Þjóðviljinn - 23.11.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.11.1947, Blaðsíða 4
4 þJÓÐVILJlNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigur'ður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu- stig 19. — Sími 7500 (þrjár línur) Áskriftarverð: kr. 8.00 á mánuði — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Sósíalistaflokkurinn, Þórsgölu 1 — Sími 7010 (þrjár línur) Bombðn mikia Undanfarna mánuöi hefur aftur og aftur verið á því tæpt af ýmsum postulum hrunsins og eymdarinnar, að allt of mikið fé hafi verið lagt til flugmálanna í ráðherra- tíð Áka Jakobssonar, og að ýmislegt muni vera hægt að gagnrjma á því sviði af störfum hans. Hefur volæðispeðið Finnur Jónsson jafnvel boðað að í undirbúningi væri mikil bomba — allt að því atómbomba — sem myndi géFCýöi- leggja mannorð Áka, og var ekki laust við að rödd Finns fengi nokkurn gleðiblæ, aldrei þessu vant, er hann minnt- ist þessarar bombu. En dagar hafa liðið, vikur og mán- uðir, og bomban er ósprungin enn. Enda er nú ekki ólík- legt að stjórnin sé farin að hasast upp á hinum svonefndu bombum sínum, þær hafa undantekningarlaust spnmgið í höndum kastendanna sjálfra. Er mönnum í fersku minni bomban um iðnaðarmanninn, sem raunar hafði fengið sitt háa kaup í tíð núverandi stjórnar (!), og bomban um hin þjóðhættulegu tunnukaup Áka Jakobssonar, sem raunar spöruðu þjóðinni tæpa milljón króna en sköðuðu hinsveg- ar Svía, að sögn Alþýðublaðsins! Jónas Jónsson mun hafa verið orðinn langeygður eftir bombunni miklu, þegar hann lagði nokkrar spurningar um flugmálin fyrir Eystein Jónsson í vikunni sem leið, en sprengingin brást. Hins vegar komu fram ýmsar upplýs- ingar um stefnu núverandi stjórnar í flugmálunum, sem vert er að vekja athygli á. Tíminn skýrir frá því í aðal- fyrirsögn að starfsliði Reykjavíkurflugvallarins hafi verið fækkað um 27 menn, og sé þar um hreinan sparnað að ræða. Þetta er alger blekking. Að vísu hefur fastráðnum mönnum verið fækkað eins og Eysteinn sagði, en í þeirra stað hefur unnið fjölmennur hópur manna fyrir tímakaup. Er það að sjálfsögðu sýndarsparnaður einn og næsta hæpið að byggja starfsemi vallarins að allmiklu leyti á óstöð- ugum lausamönnum. Aðrar mannfækkanir eru mjög var- hugaverðar og hættulegar, eins og það að slökkvilið vall- arins ‘hefur verið lagt niður að mestu leyti. Er það mat dómbærra manna, að sú breyting skerði öryggisþjónustu vallarins mjög verulega og geti leitt til hörmulegra slysa, ef illa tekst til. Sá sparnaður er vissulega neikvæður, sem hefur í för með sér að Reykjavíkurvöllurinn verður óhæf- ari um að gegna hlutverki sínu. Undir sparnað telur Eysteinn Jónsson þá ráðstöfun að leigja hótel vallarins til einkareksturs. Skýrði hann frá því að halli þess hefði orðið 155 þús. kr. á tæpu hálfu öðru ári. Jafnframt hafa hins vegar verið gerðar verulegar um- bætur á hótelinu, svo að nú eni allar horfur á að það verði rekið með ágóða. Þá er það leigt! Ríkið má tapa á hótel- rekstri ,en fráleitt að það fái að hagnast. Þá skýrði Eysteinn Jónsson frá því í armæðutóni að ríkið hefði varið rúmri milljón króna til endurbóta á Reykjavíkurflugvellinum á öllu tímabilinu síðan við honum var tekið og aðra milljón hefði orðið að greiða fyrir fast- eignir vallarins, mannvirki o. fl. Hins vegar hefðu tekjur vallarins aðeins orðið 300.000 kr. 1946, en yrðu þó senni- lega næstum því helmingi hærri -á þessu ári. Var svo að skilja á ráðherranum að hann teldi flugvöllinn þungan bagga á þjóðinni, og æskilegt væri ef hægt væri að velta þeim bagga af sér. Það er nauðsynlegt. fyrir þjóðina að gera sér ljóst, að það er okkur mikið hagsmunamál og sjálfstæðismál að fylgjast vel með hinni öru þróun flugmálanna í heiminum. Flug- samgöngurnar eiga eftir að eflast stórum meir en þæi hafa gert til þessa, og við megum ekki dragast aftur úr á því sviði. Sá kostnaður, sem við leggjum í nú verður marg- faldlega endurgoldinn síðar. Það er þjóðhættuleg þröng- sýni og nánasarháttur að skera við neglur þær fram- hvæmdir sem styrkja þróun flugmálanna. En það virðist vera stefna núverandi stjórnar að draga ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. nóvember 1947. Jólaboðskapur ríkis- stjórnarinnar Kristinn Ág. Eiríksson, jám- smiður, sendir mér eftirfarandi bréf: ,,Nú er farið að líða að þeim tíma að börnin far: að telja dag ana til jólanna. Jólaboðskapur- inn til barnanna, hefir þegar verið birtur. Engin jólatré, eng ir ávextir. Vissulega eru þetta engin gleðitíðindi fyrir börnin. 1 _ sambandi \ ið þennan boð- skaþ hljóta þær spumingar að vakna livort þetta sé nauðsyn- legt. Víst er um það, að mjög hef ir verið rætt og ritað um gjald eyrisskort að undanförnu, og eru flestir sammála um að á- standið í þeim efnum sé ekki gott. En þrátt fyrir allt verðum við þó að flytja inn, frá útlönd- um, allar óhjákvæmilegar nauð- synjar. En í því sambandi má spyrja, er ekkert.flutt inn nema brýnustu nauðsynjar? Eg skal taka það fram, að ég er ekki kunnugur öllu því, sem inn er flutt. En komu ekki 100 bílar með leiguskipi Eimsk’p nú fyrir stuttu síðan? ★ Síldveiði og jóiatré „Hvað þarf mikinn gjaldeyri til að kaupa jólatré handa 5000 heimilum, og þeim sam- komuhúsum hérlendis, sem óska eftir að fá jólatré? Að- eins 35 þúsund krónur íslenzk- ar, eða sem svarar verði 2—3 bíla. Þá mætti og reikna dæm- ið með öðrum hætti. Undan- farna daga hefir veiðst mikil síld bæði í Hvalfirði og víðar. Eg held að skýrslur Fjárhags- ráðs nái ekki til þessara veiða. Það þarf ekki nema hluta úr dagsveiði eins skips, sem skilar á land um 350 málum síldar, til þess að greiða með öll jóla- tré, sem við þurfum á að halda. En skip þau, sem veiðar stunda með svo óvæntum og góðum á- rangri hafa verið milli 50—60 og fer fjölgandi, ★ Ekki ónauðsynlegt ,,Nú kunna einhverjir að segja, að það beri að nota þenna næsta óvænta gjaldeyri sem nú er ausið upp hér í nágrenni höf uðstaðarins, til þess að fá nauð synlegri hluti fyrir en jólatré. En við þá, sem þannig álykta, vil ég aðeins segja það, að það er ekki ónauðsynlegt að flytja inn dálítið af jólatrjám. ★ Börnin eiga ekki að gjalda þeirra yfirsjÓria „Jólin „hátíð bamanna" eins og þau svo oft eru kölluð, missa sinn eiginlega upprunalega svip í aúgum þeirra, já og ekki að- eins þeirra heldur og hinna, sem eldri eru, ef ekkert jólatré er til. Vissulega eiga börnin ekki að gjalda þeirra yfirsjóna, sem kunna að hafa verið gerð- ar í gjaldeyrismálum þjóðar- innar undanfarin ár. Áskorun, sem öll bven- félög ættu að styðja „Nýlegsí var fundur haldinn í Sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt, þar sem gerð var sam- þykkt um að skora á gjaldeyris yfirvöldin að leyfa innflutning á jólatrjám, og væntanlega munu öll önnur kvenfélög taka undir þessa áskorun. Mæðurnar þekkja allra bezt sálarlíf barn- anna og skilja óskir þehra, það er þessvegna engin tilvilj- un, að konurnar bera fyrstar fram þessa sjálfsögðu kröfu barnanna. Á meðan að engar skorður eru reistar við inn- flutningi áfengis og tóbaks er fekki með nokkurri sanngirni hægt að neita innflutningi á jólatrjám og ávöxtum. ■Ar Aldrei svo aunit í búi „Eg hefi lifað tvær heimstyrj aldir og tima kreppu og atvinnu leysis á milli þeirra, en ég man ekki eftir því að svo aumt hafi nokkurru sinni verið í búi þjóð- ar vorrar að ekki hafi verið flutt inn jólatré. Og það verður að segjast, að það er hart, eftir öll liðnu velgengnisárin, að ekki skuli vera hægt að láta börnun- um okkar í té jólatré á jólunum 1947. * Mir.nsta krafan „Að lokum þetta, sé ekki hægt að verða við þessari sann- girniskröfu barnanna nú, þá verður að minnsta kosti að flytja inn jólatré til handa þeim samkomuhúsum, sem eru vön að hafa jólatrésskemmtanir fyrir böniin. Það er vissulega minnsta krafan, sem hægt er að gera í þessu sambandi. Kristinn Ág. Eiríksson.“ íslenzkir guðfræðingar Framhald af 3. síðu ann er tvisvar vitnað í forn- kvæði, en í bæði skiptin, eru þau rangfærð. í upphaíi bók- arinnar er vitnað til Lilju: Varðar mest til allra orða — undirstaðan sé réttlig fundin. Þetta verður: Varðar mest, að allra orða o. s. frv. Á bls. 360 er vísa Ólafs hvítaskálds um Aron gerð ó- skiljanleg. Uppháf vísunnar á að vera: Fór, s^s fremd og tíri, — fleinrýrir, gat stýra, — Síðara bindið e-r skrá yfir alla guðfræðinga, sem útskrif azt hafa úr prestaskólanum og guðfræðidéildinni. Getið er helztu æviatriða þeirra, ritverka og fylgir mynd flest um greinunum. Þetta rit er því sams konar og Læknar á íslandi eftir Lárus F.löndal og Vilmund Jónsson. Það virðist samið af nákvæmni og samvizkusemi og er góður fengur fyrir ættfræðinga, en annars hin eigulegasta bók. Væri óskandi, að Björn Magn ússon tæki sig til og ritaði sams konar bók um þá Is- lenzka guðfræðinga, er út- skrifazt hafa úr Hafnarhá- skóla. Hér hefur lítils háttar verið hnjátað í þetta verk, en margt má telja því til gildis. Aðalkostur þess er, að það varð til. Kastljós í skip Framhald af 8. síðu. laga var rædd á síðasta þingi, töldu hana óþarfa, þar sem út- gerðarmenn hefou sjálfir ákveð ið að framkvæma það, er ætlazt var til með þingsálykt- unartillögunni, og er sennilegt, að einmitt þar sé að finna eina orsök þess, að þingsályktunar- tillagan var svæfð í nefnd þeirri er fékk hana til meðferðar. Því miður hefur ekki orðið um miklar framkvæmdir að ræða hjá skipaeigendum á þessu tímabili, sem liðið er, síðan nefnd samþykkt stjómar L. 1. Ú. var gerð. Aðeins hinir nýju togarar, sem nú hafa verið að koma til landsins, em búnir ljóskösturum, en' allt látið sitja. í sama farinu með liin eldri skip. Þau eru enn flest ljóskastara- laus. Reynslan hefur því sýnt svo ótvírætt, að ekki verður um villzt, að eigi þetta mál að kom- ast í framkvæmd, verður með reglugerð að skylda skipaeigend ur til að búa skip sin ljósköst- urum. Því er þessi þingsályktunar- tillaga flutt nú í annað sinn, og er þess að vænta, að hún verði samþykkt, með tilliti til þess, hversu mikið er í húfi, að þetta öryggismál komist í viðunanlegt horf. B. Þ. sem mest úr starfsemi Reykjavíkurvallarins og torvelda hana á ,ýmsan hátt á sama tíma og Bandaríkin eyða millj- ónatugum á milljónatugi ofan í herstöð sína við Keflavik. Það er nærtæk ályktun, að ríkisstjórnin ætli' sér að „sanna“ að íslendingar geti ekki rekið flugvelli, og nota síðan „sönn- unina“, sem röksemd fyrir framhaldsvist Bandaríkjaliðs- ins hér á landi. Á þgð bendir einnig sú staðreynd, að engin tilraun er gerð til að þjálfa menn til að taka við Kefla- víkurflugvellinum, þegar samningurinn fellur úr gildi. Stefna stjórnarinnar á þessum sviðum mun koma skýrar í ljós síðar, og þjóðinni ber að fylgjast nákvæmlega með þeirri stefnu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.