Þjóðviljinn - 12.10.1947, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.10.1947, Blaðsíða 3
Sunnudagur 12. október 1947. ÞJOÐVHJINN 3 | SKÁK . | $ Ritstjóri: Guðmundur Arnlaugsson $ DROTTNIN G ARBRAGÐ Á HVÍLDARDAGINN Reynduð þið að ráða tafllok- in í síðasta skákdálki? Ef þið hafið ekki reynt það, ættuð þið að líta á stöðuna núna, áður en þið skoðið lausnina. Það er naumast hægt að liugsa sér öllu einfaldari stöðu en þessa: Hvítur: Kí4—Pf3 og f6, Svartur: Kdð—Pí7 Hvítur á leikinn og á að vinna. Ef svartur ætti leik myndi hann strax ná jafntefli með Ke6! 2. Kg5 Ke5 3. f4f Ke6 4. f5f Ke5. Hvítum dugar ekki að leika Kg5 vegna Ke5! og ekki 1. Kg4 vegna Ke6. Hinsvegar má svartur ekki svara 1. Kg5 með Ke6 vegna 2. f4 og nú verður svarti kóng- urinn að fara frá og hvítur leikur Kh6 og Kg7. Hér er svo lausnin: 1. Kf5! Kd6!(a) 2. f4!(b) Kd7!(c) 3. Kg4!(d) Ke8!(e) 4. Kh5 Kf8 5. Kg5!!(f) Kg8(g) 6. Kf5 Kh7 (h) 7. Ke4!! (i) Kh6 8. Kd5! (j) Kg6 9. Ke5 Kh6 10. Kd6 og 11. Ke7 o. s. frv. (a) 1. Kd4 2. f4 Kd5 3. Kg4! Kd6 4. Kh5! Ke6 5. Kg5 og nú verður svarti kóngurinn að fara frá og þá kemur K—h6—g7 og 'vinnur. (b) 2. Kg5? Ke5! Eða Kg4 (f4, e4) Ke6! (c) 2. Kd5 3. Kg4! og vinn- ur eins og í (a). (d) 3. Kg5? (eða e4) Ke6! 3. Ke5 Kc6 4. f5? Kc5. (Með 4. Kf5 kemst hvítur aftur inn á vinningsleiðina). (e) Til þess að hindra hvíta kóng.'nn í að komast á g7! 3. —Kdt tapar vegna 4. Kh5 og 3. —Kt6 vegna 4. Kg5 (saman- ber (a)). (f) 5 Kh6 svarar svartur með Kg8. 5. Kg5!! þvingar svartan til að ákveða hvorum megin kóngurinn eigi að vera, en þá ræðst hvíti kóftgurinn inn hin- um megin. (g) 5. —Ke8 6. Kh6 Kf8 7. Kh7 Ke8 8. Kg7 o. s. frv. (h) 6. —Kf8 7. Ke5 Ke8 8. Kd6 Kd8 9. f5 Ke8 10. Kc7 o. s. frv. i) Ekki 7. Ke5 Kg6. (j) Hótar Kd6 og Ke7. Ekki 8. Ke5 vegna Kg6. Skákin, sem hér fer á eftir hlaut fegurðarverðlaun í keppni milli skákfélaganna í New York. Öflugust þessara fél. eru Manhattan Chess Club og Marshall Chess Club og milli þeirra hefur úrslitakeppnin að jafnaði staðið. I vor vann Man- hattan með 13V2 gegn 21/0, Marshallklúbburinn vann enga skák, en náði 5 jafnteflum — ótrúlegur ósigur og miklu stærri en nokkru sinni áður í keppni milli þessara félaga. Katalónska tilbrigðið. . Shainswit Mengarini Manhattan C. C. Marshall C. C. 1. d2—d4 Rg8—f6 2. c2—c4 e7—e6 3. Rgl—f3 d7—d5 4. g2—g3 d5xc4 5. Ddl—a4f Rb8—d7 6. Bfl—g2 a7—a6 7. Rbl—c3 Bf8—e7 Ekki 7. —b5 vegna 8. Rxb5 Rb6 9. Rxc7ff Ke7 10. Db4f 8. Da4xc4 b7—b5 9. Dc4—d3 Bc8—b7 10. 0—0 c7—c5 11. d4xc5 Rd7xc5 12. Dd3xd8f Ha8xd8 13. Bcl—e3 b5—b4 Taflið lítur jafnteflislega út og svörtum finnst sín staða lík- lega sízt lakari úr því að hann ætlar að reka riddarann heim í borðið. 14. Be3xc5! Be7xc5 15. Rc3—a4 Bc5—d6 16. Hal—cl Ke8—e7 ? Svörtum sést yfir það, að mið taflið er ekki úti enn þótt drottningarnar séu af borðinu. Kóngurinn kemst í þrengingar á miðborðinu og því hefði hrók un verið betri. Það er óvenju- iegt, að tvær jafnsmáar yfir- sjónir og 13. og 16. leikur svarts skuli leiða til jafnmikilla örðugleika og hér verður. 17. Rf3—d4! Bb7xg2 18. Kglxg2 Hd8—c8 19. Rd4—c6f Ke7—f8 Annað var útilokað. Nú nær hvítur öllum völdum á drottn- ingararmi og miðborði. 20. Hfl—dl Rf6—e8 Be7 er lieldur ekki glæsilegt. 21. e2—e4 f7—f6 22. f2—f4 Hc8—c7 23. e4—e5 Bd6—e7 24. Ra4—b6 g7—g6 25. Rb6—d7f K18—f7 26. e5xf6 Be7xf6 27. Rc6—e5f Bf6xe5 28. Rd7xe5f Kf7—f8 Ekki Kf6, því að þá er kóng- urinn í máthættu. 29. Hclxc7 Re8xc7 30. Hdl—d8t Rc7—e8 Kg7 31. Hd7f og vinnur ridd- arann. 31. Hd8—d7 a6—a5 32. b2—b3 Re8—g7 33. g'3—g4 Hh8—g8 34. Hd7—a7 Þessi staða er óvenjulega fal legt dæmi um leikþröng. Hér tapa allir leikir. a) Ke8 35. Ha8t og vinnur hrókinn. b) Re8 35. Hf7 mát! c) h5 35. Rxg6t Ke8 36. Ha8f Kf7 37. Re5f og vinnur hrókinn. d) Hh8 35. HaSt og vinnur hrókinn. I örvænting sinni lék svartur 34. — — a5—a4 35. h2—li4 og svartur gafst upp. Samkvæmt skattaskýrslum síðasta árs gáfu 100 stærstu framteljendurnir í Reykjavík upp 79 milljónir króna sem hreina eign. Þessi eign er að sjálfsögðu miðuð við fast- eignamat og nafnverð, en á gangverði nú verður liún allt að því fimmföld, 300—400 milljónir króna. Þessir sömu 100 framteljendur gáfu upp 25 milljóna króna tekjur á síðasta ári — þegar þeir voru búnir að draga frá og fela. Um undandráttinn og' stuld- inn er erfitt að dæma, en þó er kunnugt að sumum helztu gróðafyrirtækjum bæjarins hefur tekizt að gera sig upp með halla ár eftir ár. Það mun því ekki ofmælt að liver þfessara 100 framteljanda hafi að meðaltali haft allt að því 400 þús. króna tekjur á síðasta ári. ★ Línurit um tekjur og eign ir Islendinga gæti litið út eins og ávalur hóll með mjög hárri spíru efst, spíran sýndi aft:omu hinnar fámennu yfir- síéttar. IIú:i tekur raunveru- lega tií 200 framteljenda í Reykjavík. 200 stærstu fram teljendurnir liér gáfu upp 103 milljónir í eignum á síð- asta ári, en það samsvarar 4—500 milljónum eftir gang verði nú. Þeir höfðu 36 millj. króna í tekjur nettó, eða rétt ara sagt það var sá hluti teknanna sem ekki tókst að íela. Hver þessara framtelj- enda hefur því átt á þriðju milljón króna í hreinni eign að meðaltali og haft a, m. k. hátt á þriðja hundrað þúsuiul í tekjur. ★ Sé tekinn stærri hópur framteljenda lækka tekjur og eignir verulega, þótt enn sé álitlegur hópur með mikinn kúf miðað við Dagsbrúnar- menn. En það er greinilegt að hundruðin tvö eru hin raunverulega, örugga og gróna yfirstétt, þeir menn sem stjórna f jármálalífi þjóð arinnar að mestu leyti. Þess ir tvöhundruð eru tengdir hver öðrum á margvíslegan hátt, milli þeirra er ekki „frjáls samkeppni“ heldur samvinna um meiri völd og sterkari einokunaraðstöðu. ★ Hinir 200 ríku eru fyrir löngu búnir að afnema sín á milli þá „frjálsu sam- keppni“, sem Morgunblaðið dáir sem mest. Þeir eru tengdir órjúfanlegum bönd- um sameiginlegra hagsmuna. Þeir eiga hluti liver í annars fyrirtækjum til þess að koma í veg fyrir svik, og áhrif þeirra ná til allra greina at- hafnalífsins. — Heildsalinn Björn Ólafsson á einn af ný- sköpunartogurum þeim, sem hann lætur blað sitt Vísi níða sem mest og stórútgerðar- mennirnir hafa lagt fé sitt í heildsölufyrirtæki, kvik- myndahús, verksmiðjur o. s. frv. Og samtök þeirra ná langt út fyrir landsteinana. Þeir stunda útgerð í Fær- eyjum, Bretlandi og Amer- íku og líta á sjáifa sig sem deild í hiiium voldugu kapi- talistasamtökum auðvalds- landanna. ★ Fyrir fáum dögum birti Morgunblaðið viðtal við Þórð Albertsson erindreka S.Í.F. I viðtalinu lýsir hann því m. a., live ástandið sé gott hér á fslandi „þar sem er enginn aðall, enginn stéttarmunur, fólk giftir sig af ást en ekki af því að það stendur jafnt peningalega“. Þetta er göm ul áróðursplata sem ævin- lega er leikin í öllum löndum hins borgaralega skipulags. Yfirstéttin reynir að fela sig eftir megni, dylur völd sín, en leyniþræðir henna lykja um öll störí þjóðfélagsins. Og ástin er ekki rómantísk tilfinningasemi lijá þessari stétt, einnig hún er liður í valdabaráttunni. Hinir 200 ríku í Reykjavík láta engar tilviljanir ráða því hvernig börn þeirra liaga ástamál- um sínuni, þeim er skipað í samræmi við hlutabréf, eign- ir, tekjur og völd. Þau dæmi eru á allra vitorði hvernig heilar ættir hafa eflzt og' styrkzt ár frá ári vegna skipulagðrar stefnu í ásta- málum. ★ Hinir 200 ríku eru nú rík- ari og voldugri en nokkru sinni fyrr. Og nú hafa þeir einsett sér að láta skríða til skarar við allan almenning í landinu. Það vakir ekki fyrst og fremst fyrir þeim að eign- ast meira fé til holdlegs bí- lífis, enda er það takmarkað sem hver einstaklingur getur sóað handa sjálfum sér, þótt hann sé allur af vilja gerður. Hugsjón þeirra er völd og meiri völd. Valdagræðgin eykst með hverjum nýjum á- rangri og verður að lokum árátta eins og spilafýsn eða drykkjuskapur. ★ Hinir 200 ríku leika nú af mikilli og djöfullegri dirfsku. Þeir stefna að því vitandi vits að búa til kreppu hér á íslandi. Þessari kreppu er ætlað að ganga milli bols og liöfuðs á alþýðusamtökun- um, rýra völd almennings og knýja jafnframt kaupgjakl- ið niður, lækka sem sé brýn- ustu þurftavöru efnastéttar- innar, vinnuaflið, eins mikið og unnt er. En kreppunni er ekki aðeins stefnt gegn launþegum heldur einnig gegn millistéttununi og smá- eignamönnunum. Hinir tvö hundruð eru ekkert fyrir það gefnir að hópurinn stækki, þeim svíður í augum vel- gengni nýrra nianna utan hins hefðbundna hrings. Hinni heimagerðu kreppu er ætlað að valda gjaldþroti smáheildsala, smákaup- manna, smáiðnrekenda, smá framteljenda o. s. frv. Þegar allt er komið í kring ganga liinir 200 ríku út á vígvöllinn að hætti líkræningja og hirða það sem fémætt er með lítilli fyrirhöfn. ★ Sumir halda því fram að það geti ekki verið rétt að efnastéttin sé að búa til kreppu, því hún tapi fé á því sjálf. Þessi röksemd er á mis skilningi byggð. Hinir 200 ríku eru löngu hættir að hugsa í krónum og aurum, öll afstaða þeirra miðast við völd og ineiri völd .Þá skipt- ir það engu þótt þeir verði að fórna nokkrum tugum milljóna í þeirri kreppu sem þeir eru sjálfir að búa til, það fé ætla þeir að endurheimta með rentum og renturentum. Milljónirnar eru ekkert tak- mark í sjálfu sér, heldur völdin sem þær veita. ★ I hinu borgaralega þjóð- félagi getur yfirstéttin ekki komið til dyranna eins og hún er Idædd. Hún ræður að vísu yfir flestum blöðunuin og stjórnar hinum borgara- legu flokkum, en hún verður að fela tilgang sinn bak við skrum og fögur orð. Og hún verður að hafa í þjónustu fjölda ráðleysingja sem ein- blína á skrumið og hin fögru orð, en hafa ekki hugmynd um það, hverra erindi þeir ganga í raun og veru. Öll starfsemi hennar verður því mjög þunglamaleg og lætur illa að stjórn. Þótt liinir 200 ríku í Reykjavík viti glöggt hvað þeir vilja og livernig þeir eiga að fá vilja sínuni fraingengt verða þeir að haga störfum sínum í samræmi við kreddur einstakra floklsa og alþingis. Þar af kemur hangs ið og slúxið og vitleysan í störfum þings og stjórnar nú. ★ En hinir 200 ríku eru engu að síður á góðum vegi með að búa til kreppu, eins og aug- ljóst er. Og það er aðeins eitt afl sem getur stöðvað þá, samtök vinnandi manna til sjávar og sveita. Hér á Is- landi hafa verið mynduð hin öflugustu samtök innan ýmsra starfsgreina. Þau hafa löngum verið sundur- þykk og einblínt á sérhags- mujni sína. En nú er tími til þess kominn að þau taki liöndum sanian og firri þjóð ina þeim voða sem verið er að búa henni. Það er nú um að velja hvort þjóðin á að þrífast eða liinir 200 ríku. | Ef þjóðinni skilst það, þarf ekki að spyrja að úrslitum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.