Þjóðviljinn - 14.08.1947, Síða 4

Þjóðviljinn - 14.08.1947, Síða 4
ÞJÓÐVILJmN * Fimmtudagur 14. ágúst 1947. ---------,------------------ þJÓÐVILJINN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð: kr, 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. k---------------------------------------------------/ Hin dauða hönd s'em skapar krun og sandræSi Meðal íslenzkra stjórnmálamanna er Magnús prófes- sor Jónsson kunnastur fyrir andstöðu gegn hvers konar skipulagningu: I hvert sinn er íslenzkt löggjafarvald hefur stigið spor í áttina til skipulagningar, eða aukinna af- skipta ríkisvaldsins af almanna hag, hefur um langt skeið verið Magnúsi að mæta, sem ótrauðum málsvara hins ó- hefta einkaframtaks. Kunn er barátta hans gegn lögum nm verkamannabústaði og gegn lögum um alþýðutrygg- ingar o. fl. o. fl. Það er ekki verið að benda á þessar staðreyndir hér til að varpa rýrð á Mágnús Jónsson, hann hefur að þessu leyti verið í fyllsta samræmi við stefnu síns flokks, og ef til vill haldið henni skýrar fram á þessu sviði en flestir aðr- ir. Svo kemur að því að Sjálfstæðisflokkurinn fær aðstöðu til að stjórna valdamestu skipulagsnefnd, sem sett hefur verið á Islandi, hinu nýbakaða f járhagsráði, þá er Magn- ús valinn til forustunnar, maðurinn sem ekkert tækifæri hef ur látið ónotað til að sýna andúð og andstöðu gegn hvers konar skipulagningar. Hvað veldur slíku vali? Vill Sjálfstæðisflokkurinn með þessu móti tryggja sér að þessi skipulagning fari svo illa og ömurlega úr hendi að allir hljóti til hennar að vitna þegar talað er um eitthvað sem með endemum má telja. Það væri ef til vill ekki svo heimskulegt herbragð í baráttunni gegn skipulagningu og fyrir hinu ótakmarkaða og óhefta einkaframtaki, en ein- mitt þessi barátta er rauði þráðurinn í starfi og stefnu flokksins. Ef þetta er tilgangur Sjálfstæðisflokksins þá hefur hann valið prýðilegan mann til forustu í fjárhags- ráði og þá svara fyrstu framkvæmdir ráðsins til hinna fyllstu óska flokksins. • Fjárhagsráð hefur sem sé hafið starf sitt með þeim endemum að furðu gegnir. Sönnunarmerki sjást þegar á nær öllu athafnalífi þjóðarinnar, ýmsar hinar mikilvæg- ustu starfsgreinar þess mega heita stöðvaðar. Nú þegar mest ríður á að haldið sé áfram húsabyggingum, af fullum krafti, hefur fjárhagsráð svo að segja stöðvað allar bygg- ingarframkvæmdir. Hvað lengi þessi stöðvun stendur skal ósagt látið, en verði framhaldið af starfi þessa ráðs líkt og byrjunin, má búast við langri stöðvun. Sannleikurinn er sá að eins og stendur-er allmikið til af byggingarefni í landinu. Einsætt er að beina þessu byggingarefni fyrst og fremst til þeirra íbúðarhúsa sem eru í smíðum, annarra bygginga sem nauð- synlegar eru atvinnulífinu og eins stendur á um. Til þess- ara bygginga á að veita efnisleyfi umsvifa- og tafarlaust, sérhver töf á slíkum leyfum er ósæmileg. Öðru máli gegn- ir um framkvæmdir sem enn eru ekki hafnar, þar ber að sjálfsögðu að haga leyfisveitingum í samræmi við vand- lega gerða heildaráætlun, en hver væntir þess að f járhags- ráð undir stjórn Magnúsar Jónssonar geri slíkar áætlanir? Það er nú komið á daginn, sem þingmenn sósíalista sögðu, er lögin um fjárhagsráð voru til umræðu í vetur, í fram- kvæmdinni sýna þau alla þá galla sem fylgt geta skipu- lagningu en enga kosti hennar. Tæki sem fjárhagsráð, í höndum andstæðinga hvers konar skipulagningar verður ekkert annað en dauð hönd á athafnarlífi þjóðarinnar, hönd sem skapar hrun og vand- jræði, og stefnir sjálfstæði þjóðarinnar í beinan voða. SÆMUNDUR ! NOKKUR I VONDU SKAPI Sæmundur nokkur Ölafsson hefur skrifað mér bréfkorn ver- andi í mjög vondu skapi. Eg ætla að birta bréfkorn þetta. Munu menn kannske að loknum lestri þess álíta, að ég hafi af illgirni hleypt Sæmundi á prent. En það er misskilningur. Mér er hreint ekki illa við Sæmund; aðhyllist bara hina ágætu kenn- ingu um málfrelsið. „Málfrelsið lifi“. Það á að leyfa mönnum að. verða sér til skammar í blöðum, ef þeir endilega vilja. Gef svo Sæmundi orðið: ★ „Herra ritstjóri. Síðastliðinn laugardag (skrif að í hinni vikunni) birtuð þér í pistlum yðar undarleg ummæli um Dýrasýninguna í Örfirisey eftir „Stramma.“ Við ummæli þessi hafið þér / ekkert að athuga þar sem þér hafið ekki séð sýninguna að eig- in sögn. I tilefni af því, mælist ég til, að þér birtið eftirfai-andi. • Vill „Strammi“ gera grein fyr ir því á hvern hátt „sýningin er til skammar" og á hvern hátt hún „lítilsvirðir" þann „mál- stað“, sem henni er ætlað að styðja? ★ 22 TEGUNDIR „Þá segir „Strammi": „Frá gangurinn er svo flausturslegur að manni blöskrar". Yður herra ritstjóri og „Stramma" ætti að vera kunn- ugt urn^það að undirbúningi und ir sýninguna var ekki lokið þeg- ar Dagsbrúnarverkfallið skall á. En hitt vitið þið, að sjálfsögðu ekki að sjómenn vildu ljúka við undirbúninginn í þegnskyldu vinnu en flokksbræður ykkar í Dagsbrún hindruðu þá frá því, með því að hóta þeim ævilangri útilokun frá vinnu. Fyrir 10 kr. fá gestir að dveljá á eynni daglangt og horfa á 22 tegundir dýra, fugla og fiska, hlusta é músik og út- varp, njóta veitinga og dansa á kvöldin í 3—5 klukkutíma eða horfa á valdar kvikmyndir úr dýralífinu. Börn innan 9 ára greiða engan aðgangseyrir. Vill herra „Strammi“ benda mér á ódýrari og betri skemmtun en þessar? ★ ILLA DULIN ANDÚÐ? „Landsmenn kunna vel að meta sýninguna, sem sést bezt á aðsókninni, sem er gífurleg þrátt fyrir mjög óhagstætt veð- urfar og mikið skemmfanalíf annað í bænum. Herra „Strammi", næst þegar þér skrif ið um Þjóðþrifafyrirtæki, ættuð þér, að „stramma yður upp og skrifa undir yðar rétta nafn, svo þér losnið við þann leiða grun að vera ofbeldismaðurinn, sem lenti í handalögmáli við varðmanni á eynni fyrir nokkr- um kvölaum og hótaði blaða- skömmum, þegar hann hafði látið í minni pokann fyrir verð- inum, sem er friðsemdar og spektarmaður, eða eruð þér, ef til vill einn af .leynivínsölunum, sem hafa vanið komur sínar í eyna, að undanförnu? Herra ritstjóri, þér sem hafið valið yður það hlutverk, að vera hið alsjáandi auga og þunna móðureyra, sem við Reykvíking ar eigum að treysta í hvívetna, þér ættuð, að skoða Dýrasýn- inguna í Örfirisey, og láta hina illa duldu andúð yðar á sjó- möiínunum og málefnum þeirra þá ekki villa yður sýn. Með þakklæti fyrir birtinguna. *■ Sæmundur Ólafsson.“ KALT VATN OG ASPÍRIN Sæmundur, Sæmundur. Hvaða læti eru þetta? Væri ekki ráð að fá sér kalt vatn og aspirín? ,,. .hina illa duldu andúð á sjó mönnum og málefnum þeirra". Með hverju hef ég sýnt sjó- mönnum andúð ? Með því að birta bréf, er gagnrýnir sýning- una, sem er engum sjómanni til sóma, þó að málstaðurinn sem hún á að styrkja sé alls sóma maklegur? Því ég er nú sjálf- ur búinn að skoða dýrasýning- una í Örfirisey, og mér liggur við að segja, að það sé illa dulin andúð á fólki bara yfir- leitt að gabba það þarna út til að borga 10 krónur fyrir að horfa á þessar „22 tegundir dýra, fugla og fiska“, og það jafnvel þótt maður fái „að hlusta á músik og útvarp“ á eftir. Eg anza ekki blaðri Sæmund ar um að Dagsbrúnarmenn hafi hótað sjómönnum „æfilangri úti lokun frá vinnu“, ef þeir ynnu að undirbúningi sýningarinnar meðan verkfallið stóð, og það er bezt að láta „Stramma“ sjálf an svara þeim tilgátum Sæmund ar að hann hafi farið út í Örfirisey til að berja vörðinn þar eða selja sprútt. HVENÆR VERÐUR BÍRTUR LÍSTI RENAULTÚT- IILUTUNARINNAR Á hverjum degi berast blað- inu kvartanir um óréttlætið í út hlutun Renaultbílanna. Þessar kvartanir verða ekki þaggaðar niður nema ef til vill með því móti að yfirvöldin verði við þeirri almennu kröfu að birta nöfn þeirra manna sem fengu bílana. Verði þeirri sjálf- sögðu kröfu neitað er ekki hægt að skilja það öðruvísi en slæma samvizku yfirvaldanna, og staðfestingu á orðrómnum um hlutdræga úthlutun. Morgunbíaðið stangast við staðreyndirnar • i lyggistg Austurlandsverksmiðjunnar war lögfest gegn viija síldarverk- smiijustjérnar og hrunstjórnar Stef- áns iáhanns Morgunblaðið er í hvínandi vandræðum með síldar- verksmiðjuna á Austurlandi. Blaðinu gengur bölvanlega að stangast við þessar stað- reyndir. AÐ mikill hluti Sjálfstæðisflokksins hindraði að sam- þykkt væri frumvarp Austurlandsþingmannanna um að hafizt yrði handa um byggingu 5—10 þús. mála síldar- bræðslu á Norðausturlandi þegar á þessu ári AÐ Sigurður Kristjánsson, Pétur Ottesen, Pétur Magn ússon, Finnur Jónsson, Sveinn Benediktsson, Sigurjón Á. Ólafsson o. fl. þingmenn stjórnarflokkaima reyndu eftir mætti að hindra að lögfest yrði að lokið skyldi undirbún- ingi verksmiðjunnar 1947 og bygging hafin 1948 AÐ Sveinn Benediktsson, Erlendur Þorsteinsson og Júlíus Hafstein reyndu sérstaklega að hindra framgang málsins með umsögnum sínum til Alþingis AÐ Sósíalistaflokkurinn stóð einn ailra þingflokka ó- skiptur og heill með málinu, bæði upphaflega með frumv. Austurlandsþingmannanna og lagaákvæðinu sem samþykkt var AÐ Jóhann P. Jósefsson felur framkvæmd málsins, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, stjórn Síldar- verksmiðja ríkisins, þó meirihluti hennar hefði beitt sér eindregið gegn framgangi málsins á þingi. Það þýðir lítið að ætia að skjóta sér bak: við Lárus Jóhannesson, þingmann Seyðfirðinga, hann hefur að sjálf- sögðu fylgt málinu, frá því hefur Þjóðviljinn skýrt dag- lega síðustu dagana. En það þvær ekki þá skömm af Sveini Ben., Jóhanni Þ. Jósefssyni og kumpánum að hafa beitt sér móti málinu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.