Þjóðviljinn - 01.10.1947, Side 4

Þjóðviljinn - 01.10.1947, Side 4
4 PJOÐVILJINN Miðvikudagur 1. októ)>er 1947 þJÓÐVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn Hitstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, &b. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðustíg 19. Simi 7500. Afgreiðsia: Skólavörðustíg 19, aími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, simi 6399, Prentsmiðjusíml 2184. Aakriftarverð: kr. 8.00 á mánuðl. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðvlljans h.f. RÆ.1ABP0STIRIMIS| SkÍEtsmtun I siðuðu þjóðfélagi er skömmtun ekki framkvæmd til þess að gerá almenningi sem erfiðast fyrir og tilgangur hennar er ekki fyrst og fremst að spara. gjaldeyri, þar er höfuðhlut- verk hennar að tryggja öilum nauðsynlegan skerf af neyzlu- vörum. Skömmtun á að vera jákvæð en ekki neikvæð, hún á að gera stjórnarvöldunum kleift að haga innflutningnum í samræmi við þarfir almennings og veita öllum jafnan rétt til nauðsynjanna. Heiðarleg og skynsamleg skömmtun er sjálfsögð og góð ráðstöfun. En heiðarleiki og skynsemi samrýmist ekki hrun- og hamstrarastjórninni íslenzku og þeim embættismönnum sem hún hefur falið að skipuleggja þá skömmtun sem nú er skollin á. Ríkisstjórnin byrjar ekki að skammta fyrr en hún er búin að tryggja það svo að ekki verður um villzt að ' ** auðstettin fengi tækifæri til að hamstra birgðum til margra ára. Þegar í ágústmánuði var gefið til kynna að skömmtun væri yfirvofandi og það stóð ekki á viðbrögðum peninga- fólksins. í marga daga var allt rifið út úr verzlununum sem hönd á festi, svo að nú .eru verzlunarbirgðirnar fluttar í fínu villurnar í Reykjavík. Auðstéttin í Reykjavík verður vissulega ekki í fatnaðar-, skó- eða búsáhalda-hraki næstu árin. Seinasta aðvörun var gefin sl. sunnudag, þegar ríkis- stjórnin lét útvarpið skýra frá því, að skömmtun hæfist eft- ir tvo daga. Þeirri aðvörun var óspart hlýtt á mánud. var. Þegar stjórnin er að lokum búin að ganga úr skugga um að skjólstæðingar hennar verði ekki í vandræðum næstu ár- in, lætur hún hefjast handa um að píra leifunum í almenn- ing. Og aðfarimar eru þær, þegar í hlut eiga þeir vöru- flokkar sem flest heimili vanhagar mest um, vefnaðarvara og búsáhöld, að hver maður fær leyfi til að kaupa fyrir 100 — eitt hundrað — krónur til áramóta. Hins vegar er alls ekki fyrir því séð að helztu nauðsynjar séu til fyrir þessa Iitlu upphæð; eins og öllum er kunnugt er nauðsynlegasta vefnaðarvara og búsáhöld ófáanleg í verzlunum og ekkert bólar á nýjum innflutningi. Þeir sem vilja nota 100 króna skammt sinn virðast því verða. að kaupa hálsbindi, postulínskýr og annan glysvarning, sem talinn er til skömmtunarvarnings í auglýsingu ríkisstjórnarinnar. I ofanálag á allt of seina og margauglýsta skömmtun er framkvæmdin með þeim endemum að undrum sætir. Svo' virðist sem embættismennirnir sem réðu fyrirkomulagi skömmtunarinnar hafi lagt sig í líma við áð gera hana eins flókna og umsvifamikla og hugsazt gat. Bókstafir og tölu- stafir eru notaðir sern dulmál fyrir vöruheitin, engum til gleði nema toppfígúrunum, höfundum hins flókna kerfis. Þetta er sú hliðin sem snýr beint að almenningi, en jafn- framt er sýnt að það á að vera algerlega háð geðþótta heildsalanna hvort þeim þóknast að flytja inn nauðsynlegar skömmtunarvörur eða ékki. Ríkisstjórnin ætlar ekki að gera áætlun um þarfir þjóðarinnar og haga' innflutningnum samkværnt því, það er eftir sem áður gróðaþörf örfárra stóreignamanna sem stjórnar innflutningsmálum Islend- inga. Ef þeim þóknast að flytja inn krystaiskálar og skran í stað búsáhalda og flosvefnað í stað barnafata verður al- mennirígur að eyða. 100 kr. skammti sínum samkvæmt því. Um reynsluna af hinni klaufalegu skömmtun stjórnar- innar er erfitt að spá enn. Þó hefur ekki heyrzt að neitt eft- irlit sé með birgðaframtali kaupmanna og heildsala, svo að opin leið virðist vera fyrir svartan markað. Ekkert hefur um það heyrzt hvemig hagað verði innflutningi þess varn- ings, sem ekki er skammtaður. Á hann að verða forréttindi hinna riku? Á að dreifa honum á svörtum markaði? Eða á cf til vill ekki að leyfa innflutning á nokkru öðru en því sem skammtað er,? Reynslan mun svara þessum spui'ning- um, en það sem af er spáir ekki góðu. PALLADÖMAR UM KNATTSPYRNU, — „Hlutlaus áhorfandi" skrifar: „Nú er sá tíminn kominn, að úti eru knattspyrnumót sumars- ins, einn leikur eftir, þegar þetta er skrifað. (Úrslit í Tuliní usarmóti). Það skyldi engan furða, þó að maður eins og ég, sem horft hefur á eftir fimm- köllunum, tíköllunum og fimmt- ánköllunum sínum einum á eftir öðrum inn um gat við íþrótta- völl, verði til þess hugsað, hvað hann hefur fengið í staðinri. Skelfing varð ég reiður, þegar seldur var á sama verði aðgang ur allra leikanna við Norðmenn. Landsleikurinn mátti vera dýr- ari, hinir á venjulegu vallar- verði. Eg hef ekki fyrirgefið þetta enn. Eg vil taka það fram, að ég er ekki í neinu knattspyrnufé- lagi og er hlutlaus í „knatt- spymupólitík". Hmsvegar hef ég knattspyrnudellu. Það er slæm veiki. Það eru vissir menn í hverju félagi hér, sem eru mín ir menn. Eg hef ákaflega gam- an af að horfa á þá. Þeir eru mínar stjörnur, og mér þykir vænt um þá, þó að aldrei liafi ég talað við þá. En vegna þess- ara manna er ég nú samt á ann- að hundrað krónum fátækari í dag en ég hefði þurft að vera. * KNATTSPYRNU- MENN VÍKINGS, — „Mér finnst, að Víkingar hafi verið óheppnir í sumar. Þeir gera margt vel og ná oft skemmtilegum leik, en daprast einkennilega fljótt. Gunnlaugur Lárusson og Bjarni Guðnason hafa verið mjög áberandi beztu menn í liði þeirra í sumar. Eru báðir mjög skemmtilegir leik- menn. Brandur var einu sinni „stjarna“ og það með þeim skær ustu hér. Því miður er sú stjarna að fölna. Haukur Ósk- arss. er einnig í afturför, en var lengi mjög góður og þá 5 uppá- haldi 'hjá þeim okkar, sem á pöllunum stöndum og ekki er- um blindaðir af félagsofstæki. — K.E., — „Það bjuggust víst margir við því í vor, að lið K.R. yrði -sigursælt í sumar. Sú hefur þó ekki orðiö raunin. Enginn get- ur þó með sanngirni sagt, að þar séu ekki nokkrir góðir ein- staklingar. Annars verð ég að segja það, að mér virðist leik- tækni og samleikur K.R-ing- anna einna sízt af félögum hér. Eg er ákaflega hrifinn af Óla B. Á móti honum gæti ég aldrei orðið. Hörður er í mjög mikilli framför. Tvímælalaust er hann næstbezti maður í framlínu hér. Leikur lians var undanfarandi sumur of áberandi harður, en skorti tækni. í sumar er þetta breytt. Hafliði hefur ekki verið eins góður í sumar og stundum áður. Ólafur Hannesson er fljót ur að hlaupa. Bommi er fyrir- tak. — VALS, — „Líklega á Valur flesta fylgis menn meðal óbreyttra. Er það að vonum, því að lengi var Val ur mjög sigursælt félag og átti án vafa flest góðra knatt- spyrnumanna. Uppáhald allra hlutlausra áhorfenda, og/ svo auðvitað fylgjenda Vals, hefur Ellert (Lolli) verið lengi. Hyll- inni heldur hann enn, en aðdá unin er að þverra. Hann er í afturför. Sveinn Helgason er einn allra bezti knattspyrnu- maður í Reykjavík. Sá, sem ekki veitir leik hans athygli og viður kennir hann, hefur ekkert að vilja út á Völl, að minnsta kosti ekki sem áhorfandi. Sig-. urð Ólafsson viðurkenna allir, einnig svæsnustu andstæðingar Vals. Halldór Halldórsson er mjög efnilegur og Gunnar gerir margt vel. Ekki sé ég, að Her- mann sé í neinni afturför. Ef til vill er hann enn öruggasti mark maðurinn. Hafsteinn er öruggur bakvörður. Það er Garðar aftur á móti ekki. ¥ — OG FRAM — „Margir andstæðingar Fram eiga bágt með að viðurkenna yfirburði þess yfir hin félögin. Þeir verða nú sairit að bíta í það súra epli. Þeir segja, að Frarnararnir séu duglegri, það gefi þeim sigurinn. Nei, það er ekki það eitt, góðir liálsar. Fé- lag, sem sigrar jafn glæsilega og Fram x Reykjavíkurmótinu hefur fleira til brunns að bera en dugnaðinn einan. Sannleikur inn er sá, að Framararnir eru í betri þjálfun, hafa æft betur, eru samstiltari og ná oft betri og árangursríkari leik en hin fé- lögin. Þetta er allur galdurinn. Það getur reyndar verið, að Fram eigi nú fleira af góðum Framhald á 8. síðu. Veifíng préfessorsembættis Framh. af 3. síðu. sjálfs. Er þá einsætt að virð- ing þjóðarinnar fyrir Há- skólanum hlýtur að skerðast. Ekki er það heldur liklegt, að ungir menntamenn muni í framtíðinni leggja mikið í sölurnar til þess að búa sig undir háskólastöður, er þeir sjá, að annað ræður meiru um val í stöðurnar en fagleg hæfni. Einnig er það hæpið að þeir, sem til háskólastarfa eru hæfastir, verði óðfúsir að ganga í flokk þeirra manna, sem þá verða við stofnunina. Úr því augljóst er hvert stefnir, 'er bráð nauðsyn á því, að hafizt verði handa'til þess, að stemma stigu fyrir slíkum vandræðum. Blaða- skrif og þvílík mótmæli duga ekki, enda hefur reynslan sannað það. Frumkvæðið verður að koma frá Háskól- anum og verður hann að bregðast við á þann hátt sem dugir. Eftir nokkur ár kann það að verða of seint, endai er þá ekki mikils þunga að vænta í andófi Iiáskólaps, ef uppteknum hætti verður fylgt í vali kennaraiiðsins. • Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Háskólinn verður fyrir mótlæti þegar um skipun í embætti heíur verið að ræða, og hafa hlotizt af því deilur í blöðum og bæklingum. f einu sliku riti, sem gefið er út af háskólaráði árið 1938, segir:. . . . „Hér er bersýni- lega ekkert annað. á ferð en það að ráðherrann vill ekki sætta sig yið hinar hlutlausu og ópólitísku embættaveit- ingar Háskólans. Hann vill, að Háskólinn sé í þessu efni undir sömu kjörin seldur eins og aðrar stofnanir ríkis- ins, að verða að lúta einráð- um vilja þess pólitíska ráð- herra, sem í það og það skiptið er yfir hann settur. Hann vill með öðrum orðum, að embættisveitingamar séu pólitískar þar eins og annars staðar. ,,’Hæýasti maðurinn“ er jafnan í hans augum sam- flokksmaðurinn. Hér er sú raunverulega undirrót ágreiningsins. Og í þessu efni má Háskólinn aldrei láta hlut sinn, hversu mjög hann kann að verða of- urliði borinn í svip. Það ligg Ur ekkert minna viá en líf Háskólans sem hlutlausrar kennslu- og vísindastofnunar. Hann verður hér eftir sem hingað til að halda óbifan- lega fast í þennan sjálfsá- kvörðunarrétt, að velja menn leftir hæfileikum. Annars verður hann eftir skamma stund orðinn að ruslakistu, * þar sem pólitískir flokkar hafa, hver eftir annan, skilið eftir þá menn, sem í þann og þann svipinn hefur þurft að útvega stöðu.“ .... Há- skólinn og kennslumálaráð- herrann bls. '34—35. Rvík 1938). Ef þessi þrungnu orð eru borin saman við hin hógværu mótmæli háskólaráðs árið 1947, þar sem gerðar eru gæl ur við þann umsækjanda, sem tekur við prófessorsem- bætti þrátt fyrir mótmæli læknadeildar, bá fer varla hjá því, að menn sakni hinn ar fyrri vígreifni af hálfu Plá- skólans, þegar um „líf hans sem hlutlausrar kennslu- og vísindastofnunar" er að tefla. Allir, sem unna Háskóla Is- lands þess heiðurs sem hon- um ber, hljóta að vona, að þetta sé ekki tákn þess, að Háskólinn hafi gefizt upp í baráttu sinni geg'n ofurefli veitingarvaldsins.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.