Þjóðviljinn - 17.07.1947, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.07.1947, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. júlí 1947. ÞJÓÐVILJINN Ásmundur Sigurðsson: Framtíð sveitanna I. Frá rányrkju Hl ræktunar Hvaða ráð eru vænlegust til þess að fólk í sveitum lands- ins verði sem fyrst og bezt að- njótandi tækni, menntunar og menningar nútímans? Ritstjóri Skinfaxa hefur far- ið þess á leit við mig, að ég reyndi að svara þessari spurn- ingu frá minu sjónarmiði, og vil ég með þessum línum leitast við að sinna þeirri ósk, þótt ljóst sé, að svo umfangsmiklu efni verði engan veginn gerð full skil í stuttri tímaritsgrein. Áður en lengra er farið, þyk- ir mér rétt að gera stuttlega grein fyrir mínum skilningi á þeim hugtökum, er hér um ræð- ir, því oft eru þau notuð í meira eða minna óljósri merk- ingu. Með tækni tel ég átt við sí- vaxandi framfarir í atvinnuhátt um og framleiðslu, að létta störf in með vinnusparandi tækjum, og fá þannig sífellt meiri afköst og meiri framleiðslu fyrir sama eða minna líkamlegt erfiði. Ennfremur notkun allra þeirra vinnusparandi tækja, er létt geta, heimilisstörf og skapao þægindi á einn eða annan hátt. Með orðinu menntun er oft átt við skólalærdóm aðeins, eða þá þekkingu, sem liann veitir. Þessi skilgreining virðist mér ó fullnægjandi, því oft getur þekk ingin ein verið ófrjó, ef ályktun arhæfileika og dómgreind skort ir til þess að meta fyrirbrigði og viðhorf lífsins í því ljósi, er þekkingin veitir. Auk þess hefur margur ein- staklingur aflao sér mjög mikill ar þekkingar með sjálfsnámi, og fyrir allan fjöldann er það drýgsta leiðin, eins og ennþá standa sakir hjá okkur. Réttast virðist mér að segja, að bók- leg og verkleg þekking, sem byggð er á námi, sé nauðsynleg undirstaða menntunar og með orðinu menntun, vil ég skilja þá andlegu yfirsýn yfir hvers konar fyrirbrigði mannlífsins, yfir áhrif þjóðfélagshátta og allrar aðstöðu á einstaklinginn og þroska hans, yfirsýn yfir gildi bókmennta og lista og ann arra verðmæta, sem geta orðið hjálparmeðul til að skapa full- komnara mannlif. Og spurning in verður þá, hvernig fólkinu verði búin skilyrði til að öðl- ast sem mestan slíkan andlegan þtoska. Hugtakið menning virðist mér eiga við sameiginlegan árangur af hinu tvennu, þ. e. þegar fram leiðslutækin eru komin á það stig, að vinna sú, er einstak- lingurinn þarf að leggja fram er aðeins í samræmi við eðlilega þörf hans til áreynslu, og að- staða sköpuð fyrir liann að nota sínar tómstundir til að afla sér menntunar í þeirri merk- ingu, sem hér er lýst að fram- an; það er njóta þeii;ra gæða, sem gildi hafa bæði fyrir lík- amiegan og andlegan þroska. Skal þá vikið að hverju þessu atriði fyrir sig, og hvaða skil- yrði þarf að skapa í sveitunum til þess að fólkið fái notið þeirra. Um það er ekki deilt, að til þess að koma framleiðsluhátt- I eftirfa.randi grein, og annarri sém birtast mun hér í blaðinu á morgun, svarar Ásmundur Sigurðsson, alþing- ismaður, fyrirspurn er ritstjóri Skinfaxa beindi til hans og þriggja annarra frambjöðenda í sveitakjördæmum við siðustu alþingiskosningar. Greinin er hér prentuð upp úr Skinfaxa, 1. hefti þessa árgangs. um sveitanna í það horf, sem hæfir nútínia menningarþjóð þurfi að rækta jörðina í stórum stíl og vélnýta landbúnaðinn að sem mestu leyti. Deilan stendur um hitt, hvort þetta sé unnt að gera með því að halda hinu forna byggðaskipulagi, — dreif býlinu, — sem liér hefur tíð- kazt frá upphafi Islandsbyggð- ar, og hvort það fyrirkomulag hefur fólgið í sjálfu sér þann menningaraflvaka, að þjóðin bíði rnenningarlegt tjón við að breyta því. En til þess að gera sér grein fyrir möguleikum vél- nýtingarinnar undir hinu forna skipulagi, verður að gera sér ljósan þann mun, sem er á eðli þess búskapar, sem við viljum leggja niður og þess búskapar, sem við viljum taka upp í stað- inn. k Landnemar Islands komu að ónumdu landi, auðugu að nátt- úrugæðum. Þeir námu landið til rányrkju, sem eðlilegt var, og í samræmi við þekkingu og fram leiðslutækni þeirra tíma. Til slíkrar notkunar á nátt- úrugæðum landsins hentaði dreifb. eitt sem byggðaskipulag. Allar þær aldir, sem liðnar eru síðan, hafa framleiðsluhættir landbúnaðarins verið hinir sömu; og byggðaskipulagið þannig í fullu samræmi við þá. Það er ekki fyrr en á 20. öld að verulegs áhuga fer að gæta um bætta búnaðarhætti. Afleið- ing rányrkjunnar er sú, að nátt úrugæðin hafa gengið til þurrð- ar, landið er Orðið fátækara en það var. Hlutverk okltar er að nema þetta land á ný, ekki til nýrrar rányrkju, heldur til rækt unar. Ennþá verður að taka til- lit til hins mikla eðlismunar, sem er á þessum tveim tegund- um búskapar. Rányrkjan krefst mikils landrýmis, ræktunin lít- ils. Rányrkjan krefst mikils vinnuafls og þar með fjölda fólks, en ræktunin þarf lítið vinnuafl og kemst því af með fátt fólk. Aftur á móti krefst ræktunarbúskapur mikils fjármagns, sem bundið er í margskonar vinnusparandi tækjum, mun verðmætara landi o. fl., þar sem rányrkjubúskap- urinn kemst af með mjög lítið til þeirra hluta. Ræktunarbú- skapur krefst betri samgangna en rányrkjubúskapur og þannig mætti lengi telja margt fleira, en þetta nægir til að sýryi, hve mikinn mun er hér um að ræða. ★ Er þá hægt að samrýma full- kominn ræktunarbúskap því byggðarlagi, sem ríkt hefur til þessa? Mér virðist öll rök mæla því á móti. Að vísu skal það tek ið fram, að það gildir nokkuö annað fyrir sauðfjárrækt en fyr Marshall og siðmeiming Evrópu ir nautgriparækt og garðrækt, og skal hér fyrst rætt um tvennt hið síðarnefnda. Á hverju því býli, sem reka á ræktunarbúskap eftir fullkomn ustu tæknikröfum nútímans, þarf t.'d. svo mikinn vélakost, að framleiðslan þarf að ná á- kveðnu magni til þess að höfuð- stóllinn beri hana ekki ofurliði. Mótorsláttuvélin er lítið meiri byrði á búinu, þótt slegnir séu með henni 550 ha en þótt hún slái aðeins 10 ha. Dráttarvélin ér lítið meiri byrði þótt hún plægði 10 ha. land en þótt hún plægi 1 ha. Mjaltavélarnar borga sig, ef með þeim eru mjólkaðar 20—30 kýr, en eng- inn óvitlaus maður kaupir mjaltavélar til að mjólka að- eins 2—3 kýr. Nú er í uppsigl- ingu ný heyverkunaraðferð, súg þurrkunin, sem líkleg er til að verða meira framfaraafl í land- búnaðarframleiðslunni en nokk- urt eitt atriði annað. En um þessi tæki og rekstur þeirra gildir sama og ölh önnur, að kostnaður verður hlutfallslega meiri sem framleiðslan er minni. Þannig mætti telja margt fleira, er sannar það, að stæriji búskapurinn er óhjá- kvæmilegt skilyrði þess, að bæði fjármagn og vinnuafl komi að fuilum notum. Hér stöndum við því gagn- vart þeirri staðreynd að eðlis- munur þess er við viljum hverfa að og^þess er við viljum hverfa frá er svo mikill, að sama fyrir komulag hentar ekki, ef fólkið á að njóta tækninnar og þeirra hlunninda, er hún getur veitt. PARÍSARRÁÐSTEFNAN er þá eftir allt saman aðeins lið ur í baráttu Bandaríkja- stjórnar gegn kommúnisman um. Ef einhver hefur efast um að svo væri, þá tók Marshall, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, af allan vafa með ræðu sinni á banda ríska ríkisstjóraþinginu í Salt Lake City í fyrradag. Þar lýsti hann mikilvægi þess, að Bandaríkjaþjóðin gerði sér ljóst að henn- ar vitjunartími væri kom- inn. Ef Evrópuþjóðunum bærist ekki bandarísk fjár- hagsaðstoð mvndu þær taka upp kommúnistiskt stjórnar- far. Marshall hét á ríkis- stjórana 48, að hjálpa til að • sannfæra bandarísku þjóðina um nauðsyn slíkrar aðstoð ar. „SIÐMENNING EVRÓPU er i hættu“, sagði Marshall. Minna mátti nú gagn gera. Leyfist ekki Evrópuþjóðun um að minna Marshall, á það, að þær eru nýbúnar að bjarga siðmenningu sinni frá mestu hættu, sem nokkurn tíma hefir ógnað henni, Hitl- ers-Þýzkalandi ? Þyngstu fórniniar í þeirri baráttu færði hið kommúnistiska Sovét-Rússland. I sérhverju Evrópulandi stóðu hin sósíal istisku öfl í fylkingarbrjósti í baráttunni gegn nasisman- um. Svo kemur Marshall fram og lýsir því yfir, að siðmenning Evrópu sé í voða vegna þess að einmitt þessi sósíalistisku öfl hafa fengið aukin áhrif í ýmsum löndum álfunnar. Heyr á endemi! ,,EF EVRÓPA tekur upp stefnu, sem er ósamrýman- leg erfðavenjum hennar og okkar, mun það hafa rót- tækar afleiðingar- hér í Bandaríkjunum“, sagði Marshall ennfremur. Þarna liggur hundurinn grafinn. Ef auðvaldsskipulagið líður und ir Jok í Evrópu eru dagar þess vestan hafs einnig tald- ir. Auðvald Bandaríkjanna Prh. af 3. siðu. ars: Að mönnum, litlum fyrir sér í hvívetna hætti mest til að fá *þetta „komplex" vegna þess að þeir óttast um virð- ingu sína, ef konan vex að dómgreind og henni verða fleiri vegir færir. Þetta kem- ur vel heim við það að hér á íslandi hafa mestu glæsi- mennin ávalt veitt konunni lið í jafnréttisbaráttu hennar og hvatt hana til þáiítöku í opinberu lífi. Því giæsimenni hafa aldrei óttast það að ráða við einn kvenvarg. * Á íslandi eru til tvenn landssamtök kvenna: Kven- réttindafélagið og Kvenfé- lagasambandið. Kvenfélaga- sambandið er fag- og fræðslu sámiband búsmæðra. Hvort tveggja landssamtökin hafa þegar náð góðum árangri í starfi sínu. Þau vinna bæði að hagsmunamálum allra ir kvenna sitt á hvoru sviði. A-llt það sem Kvenréttinda- félagið fær áorkað í réttinda- málum og menningarrhálum kvenna, kemur fjölmörgum húsmæðrum og mæðrum að! gagni, á sama hátt og starfj Kvenfélagasambandsins og i i barátta þess fyrir aukinni : fræðslu um heimilisstörí og aukinni tækni í þágu heim-; ilanna. Vegna þess sérstaka tilefni-J að þessi samtök kvenna halcíaj hér nú fundi sína hvert á eftir öðru og sitja að sameig- inlegum 19. júní fagnaði ii kvöld, langar mig til að ljúka ! orðum mínum með því að j óska, að sú samvinna og sáí skilningur, sem þegar er j kominn á megi halda áframi að aukast og verða hvoru-j tveggja markmiðunum tili gagns: Markmiðum Kvenfé-i iagasambandsins og Kven-j réttindafélagsins. er staðráðið í að fyrirbyggja slíka þróun, ef annað dugar ekki þá með kjarn^rkusf-mi- öld. I ræðu sinni í Waco, TeK as, 6. marz í vetur sagoi Truman forseti: ,,Einn er sá hlutur, sem Bandarikjamenn meta .... meira en frið. Það er. . . . frjálst. . . . framtak“. Skýrar verður það elcki sagt. Hver sá, sem ekki vill banda rískt arðrán, slcal fá banda- rískar kjarnorkusprengjur. MARSHALL SEGIR, að mikið hafi þegar áunnizt, með að- stoð til einstakra Evrópu- landa. Hann hefur sannar- lega af nokkru að státa. Gríska afturhaldsstjórnin fékk 200 millj. dollara. Mán- uði eftir afhendingu þeirra er kominn á grímulaus fas- irmi í Grikklnndi með til- heyrandi fjöldahandtökum lyoræðissinna, fangabúðum og morðum. Bandarísku lýð- ræðishetjurnar ráða sér ekki' fyrir ánægju. Svona mönn- um erú svei mér gefandi doilarar! Tyrkland fékk 150 miílj. dollara. Þar er stjórnin fasiari í sessi en nokkrij. sinni fyrr. Fleiri af- rek doliaradiplómatísins má benda á. Böðulsveldi Francos væri ekki i ið lýði á Spáni í dag ef Vesturveldanna hefði ekki notið við. I Véstur- Þýzkalandi magnast leyni- starfsemi nazista samkvæmt vitnisburði Vansittarts, Crist mas Möll'érs og Herriots. Víst hafa Bandaríkin hlúð vandiega að erfðafjanda evr ópskrar siðraenningar. RÆÐAN I Salt Lake City varpar nýju íjósi yfir ræðu Marshalls í Harvard. Þar forðaðist hann vandlega að minnast á herferðina gegn kommúnismanum. Óvinsæld- ir Truman kenningarinnar heima og erlendis höfðu var að hann við því. En af hvaða hvötuin var þá Harvardræð- an flutt? Molotoff komst að þeirri niðursíöðu, að húii væri framhald Trumanism- ans í nýju formi, óg hagaði sér eamkvæmt því. Nú verð ur ekld um villzt, að niður- staða lians var rétt. Úlfur- inn liafði snöggvast bruggð- ið yfir sig sauðargæru, en það bai' ekki tilætlaðan á- rangur. Þá var ástæðúlaust að lialda blekkingaleiknum áfram. I Salt Lake City var honum liætt. En hvað gera Evrópuiíkin 16, Sem létu teyrrn sig til Parísar, undir fölsku yf-irskini? Snúa þau sér undan, og láta sem þau hafi ekki séð úlfseyrun? Eða neita þau að láta hafa sig til að vinna níðingsverk á. gömlu Evrópu? Ðraugariddarinn (The C'nost Rider) „Amerísk cowboymynd“, hvorký verri né betri en vant er. ás.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.