Þjóðviljinn - 20.09.1947, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.09.1947, Blaðsíða 8
AFMÆLISStNING FERÐAFÉLAGSINS Hálft fímmta hundrað mynda Ennfremur allskonar ferðaútbúnaður Ljósmyndasýning Ferðai'élags íslands, sem haldin er í til- cfni af 20 ára aimæli félagsins var opnuð í gær í Listamanna- skálanum. A sýningunni eru hálft fimmta hundrað mynda frá 24 á- hugaljósmyndurum. Alþingi kemur Fimmta þing Iðnnemasambandsins verður sett í dag Fimmta þing Iðnnemasambandsms verður sett í Iðn- skólaliúsinu í dag klukkan 2 e. h. Gert er ráð fyrir að þingið sitji um 70 fulltrúar víösvegar að af landinu. Forseti Ferðafélagsins, Geir Zoega, bauð gesti velkomna nieð ræðu, en Steinþór Sig- urðsson formaður sýningar- nefndar skýrði frá undirbún- ingi sýningarinnar. Félagið hefur tvisvar áður haft slíkar afmælissýningar, 1933, þá voru þátttakendur um 50, og þá síðari 1937. Þátt- taka í sýningunni nú er nokkru minni og veldur því fyrst og fremst það hve erf- itt hefur verið á þessu ári að. fá ljósmyndapappír. Þrjár aðaldeildir iMyndunum er skipt í þrjár aðaldeildir: landlagsmyndir, bjóðlífsmyndir og héraðslýs- ingar. Þrenn verðlaun verða veitt í hverjum flokki og auk þess viðurkenningarskjöl eftir á- stæðum. Dómnefnd skipa. Vigfús Sigurgeirsson, Hall- Sagnakver Skúla Gíslasonar Sagnakver Skúla Gíslasonar í útgáfu Sigurðar Nordals og myndskreytt af Halldóri Pét- urssyni er ein af haustbólium Helgafells. Sigurður Nordal ritar for- mála um tildrög útgáfunnar og séra Skúla Gíslason, er lagði til einn listrænasta þáttinn í þjóð- sögur Jóns Árnasonar. Sögurn- ar sem séra Skúli skráði hafa geymzt í eiginhandarliandriti og eru hér gefnar út sem heild eft- ir því. læti tryggingar- kjör Fasteigendafélag Reykjavík- ur hefur nú náð samningum við vátryggingarfélög um hag- kvæmar tryggingar á innbúi fé- iagsmanna. Er innbúið bruna- tryggt og einnig tryggt gegn tjóni af völdum vatns. Er þó iðgjaldið að inui: lægra en tíðk- ast liefur um brunatryggingar áður. Á öndverðu sumri leitaði fé- lagsstjórnin tilboða meðal vá- tryggingarfélaga, um hagkvæm ari innbústryggingar fyrir fé- lagsmenn en þekkzt hafa áður. Einkanlega var þess óskað að hægt yrði að tryggja innbú gegn tjóni af völdum vatns, t.d. ef hitaleiðslur springa eða gleymist að skrúfa fyrir vatns krana og vatn af þeim orsökum ylli tjóni á innanstokksmunum. Skriístofa félagsins, s.ep ný- lega er flut: að Laugavegi 10, mun framvegis kl. 5—7 e. h. taka á móti áskriftum fyrir tryggingunum. dór Arnórsson og Pálmi Hann esson. Gunnar Einarsson forstjóri hef-ur gefið 10 þús. kr. til vérðlaunaveitinga, Ragnar Jónsson forstjóri hefur gefið höfðinglegar bókagjafir og Hans Petersen dýra mynda- vél. Úrslit verðlaunanna verða væntanlega birt áður en sýn- ingunni lýkur. Geta má þess, að eftir að Ferðafélagið hafði haldið fyrstu myndasýningu sína, vaknaði áhugi fyrir útgáfu hóka með myndum af íslandi og mun þangað að sækja upp haf þess að bókin ísland í myndum var gefin út. Kennir margra grasa Á sýni-ngunni í Listamanna skálanum kennir að vonum margra grasa. Flestar myndir eiga Þorsteinn Jósefsson, Gunnar Ólafsson, Gísli Gests- son, Kjartan O. Bjarnason, Páll Jónsson, Herdís Guð- mundsdóttir og- Guðbjartur Ásgeirsson. Mest aðdráttarafl virtust myndir Þorsteins Jósefssonar hafa í gær, ■ einkum þó myndaserían Frá vöggu til .grafar, (andlitsmyndir) sem byrjar á barni og endar á hauskúpu. Sýning Guðbjarts Ólafs- sonar mun einnig vekja at- hygli, það ^er óvenjulegt að fá safn mynda frá lífi sjó- mannanna. Ferðasýning Auk mynda er sýndur þarna útbúnaður til ferðalaga og sáu þeir Guðmundur Ein- arsson frá Miðdal og Lárus Ottesen um undirbúning að þeim hluta sýningarinnar. — Þarna er m. a. vélsleðinn, er notaður var í Vatnajökuls- leiðangurinn. Farfuglar sýna þarna út- búnað til gönguferða. Póst- stjórnin hefur lánað tæki og minjar um- gömlu landpóst- ana og vegamálastjóri lánað úthúnað landmælingamann- anna. ★ Undirbúningsnefnd sýning- ai'innar skipuðu þeir Stein- þór Sigurðsson, Þorsteinn Jósefsson og Gísli Gestsson, en Stefán Jónsson aðstoðaði við uppsetningu myndanna. Ekkí er að efa að sýning þessi verður fjölsótt, 'enda er hún vel þess veið. Að sjáif- sögðu munu allir sem eitt- hvað íerðast sjálfir sækja hana, en hún á ekki síður er- indi til annarra, og gæti vak- Framhald á 4. síðu. Á ríkisráðsfundi höldnum í gær, 19. þ. m. gaf forseti íslands út forsetabréf um að reglulegt Alþingi 1947 skuli koma saman til fundar mið- vikudaginn 1. október 1947. Þá skipaði forseti Islands Edwin Ober Pride til að vera ræðismaður íslands í Boston og J. Harry La Brum til að vera vararæðismaður íslands í Philadelphía. Þá var Sigurði Guðmunds- syni skólameistara veitt lausn frá embætti. Ennfremur voru gefin út bráðabirgðalög um breytingu á lögum nr. 48, 1946 um gagn- fræðanám1, og bráðabirgða- lög um breytingu á lögum nr. 58, 1946 um menntaskóla. (Fréttatilkynning frá ríkisráðsritara ). Haraldur Guðmundsson er heldur lágkúrulegur frammi fyr ir ,,stóru bræðrunum" á Norður löndum. Á ráðstefnu sósíaldcmókrata- flokka Norðurlanda flytur hann kveðju, sem norska Arbeider- bladet birtir 30. ágúst. Þar segir Haraldur m.a.: „líefc er förste gang ísland er med pá en slík konferense. Vi er familiens yngste medlem i Er togaraháseti Framh. af 3. síðu, Um hvíldartímann segir grein arhöfundur orðrétt: „Þó að við togaramenn vilj- uni fá iengri hvíkl, þá öfunthun við ekki landverkamennina af vinnutíma þeirra eða kaupi“. Þetta var gott hjá „háseta“. En síðan slær útí fyrir honum, hann segir: „enda sýnir hinn mikli straumur ungra og gam- alla manna á togarana, að menn eru á öðru máli um kaup og aðbúð togarahásetamanna en Ólafur Jensson.“ Er togarahásetinn með eða móti þeim hundruðum starf- andi togaramanna, sem sendu áskorunina til Alþingis um, að það samþykkti vökulagatillög- una? Svar óskast. Að lokum þetta: „Hásetinn" vill að ég sýni þá kurteisi að vaða ekki með skítuga skóna inn í helgidóm sjómanna. Þess vegna vil ég skora á sjómenn að vaða inn í sinn helgidóm á bússunum og gera hreint. Þorranum af sjómönnum er orðið það ljóst að mikið lengur má það ekki dragast að tekið verði rækilega til. ÓI. Jensson. Þingið mun taka fyrir ýms mál sem varða hagsmuni iðn- nema. 1 dag mun það taka fyrir skýrslu sambandsstjórnar, einn ig verða í dag kosnir starfs- menn þingsins og fastar nefnd- ir. 1 þingsetningarlok mirn skólastjóri Iðnskólan* í Reykja vík sýna fulltrúum teikningar hins nýja Iðnskólahúss í Reykjavík. Á morgun verða tek in fyrír hagsmunamál iðnnema 1 og mál sem varðar samtökin dobbelt forstand. Partiet várt er bare 30 ár. Vi háper váre större brödre vil vise overbærenhet og íorstáelse, for várt parti er svak ere i forhold til andre partier en váre broderpartier. Vi háp- er at nettopp de sterke partiene i broderlandene skal hjelpe oss fram“. Kokhreystin og grobbið sem einkennir Alþýðuflokkinn hér lieima, virðist hjaðna þegar kom ið er til stóru bræðranna. Og ekki er hún stórmannleg mynd- in af íslenzkum stjórnmálaleið- toga sem fer utan til að biðja erlenda stjórnmálaflokka að sýna Alþýðuflokknum umburð- arlyndi og skilning vegna þess hve lítill hann sé. Og hitt er lika athyglisvert að Haraldur virðizt ekki telja líklegt að Al- þýðuflokkurinn stækki af sjálfsdáðum, fyrst hann lætu'r hafa það eftir sér að íslenzkir sósíaldemókratar voni einmitt að sterku flokkarnir með bræð- raþjóðunum hjálpi Alþýðu- ' flokknum til að vaxa! Það er skiljanlegt, að forystu menn Alþýðuflokksins séu feimnir við að sýna sig meðal ,,flokksbræðranna“, einmitt í Noregi. En hitt bendir á örvænt ingu um fylgið hér heima, að setja alla von sína á erlenda stjórnmálaflokka. Danskir sósí- aldemókrataflokkurinn hefur birt í reikningum sínum sem út- gjaldalið styrk í kosningasjóð Alþýðuflokksins, og allir vita um sænska lánið, sem Alþýðu- sambandið var látið standa und- ir að mestu, en rann í flokksjóð sósíaldemókrata. Hvort Harald- ur meinti þessháttar hjálp er ekki hægt að sjá af ummælum hans, hann skýrir það ekki nán- ar, vonar bara að sterku flokk amir á Norðurlöndum vilji „hjálpa oss fram“. inn á við. Gert er ráð fyrir að þinginu ljúki annað kvöld. I kvöld sitja fulltrúar þings- ins samsæti, sem stjóm Skóla- ■félags Iðnskólans í Reykjavík heldur þeim í Tjarnarlundi. haldnir að tilhlutan Sósíalistaflokksins Sósialistaflokkurinn hefur haldið almenna stjórrtmálafundi úti um land síðustu dagana. Hala fundir þessir verið fjöl- sóttir og ræðumenr. fengið ágæt i ar undirtektir. j Sósíalistafélag Vestmanna- eyja efndi til almenns stjórn- málafundar í Eyjum sl. mið- vikudagskvöld. Brynjólfur Bjarnason mætti á fundinum. Fundarsókn og undirtektir voru með ágætum. Norðanlands eru nýafstaðnir stjórnmálafundir í Ólafsfirði, Sigliifirði, og á Sauðárkrók og Akureyri. Mættu þeir Sigfús Sigurhjartarson og Þóroddur Guðmundsson á öllum fundun- um og Einar Olgeirsson á Akur eyri. Hafa fundirnir verið ágæt lega sóttir og undirtektir góðar. 1 gærkvöld var fundur í Húsavík og mættu Sigfús og Þóroddur þar, en í lcvöld verður boðað til fundar á Raufarhöfn og á mor’gun á Dalvík. Munu þeir Sigfús og Þóroddur einnig mæta á þeim fundum. Fvær J)\cldar skáldsögur Tvær þýddar skáldsögur lrafa Þjóðviljanum borizt. Önnur er þriðja bókin í 2. flokki Lista- mannaþings, og er það Sylvamis Heythorp, skáldsaga eftir enska rithöfundinn John Galsworthy, Bogi Ólafsson þýddi söguna. Hin er í bókaflokknum Tíu beztu frá Bókaútgáfu Heimilis- ritsins, og nefnist Ast og bú- skapur, saga eftir Ingeborg Hamran, þýðandi Kristmann Guðmundsson. Kalterskeppnin Næsti leiknr Wáltersgeppn - innar verður á morgun. Keppa þá ineistaralið Fram og Vals. Leikurinn hefst kl. 5 e. h,- Haraldur biður síóru bræðurna ásjár: ”Vi liáper at neítopp de sterke partiene I foroder- landeiie skal lifelpe oss frai®iff

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.