Þjóðviljinn - 08.05.1947, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.05.1947, Blaðsíða 3
FI-mTTifrnráaffgr. & - nazrf 1945 ÞJÓB ♦ÍSCTÍWÍ m, Ritstjóri: Þóra Vigfúsdðttir »|i 1—g ■ ■%« 4 Hiismóðurstarfið og framtíðin nefnist grein eftir Nönnu Ólafs- dóttur, sem birtist í siðasta hefti Melkorku og- leyfir kvennasíðan sér að birta hér kafla úr lienni. Það er mikið ritað og rætt um skipulega hagnýtingu vinnu'afls- ins, vegna hins ónóga mannafla til aðalatvinnuv. Of mikið af fólki sé við verzlunina og' ó- ■þarflega mikill vinnukraftur við lúxusbyiggingar. En hvergi hefur verið minnst á óihófseyðslu á vinnuafli til gólfiþvotta, matartil- búnings o-g barniaiuppeldis. „Við erum fáir og smáir“ er tippáhaldssikjól meðalmennskunar og lágkúrunnar og æfinlega sagt, þegar þarf að afsaka aumingja- hátt. Við erum ekki smærri en við sjálf viljum og vinnuaflið notum við aðeins til hólfs. Verka- fórk kaupuim við erlendis frá, og iþegar það nægir ekki, liggja verkefni óleyst og andvarpið ',,við erum fáir og smáir“ er eins- konar lfkræða. Hvar er þá þetta vinniuafl, er við notum ekki? Það er á heimilun- m Við sóum stórkostlegu vinnu- afli í óarðbær heimilisstörf fyrir límyndaða rómantiík, á öld ný- sköpunar og gerbreytinga í at- vinnuháttum. Flestallar giftar konur, svo og margar ógiftar, eyða allri sinmi líf&orku í gólf- þvotta, matarger'ð og uppeldi barna að hálfu leyti (þar sem I 'börn fá að minnsta kosti nú ‘ orðið, uppeldi sitt að hálíu á I götrmni og' sum að öllu leyti). Þessi staðreynd stangast að vísu ! aliharkaleg.a á við barlóminn 1 um fátæktina og fólksekluna, því ! að við getum hvorki verið fá né fátæk, þegar við höfum ráð á slíkum luxus. Með rökum verður ekki annað sagt, en við lifum í þessu tilliti um efni fram. Við verðum að skipuleggja gólfþvottinn, matar- gerðina og bartnauppeldið og fá konurnar út í atvinnulífið. 1 Það er rétt að gera sér grein 1 fyrir sliíkri breytingu, miðað ^ við hagsmuni kon'unnar. Langflestar konur giftast, ^stofna heimili, eignast böm og | isegja þar með skilið við atvinnu- lítið. Eins og hagar til í okkar : þjóðfélagi nú, getur þetta hlut- I skipti orðið þrotlaust erfiði vegma ^ vöntunar á aðstoðarfólki til heim j ilisstarfa. Konian verður þræll á i eigin heimili og missir lífsgleð- ! ina furðu fljótt. Ríka koman er Hentugur kjóll úr þunnu ull- arefni í Ijós uin lit. ÞægiIeRur úíikjólJ að sumriim og eru þá liáir þunnir lianzkar noíaðir við hann. að því leyti betur selt en hin fátæka kynsystir hennar, að strit- ið þarf ekki að ræna hana Wfs- ánægjunni. Aftur á móti á hún á hættu, ef til vill vegna ónógs verkefnis heima fyrir, að verða mest í samræmi við fíma húsið og lúxusb’ílinn, nokkurskonar að- aimubla. Hjónabandið þýðir ein- angrun og af einangrun leiðir þrengri sjóndeildarhringur. Ef konan hefur lítið að gera heiroa og góðan tíma aflögu, liggur leiðin venjulega til vinkvenna, sem Wkt er ástatt um og áhuga- i imálin verða fá og smá, hvorki I vekjandi eða þroskandi. I þess- I um hópi eru tiltölulega fáar kon- ur. Á hinu leitinu eru svo flest-1 I ar húsfreyjur þessa lands, þær sem vinna öll hei‘míili!as‘tö.rfin \ ^ sjálfar og annast uppeldi barn- anna. Þær eru að frá morgni til kvölds og hafa lítinn eða engan tíma til að sinna sérstökum hugð- arefnum. Heimilið krefst vinnu þeirra. óskiptrar. Það er t. d. eftirtektarvert, svo nefnt sé eitt atriði, að eini meðlimur fjöl- 'skyldunnar, sem sjaldan hefur tíma til að hlusta á útvarp, sér að fullum notum, er húsmóðirin. Annað er einnig athyglisvert. Hið sífelída ónæði, kvörtun hér og barns'grótur þar, hið eilífa stjan íkringum eldri meðlimi fjöiskyld- unnar, sem of>t eru eins og ósjólf- ibjarga kettWnigar, þegar þeir eru komnir inn fyrir dyr heimiWs- ins, orkar svo á húsmóðurinia, ,að hún gefcur haft útvarpið í eyrunum allt kvöldið, án þess að hafa heyrt aukatekið orð. Þegar þessu sam'bandi við um- iheiminn er einnig sleppt, fer að verða fátt um tækifæri húsmóð- urinnar til andlegrar uppbygg- ingar. M'annfólkið er félagsverur, sem sækj.ast eftir félagsskap hver annarrar af óteljandi ástæðium. Að blanda geði við aðrar mann,- verur er andleg og líkamleg hressing, alveg óhjókvæmile'gt þroskiaatriði. Ef við höfum ekki hœfilegan umgang við annað fólk, drögumst við aftur úr. Þama liggur Wka hættan fyrir gi'ftu konuna. Starfinu er þann 'veig farið, að það skapar henni ekki þau skilyrði til þroska, sem hver þjóðfélagisþegn, nú á dögum verður að hafa. Það er einangr- unin, oftast of mikið erfiði og of langur vinnutími, seim standa í henni fyrir þrifum. Siamfélagið við potta og pöinnur mest allan daginn gefur tæplega tilefni til hást'emdra hiugleiðinga. Reynslan er líka sú, að gifta konan er al- i miennt þröngsýnni og ver að sér : um almenn mál, en hin ógifta ! jafnaldra henna-r, minnsta kosti | hér í Reykjavík. Og hvað sem lágaeti hjóriáibandsiniá l'íður, þá er sú verkaskipting, sem nú er, | við þær aðstæður. sem breyttir | tímar hafa skapað, alveg and- stæð hagsmunum konunnar sem I vifcsmunaveru. Soréikontsn Kvennasíðunni hafa borizt áskoranir um að birta allt kvæðið SOVÉTKONAN eftir Ingibjörgu Benedikts- dóttur, og fer það hér á eftir: Heyr, sovétkona, seg mér, hver' Wt'þú? Hvort sá ég þig ekki löhgii fyrr en hú? ' " : ' Já, varstu ei forðum valkyrjan sú glæst, sem voldug þeystir fram og gnæfðir hæst? Gekk ei þín tryggð með Bergþóru á bál og bætti um Grettis sekt þín móðursál? Hvort brann þitt skap í brosi Guðrúnar, og brá þín hönd upp skikkju Höskuldar? En hlekkjuð var þín heita, stóra sál, þitt hjarta brann, en skorti vörn og mál. I huga svall þér heilög sorg og ást og hatur þitt, sem fannst, en ekki sást. Því kona er sýndi kjark og hjartaeld, var kúgun sinnar tíðar ofurseld. Hve grét ég okkar örlög þung og hörð: í álögum var konan hér á jörð. Eg fann, ef bærum við ei hlekki um háls, ef hönd og andi að starfi gengi frjáls, í heimi að gerðust margföld máttarverk, þá mundi rísa kona ný og sterk. Sú heiða draumsýn, veit ég nú hver var, ' hún vakti í sál mér heima og allstaðar, Hin æðsta og dýrsta æskuhugsjón mín var einmitt, sovétkona, myndin þín. Nú veit ég stærstu vígstöðvunum á, hvar valkyrju og skjaldmey er að sjá, það goðsögn hvorki eða hilling er, með ægishjálm þar sovétkonan fer. 4 I stríði og friði starfandi og heit með styrk þess valds, er ábyrgð sína veit Hér er það skeð, sem alltaf hafði ég treyst: úr álaganna hám er konan leyst. Þú, sovétkona, sál mín fagnar þér. Þar eigurteikn mín forna hugsjón er. Þú vaxtarmagn í eðli þínu átt og einnig nýja tímans hjartaslátt. Hve frjáls og heilbrigð höndin styrka þín, þér hæfir naumast skart né brúðarlín, og ekki væmin orð né þakkargjörð: Þú ert hin nýja kona á vorri jörð. Ingibjörg Benediktsdóttir. Mataruppskrift BRtJNAÐ SMÁKJÖT 250 gr. soðnar kjötleifar V4 kg. soðnar kartöflur 1 stór laukur 100 gr. smjörlíki 1 tesk. salt pipar Það er gott að hagnýta sér allskonar kjötleifar í þernan rétt. Kjötið er skorið í fremur smáa bita og sömuleiðis kartöfl urnar. Laukurinn er flysjaður og skorinn í sneiðar. Smjörlíkið brúnað á pönnu ásamt lauknum. Þegar hann er Ijósbrúnn, er kjötið og kartöflurnar brúnaðar með. Saltinu og piparnum hrært saman við og dálítið af sósulit sett út í. Hafi maður gulrætur eða annað grænmeti sem leifar er gott að brúna það með. Látið á fat og sýrðar rauðrófur ofan á eða steikt egg. SlTRÓNUBÉÐINGUR IVz sítróna 2 egg 90 gr. sykur 5 bl. matarlím lVj dl. rjómi Matarlímið er lagt í bleyti í kalt vatn í 14 mín. Eggin cru aðskilin. Rauðurnar hrærðar með sykri, þar til þær eru ljós- ar og léttar. Sítrónurnar eru Framhalf i 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.