Þjóðviljinn - 01.10.1947, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 01.10.1947, Qupperneq 5
Miðvikudagur 1. október-1-84?- -WOÖVlÍjdiNN- Vírusar, kja ViðtaI við Fréttamaður hitti Þorbjörn Sigurgeirsson að máli um daginn á Rannsóknarstofu háskólans, því að marga mun fýsa að kynnast því, sem 'þessi góðlátlegi og glaðlegi maður hefur í pokahorninu. Bólueíni við inflúensu ,.Eg sá þig síðast sumarið ,JL94S kvöldið, áður en þú flaugst til Bandaríkjanna. Þá varstu með firnastóran doð- rant undir hendinni, Virus- forchungen minnir mig, að hann hafa heitið. Hvernig stóð á því, að þu fórst að fást við vírusana? Þú ert ekki lífeðlisfræðingur.“ ,,Þú 'hefur rétt fyrir þér. Eg er lítill lífeðlisfræðingur. Þegar ég kom hingað heim sumarið 1945“, segir Þor- björn „sá ég ekki, að hér væru aðstæður til þess, að rnaður með mína menntun og mín áhugamál nyti sín. þareð öll- tæki til rannsókna á mínu sviði eðlisfræðinnar skorti algjörlega. Eg vildi síður forpokast strax, svo að ég tók feginshendi boði um að gerast styrkþegi Rocke- fellerssjóðsins, fara til Banda ríkjanna og leggja stund á vísusrannsóknir á vegurn Keldnabúsins.“ ,.Eg hef frétt, að Bohr hafi fundið þig á kafi í vír- usum og fundizt lítið leggjast fyrir góðan dreng. Hann hafi bjargað þér úr klóm þessara ,.skaðræðiskvikinda?“ ,,Eg hitti Bohr ekki, fyrr en löngu eftir að ég hafði lagt vírusrannsóknir á hill- una. Mér veittist erfitt að slíta mig frá eðlisfræðinni og kynntást mörgu vestra. sem vakti athygli mína. Eg skrifaði því Steinþóri Sigurðs syni. Hann kom því í kring, að ég fékk styrk að heiman til þess að fást eingöngu við þær greinar eðlisfræðinnar, sem nú eru helztu viðfangs- efni eðlisfræðinga. Annars þótti, mér vírusarnir mjög skemmtilegir og þýðingarmik ið viðfangsefni. Rannsóknir á þeim piga án efa mikla framtíð fyrir sér.“ ,.Hvar og hve lengi starf- aðir þú að vírusrannsóknun- um?“ ,.Eg vann að þeim í fjóra mánuði við Rockefellersstofn unina í Princeton í New Jersey. Eg hætti um nýár 1946. Hér getur þú séð árang- urinn af þessum rannsókn- um mímmr.“ Þorbjörn tek- ur að gramsa í stórum tré- kassa, fullum af blöðum og kynlegum Ijósmyndum. — Þarna voru myndir af alls konar vírusbaktiríum, stækk- uðum um 30.000 sinnum. Ljós myndirnar voru mjög skýr- ar, enda teknar með nýtízku Imiflúensu vírasar, 30 þús. sinnum stækkaðir. Myndin er tekin gegrmm eiectrónsmásjá tæki, elektrónu smásjá. Þor- björn rétti að mér einhvern bækling. Eg sé hann heitir: on tobaco-mosaic ' vírus by Electron Microscoþe studies Thorbjörn Sigurgeirsson and S. M. Stanley. „Hver er þessi Stanley?“ verður méf að orði. „Er ekki einhver fræg- ur lífeðlisfræðingur til nteð því nafni?“ „Stanley hefur fengið Nó- belsverðlaun í lífeðlisfræði. Hann hefur aðallega fengizt við vísindarannsóknir“ segir Þorbjörn brosandi. Mér verð- ur aftur litið á kassann. Þor- björn virðist hafa urínið all- mikið þessa fjóra mánuði, sem hann fékkst við vírus- rannsóknir, þótt hann væri að rnestu leikmaður, er hann hóf stai'fann. „Hafa nokkrar nýjungar komið fram á sviði vírus- rannsóknanna á síðustu ár- um?“ „Hið merkasta mun vera, að bóluefni við inflúensu fannst á ofanverðum stríðs- árunum. Þetta bóluefni ætti að fyrirbyggja manntjón af völdum farsótta eins og Spönskuveikinnar. Það er fremur auðvelt að framleiða þetta bóluefni, því, að virus- arnir dafna í hænueggjum.“ „Er nokkuð farið að fást við framleiðslu þessa bólu- efnis hér?“ „Mér er ókunnugt um það, en þáð ætti ekki að vera erf- itt, ef tæki væru til, sem hægt væri að nota við að hreinsa vírusana.“ „Valda vírusar ekki mæði- veikinni og garnaveikinni?“ Það kemur hálfgerður vandræðasvipur á Þorbjörn. Hann hikar við að svara, en segir: „Eg hef því miður enga þekkingu á því.“ „Er ekki hægt að fljúga með nokkrar mæðiveikar kindur til Ameríku og fá úr því skorið, hvert sé kyn sótt- arinnar?" ,,Það kæmi sennilega að litlu haldi. Hér er um miklu rneira verk að ræða en hægt er að biðja vísindamenn að skjótast í; Við þurfum að eignast okkar eigin rannsókn arstofu, sem athugar þessi efni frá rótum. íslendingur, Halldór Grímsson, dvelur nú í Princeton og kynnir sér vírusrannsóknir. Hann tekur síðar við stöðinni á Keld- um.“ Geimgeislar, leyndar- dómar kjarnorkunnar og afstaða vísindamanna „Við skulum venda okkar ~ kvæði í kross. Hvað stai'fað- ;; ir þú aðallega og hvar dvald- ” ir þú, eftir að þú kvaddir J vírusana?“ ,.Eg dvaldi áfram í Pi'ince- t ton. Eg var þar við háskól- " ann við athuganir á kosmisk um geislum (geimgeislum). ijl Mig minnir, að það hafi ver ið um síðustu áldamót, að + vísindamenn urðu varir við ;; geislaverkanir, sem engir + vissú deili á. Þjóðverjinn ■£■ Hess mun hafa verið hinn J fyrsti, sem sýndi fram á, a'ð ” áður óþekktir geislar kæmu jj. utan úr geimnum. Uppruni þeirra er enn óleyst gáta. I þessum geisliun finnast agn- ir, sem geyrna meiri orku en fur)dizt hefur nokkurs stað- ± ar annars staðar og menn L geta gert sér vonir um að •• framleidd verði hér á jörð- ;• inni. Geislarnir virðast ;; stöðugum breytingum und- ” irorpnir. Fyrir ofan gufu- hvolfið mun vera 50 sinnum L Framhald á 8. síðu. AUGLTSING Nr. 7, 1147 frá skömmtuaarstjóra. Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sepember 1947 um sölu og afhendingu benzíns og takmörkun á akstri bifreiða hefur viðskiptanefnd- in ákveðið eftirfarandi: Á tímabilinu frá 1. október til 31. desember 1947 skal mánaðarskammtur bifreiða af benzíni vera sem hér segir í þeim flokkum er að neðan greinir:: A 1 Strætisvagnar 1800 lítrar. A 2 Aðrar sérleyfisbifreiðar svo og mjólkur- flutningabifreiðar 900 lítrar. A 3 Leigubifreiðar til mannflutninga 5—7 manna 400 lítrar. A 4 Einkabifreiðar 5—7 manna 60 lítrar. A 5 Einkabifreiðar 2—4 manna 45 lítrar. A 6 Bifhjól 15 lítrar. B 1 Vörubifreiðar yfir 5 tonna 600 lítrar. B 2 Vörubifreiðar 4—5 tonna 500 lítrar. B 3 Vörubifreiðar 3—4 tonna 400 lítrar. B 4 Vörubifreiðar 2—3 tonna 350 lítrar. B 5 Vörubifreiðar 1—2 tonna 200 lítrar. B 6 Vörubifreiðar ]/ó—1 tonn 100 lítrar. B 7 Vörubifreiðar (sendiferðabifreiðar) minni en 14 tonn 45 lítrar. Úthluta skal til bifreiðanna sem taldar eru í A flokki benzínskammti fyrir þrjá mánuði í einu, þ. e. til 31. des. 1947, en til bifreiðanna, sem taldar eru í B flokki (Vörubifreiðanna) til aðeins eins mánaðar í einu. Reykjavík, 30. sepember 1947. Skömmtunarstjórmn. ■■I-!-!-!"I-'l"l-,;'l.I"l-'I-'!-'l--;-.l.-l--l-.H-+++++++++.K-++-l-.i-.l--l-.i-++-K-++-l-4' ■.H..l..l-.M.-l"I"l"H"K"H"l-l"l"I"l"l"l-l-l"t"l"l"I"l-'i-l"I"l-l"H-K^H-H-:-l-H Strætisv. iteykjavikur tiSkynnir: Frá og með 1. okt. 1947 ekur heiltíma Sogamýr- arvagninn sem hér segir: Um Hvérfisgötu, Laugaveg, Suðurlandsbraut að Rafstöð og til baka Suðurlandsbraut, Laugaveg, Suðurl.br., að Rafstöð og til baka Suðurlandsbraut, Breiðholtsveg, Sogaveg, Grensásveg, Suðurlandsbr., Laugaveg, Lækjartorg. Ekíð verður á 60 mín. fresti. t Fyrsta ferð kl. 7 og síðasta ferð kl. 24. Ath. Burfarartími frá Rafstöð er alltaf 5 mín. fyrir hálfa tímann. Ferðir liálftíma Sogamýrarvagnsins breytast þannig: B Um Hverfisgötu, Laugaveg, Suðurlandsbraut, Grensásveg, Sogaveg, Blesugróf, og til baka um Breiðhóltsveg, Langholtsveg, Holtaveg, Suðurlands- braut, Laugaveg, Lækjartorg. Ekið á 120 mín. fresti. Fyrsta ferð kl. 7,30, síðasta ferð kl. 23,30. C Um Hverfisg., Laugaveg, Suðurlandsbr. Grensás- veg, Sogaveg, að Bústaðavegi og til baka uþi Breið- holtsveg, Langholtsveg, Holtaveg, Suðurlandsbr., Laugaveg, Lækjartorg. Ekið þannig á 120 mín. fresti. Fyrsta ferð kl. 8,30, síðasta. ferð kl. 22,30. Ath. I þeim ferðum, sem ekið er í Blesugróf, er burtfarartími þaðan alltaf 5 mín. fyrir heila tímann. Frá vegamótum Bústaðavegar og Sogavegar fer 2 vagninn alltaf á heila tímanum. Síðasta ferð þaðan -- kl. 24.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.