Þjóðviljinn - 19.08.1947, Page 5
Þriðjudagur 19. ágúst 1947.
ÞJÓÐVILJINN
$
Aðferðir til að skapa varanlegt afkomuöryggi fyrir íslenzku þjóðiiia
I.
Island þarf að gera viðsklptasamninga fyrír n
ur ár við þau meginlandsríki, sem t
Pannig þarf að trgggja í nohkur ár rerð á eeruíegum
hluta útfluíningsafurða vorra og mikfum hluía innfiuin-
ingsins
Þjóð vor þarf að losna I
undan því fargi óvissunnar
um afkomu sína, sem fram-
leiðslan fyrir óvissa markaði
er. Öryggisleysið um útflutn
inginn hvílir sem mara á
þjóðinni, gerir atvinnurek-
endur ó\*issa um útgerð sína
og sjómenn og verkamenn
óvissa um atvinnu sína og
Jætur þjóðarheildina vaða í
villu og svima um afkomu
sína og heildartekjur, þó
veiði gengi vel. Eins og á-
hyggjan, fyrir morgundeg-
inum kvaldi verkamenn á
4:ímum atvinnuleysisins, svo
gerir kviðinn um framleiðslu
hvers árs þjóðina óvissa í
framtíðarfyrirætlunum sín-
um.
Það er tími til kominn að
binda endi á þennan ótta og
þetta öryggisleysi, að svo
miklu leyti sem þjóðfélags-
hættir Evrópu gera það
mögulegt.
Vér Islendingar getum nú
þegar séð í hendi vorri hvar
höfuðmarkaðir vorir fyrir
sjávarafurðir verða.
England verður vart mik-
ill markaður fyrir hrað-
frysta fiskinn, en ísfiskinn
ættum vér að geta selt þar all
lengi enn a. m. k. úr ekki
stærri togaraflota en vér
höfum í dag. En að líkindum
verðum vér að leita til meg-
inlandsins er fram í sækir
fyrir helminginn af flota
vorum þegar allir nýsköp-
unartogararnir hafa bætzt í
hópinn. — England mun í
framtíðinni auka flota sinn,
ýta undir eflingu togaraflota
Færeyinga og veita Norð-
mönnum betur en oss, svo
vart er fyrir oss dð treysta
á aukinn markað hjá þeim,
þegar neyðarástandi þessara
ára lýkur í Bretlandi.
Frakkland hefur ætíð haft
nokkra útgerð sjálft á venju-
legum tímum og mun vart
verða mikið markaðsland
fyrir oss, þegar frá líður.
Vestur-Þýzkaland gæti
verið mikið markaðsland fyr-
ir oss nú, ef hernaðarvöldin
þar vildu. Og vissulega hefði
mátt við því búast að Þýzka
land yrði ekki látið byggja
upp stóran togaraflota á ný.
En sökum þess að brezki auð-
hringurinn ,,Unilever“ á
meirihluta hlutabréfanna í
,Norddeutsche Hochsee Fisch
erei“, stórútgerðarfélagi því
sem á þorrann af togurum
Þýzkalands, má búast við
því að sú útgerð verði frek-
ar aukin heldur en hitt,
svo vonin fyrir fiskveiða-
þjóðir Norður-Atlanzhafsins
að sitja að framtíðar-
markaðnum í Vestur-Þýzka-
landi frekar minnki en hitt.
En næstu árin ætti þó að
mega fá markað þarna.
En það sem gerir erfitt
fyrir oss Islendinga að
treysta á þessi lönd, sem nú
eru talin, sem sérstök mark-
aðslönd \'or, er að þau liggja
öll sjálf að Atlanzhafi eða
Norðursjó, eru vön fiskveið-
mn við ísland og munu vart
fáanleg til að draga úr hag-
nýtingu þeirrar auðsupp-
sprettu, sem fiskimiðin hér
og annarstaðar í Norður-At-
lanzhafi eru. En sjálfsagt er
fyrir oss að reyna að halda
þessum mörkuðum vorum
og efla þá sem verða má.
V öruskiptasamningur
um óákveðið árabil
Það er ekki óeðlilegt að
einmitt þau lönd Evrópu, sem
eigi liggja að úthöfum og
hingað til hafa ekki gert út
flota til veiða í N.-Atlanz-
hafi, væru sérstaklega mark
aðslönd Islands, sem allra
landa mest einbeitir fram-
leiðsluorku sinni að fisk-
veiðum.
Reynslan eftir stríð hefur
líka sýnt að tvö þessara
ríkja, Sovétríkin og Tékkó-
slovakía hafa orðið aðal-
landvinningar Islendinga í
markaðsmálum og viðskipta-
samningar vorir við Sovét-
ríkin langsamlega hagkvæm-
ustu samningar, sem Island
hefur gert.
Nú háttar því svo til með
þessi meginlandsríki milli
Eystrasalts annars vegar og
Svartahafs eða Miðjarðar-
hafa hins vegar að áætlun-
arbúskapur ríkir að mestu í
þeim öllum, þannig, að þau
ákveða framleiðslustefnu
sína til 2—5 ára,. Þjóðir
þeirra hafa m. ö. orðum
markvissa stefnu, þar sem
m. a. er ákveðið hvort eða að
hve miklu leyti skuli stefna
að stórútgerð frá þeim þeirra
er að sjó liggja, eða gengið
út frá að fullnægja fiskmet-
isþörfum þjóðarinnar að
meira eða minna leyti með
innflutningi.
Undarifarnar vikur hafa
þessi ríki verið að gera við-
skiptasamninga sín á milli,
jafnvel allt til 5 ára, Pólland
og Tékkóslovakía hafa gert
slíkan samning sín á milli,
þannig að hvort land um sig
selur sívaxandi magn út-
flutningsframleiðslu sinnar
til hins landsins og tryggir
sér fullnægingu ákveðinna
innflutningsþarfa sinna. Verð
ið á afurðunum er jafnframt
ák\-eðið fyrir þetta tímabil
og þannig skapaður að miklu
leyti öruggur grundvöllur
fyrir verðlag og framleiðslu
landsins, hvað milliríkjavið-
skipti snertir. Samsvarandi
samninga hafa Tékkóslovak-
ía og Sovétríkin gert og slíka
samninga eru nú mörg þess-
ara landa að undirbúa eða
gera.
r
Með slíkum samningum
eru þessi ríki að losa sig við
hættuna af vioskiptakrepp-
um og verösveiflum, sem
einkennt hafa markaðsá-
stand auðwildsheimsins, en
leggja grundvöil að öruggri
efnahagslegri þróun, að svo
miklu leyti sem þau geta
byggt á viðskiptum sín á
milli, — en það gera hins
vegar engin þeirra að öllu
leyti.
ísland á allra landa mest
undir alþjóðaviðskiptum.
Þjóð vor þarfnast því ör-
uggra markaða meir en
nokkur önnur. Ef vér gætum
selt verulegan hluta afurða,
vorra fyrir fram um nokk-
urra ára skeið, jafnvel
allt að helmingi, þá væri
stórum meira atvinnuöryggi
vort en ella. En auðvitað yrð
um vér að tryggja kaup vor
á ýmsum vörutegundum um
leið til jafn margra ára fyrir
ákveðið verð.
Slíka samninga á Island nú
að reyna að gera við þau
lönd, sem reiðubúin væru til
slíkra fyrirframsamninga.
Tvær höfuðástæður eru til
þess:
I fyrsta lagi að tryggja
markaði fyrirfram fyrir af-
urðir vorar og skapa þar
með örugga undirstöðu und
ir vöxt útflutningsfram-
leiðslu vorrar, hvort sem um
fiskafurðir eða ef til vill síð
ar meir einnig iðnaðarafurð-
ir séu að ræða.
I öðru lagi aö reýna að
tryggja að þjóðir eins og t.
d. Pólv^rjar eða Rússar
færu ekki að koma upp stór-
útgerð á Norður-Atlanzhafi
með það fyrir augum að full-
nægja sjálf þörfum sínum
fyrir fisk héðan,-
Heyrzt hefur um undir-
búning slíkrar útgerðar, t. d.
í Póllandi, og þarf ekki að
lýsa því hver. hætta er í slíku
fólgin fyrir framtíðarafkornu
vor Islendinga. Vér munum
hver hætta oss stafaði fyrir
stríð af því, þegar þjóðir eins
og t. d. ítalir, Spánverjar,
Finnar, Eistlendingar o. fl.
tóku að gera út á íslandsmið
í \'Iðbót við þær þjóðir er
áour stunduðu fiskveiðar
hér. Sú óheillavænlega
tregða, sem viss íslenzk
stjórnmálaöfl hafa sýnt á
auknum viðskiptum vio þessi
lönd, sérstaklega Pólland,
gætu því orðið oss dýrkeypt,
ef ekki er þegar í stað breytt
um stefnu.
Það leiðir af sjálfu sér að
æskilegt væri fyrir oss að
geta gert slíka samninga,
sem hér um ræðir við aðrar
þjóðir, sem vonandi verða
og góðar viðskiptaþjóðir \*or
ar, svo sem Suðurlönd, sér-
staklega ítalíu, og Ame-
ríku. — En sökum verzl-
unarmátans, sem enn ríkir í
þessum löndum munu vart
möguleikar á slíku nema í
mjög smáum stíl.
Afleiðingin af heildarsamn
ing til nokkurra ára um kaup
og sölu við hin ýmsu nýju
lýðræðisríki Mið-austur- og
Suðaustur-Evrópu og ef tii
vill hið hersetna Austur-
Þýzkaland myndi m. a. vera
sú að vér ættum auðveldara
með að ákveða um skipu-
lagning framleiðslunnar hér
innanlands ,hve mikil áherzla
yrði lögð á hinar ýmsu fram
leiðsluaðferðir, hraðfrystun
söltun, ísfiskframleiðslu o. s.
frv. og þyrftum ekki að tefla
eins í tvísýnu og oft undan-
farið. Og þar sem einmitt
svona samningar yrðu við
hin nýju markaðslönd vor,
en vér þekkjum allvel hvað
bjóða má hinum gömlu,
hvort sem t. d. um ítalíu eða
England væri að ræða, þá
.myndu einmitt slikir samn-
ingar draga mikið úr þeirri
áhættu sem íslenzk fiskfram-
leiðsla fyrir erlendr - mark-
að er. Nóg er sú álvætta, sem
Ægir sjálfur skapa r oss, þótt
dregið yrði sem mest úr
hættum þeim, sem dutlung-
ar markaðsins hingað til hafa
verið.
Það liggur í augum upp!
að við svona viðskiptasamn-
inga myndu breytast mjög
innkaupaaðferðir Islendinga.
Vér yrðum nákvæmlega að
rannsaka fyrir fram hvaða
nauðsynjavörur hagkvæmast
væri að fá frá þessum lönd-
um m. a. með tilliti til þess
í hvaða vörum hvert þeirra
er samkeppnisfærast á al-
þjóðlegan mælikvarð^. Þá er
og gefið að slík kaup sem
þessi myndu spara mikið af
þeim gífurlega kostnaði, sem
hingað til hefur orðið við
vöruútveganir Islendinga.
Þegar svo við þetta bætist
að með svona samningum
væri stórt skref stigið til.
þess að afstýra hættum af
þeirri ^gilegu viðskipta-
kreppu, sem óttast er að ó-
hamin framleiðsluöfl ame-
ríska auðvaldsskipulagsins
muni leiða yfir heiminn á
næstunni, þá er auðséð hve
mikilvægt það væri fyrir allt
framtíðarat\'innulíf Islend-
inga, ef það tækist að gera
Það þarf ríkisstjórn, seni
hefur vit og vilja til þess
að tryggja afkomu þjóð-
arinnar
Skilyrðið til þess að vér
íslendingar getum gert og
framkvæmt svona samninga
er að vér skipuleggjum sjálfir
framleiðslu vora, útflutning
og innflutning, komum hér á
áætlunarbúskap eftir því,
sem náttúrleg skilyrði leyfa.
Núverandi ríkisstjórn hefur
í orði og verki sýnt algera
andstöðu gegn hverju því,
sem miðar að því að geta
gert svona samninga.
Ríkisstjórnin lét lið sitt í
vor fella á Alþingi allar til-
lögur um áætlunarbúskap og
nokkurra ára skipulagningu á
framleiðslunni.
Ríkisstjórnin lét fella allar
tillögur um að reyna að
tryggja útflutning vorn og
innflutning _með slíkum samn
ingum til nokkurra ára.
Ríkisstjórnin hefur í verki
verið Þrándur í Götu aukinna
viðskipta við þessar þjóðir og
jafnvel neitað að selja sum-
um þeirra vörur vorar á
hærra verði en aðrar bjóða.
Og‘ að auki hefur hún látið
blöð sín hefja skefjalausa
rógs og lygaheríerð gegn öll
um þessum þjóðum, að því er
helzt verður séð í þeim til-
gangi að þyrla svo ryki í
augu þjóðarinnar að hún fái
ekki séð möguleika, sem á
því eru að leggja með vin-
samlegum viðskiptum við
þessar þjóðir einn hornstein-
inn að afkomuöryggi íslend
inga. V
Það þarf því engum blöð-
um um það fletta að núver-
andi ríkisstjórn skortir bæði
vit og vilja til þess að gera
slíka samninga, sem hér er
stungið upp á. (Það þarf ekki
nema horfa á Morgunblaðið
Framh. á 7. síðu. ,