alveg sama, hvernig verka-
mönnunum líður".
„Hver byggði verksmiðjuna?" spurði
eldspýtnastokkurinn.
„Verkamenn", svaraði teppið. „Af
hverju eru að spyrja að því?"
„Og þessir verkamenn vissu, að félag-
ar þeírra myndu veikjast og jafnvel deyja,
ef glugga og loftræstingu vantaði?"
„Líklega hafa þeir viíað það".
„Og þeir feyfa sér að byggja svona hús?
En hvað þeSsir menn eru heimskir og ein- j
kénnilegir!” sagði kolamolinn.
„Eg veit ekki sagði teppið og var|
að hugsa sig um, en flaskan greip frámj
í og sagði: „Þetta er allt skipulaginu að
kenna".