Þjóðviljinn - 08.05.1947, Blaðsíða 4
4
ÞJÓÐVIIJINN
Firrantudagur 8. maí 1947
þlÓÐVILJINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðust. 19. Simar 2270 og 7500
(eftir kl. 19.00 einnig 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, simi 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Áskriftarverð: kr. 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
i ;
Ástandið á Keflavíkurílugvellinum
Það hefur komið í ljós að núverandi utanríkisráðherra,
Bjarni Benediktsson hefur gert sig sekan um ótrúlega
vanrækslu á Keflavíkurflugvellinum og sýnt hinu erlenda
„starfsliði slíkt þýlyndi að furðu gegnir.
Eftirfarandi staðreyndir hafa komið fram:
1) Bandaríska félagið Iceland Airport Corporation, sem
er undir stjórn hershöfðingjans Bob Williams, hefur enn
til umráða skálaborgir sem rúma tugþúsundir hermanna
og kveðst hafa náð samkomulagi við ríkisstjórnina um að
fá að halda þessum herbúðum fyrst um sinn upp á eigin
ábyrgð.
2) Bandaríkin starfrækja loftskeytastöð og veðurat-
hugunarstöð á Keflavíkurflugvellinum á sama hátt og á
hernámsárunum og í fullkomnu trássi við landslög.
3) Bandarískt „starfslið" flyzt hingað til lands án þess
að hafa landvistarleyfi eða atvinnuleyfi og brýtur allar
tollareglur. Það flytur inn mikið af fullkominni bamivöru,
m. a. áfengan bjór.
4) Ríkisstjórnin hefur vanrækt fullkomlega að semja
nokkra reglugerð um Keflavíkurflugvöllinn, og hafa Banda-
ríkin því algerlega óbundnar hendur um alla starfsemi sina.
5) Bifreiðar bandaríska liðsins eru óskráðar, ólögleg-
ar og óháðar öllu bifreiðaeftirliti, þótt Bandaríkjamenn
fari á þeim hvert á land sem er, drukknir sem ódrukknir.
6) Bandaríkjaliðið sýnir* „yfirráðum“ Islendinga á
vellinum algera lítilsvirðingu með því að ganga í herklæð-
um, með einkennismerki hersins og annað slíkt.
Áki Jakobsson fletti ofan af þessum stórhneykslanlegu
og ótrúlegu staðreyndum við eldhúsumræðurnar og Bjarni
Benediktsson gerði enga tilraun til að hrekja eitt einasta
atriði. Þjóðviljinn hefur vakið máls á þeim aftur og aftur
en ekkert borgarablaðanna hefur gert minnstu tilraun til
að bera blak af þessari ósvinnu. Og í fyrradag, þegar Einar
Olgeirsson deildi á utanríkisráðherrann á þingi fyrir þetta
óheyrilega framferði hans, sá Bjarni Benediktsson sér þann
kost vænstan að viðurkenna að „ýmislegt varðandi rekstur
Keflavíkurflugvallarins væri ekki komið í það lag, er samn-
ingar standa til.“ Eina mótbára hans var sú, að ekki mætti
kenrra Bandaríkjastjórn um þessa ósvinnu. Agentunum er
þunnt móðureyrað.
Bandaríkjastjórn ber þá sök, að hún hefur með hót-
unum og þvingunarráðstöfunum fengið flugvöll á Islandi
og gert sig bera að ósvífinni ásælni við íslenzku þjóðina og
hún reynir að sjálfsögðu að notfæra sér herstöðvasamn-
inginn út í yztu æsar. En sekt hinna íslenzku agenta við
þjóð sína er þó stórum alvarlegri. Þeir hafa ekki aðeins
svikið af þjóðinni helgasta rétt hennar, heldur leggur for-
sprakki þeirra, Bjarni Benediktsson, sig í Ííma til að firra
hið bandaríska lið öllu aðhaldi og gefa því sem frjálsastar
hendur. Afbrot Bjarna Benediktssonar, sem hann hefur
sjálfur viðurkennt á Alþingi, eru svo alvarleg, að heiðar-
legir ráðherrar myndu neita öllu samstarfi við slíkan mann.
En samstarfsmenn Bjarna Benediktssonar í ríkisstjórn
eru eflaust ekki þess sinnis.
Af öllum þeim stórvægilegu lagabrotum sem Bjarni
Benediktsson hefur framið á Keflavíkurflugvellinum, er
það eflaust alvarlegast að hið bandaríska félag skuli hafa
umráð yfir herskálum handa tugþúsundum manna og telur
sig hafa samþykki til að halda þeim á eigin ábyrgð um óá-
kveðinn tíma. Allir menn sjá, hversu stórhættulegt það er
að hafa herskálaborgir þessar standandi á Keflavíkurflug-
vellinum, enda getur varðveizla þeirra aðeins haft einn til-
gang. Og það er næsta athyglisvert að á sama tíma og
þeíta fer fram á Keflavíkurflugvellinum selur ríkisstjórnin
BRÉF FR.4 OSLÖ
Það er ekki á hverjum degi að
ég fæ bréf utan úr löndum, en
hér um dagimi kom bréf frá
Osló:
„Ágæti Bæjarpóstur!
Undanfarna daga hafa birzt
margar greinar um ísland hér
í blöðunum eftir norsku blaða-
mennina, er voru þar fyrir
skömmu síðan. Yfirleitt hafa
þessar greinar verið vingjarn-
legar í okkar garð, en þar hafa
i þó slæðst inn í slæmar rang-
færslur. Einkum eru tölur um
kaup og verðlag mjög viliandi,
og undantekningar eru víða sett
ar í stað hins almenna.
— 1 einni greininni stendur
m. a.
Árstekjur iðnaðarmanna kom
ast upp í 100 þús. kr. og arki-
tektar og verkfræðingar, sem
vinna sjálfstætt, geta haft sömu
tekjur. Á öðrum stað í sömu
grein segir: Tveggja ibúða hús
kostar 250 þús kr..
Þarna liggur ósamræmið í
augum uppi.
Greinarhöf. segir einnig, að
ekki fáist venjuleg máltíð fyrir
minna en 30 kr. En hann nefnir
ekki, að 1. flokks fæði á mat-
söluhúsi kosti um 500 kr. —
Við töluðum við höfund nokk-
urra þessara greina. Hann sagð
ist aldrei hafa talað við svo
marga stjórnmálamenn á jafn
skömmum tíma. Hann hélt því
fram, að allt, sem sagt væri
í þessum greinum um ökonom-
iskt ástand í landinu, væri frá
háttsettum íslenzkum stjórn-
málamönnum. Séu áðurgreind
dæmi úr greinum hans höfð eft
ir þeim, má það teljast harla
undarlegt, að þegja yfir meðal-
laginu en básúna út undantekn-
ingar, sem oft eru brot á verð-
lagsreglum. Þetta birta svo
blaðamennirnir, sem einkenni
fyrir það ástand sem ríkir í
landinu.
★
NORÐMENN ÓFRÓÐIR
UM ÍSLAND
„Almenningur hér veit ótrú-
lega lítið um ísland og Islend-
inga. Til dæmis höfum við ver-
ið spurðir að því af stúdentun-
um hér, hvort blöðin á íslandi
væru skrifuð á dönsku eða ís-
lenzku. Hinsvegar er áhuginn
mikill fyrir að kynnast þessari
frændþjóð sinni, og eru til þess
margar ástæður.
Rangar fregnir eru því mjög
skaðlegar, einkum þegar þær
miða að því að gera ísland að
einhverju ævintýralandi. Við ís-
lendingar höfum nokkra sér-
stöðu í þessum efnum. Það
gerði t. d. lítið til, þótt ein-
hverjum yrði á að skrifa ein-
hverja vitleysu um Svíþjóð eða
Danmörku. Bæði það, að hér
veit almenningur mikið um þessi
lönd og svo eru frá þeim opin-
berir fulltrúar, sem mótmæla,
ef of langt er gengið.
Hinsvegar eru öll skrif um
Island tekin sem heilagur sann-
leikur, og engir til að mótmæla
staðreyndum á opinberum vett-
vangi.
Af þessu er augljóst að endur
bóta þarf við á fréttaþjónust-
unni og veita þarf erlendum
fréttamönnum betri upplýsingar
en áðurnefndar greinar gefa til
kynna.
Með beztu kveðju.
Stádent í Osló.“
ÞVÍ EKKI SENDIRÁÐ
I OSLÓ
Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem íslendingar í Noregi kvarta
yfir vanþekkingu norskra blaða
á íslandsmálum. Þess væri full
þörf að hafa íslenzkt send:* l 2 3 4 5 6"áð í
Osló, engur síður þörf en á
sendiráðum í Khöfn og Stokk-
hólmi, og er leitt til þess að
vita, að með þessari náskyldu
frændþjóð skuli ekki vera opin-
berir sendimenn íslenzka rík-
isins. Með því móti væri auð-
velt að auka kynni Norðmanna
af Islandismálum og efla við-
skipti þjóðanna.
Hitt er svo allt annað mál, að
ýmsir íslenzkir „stjórnmála-
menn“, og það allt upp í æðstu
stöður landsins, eru furðanlega
óprúttnir að gefa útlendum
blaðamönnum upplýsingar, sem
landinu eru til skaða eða til
þess fallnar að láta erlenda
blaðalesendur fá alranga mynd
af stjórnmálum og atvinnulífi
íslands.
*
THE ROCK
Bæjarpóstinum hefur borizt
þetta bréf frá A. M.
„Mogginn hefur látið í ljós
undrun yfir því að Bandarikja-
menn skuli kalla landið okkar
„The Rock“ og stundum kalla
þeir það „The God damned
Rock“ eftir því sem hið þekkta
mánaðarrit þeirra „Esquire“
segir.
Mér datt í hug að ef t. v. gæti
það gefið skýringu á fyrirbrigð-
inu, að við strendur Ameríku
er einnig eyja sem gengur und-
ir sama nafni, hún er í San
Franciskoflóanum, en þar eru
íbúarnir hættulegustu glæpa-
menn Ameriku og verðir þeirra.
Virðing Bandaríkjamanna fyr
ir íslenzku þjóðinni virðist ekki
stundum vera meiri en svo, að
þetta virðist ekki vera ósenni-
leg skýring.
A. M.“
sem tunpnni er tamast...
Blöð tollabyrðanna eru enn
í gær uppvæg út af því, að
Dagsbrún skuli segja upp samn
ingum samkvæmt ákvörðun
verkamanna. Stagast þau svo
mjög á „ofbeldi" og „glæpa-
mennsku kommúnista“, er þau
segja að samningsuppsögnin sé,
að mönnum kemur ósjálfrátt í
í hug hið fornkveðna, að það
sem tungunni er tamast, er
hjartanu kærast.
Vilja, að minnihlutinn
ráði
Staðfesta þau þennan marg-
reynda málshátt með óhemju-
skap sínum út í þá ákvörðun
Dagsbrúnarstjórnarinnar að
segja samningum upp sam-
kvæmt ákvörðun meirihluta
þeirra, er þátt tóku í atkvæða-j
greiðslunni. Er ekki unnt að [
skilja skrif þessara blaða á ann- i
an veg en þann, að samningum
hefði ekki átt að segja upp held
ur hafi átt að fara að vilja hins
blekkta minmhluta.
Með öðrum orðum: minnihlut
inn á að ráða, ef afætustél tinni
geðjast ekki að afstöðu meiri-
hlutans. Frjálsum kosningum á
ekki að taka mark á. Með þessu
er hið sanna innræti tollasmið-
anna uppvíst orðið, og er það í
fullu samræmi við óp þeirra um
ofbeldi og lögbrot, er þeir saka
verkamenn um. Það sýnir, að of
beldi of lÖgbrot eru þeim kær-
ust, sem játa það vera stefnu
sína, að minnihlutinn eig: að
ráða yfir meirihlutanum.
Maður, líttu þér nær
Allt skraf heildsalablaðanna
um skort á lýðræði í Dágsbrún
er svo fjarstætt, að eingcngu
menn með yfrið slæma sam-
umboðsfélagi Standard Oil olíutankana í Hvalfirði, sem
eiga að standa þar „óhaggaðir og til taks“ fyrst um sinn
í þrjú ár. Þessar aðgerðir sýna eins skýrt og á verður kos-
ið, að núverandi ríkisstjórn heldur markvisst áfram á þeirri
braut sem mörkuð var með herstöðvasamningnum og legg-
ur allt kapp á að hagga sem minnst bækistöðvum Banda-
ríkjahers hér á landi. Tilgangurinn er auðsær.
vizku láta sér slíkt um munn
fara. Kvartanir Mbl. t. d. um,
að, „andstæðingarnir" hafi ekki
haft aðgang að kjörsltrá Dags-
brúnar eru úr lausu lofti gripn-
ar, því að Sjálfstæðisflokkurinn
hefur fullkomna skrá yfir með
limi Dagsbrúnar. Sömuleiðis Al-
þýðuflokkurinn. Enda er Dags-
brún líklega eina félagið, sem
veitir svo mikið lýðræði, að það
lætur „andstæðingunum" kjör-
skrá í té, samkvæmt lagaákvæð
um, er stjóm Sigurðar Guðna-
sonar fékk sett í félagslögin.
Er ásökunin um lýðræðisskort
í Dagsbrún álíka trúleg og full
yrðing Alþýðublaðsins, sem það
birti á fyrstu síðu, um að Dags-
brúnarstjórnin þyrði ekki að
halda félagsfund, en á arrnari
síðu sama tölublaðs var áber-
andi auglýsing frá stjórninni
um fund í félaginu!
Þegar Morgunblaðið fleiprar
um ofbeldi verkamanna kastar
það steinum úr glerhúsi.
Eru ekki margir dagar liðnir,
síðan einn virðulegur Sjálfstæð
ismaður reis upp á fundi Sjálf-
stæðismanna og mæltist til þess,
að gefnu tilefni, að lýðræðisleg
ar aðferðir væru teknar upp í
þeim flokki, þannig að stórmál
Framhald á 7. síðu.