Þjóðviljinn - 02.10.1947, Side 5

Þjóðviljinn - 02.10.1947, Side 5
Fimmtudagur 2. október 1947 . ÞJÖÐVlXJINN . 5 Vírusar, kjarnorka og dauðageislar Viðtal rið Þorbjörn Sigurgeirsson eðlisir. FJÓRTÁN dagar A EYÐIMÖRKINNl — NÝ TUNGL KRINGUM JÖRÐINA „Þú, komst suður á eyði- mörk Nýju-Mexico, þar sem að- alkjarnorkutilraunastöðvar Bandaríkjamanna eru. Hvað varstu að gera þar? Þú hefur ekki setið þar og fastað, eins og gert var í fyrndinni á slíkum stöðum“. „Eg fór suður á eyðimörkina með visindamönnum frá Prince ton-háskólanum. Við höfðum flestir fengizt við rannsóknir á geimgeislunum og för okkar suð ur eftir var farin í sambandi við rannsóknir á þeim. Á eyði- mörktnni störfuðu Þjóðverjar aðallega á vegum Bandaríkja- manna að tilraimum við V2- skeytin. Þessi skeyti hafa verið flutt í stykkjum frá Evrópu, en Þjóðverjarnir eru látnir setja þau saman á ný. Við fengum að setja tæki til rannsókna á geim geislunum í skeyti, sem send voru upp í loftið. Tækin voru gerð til að atliuga geislaverkan- ir fyrir utan gufuhvolfið. Þau eru útbúin á þann hátt, að þau skila til stöðva niðri á jörðinni nákvæmum fregnum um það, sem gerist uppi í háloftunum., Skeytin sjálf sundrast auðvitað, þegar þau koma til jarðar, en það skiptir engu máli, því að við tækin hafa þá þegar sýnt allt, sem fram fór uppi í geimnum. Þegar við sendum eitt skeytið upp, horfði heldur óvænlega. Skeytið átti að fara næstum beint upp í loftið, þó með eilítið norðurvísandi stefnu. Þegar það var komið nokkur hundruð metra upp, lagði það lykkju á leið sína og tók lárétta stefnu í suður og stefndi á bæinn E1 Paso suður við landamærin. Það tókst að bjarga bænum og stýra skeytinu til jarðar á eyðimörk- inni með radiósendara, sem hafði samband við vél skeytis- ins. Það hefur tekizt að senda rakettu í um 200 km. hæð og taka þaðan myndir af jörðinni“. „Eru Þjóðverjarnir stríðsfang ar, sem vinna þarna suður frá?“ „Það er varla liægt að kolla þá það. Margir beirra mm'.u eiga kost á að gerast banda- rískir ríkisborgarar. F'estum þeirra finnst það fýsilegt, því að fátt bíður þeirra heima nema vesaldómur fyrstu árin“. „Er mögulegt að senda þessi skeyti langar vegalengdir, t.a. m. milli heimsálfa?'1 „Það verður án efa mögulegt. Ef hægt verður að knýia þau áfram með kjamorku, ætti að takast að senda þau út úr gufu- hvolfinu og láta þau uá það miklum hraða, að þau héldu á- fram að snúast í kringum jörð- ina eins og tunglið". EKKERTSAMSTARF ER LENGUR MILLI BRETA OG BANDA- RÍKJAMANNA VIÐ FRAMLEIÐSLU IÍJARN- ORKUSPREN G N A. „Hvað heldur þú, að margar þjóðir vinni að kjarnorkui'anT!- sóknum ?“ „Það er ekki gött. að segja. Bretar, Bandaríkjamenn Oj Kanadabúar unnu saman. að þessum starfa í stríðinu. Eg ef- ast um, að nokki it samstarí sc lengur milli þeirra á þessu sviði, eu þeir búa allir ao fornri reynslu. Bretar eru í þann veg inn að koma á fót kjarnorku- stöð heima hjá sár. kunadabúar fást eitthvað við að virkja kjarnorkuna. Frakkar eru með rannsóknarstöðvar og Svíar telja sig geta framleitt kjarn- orkusprengjur. Vitað er, að þeir eru að reisa stöðvar til ein- hverra kjarnorkuranne'kna“. „Er nokkur vitneskja fyrir hendi um það, hvað Rússar haf- ast að í kjarnorkumálum ?“ . „Hún er að mestu léyti byggð §i$ari fiiloili á ágizkunum, eins og vitneskj- an um athafnir annarn á þessu sviði. Menn vita að Rússár eiga bráðsnjalla eðlisfræðinga, og þeir hafa öll efni, sem til framleiðslunnar þarf. Tékkar eiga einnig auðugar úraníum- námur. Eitthvað er unnlð þar. Það er mikið skrifað og bolla- lagt um kjamorkurannsóknir Rússa í Bandaríkjunum. Fiestir vísindamenn, sem látið hafa til sín heyra um þau efni, telja sennilegt, að þeir hafi ekki kjarnorkusprengna framleiðslu í fullum gangi fyrr en að fjór- um til fimm árum liðnum“. „í hverju liggja mestu örðug- leikarnir við framleiðslu kjarn- prkusprengna? Eru líkmgarnar eðlisfræðingum nokkurt hernað- arleyndarmál ?“ „Líkingin fyrir því, hvernig efni breytist í orku, var kunn laust eftir aldamót, svo að hún er ekkert hernaðarleyndar- mál lengur. Aðalvandkvæðin eru á tæknihliðinni. Bandaríkja- menn þurfa ekkert að spara og reyndu margar leiðir að markinu. Nú ætti að vera hægt að velja úr auðveldustu leiðim- ar. Fyrsta fálmstigið ætti að vera yfirstigið". FRIÐSAMLEG HAG- NYTING KJARNORK- UNNAR OG DAUÐA- GEISLARNIR. Hvernig hefur tekizt að beizla kjarnorkuna til friðsamlegra starfa? Fyrir nokkru bárust hingað fréttir um, að tekizt hefði að hemja hana, svo að hægt væri að beita henni sem jöfnum krafti. Annars skildi ég ekki við hvað var átt.“ „Eg skildi ekki heldur, hvað fólst í fréttinni. Það er engum vandkvæðum bundið . að nota kjarnorkuna til friðsamlegra hluta öðrum en þeim, að allar kjarnorkustöðvar eru geislavirk ar, svo að banvænt er að koma nálægt þeim. í striði eru geisla- verkanir sprengjaima hættul. en sjálf sprengjan. í tilraunun- um hjá Bikini kom í ljós, að kjarnorkusprengja, sem sprakk neðansjávar, sökkti aðeins þeim skipum, sem næst voru. Hún laskaði aftúr á móti skip í all- mikilli fjarlægð, og þau urðu öl! geislavirk. Ef nokkur maður hefði verið um borð, hefði hann dáið innan fárra daga. Sökum) þessara geislaverkana þarf geysi mikið efni til að einangra kjarn orkustöð, e.t.v. 50 tonn, ef stöð er lítil. Þetta gerir óhugsandi enn sem komið er að nota kjarn orku til að knýja bíla og önnur smærri farartæki. Aftur á móti ætti að vera hægt að láta hana knýja stór skip, verksmiðjur og aflstöðvar. Hvernig er með Þjórsá ? eru Englendingar búnir; að fá einkaleyfi til að virkja hana?“ NORÐURLANDAÞJÓÐ- IRNAR ÆTTU AÐ VINNA SAMEIGINLEGA AÐ KJARNORKURANN- SÓKNUM. Því miður er ég ekki svo fróð ur að vita, hvað gerist í stjórn- arherbúðum. Eg flýti mér að spyrja til ' þess við skiptum 'ekki um hlutverk : „Hvaða gildi geta kjarnorku- rannsóknir liaft fyrir okkur ís- lendinga ? Getum við lagt nokk- uð af mörkum til kjarnorkumál- anna?“ „I fyrsta lagi verðum við að fylgjast með því, sem gerist á helztu sviðum vísindanna, því að annars geta aðrar þjóðir leik ið á oklíur í viðskiptum. Þær geta scilzt eftir einkaréttindum í landi okkar og selt okkur tæki sem eru að verða úrelt. í öðru lagi verðuni við að rannsaka land okkar og vita yfir hvaða möguleikum það býr. Breytt tækni og aukin þekking á eðli náttúrunnar geta breytt við- horfi manna og mati á hlutun- um. 1 þriðja lagi verður senni- lega seint að bíða þess, að stór veldin noti kjarnorkuna til frið saml. hluta. Smáþjóðir gætu tekið sig saman t.d. Norðurl,- þjóðirnar og sett á fót tilrauna stöð. Kostnaðarhliðin ætti senni lega ekki að verða þeim ofurefli. Þessar þjóðir gætu göfgað kjarnorkurannsóknimar, ef svo mætti að orði komast; þessar rannsóknir yrðu opinberar, engu leynt, Þær ættu aðallega að beinast að friðsamlegum við fangsefnum". Ömurlegt er um að litast þar sem unnið er að skæð- ustu morðvopnum mannkynssögunnar. Myndin er frá eyðimörk Nýju -Mexikó. „Undir hverra umsjá. eru kjarnorkurannsóknirnar og framleiðsla Bandaríkjanna ?“ „Allar kjarnorkurannsóknir og athuganir á geislavirkum efnum eru á vegum hersins og flotans. Eðlisfræðingarnir, sem að þeim vinna fá alla fjárhags- lega aðstoð, sem þeir þurfa. Ekkert er sparað. Nú mun ríkið ætla sér að koma á fót sér- stakri rannsóknarstöð". ÍSLENZK KJARNORKU- RANNSÓKNARSTÖÐ „Hvað hyggstu fyrir á næst- unni? Hefurðu nokkurt starf hér ?“ „Ennþá er ég atvinnulaus, en ég býst við að vinna við verk- fræðideild háskólans og atvinnu deildina. Eg fæ sennilega tvö herbergi í háskólanum og get sett þar á laggirnar rannsóknar stofu. Eg hafði talsvert af tækj um með mér að vestan, svo að ég er starfhæfur. Eg smíðaði m,ér öll nauðsynlegustu áhöld á rannsóknarstofunni í Princeton og fékk þar efni eftir þörfum“. Þorbjörn bendir mér á ýmiss konar margbrotin mælitæki, sem hann notar við að rannsaka geislavirk efni. „Hér er borholu kjarni vestan af Snæfellsnesi. Hann er talsvert geislavirkur. Aftur á rnóti eru þessir hnull- ungar, sem ég tók af götu hér í Reykjavík alveg „dauðir". „Það var lánlegt. Væri ekki óhugnanlegt, ef allt í kringum mann væru geislavirk efni ? Allt væri að leysast upp! Gæti það ekki haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsuna og viðgang þjóð- arinnar ?“ „Eflaust yrði það afdrifaríkt, ef það væru nægilega mikil brögð að því“. „Það er víst bezt að hverfa frá vírusum, kjarnorku og dauðageislum og spyrja þig, hvernig þér geðjist að þvi að vera kominn heim. Þú ert búinn að vera svo lengi irtra. Langaði þig ekki til að verða þar um kyrrt. Þar hljóta að vera miklu betri skilyrði til þess að njóta sín fyrir mann eins og þig“. „Eg er kominn heim til að setjast hér að. Eg vona að við- fangsefnin vaxi handa mér, þá verða atvinnuskilyrði nægi- lega góð. Mig langaði ekki til að dveljast vestra og betur kann ég við mig á Skandinavíu. Eg kann vel við mig hérna. Að vísu er Reykjavík ekki betri en ég bjóst við, en hún er í raun- inni ekkert verri. Það er fallegt hér, þegar sólin skín“. „Hvernig kunnir þú við hugs- unarhátt fólksins vestra og blaðaskrif þeirra þar um slóð- ir?“ „Þar sem ég dva.ldi, voru aðal lega menn af efnaðri stéttum landsins, t.a.m. við háskólann í Princeton. Háskólar Bandaríkj anna eru nokkuð dýrir, og hinir efnaminni borgarar eiga örðugt með að afla sér æðri menntun- ar. Skoðanir menntamannanna eru því oftast allbandarískar. Blaðamennskan vestra er til lít- illar fyrirmyndar“. Það kemur hik á Þorbjörn, en hann bætir við. „Ef til vill eru einhver heið arleg blöð til þar. Eg veit það ekki“. Við tökum að rabba um kaup- gjald og afkomu almennings vestan hafs og austan og ís- lenzka blaðamennsku. Þorbjörn hefur frá svo mörgu að segja, að ég bið hann að lokum að skrifa nokkrar greinar fyrir Þjóðviljann um rannsóknir sín- ar og áhugamál. Hann kvaðst fremur latur við slíkan starfa, en síðar í haust mun hann e.t.v. rita eitthvað um þau efni fyrir lesendur blaðsins. B.Þ. Við þökkum öllum þeim, er auðsýndu okkur vinsemd á 40 ára hjúskaparafmæli okkar með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum Sigríður Bjarnadóttir Pétur Gunnarsson Drápuhlíð 22.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.