Þjóðviljinn - 17.07.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.07.1947, Blaðsíða 4
4 ÞJOÐVILJINN Pimmtudagur 17. júlí 1947. þJÓÐVILJINN Útgefandi: Sametningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Hitstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðust. 19. Simar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð: kr. 8.00 á mánuðl. — Lausasóluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. v._____:_____________:-------------------------------f Pólifísk geðveiki Síðustu vikurnar og einkum síðan verkfallinu lauk, hefur málflutningur borgarablaðanna mótazt af brjál- kenndu ofstæki, illyrðum og hótuniun, sem ekki hefur sézt í íslenzkum blöðum síðan á dögum Finnagaldursins. Allar rökræður og hófsamlegt mat hafa hrakizt í útlegð, enda hafa ritstjórar borgarablaðanna aldrei átt vingott við þær dyggðir. En það má þó teljast til tíðinda að froðan standi þeim í munnvikunum, hvenær sem þeir láta út úr sér auka- tekið orð. Ef til vill hefur Valtýr Stefánsson náð mestum afrek- um í þessum geðbilunarskrifum, þótt kollega hans Stef- án Pétursson sé enginn smákalli heldur. Reykjavikurbréf Valtýs síðastliðinn sunnudag er samfellt öskur sjúks manns. Svo að tekið sé eitt dæmi, sem í engu sker sig úr, segir Valtýr, að hann „mæli svo uin, og. leggi á, að hver sá maður, sem stendur í flokki nýnazistanna rauðu, missi áður en langt líður tungu og mál, en pennar falli úr hendi þeirra sem visin strá,“ Ef leita á að einhverri glóru í slík- um ummælum, virðast þau helzt benda til fornra. refsinga, þegar höfundar voru tunguskornir og handhöggnir fyrir vanþóknanlegar skoðanir. Það þarf ekki lengi að leita ástæðunnar að þeirri póli- tísku geðveiki sem nú hrjáir ritstjóra borgarablaðanna. Hún er að sjálfsögðu sú, að áhlaup afturhaldsins á alþýðu- samtökin hefur misheppnazt með öllu, að ríkisstjórnin nýtur nú almennrar fyrirlitningar með þjóðinni, og að skynsamari menn í öllum borgaraflokkunum hafa bæði leynt og ljóst snúizt gegn hinum vanstilltu félögum sín- um. Sókn afturhaldsins hefur sem sé stöð\‘azt áður en hún hófst fyrir alvöru, og ritstjórar borgarablaðanna verða að láta sér nægja að vega menn með orðum, framkvæma það á ritvellinum sem áður átti að afreka í verki. Þjóðin yppt- ir öxlum og hlær að geðbilunarskrifum þessara manna — á meðan dómsmálaráðherra hefur ekki sett lög sem banna hlátur. En þó er sennilegt að það sé ekki eingöngu pólitísk geðveiki sem veldur þessum skrifum. Það hefur löngum verið eitt áhrifaiíkasta vopn afturhaldsins um allan heim að vekja blindar æsingar og hatur og láta fólk missa ráð og rænu í ofstæki. Fasistalöndin voru gott dæmi um áhrif þessa vopns og nú feta Bandaríkin dyggilega i fótspor þeirra, enda má segja að skilyrði þess að afturhaldinu takist að vinna hug almennings sé það, að dómgreind og skynsemi séu flæmd af hólmi. Það er því ekki ósennilegt að á bak við vanstillingarskrif afturhaldsritstjóranna fel- ist von um að hægt sé'að villa um fyrir almenningi og píska upp pólitískt æði, samkv. nærtækum fyrirmyndum úr hinu andlega foðurlandi þeirra vestra. En afcurhatdsrifcstjcrunum fatasí í því, að þeir þekkja ekki þjóö sína. ísle.K.kur almenningur stendur sem betur fer á öðru menningaiscigi en sá bandaríski, hefur tamið sér sjálfstæða hugsun og lólegt mat. Tryllingur og geð- bilunarskiif eru honum ^kki •slCnr íjarlæg en negramorð og pólitísk hryðjuverk. llk.stjórarnir fá aðeins áorkað því með þessum skrifum, ao þeir íangélsa sjálfa sig bak við jáintjald mannleg'rar hcimskn, veiða álíka fyrirbrigði í íslenzku þjóðlifi og karlinn á kassanum. HUGLEIÐINGAR UM LANDBtNAÐ- ARSÝNINGUNA Landbúnaðarsýningunni er nú að vísu lokið en ennþá er mikið um hana rætt og þess- végna ekki of seint að birta eftirfarandi bréf sem Einar Kristjánsson, sundkennari hef- ur sent mér. Einar segir: „Mikill áhugi virðist ríkja fyr ir landbúnaðarsýningunni. Bændur 'og búand-fólk fyikist til Reykjavíkur, áður en sláttur byrjar. Á sýningu eins og þessari, má oft lesa í huga fólks, sem á opnar bækur. Fólk, með ólíkar skoðanir, ólík áhugamál skoðar misjafnlega lengi, hina og þessa liluti sýningarinnar. Gamalt fólk, sem búið hefur meirihluta ævi sinnar i sveit, ljómar allt og gleymir sér um stund við gömlu baðstofuna, unglingar fara fljótt um. ★ MERKILEGASTA DEILDIN „Hinn fullþroskaði lífsreyndi maður stendur íbygginn á svip, Hann dvelur lengi við jarðrækt ardeildina, þessa einna þýðing- armestu og merkilegustu deild sýningarinnar, les töflur henn- ar, skoðar skýringamyndir, að ógleymdum gróður-sýnishorn- um ýmissa grasa og komteg- unda. Það fer varla hjá því að þeir, sem t. d. skoða hluta garð yrkjumanna og fylgjast eitt- hvað með því sem er að gerazt á sviði jurtakynbóta, fyllist nýrri von fyrir hönd sveitanr.a. — En bændur verða að ger- ast virkir þátttakendur í bar- áttu hinna yngri búvísindam. ef ekki á að halda áfram á þeirri braut sem nú er farin, að halda sveitabúskapnum uppi með beinum og óbeinum stykj- um. ir NORÐUR I SKAGA- FIRÐI „Fyrir skömmu hitti ég, norð ur í Skagafirði, vingjarnlega og ræðna eyfirzka bændur. Þeir voru á leið suður, ætluðu að sjá landbúnaðarsýninguna. Þeir spurðu mig strax er þeir vissu að ég var Reykvíkingur hvort ég hefði ekki séð hana. Nei, ég hafði ekki komið suður síðan hún var opnuð. En ég gat sagt þeim frá sjávarútvegssýning- unni, og að sú sýning hefði tek- izt vel, þótt ýmislegt hefði vant að, sem þar hefði átt að vera, svo sem iðnaðarvörur. Barst þá talið að ýmsum iðnaðarvörum t. d. úr sútuðu fiskroði. Þeir ætl uðu varla að trúa því, að sútað steinbítsroð sé sterkara en sút- að sauðskinn. Þeir töluðu um sápu- og þvottaefnaleysið sem hreinasta hallæri. Eg hafði ekki annað til að svara en því að við værum sápulausir vegna þess að er- lendir fituhringar með aðstoð ýmsra íslendinga sæju um það, að okkur yrði aldrei kennt, að herða síldarlýsið, upp á eigin spýtur. Ef að íslendingar kynnu það, gætu þeir ekki einungis framleitt allar mögulegar sápu tegundir, heldur orðið ríkasta smáríkið í heiminum. ★ SEINAGAN GUR „Það ér sama sagan hjá okk ur á sviði sjávariðnaðarmál- anna og i sveitabúskapnum: við sjáum leiðir til nýtízku iðn- aðarframleiðslu, en förum þær ekki fyrr en seint og síðarmeir, eyðum f jármagiii okkar og orku í vitleysu árum saman í stað þess að gera strax það sem gera þarf -—• eins og t. d. að setja upp lýsisherzlustöð og aðrar iðnaðarverksmiðjur í sambandi við hana. Það er hægt að framleiða fleira úr lýsi, en ískrem, gerfirjóma, þvotta- duft og sápur. ★ BETUR ÞEIR LÆRI EITTHVAÐ „En ég var að segja frá sam tali mínu við bændur: Þessir eyfirzku bændur, sem voru greindir menn og gegnir og sæmilega lesnir í búvísindum, höfðu þó ekki trú á samyrkju- búskapnum, þeir vildu heldur fara milliveginn. Alltaf það að fara milliveginn, það er gömul ísl. lífsspeki, jafnvel eldri en Jónas og Tíminn. Og hver er svo meðalvegurinn hér: Eiga heima á AkurejTÍ á veturna og reka vélaeinyrkjubúskap í sveit á sumrin. Gaman væri, ef ísl. sveita- menn gætu lært eitthvað af land búnaðarsýningunni, sem gerði þeim fært að reka bú sín með nútíma sniði, svo að atvinnu- vegur þeirra og framleiðsla yrði samkeppnisfær við aðra at- vinnuvegi landsins. E. K. Það íurðulega gerræði Sveins Benediktssonar að ákveða síld- arverðið 10 kr. fyrir neðan sann virði ásamt einum félaga sínum í verksmiðjustjórniimi og ein- um varamanni hefur vakið mikla reiði sjómanna og út- vegsmanna. Bjarni Benedikts- son reynir í gær að verja bróð- ur sinn á annarri síðu Morgun- blaðsins og tekst það böngulega eins og vón er. Bjarni Benediktsson heldur því fram að fiskábyrgðarlögin liafi ákveðið síldarverðið, eða réttara sagt 6. grein þeirra, sem samþykkt var gegn einbeittri andstöðu sósíalista og gegn vilja sjómanna og útvegsmanna. Þetta er hrein markleysa. Sam- kvæmt útreikningi Sveins Ben. og Co. átti að leggja 4 lcr. á mál í tryggingarsjóð eftir þessum lögum. Þessi upphæð er eflaust of há til að greiða upp ábyrgð- arverð fisksins, en afgangur hennar á samkvæmt lögum að renna til sjómanna og útvegs- manna. Það er því ekki þar sem fölsunin er heldur einkum í þeim þrem atriðum sem Þjóð- viljinn benti á í fyrradag og Morgunblaðið gerir enga til- raun til að hrekja: 1) Sveinn Ben. áætlar bræðslusíklarmagnið eina millj. uiála, eða sanxa magii og áætlað var í fyrra, enda þótt við hafi • á sfldarverðinu bætzt tvær stórvirkar verk- smiðjur. Réttara væri að áætla 1,5 milljónir. Þessi lága áætlun or gerð í því skyni einu að lækka verðið til sjómanna og útvegsmanna. 2) Sveiiin Ben. falsar útreikn inga um kostnað vegna nýju verksmiðjanna, og dregur þann ig að minnsta kosti 5 milljónir frá réttmætum arði sjómanna og útvegsmanna. 3) Sveinn Ben. falsar hækk- un vegna vinnulaiiiia um helm- ing að mati dómbærra manna. Þessar fálsanif Sveins Bene- diktssonar og félaga háns nema hvorki meira né minna en 10 kr. á hvert einasta mál. Ef síld veiðin væri varlega áaíthið 2 miHjónir mála, yrði upphæð sú sém þeir féiagarnir ætla að stela*af sjómönnum og útvegs- mönnum 20 miMjónir. Sú upp- hæð rennur í sjóoi til ráðsíöf- unar handa ríkisstjðfninni, og auk þess myndu eigendur einka- verksmiðjaKna fá otaidar miiij. í sína vasa. Allt tal Bjarna Benediktsson- ar um ábyrgoarlögin kemur máli þessu ekki við. Þess ber þó að gæta að hann situr síg ekki úr færi að gera .sig að ó- sannindamanni æ . ofan í æ. Hann segir áð Lúðvík Jósefs- son hafi lýst yfir því á fundi eru geríalsair Landssambands útvegsmanna að sósíalistar væru samþykkir 6. greininni. Þetta er hreinn uppspuni. 1 annan stað segir Bjarni að Hermann Guðmunds- son hafi fylgt 6. greininni og orðið þess valdandi að hún var samþykkt. Þetta er einnig al- ger þvættingur. Við afgreiðslu ábyrgðarlaganna frá Alþingi greiddu allir sósíalistar atkv. gegn 6. greininni. Hvernig er sá maður gerður innvo.rtis, sem heldur að hægt sé að verja tap- aðan málstað með ósamiindum einum ? Hið máttlausa yfirklór utan- ríkismálaráðherrans mun ekki koma í veg fyrir að sjómenn og útvegsmenn geri sameiginlega kröfu um lagfæringu á gerræði Sveins Benediktssonar. Enda er það algert einsdæmi í söguf vei ksmiðjanna að slík ákvörð- un sé tekin án þess allir stjórn- armenn séu mættir og án þess áð þeir séu svo mikið sem boð- aðir. Hvorki 'Þóroddur Guð- mundsson . eða Haraldur Guð- mundsson varamaður hans voru noklvurn tíma boðaðir á fund til að taka ákvörðun um-síldar- verðið! En hver' undrast það, þó aðfarirnar sóu laumulegar, þegar gerð er tilraun til að stela 20 milljónum króna frá fram- leiðslustéttunum ?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.