Þjóðviljinn - 17.07.1947, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.07.1947, Blaðsíða 8
rasr Koma eiííks apriBS MerSmaiifia afljipar Snorrastyttuna sunnudaginn þlÓÐVILIINN ardaeinn—Ólafur------------------------- Ólaíur krónprins Norðmanna lagoi aí siað til ís- lands í gær á Snorrahátíðina á tundurspillinum Osló. Er krónprinsinn gekk á skipsíjól var skotið heiðursskotum aí íallbyssum Akershuskastala og manníjöldi, er saínast hafði sarnan á Heiðursbryggj- unni laust upp húrrahrópi. Auk Osló koma tundur- spillarnir Stavang'er cg Trondheim með hina norsku hátíðargesti. Sjóliðsforingjaeíni af.frönskum herskipum, sem eru í kurteisisheimsókn í Osló stóðu heiðursvörð við landganginn er krónprinsinn gekk á skipsfjöl. Norska flotadeildin er væntanleg á Reykjavíkur- höfn á laugardagsmorguninn og gengur Ólafur krón- prins og norska sendinefndin á land kl. 10.30. Ól- afur Thors, fyrrverandi forsætisráðherra býður þá velkomna fyrir hönd Snorranefndar. Á sunnudaginn verður Snorrahátíðin síðan hald- in í Reykholti og afhjúpar Ólafur krónprins þar Snorratyttuna. Að öðru leyti verður dagskrá hátíða- haldanna á þessa leið: Kl. 8. Hátíðargestir fara af stað frá Reykjavík með ,.Esju“ til Akraness. Frá Akranesi í bifreiðum til Reykholts. Komið að Reykholti kl. 11,30. 12. Hádegisverður fyrir boðs- gesti. 13. Þeyttir lúðrar. — Gengið að styttu Snorra Sturlu- sonar. 1. Lúðrasveit Reykjavíkur undir stjórn A. Klaihn, leikur Hyldningsmarsj úr ,,Sigurd Jorsalafar“ eftir E. Grieg. 2. Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, flyt- ur ávarp. 3. Lúðrasveit Reykjavík- ur: Norröna folket eft- ir E. Grieg. 4. Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi flytur kvæði. 5. Formaður ísl. Snorra- nefndarinnar, Jónas Jónsson. alþingismaður, býður gesti velkomna. 9 f slendlngar iaka þátt í al° ftðlegn Viö setnmgu hhis alþjóðlega stúdentamóts í Bcrgen (talið frá vinstri): AKa Rutta Laurita (Fiunland), Steián Har- aidsson (Xgiand), S. Gourie (Indland), E. Söderiaud (Finn- land), Anis Qasim (Palestína), K. Kaskimus (Finnland). Þessa dagana stendur yfir alþjóðlegt stúdentamót í Bergen og taka þátt í því 9 ís’enzkir stúdentar. í úr- klippu úr nörsku blaði frá 7. þessa mánaðar, sem Þjóðvilj- anum hefur borizt, (mótið •var sett daginn áður), er rætt atarlega um það, m. a. á þessa leið: „Stúdentar frá fjórum jheimsálfum söfnuðust saman yið setningu hins alþjóðlega stúdentamóts, sem næstu 14 dagana mun verða haldið a Milde. Þetta mót mun setja sinn svip á byggðina hér, já á allt Vesturlandið, því að þátttakendurnir eiga ekki að fá að liggja í ró á Milde all- an tímann, þeim verður sýnt Vesturlandið, allt frá Eyj- unni til hjarta Harðangurs. Þeir eiga að ferðast um land, sjó og loft.“ (Þegar mótinu Framtoald á 7. síðu. 6. Varaformaður norsku Snorranefndarinnar, prófessor Haakon Shete lig, flytur ræðu. 7. Form. norsku Snorra- nefndarinnar, Jonan E. Mellbye f. statsrád, bið- ur Olav krónprins að afhjúpa Snorrastyttuna 8. Ola-v krónprins Norð- manna flytur kveðju til íslenzku þjóðarinnar og afhjúpar Snorrastytt- una. Karlakórinn Fóstbræð- ur og Karlakór Reykja víkur syngja þjóðsöng íslendinga, undir stjórn Jóns Halldórssonar. 10. Forsætisráðherra fs- lands, Stefán Jóh. Stef- ánsson, flytur þakkir til Norðmanna fyrir hönd íslenzku þjóðar- innar. 11. Karlakórinn Fóst- bræður og Karlakór Reykjavíkur syngja þjóðsöng Norðmanna, undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar. 12. Karlakórinn Fóstbræð- ur, undir stjóxm Jóns Halldórssonar, syngur þessi lög: a. Slaa Ring um Norig: Johannes Haarklou. b. Ólafur Tryggvason: F. A. Reissiger. c. Ingólfs minni: Svb. Sveinbjörnsson. d. Sefur sól hjá ægi: Sigfús Einarsson. e. Ár vas alda: ísl. þjóð- lag (Þórarinn Guðm.). 13. Karlakór Reykjavíkur, undir stjórn Sigurðar Þói'ðarsonar syngur: a. ísland farsælda frón: ísl. þjóðlag, Jón Leifs raddsetti. Einsöngvarr Guðmundur Jónsson. b. íslands lag: Bjöi’gvin Guðmundsson. c. Naar Fjordene blaan- er: Alfi’ed Paulsen, Ein- . .söngvari Guðmundur Jónsson. d. Nú sé ég aftur sömu fjöll: Edvard Grieg. e. ísland ögrum skorið: Sigvaldi S. Kaldalóns. 14. Reykiholtsstaður skoðað- ur. Matthías Þórðarson fornminjavörður sýnir gestunum staðinn. 16. Kaffi fyrir hátíðagesti. Lúðrasveit Reykjavákur, undir stjórn A. Klahn, leikur: a. Lög úr Veizlunni á Sól- haugum eftir Pál ísólfsson b. íslenzk syrpa, útsett eftir A. Klahn. c. Marz. 17.30 Lagt af stað í bifreið- um til Akraness. og haldið þaðan með íí'EsjU" til Reykjavíkur kl. 20. Snerrismálið: Með 1206 málym síldar var skipiS Sjóprófi í Snerrismálinu var haldið áfram fyrir hádegi í gær. Fyrir réttinum mætti Eiríkur Ás- mundsson fyrsti vélstjóri á Snerri. Hann kvaðst hafa verið vélstjóri á skipinu frá því í sept. s.l. og kvað hann vél þess hafa verið í fxill- komnu lagi allt þar til það sökk, en hann var ekki á vakt þegar það fékk seinasta kastið og sökk. Vélstjórinn sagði að þegar búið var að fylla 4 af olíutönkum skipsins með síld ha.fi sér \frzt það fara allt öðru vísi í sjó en þegar það var i olíuflutningxim. Ennfremur sagði hann að áður en skipið fékk síð- asta kastið hafi það verið orðið meira hlaðið en þeg- ar það var fnllfermt af olíu, en þó ekki eins mikið og tíðkist um skip á síldveiðum. Aldrei kvaðst hann hafa orðið var leka á skipinu. (Til að fyrirbyggja misskilning út af frásögn Þjóðviljans í gær af málinu er rétt að taka það fram að þegar skipstjórinn sagðl að skipið hefði verið orðið „kraixkt“ meinti hann ekki leika, heldur að það hefði verið orðið valt). Þegar skipið var í olíuflutningum kvað hann það hafa átt vanda til, þegar eitthvað var að veðri að liggja mikið á annarri hvorri hliðinni. Hann kvað sér hafa virzt skipið kvikara (valtara) undir síldar- farmi en olíxxfarmi, og meðan háfað var úr seinasta kastinu hafi ekki reynzt unnt að halda skipinu halla- lausu. Vélstjórinn telur að óvarlegt hafi verið að Ieggja skipið í misjafnt veður eins og hleðslu þess var liáttað. Ekki kvaðst vélstjórinn geta sagt um ástæðu þess að skipið sökk en sér hefði virzt undir lokin að það hafa verið orðið algerlega jafnvægislaust. Fleiri mættu ekki fyrir réttinum í gær en yfir- heyrslunum verður haldið áfi'am í dag. Mmnisvarði norskra hermanna aí- hjúpaður í Fossvogskirkjugarði á mánudaginn Minnisvarðinn reistur fyrir sjóð er norska leikkonan Gerd Grieg stöfnaði Næstkomandi mánudag 21. júlí, daginn eftir Snorra- hátíðina í Reýkholti, mun norski krónprinsinn afhjúpa minnisvarða í Fossvogskirkjugarði, sem reistur hefur ver- ið yfir norska hermenn er létu lífið hér á landi í síðustu styrjöld. Blaðið hefur átt tal við Bryn jólf Jóhannesson, leikara, for- mann minnisvarðanefndarinn- ar, og beðin hann um upplýs- ingar um þetta mál. Minnisvarði þessi er þannig til kominn, segir B. J., að á styrjaldarárunum starfaði frú Gerd Grieg hér á vegum Leik- félags Reykjavíkur, eins og menn muna, en eftir það ágæta samstarf afhenti stjórn L. R. frú Grieg fjárupphæð til ráð- stöfunar fyrir norska hermenn, en hún starfaði þá einnig fyrir þá hér. —Frúin ákvað síðar, í samráði við stjórn Leikfélags- ins, að með peningum þessum skyldi myndaður sjóður til að reisa fyrir minnisvarða hér í Reykjavík um norska liermenn er hér höfðu látizt, en þá ný- lega höfðu farizt liér nokkrir norskir flugmenn. — Hvað voru þeir niargir sem létu lífið hér? —- Þeir munu hafa verið alls 35. Sjóðurinn var nú stofnaður og lilaut nafnið „Gerd Griegs Fond.“ Framhvúc. á 7. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.