Þjóðviljinn - 17.07.1947, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.07.1947, Blaðsíða 3
FimmtudagTir 17. júlí 1947. ÞJÓÐVIL'JINN 3 Það er leiðinlega iðja, að endurta'ka sjálfsagða hluti sí og æ, en það er óhjákvæmi- legt, vegna þess hve sumir eru seinir að heyra. Fullt jafnrétti karla og kvenna á öllum sviðum ætti að vera sjálfsagður hlutur öllum þeim, er einhvers meta einstaklinginn, en samt er því svo - farið að innan hinna sameinuðu þjóða eru 19 þjóð- ir sem ekki hafa enn veitt konum kosningarétt og kjör- gengi. Og jafnréttið á sviði atvinnu- og fjárhagslífs og í 'framkvæmd laga, á ennþá langt í land, jafnvel hjá oss. Þar að auki eru enn við líði fjöldi félagsvenja, sem algjör lega eru gagnstæðar jafnrétt- ishugsjóninni. svo ég nú ekki tali um hugsunarháttinn. „Gjörendur og þolendur“. 'íslenzkar konur höfðu hlot- ið kosningarétt og kjörgengi rétt til menntunar, og í orði kveðnu aðgang að öllum stöð- um þjóðfélagsins, áður en sú kynslóð, sem ég tilheyri var 1 heiminn borin. Samt sem áður var það býsna margt við víkjandi aðstöðumun kynj- anna, sem brenndi sig inn í vitund mína, þegar ég var ibarn. í skólanum læra ungling- arnir íslenzka málfræði, og fá rneðal annars að vita deili á gjöranda og þolanda í setn- ingu. Með þeirri fræðslu var látið fylgja að karlmenn væru gjörendur í þjóðfélag- inu, konur þolendur, og svo ætti það að vera. Einn strák- urinn var svo óheppinn að gata á því hvað væri gjörandi jog hvað þolandi. Þá varð kennaranum þetta að orði: Blessaðir, þér megið ómögu- lega gata á þessu. — Gjör- andi og þolandi. Vitið þér ekki að karlmennirnir eru gjörendurnir í þjóðfélaginu. — Sivo var ein stúlkan tekin upp til þess að hjálpa þeim, sem gataði, og þá var hneysa hans fullkomnuð, Mér er minnisstæður“sögu- tími, þar sem verið var að ræða um stjórnarsknárbreyt- inguna 1915. Kosningarréttur kvenná var afgreiddur með þessum orðum: „Eiginlega var kosningaréttinum þröngv að upp á íslenzkar konur.“ Ja — þær höfðu beðið um iþetta, Bríet og fleiri. Svo_var stúlkan, sem uppi var spurð, hvort hún kærði sig um kosningarétt. Hún bvað já við. „Sjáum til“, sagði kennarinn, „það er nóg“. Útvarpseriiidí Rannveigar Kristjáns- éttindad. 19. jání F a Mér var mjög hlýtt til kennara minna og þetta er ekki sagt í þeim tilgangi að saka þá um áróður, en þetta var bara vaninn og vaninn lætur ekki að sér hæða. Ráð til að lcsna við kvenréttindakon- urnar! En vaninn, sem lifir í mál- venjum og lífsviðhorfi manna á marga þjóna, sjálfráða og ósjálfráða, og áfram er haldið að deila konum í tvo flokka. Þær, sem hafa kjark til að rísa gegn valdi vanans verða kvenréttindakonur. Stundum er því haldið fram að þær verði það af því að enginn biðill hafi komið. En ég hygg þó að ef talið væri í Kven- réttindafélagi Islands myndi það sýna sig að þar væru flei-ri giftar konur en ógiftar. Konurnar, sem e’kki eru kvenréttindakonur eru taldar ’hinar eiginlegu konur, • þ. e. konur, sem ekkert segja, og svo er reynt að ala á því að kvenréttindakonurnar reyni a.ð vinna á móti hinum eigin- legu konum. Þetta er vopn sem bítur, því enginn vill vera afbrigðilegur frá sínu eigip kyni. En við þá, sem beita þessum vopnaburði langar mig til að segja þetta: Ef þið viljið losna við okkur, þessar leiðinlegu bvenrétt- mdakonur, er bezta ráðið að framkvæma sem fyrst öll stefnuskrármál Kvenréttinda félags Islands, því það er eina leiðin til þess að fá okk- ur til að þagna í þeim málum. Og við ykkur hin, sem haldið að þetta stöðuga jafnréttis- nöldur hafi ekki þurft ’og iþurfi. ekki, langar mig til að segja: Það er ekki víst að ís- lenzkar konur hefðu nú verið eins vel staddar eins og þær eru, ef þær hefðu ekki áður „beðið um þetta, Bríet og fleiri.“ Glæsilegur vituis- burður I dag er 19. júní, og á þeim degi minnumst við allar þeirra kvenna, er í barátt- unni • háfa staðið og fært sigrana héim. En við skulum jafnframt vera minnugar þess, að enn er langt í land að konur hafi náð þeim þroska og leggi þann skerf til þióðmála. sem merkisberana dreymdi um og sem eðlilegt mætti telja. Ennþá eigum við aðeins eina konu á Alþingi, þó önn- ur hafi setið þar sem vara- maður nú um skeið. Ennþá eru hugmyndir manna um eðlilegt hlutfall milli þátt- töku karla og kvenna í opin- beru lífi svo skrýtnar, að þegar tvær konur tala í út varp í sömu vikunni segir eitt dagblaðið „að nú séu konurnar horfnar úr eldhús- inu, þar sem staður þeirra sé, og búnar að leggja undir sig ríkisútvarpið.“ Dagskrá ríkisútvarpsins stendur samanlagt um 5 klst. ■á dag, eða 35 stundir á viku. Þær tvær konur er um getur ihafa tæplega notað meir en 1 klst. samanlagt eða einn þrítugasta og fimmta af viku- dagskrá útvarpsins. Sam- kvæmt þeirri staðhæfingu er um getur, þarf þá ekki nema eina konu til þess að leggja undir sig 34 karla á vettvangi ríkisútvarpsins og má það heita glæsilegur vitn- isburður, sem vert er að minnast á þessum degi. Stefnumálin Stefnumál Kvenréttindafé- lags íslands er aðallega þetta: 1) að vinna að fullu jafn- rétti hvenna við karla að lögum og í jramkvæmd lag- anna. 2) að vinna að þroska og þekkingu íslenzkra kvenna, svo þær verði góðir borgar- ar með fullum skilningi um sínar borgaralegu skyldur, réttindi og störf. Mæðralaun Einstök mál, sem félagið nú sérstaklega berst fyrir eru breytingar á tryggingalögun- um á þann hátt, að samþykkt verði það atriði, sem upp- runalega var í frumvarpinu, en það var að elékjur og ein- stæðar mæður, sem hafa börri á framfæri sínu, fengju ár- lega styr-k úr tryggingarsjóði að upþhæð, kr. 600, auk verð- lagsuppbótar, fyrir utan barnalífeyri. Núverandi for- maður félagsins, frú Sigríð- ur Jónsdóttir Magnússon, segir um þetta atriði í af- mælisriti Kvenréttindafélags- ins: „Þó að upphæð þessi sé ekki há munar samt um hana fyrir fátæka rnóður. Sérstaklega þótti féíáginu mikiivægt að löggjafinn gekk þar inn á stefnumál fél'agsins, , sem sé kröfuna um mæðraláuh og væri þar með viðuxkennt af löggjafarvaldinu starf hinnar einstæðu móður á Heimilinu í þágu þjóðfélagsins.“ Það er gott fyrir þá, sem af einhverj- um ástæðum ímynda sér að kvenréttindakonurnar vinni á móti heimilunum Pg heim- ilislífinu að festa* sér þetta atriði í minni. Skattamál og jafnrétti Kvenréttindafélagið hefur hvað eftir annað mótmælt til að geta þess, að það er áhugamál allra góðra kven- réttindakvenna að sá . árang- ur megi nást í náinni fram- tíð, að hægt sé að leggja fé- lag þetta niður. í frumvarpi að nýjum lög- um KRFÍ er ákvæði um að ef KRFÍ i verði lagt niður eigi eignir þéss ef nokkrar. éru að rfenria í Ménnihgar- og minningarsjóðinn til minn- ingar um frú Bríeti Bjarn- héðinsdóttur. I skipulagsskrá sjóðsins stendur þetta: „Komi þeir tímar, að kon- Ur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu, og sömu aðstöðu til menntunar, efna- lega, lagalega og samkvæmt almenningsáliti, þá skulu bæði kynin hafa rétt til styrk veitinga úr þessum sjóði." Vona ég nú að al'lir óvinir gildandi skattalöggjöf og vorir hefjist sem fyrst handa krafizt þess að gift kona, sem |um það að Vinna að útrým- gegnir starfi utan heimilis verði talin sérstakur skatt- þegn, því með því fyrirkomu- lagi sem nú er hvíla beinar hjónabandssektir á slíkum konum. Við tölum stundum um pólitískt, félagslegt og fjár- hagslegt jafnrétti. íslenzka konan hefur fullt pólitískt jafnrétti, félagslegt jafnrétti hefur hún ekki að öllu leyti eins og áður er sýnt með dæmi og fjárhags- legt eða atvinnulegt jafnrétti að mjög litlu leyti. í öllum löndum og á flest- a um þjóðtungum er nú rætt um launajafnrétti og endur- mat á störfum karla og kvenna. Fulltrúaráðsfundur KRFÍ, sem haldinn var hér í Reykjavík dagana 14.—16. júní; samþykkti áskorun til Alþingis þess efnis, að skipa þegar er það næst kæmi sam- an, milliiþinganefnd til þess að athuga þetta mál og semja frumivarp um atvinnulegt jafnrétti karla og kvenna. Það er ætlun félagsins að sjá til að ekkert skorti á hlut konunnar, þegar hin nýja stjóx-narskrá lýðveldisins ís- lands verður samin. Fonvígismenn Kvenrétt- indafélags Íslands skildu frá upphafi að góð og alhliða menntun, ásamt haldgóðri sérþekkingu til starfs, var hyrningarsteinninn undir frelsi konunnar. En sökum hins fjárhags- lega misréttis er enn ríkir var það mikið áhugamál þeirra mæðgnanna, Bríetar og Laufeyjar, að stofna sjóð til þess að styrkja ungar stúlkur til náms. Útrýming Kven- réttindafélagsins Vegna óvina vorra má ég mgu Kveni'éttindafélags Is- lands á þeim grundvelli er ég. nú hef lýst. Ástamál og kven- réttindi I vetur hefur það einhvers- staðar komið fram, að þær konur, sem vildu skapa skil- yrði fyrir vali kvenna um það, hvort þær ynnu störf utan heimilisins eða á heim- ilinu, myndu vera vonsviknar í ástum. Þessum ástavon- brigðum hefur oft vei'ið skellt kveni'éttindakonurnar. Mun þetta að einhverju leyti vera byggt á kenningum sálkönnunarinnar. En braut- ryðjandi þeirrar stefnu innan sálarfræðinnar, ' Sigmund Fiæud, heldur því einhvers- staðar fram, að það sé ó- hamingjusamt fólk í ástamál- um, sem valdi mestum fram- förum á sviði vísinda, lista og verklegra frambvæmda, vegna þess að kynorka þessa fólks umbi’eytist og göfgist og komi fram sem skapandi orka á ýmsum sviðum. Kenningar þéirra sálkönn- unarmanna hafa þann kost að það má nota þær til að sanna og afsanna ákaflega margt. Meðal annars má sanna það að allir karlmenn, sem hæðast að dugmiklum athafna- og hugsjónakonum, kvenvörgunum svokölluðu, þjáist af aldagámalli minni- máttarkennd, sem stafar frá þeim tíma, þegar karlinn skildi ekki hlutdeild sína í fæðjngu barnsins. Þetta fyr- irbrigði kalla þeir félagar kai'lmennsku-komplex, og hefur norski sálfræðing- urinn, Ingjald Nissen, skrif-’ að um það heila bók. í þeirri bók segir meðal ann- Framh. á 5- síðn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.