Þjóðviljinn - 01.10.1947, Síða 3
Miðvikudagur 1. október 1947
ÞJOÐVILJINN
3
Saga málsins
Embættið var auglýst til
umsóknar 5. des. 1946. Um-
sækjendur voru fjórir, Jó-
hann Sæmundsson trygginga
yfirlæknir, Sigurður Sig-
urðsson berklayfirlæknir,
Ófeigur Ófeigsson læknir og
dr. med. Óskar Þ. Þórðarson.
Nokkru síðar var skipuð sér-
fræðinganefnd til að dæma
um vísindalegt gildi rita og
rannsókna umsækjenda, og
hvort þeir samkv, þeim teld-
ust hæfir eða óhæfir til að
gegna embættinu. Nefndin
skilaði áliti til menntamála-
ráðuneytisins og var málið
síðan afhent læknadeild há-
skólans til meðferðar, og er
það sem hér fer á eftir að
mestu endurprentun á síðari
hluta Læknablaðsgreinar dr.
Jóhannesar Bjðrnssonái-. —
Álit læknadeildar
háskólans
Fundargerðir deildarinnar,
er fjalla um málið, hljóða
þannig-
„Fundur 3. yvní 194.7.
3. Rætt um prófessorsom-
bættið í lyflæknisfr. og sam-
þykkt að mæla með að Ósk-
ari Þ. Þórðarsyni verði veitt
prófessorsembættið með 7 at-
kvæðum gegn 4. Ennfremur
ákveðið að fresta til næsta
dags samning álitsgerðar til
ráðherra.
Jón Hj. Sigurðsson, Guðm.
Thoroddsen, Tr. Ólafsson, Ól.
Þorsteinsson, Björrí Sigurðs-
son, Jón Sigtryggsson, Jón
Steffensen, Hannes Guð-
munsson, Bergsv. Ólafsson,
Kristinn Stefánsson, Júl. Sig-
urjónsson. (sign,).
Framhaldsfundur var hald
inn 4. júní 1947 og gengið frá
ýtarlegri ályktun og hún
samþykkt af öllum viðstödd-
um:
Deildin telur að samkvæmt
reglugerð HáskóLans (9. gr..
6. málsgr.) komi Ófeigur Ó-
feigsson 'ekki til greina, þar
eð dómnefndin er skipuð var
til að dæma um hæfni um-
sækjenda taldi hann ekki
hæfan til þess að gegna pró-
fessorsembættinu í lyflækn-
isfræði.
Læknadeildin telur hina
þrjá umsækjendurna alla
hæfa í stöðu þessa. (Því næst
er birt álit deildarinnar á
Jóhanni Sæmundssyni og
Sigurði Sigurðssyni). Um
þann umsækjanda sem deild-
in taldi hæfastan segir:
4 óskar Þ. Þórðarson dr.
med. hefur auk námkandi-
datsþjónustu starfað að
mestu leyti að lyflækningum
og fylgigreinum þeirra á
fjölmiörgum sjúkraluúsum.
Hefur hann þannig aflað sér
mjög ’víðtækrar og fjölþættr
ar þekkingar á þessu sviði, og
er starfstími hans á sjúkra-
húsum miklum mun lengri
en hinna umsækjendanna.
Sérfrseðingsviðurkenningu í
lyflækningum hlaut hann 6.
Læknadeild háskólans átelur harðlega
veitingu prófessorsembættisins I lyf-
læknisfræði
Eysteiim jónsson veitti Jóhanni Sæmunclssvni emhætt-
ið9 þótt læknadeild teldi dr. Öskar Þ. Þórðars. hæfastan
’9Lesagi voii á einum sesn tekur embæííió
fram ylir velsæmiðff9 segir dr. Jóhannes
Hfóriisson i harðorðri Læknahladsgrein
li
Miklar umræður hafa orðið um veitingu prófessors-
embættis í lyflæknisfræði, en Eysteinn Jónsson veitti
Jóhanni Sæmundssyni embættis 8. júlí sl. enda þótt lækna-
deild háskólans hefði samþykkt að telja annan umsækj-
anda, 'dr. Óskar I>. Þórðarson, hæfastan til starfsins.
I nýútkomnu Læknablaði birtir dr. Jóhannes Björns-
son gögn er sýna gang málsins og telur læknadeild og há-
skóianum óvirðing gjör meðð því að hafa þannig álit hans
að engu.
Þetta er mál sem almenning varðar, og birtir Þjóð-
viljinn því með leyfi höfundar síðari hluta greinar hans.
des. 1945. Jafnframt spítala-
þjónustu hefur hánn verið
mjög afkastamikill við vís-
indastörf á sviði sérgreinar
sinnar og fékk doktorsnafn-
bót í læknisfræði við Kaup-
mannahafnarháskóla 5. maí
1941 fyrir rannsóknir sínar á
prothrombin.
Af þessu er augljóst að dr. (
Óskar Þ. Þórðarson hefur þá
sérstöðu fram yfir hina um-
sækjendurna að hann hefur
nú um langt skeið starfað að
mestu óslitið að lyflækning-
um á sjúkrahúsum og miklu
lengur en hvor hinna umsækj
endanna. Hefur hann þannig
aflað sér óvenju fjölþættrar
reynslu á þessu sviði. Hinir
tveir umsækjendanna þeir
Jóhanu Sæmundsson, trygg-
ingaryfirlæknir og Sigurður
Sigurðsson, berklayfirlæknir,
hafa báðir síðustu 10 árin,
eða því sem næst, gegnt opin-
berum stöðum, og að vísu
staðið prýðilega í stöðum sín
um, en þeim störfur er þann-
ig háttað, að þau verða tæp-
lega talin hafa verulegt gildi
til sérmenntunar í lyflækn-
isfræði.
Ennfremur hefur dr. Óskar
Þ. Þói'ðarson tvímælalaust
unnið meira að vísindalegum
rannsóknum og á fleiri svið-
um en hrnir umsækjendurn-
ir, eins og ritgerðir hans bera
ljósan vott.
Að þessu athuguðu mælir
deildin með því að dr. Óslcari
Þ. Þórðarsyni verði veitt pró-
fessorembættið í lyflæknis-
fræði.
Júl. Sigurjónsson, Jón Steff-
ensen, Kristinn Stefánsson,
Pergsv. Ólafssón, Björn Sig-
urðsson, Jón. Hj. Sigurðsson,
Ól. Þorsteinsson, Hannes Guð
mundsson, Guðm. Thorodd-
sen.“ /sign.).
Læknadeild mótmælir
misbeitingu veitinga-
valdsins
Þann 11. júlí er haldinn
fundur í læknadeild Háskól-
ans og er fundargerðin þann-
ig:
„Fundur í læknadeild 11.
júlí 1947.
I tilefni af veitingu prófes-
sorsembættisins í lyflæknis-
fræði, var þetta bókað og
samþykkt með samhljóða at-
kvæðum:
Læknadeildin óskar eftir
að háskólaráð átelji harðlega
meðferð menntamálaráðherra
á tillögu læknadeildar um
veitingu prófessorsembættis-
ins í lyflæknisfræði við Há-
skólann.
Læknadeildin hafði mælt
með því að dr. Óskari Þ. Þórð
arsyni yrði veitt embætfi
þetta, með því að auðsætt
þótti að hann hefði aflað sér
reynslu í sérgrein þeirri- er
hér ræðir um (lyflækning-
um). Auk þess að hann hefur
tvímælalaust unnið meira að
vísindalegum rannsóknum en
hinir umsækjendurnir, eins
og rit hans bera vott um. Tel
ur deildin illa farið að slíkur
undirbúningur sé ekki meira
metinn við skipun í embætti
við Háskólar.n, enda mun
það ekki vænlegt til að efla
áhuga fyrir vísindastarfsemi.
Júl. Sigurjónsson, Jón Steff-
ensen, Jón Hj. Sigurðsson,
Níels Dungal, Ól. Þorsteins-
son, Helgi Tómasson, Guð.
Thoroddsen, Jón Sigtryggs-
son, Hannes Guðmundsson.“
bættis í lyflæknisfræði ....
Svohljóðandi ályktun var
samþykkt í einu hljóði:
„I tilefni af samþykkt
læknadeildar 11. f. m. lýsir
háskólaráð því yfir, að það
telur mjög mikilsvert, að um-
sækjendur um kennarastöðu
við Hiáskólann hafi hlotið
sem beztan undirbúning und-
ir hið væntanlega starf sitt.
Háskólaráðið lítur ennfrem-
ur svo á, að hver deild Há-
skólans sé sínu sviði hæfast-
ur aðili til að meta gildi und-
irbúnings þess, er hver ein-
stakur umsækjandi hafi hlot-
ið, og að affarasælast muni
reynast, að eftir tillögum
deildarinnar sé farið við veit-
ingu embættisins. Lækna-
deildin telur, að við nýaf-
staðna veitingu prófessorsem
bættisins í lyflæknisfræði
hafi verið gengið fram hjá
þeim umsækjandanum, er
beztan undirbúning hefði
hlotið, og telur háskólaráð
það miður farið, enda þótt það
beri fullt traust til þess
manns. er veitingu fékk fyrir
embættinu.
Ólafur Lárusson, Leifur Ás-
geirsson, Ásmundur Guð-
mundsson, Gylfi Þ. Gíslason,
Júl. Sigurjónsson, Einar Ól.
Sveinsson.“ (sign.).
Háskólaráð mótmælir
Þann 1. ágúst er eftirfar-
andi skráð í gjörðabók
skólaráðs:
Úr gjörðabók háskólaráðs
1. ágúst 1947
2. Veiting' prófessorsem-
Það, sem birt hefur verið
að framan, skýrir í rauninni
fyllilega gang þessa máls, en
þar sem hér er um að ræða
þýðingarmestu embættisveit-
ingu í læknastétt í mörg ár,
þykir mér rétt að bæta við
nokkrum hugleiðingum.
í hinum menntaða heimi er
það föst regla að háskólakenn
arar eru látnir dæma um
hæfni þeirra manna sem
sækja að háskólunum og tel-
ur veitingavaldið það sjálf-
sagða skyldu sína að hlíta
þeim dómi. Þessi hefð í veit-
ingum byggist á því, að há-
skólar og starfslið þeirra nýt
ur trausts og virðingar al-
þjóðar, og einnig á því, að
með þessu fyrirkomulagi
há- þykir bezt tryggt, að til há-
skólanna veljist ■ jafnan' hinir
'hæfustu vísindamenn hver á
sinu sviði.
Nú er því jafnan svo far'J,
að háskólastöður eru eftirsótt
ar. Ástæðan til þessa er ekki
ábótavon, því laun háskóla-
kennara eru ekki svo há, að
menn með þeirra þekkingu
og hæfileikum geti ekki hæg
lega aflað sér tilsvarandi
launa með öðrum störfum.
Hitt mun ráða meiru, að inn
an vébanda háskólans gefst
vísindamönnum tækifæri til
þess að vinna áfram að þeim
verkefnum sem þeir hafa var
ið miklum tíma ævi sinnar
til þess að búa sig undir, og
þar geta þeir notið samstarfs
jafningja sinna.
Af framanskráðu sést greini
lega, að kennarar læknadeild
ar Háskólans dæmdu Óskar
Þ. Þórðarson, dr. med. hæf-
astan til embættisins. Allir,
sem til þekkja, vita að sá
dómur var byggður á fagleg-
um forsendum. Þar með er
allur vafi tekinn af um að
Háskólinn hafi beitt nokk-
urn umsækjendanna rang-
sleitni, og veitingarvaldið á
ísl. fylgdi fordæmi annarra
menningarþjóða og hlítti vilja
æðstu menntastofnunar lands
ins. En sú varð ekki raunin
á, heldur er öðrum umsækj-
enda veitt embættið, þótt
hann, að dómi háskóla-
kennaranna, væri talinn mun
miður hæfur en dr. Óskar Þ.
Þórðarson. Enginn mun halda
því fram, að menntamálaráð-
herra, hr. Eysteinn Jónsson,
hafi betri skilyrði til þess að
dæma um verðleika umsækj
endanna en kennarar Háskól
ans, og skal hér engum get-
um að því leitt, hvaða öfl
hafa því valdið, að mennta-
málaráðherrann veitti ekki
þeim umsækjanda embætt-
ið, sem samkvæmt hinum
faglega dómi var til þess'
hæfastur.
Það hefur lengi viljað
brenna við að stjórnarvöld
hérlendis, veittu háskólastöð
ur þvert ofan í vilja Háskól-
ans. Því miður hefur raunin.
orðið sú, að þeir sem náð hafa
fundið fyrir augum veiting-
awaldsins, hafa ekki haft þá
háttvísi til að bera, að sætta
sig við úrskurð Háskólans.
Þess er tæpast að vænta, að
frá hendi stjórnarvalda
verði breytt hér >um til batn-
aðar, og úr hópi umsækjenda
er eftir fyrri reynslu lengi
von á einum, sem tekur em-
bættið fram yfir velsæmið. í
slíku athæfi lýsir sér mikil
lítilsvirðing á æðstu mennta-
stófnun hins íslenzka þjóðfé-
lags. og er sú lítilsvirðing
jöfn frá hálfu veitingarvalds-
ins og þeirra manna, sem láta
svo nota sig til þess að ger-
ast leiksoppar þess. Fer ekki
hjá því. að það valdi lækn-
um sársauka, er það í fyrsta
sinn hendir mann úr þeirra
stétt.
Með svipuðum veitingar-
hætti verða ekki liðin mörg
ár, bar til meirihluti'kennara
við Háskólann verður kominn.
að honum í óþökk Háskólans
Framh., á 7. síðu.