Þjóðviljinn - 28.09.1947, Side 1

Þjóðviljinn - 28.09.1947, Side 1
VILJINH 12. árgangur. Sunnudagur 28. sept. 1947. 220. tölublað. Ríklsstjérnm selur Banda rfkjunum freðflsk fyrir minna en hálft ábyrgðar verð en neitar Evrópuþ|óðmn nni siilu á fullu4 áliyrgðarverði í hinni hneykslanlegu útvarpsræðu sinni í fyrra-4' kvöld lýsti Jóhann Þ. Jósefsson yfir því að sala til Evrópu væri miklum örðuleikum háð, en í Ame- ríku væru „framtíðarmarkaðirnir”! Þetta eru vísvit andi ósannindi og blekkingar. Framleiðsla þessa árs hefur svo að segja öll verið seld í Evrópulönd- unum fyrir geysihátt verð, en Bandaríkin hafa að- eins keypt óverulegt magn af þorskalýsi og 375 tonn! af freðfiski fyrir það langlægsta verð sem fengizt hefur á þessu ári. Af íreðfiski, sem ráð- herrann taldi mjög torseljanlegan, hafa þegar ver- ið seldir 2/3 af ársframleiðslunni á fullu ábyrgð- arverði og' meira en það til Evrópulandanna. í því sambandi lýsti útvegsheildsalinn því sem miklum gleðitíðindum að kæliskipið Vatnajökull væri á förum til Bandaríkjanna með freðfisk til „að vinna upp markaði.“ Gleðitíðindin eru fólgin í því að Vatnajökull fer með 750 tonn, og sam- kvæmt markaðsverði nú er talið að andvirðið muni verða um 1,5 milljónir. En til þess að ná fullu á- byrgðarverði verður ríkissjóður að greiða 1,8 millj. með þessu litla magni. Hann, verður dýr hver bitinn sem Bandaríkjamenn éta af freðfiski. í þokabót er salan ekki samningsbundin heldur fer fram í umboðssölu, svo að verðið er öldungis ó- víst, og raunar ekki að vita hvbrt fiskurinn selst yfirleitt! í sambandi við þessa „gleðilegu ráðstöfun“ er rétt að minna á það, að í vor neituðu íslenzk stjórnarvöld að selja Frökkum 5000 tonn af freð- fiski fyrir meira en ábyrgðarverð og Tékkar hafa aðeins fengið hluta af því sem þeir vilja. Ræða Jóhanns Þ. Jósefsson-" ar er gott dæmi irm það póli- 'tíska siðleysi og óheiðarleilí sem einkennir núverandi ríkis- stjórn. Útvarpinu er beitt scm pólitísku áróðurstæki á rudda- legasta hátt og ráðherrar þjóð- arinnar svífast ekki að f-lytja lygar og blekkingar frammi fyr- ir þjóðinni allri. Lélegur mál- ríaður þessara manna og vopn- in samkvæmt því. Það mátti ekki á milli sjá hvort ræða útvegsheildsalans einkenndist fremur af siðleysi eða heimsku, og þó mun ráð- herrann aldrei hafa afhjúpað gáfnafar sitt jafn berlega. Hann eyddi löngum tíma í að tala um nefnd sem fyrrverandi sjávarútvegsmálaráðherra skip aði tii að gera áætlun um út- flutningsmagn og söluhorfur á þessu ári. Útmálaði hann. mjög hversu nefndin hefði hagað á- ætiun sinni óskynsamlega og tagði síðan sökina á fyrrverandi sjávarútvegsmálaráðherra, Áka Braskararnir stjórna Banda- ríkjunum Stjórnendur kornkauphallanna í Bandaríkjunum hafa dauf- heyrzt við áskorunum Trumans forseta um að setja hömlur.á kornbrask það, sem hefir undan farið sett komverð upp úr öllu valdi. Auðvitað kemur forsetan um ekki til hugar að beita valdi sínu til að neyða braskarana til að hætta að okra á hungri Evr- ópu-þjóðanna og bandarískri al- þýðu. Þau voru eitthvað öðru- vísi vinnubrögðin er Truman braut á bak aftur járnbrautar- verkfall, með því að hóta að beita hervaldi, og kolaverkfal! með því að láta dæma námu- menn í milljóna sektir. Belgir mótmæla fyrirætlunum Vesturveldanna Belgiska stjórnin hefir sent stjórnum Bretlands og Banda- ríkjanna mótmæli gegn þeirri fyrirætlún þeirra að fá Þjóðverj um í hendur stjórn kolanám- anna í Ruhr. Telur belgiska stjórnin óverjandi að fá Þjóð- verjum slík völd í lrendur. Sovéc ríkin, Frakkland, Pólland og Holland hafa áður mótmælt fyr irætlunum Breta .og Bandaríkj anna í Vestur-Þýzkalandi. Til- kynnt er í London, að Vestur- veldin muni fara sínu fram um stjórn Ruhmámanna, livað sem nágrannaríki Þýzkalands segi. Gromyko lagði til á fundi stjórnmálanefndar allsherjar- þings S Þ í gær, að S Þ fyrir- skipaði brottflutning alls er- lends herliðs frá Grikklandi Jóhann 1». Jósefsson. Jakobsson. Sannleikurinn cr hins vegar sá að nefndin var skipuð samkvæmt ósk ríkis- stjórnarinnar í heild og áttu þessir menn sæti í henni: Kjartan Thors, Einar Sigurðsson, Kristján Einarsson, Sveinn Benediktsson, Jón Þórðarson, Ólafur Jónsson í Sandgerði og Ársæil Sigurðsson. Sem sagt: sex eindregnir Frh. á 7. síðu. Krefst að bundinn sé endi á íhlut un Breta og Bandarikjamanna Markos liershöfðingi, stjóritandi hinna freisuðu hér- aða í Grikklandi, hefur sent allsherjarþingi S Þ boðskap, þar sem hann heitir áSÞað aðstoða grísku þjóðina í end- urheimt sjálfstæðis síns og við endurreisn lýðræðis í Iand- inu. Segir Markos, að skæruliða- herinn muni halda áfram barátt, unni fyrir sjálfstæði Grikk- lands, lýðræði og frelsi, unz full ur sigur sé unninn. Ihlutun Vesturveldanna orsök innanlandsófriðarins Markos bendir á, að orsölc innanlandsófriðarins í Grikk- landi sé hin ósvífna íhlutun Breta og Bandaríkjamanna, sem reýna að þvinga upp á þjóð ina fasistiskri konungssinna- stjórn. Eina leiðin til að binda endi á innanlandsófriðinn, er að stöðva erlenda íhiutun í mál- efni Grikklands og láta kosning ar fara fram eftir viðurkennd- um lýðræðisreglum. Sendinefnd frá hinum frelsuðu héruðum á þingi SI>. Markos kveðst leita til þings SÞ sem stjórnandi hinna frels- uðu héraða í Grikklandi. Neitai' hann að viðurkenna, að sendi- Markos hershöfðingi (ti! h.). nefnd stjórnarinnar í Aþenu hafi umboð til a t tala fyrir munn grísku þjóða: nnar á þing inu. Biður hann þingið að veita viðtöku sendinefnd frá stjórn hinna freisuðu héraða. Sósíalistafél. Keykjavíkur. Deildaríundur Aðalfundur allra deilda verða næstkomandi mánu- dag kl. 8,30 e. h. á venju- legum stöðum. Áríðandi að allir mæti. Stjómin. Stikoff hershöfðingi. Sovétríkin leggja til að fiernami Kóreu $é hætt | Svo að Kóreubúar geti íhlutunarlaust myndað stjórn Stikoff hershöfðingi, fulltrúi Sovétrikjanna í sovét-banda- rísku Kóreunefndinni hefir sent fulltrúa Bandaríkjanna í nefnd- inni bréf þar sem hann leggur til, að hernámi Kóreu verði hætt og hernámslið Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna fari á brott úr landinu í byrjun næsta árs. Verði þetta gert til að Kór eubúar geti sjálfir myndað stjórn í landi sínu án íhlutunar Bandamanna. Stikoff minnir á, að samningaumleitanir milli Sov étríkjanna og Bandaríkjanna um myndun bráðabirgðastjórn- ar í Kóreu hafi hvað eftir ana að reynzt árangurslausar. Kenn ir hann um stuðningi Bandaríkj anna við afturhaidsöfl í Suður- Kóreu. Stikoff bendir á, að Sov étríkin hafi alltaf virt sjálf- stæði og sjálfsákvörðunarrétt smáríkja, og í samræmi við þá stefnu bjóðist þau til, að fara með hernámslið sitt frá Kóreu ef Bandaríkin geri slíkt hið sama. Bretar skjóta Gyðingaflótta- rnenn Einn Gyðingaflóttamaður var skotinn til bana og nokkrir særðir er brezkir sjóliðar hófu skothríð á flóttamannaskip unn an Palestínuströnd í gærmorg- un. Bjuggust Gyðingarnir til að hindra uppgöngu sjóliðanna á skipið, en þá hófu Bretarnir skothríð með þeim afleiðingum, sem fyrr segir. Á skipi þessu eru um 400 flóttamenn. Var búizt við því til Haifa í gær- kvöld.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.