Þjóðviljinn - 23.11.1947, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.11.1947, Blaðsíða 5
Sunnudagur 23. nóvember 1947. ÞJÓÐVILJI N'N 5 Á HVlLDARDAGINN Tvö eru ]>au orð, sem aít- urhaldsmönnum hafa verið munntömust allra á þessum síðustu og verstu tímum. Þau orð eru: dýrtíð og verðbólga. Þau hafa venjulegast verið nefnd í sömu andránni, og reynt að halda því að fólki, að þau væru algerar lilið- stæður, jafnvel samheiti, tvö orð, sem hafa eina og sömu merldngu. Oftsinnis sér mað- ur orðið dýrtíð notað þar sem verðbólga ætti við — og öí'ugt. Þetta er hin versta bleldung. Dýrtíð og verð- bólga þurfa öldungis ekki að fara saman, og hafa alls ekki farið saman hér á landi. Eins og þrásinnis hefur verið sýnt fram á hér í blaðinu og rakið var í þessum pistlum á sunnudaginn var býr allur almenningur við minni dýrtíð nú en fyrir stríð, þrátt fyrir verðbólguna. Þfóunin hefur orðið sú að verðbólgan hefur aulti7.t en dýrtið almennings miiinkað. Hins vegar vilja aí'turhaídsmenn nú draga úr verðbólgunni með því að auka dýrtíð þá, sem alrnenn- ingur á við að búa. ★ Orðio verðbólga vísar ti! þess að verð hefur hækkað bæði á vörum og vinnuafli. Dýrtíð almennings er hins vegar hlutfallið milli launa og vöruverðs, og það hlut- fall er stórum hagstæðara al- menningi nú en fyrir stríð. Verðbólga er einn af erfða- sjúkdómum auðvaldsskipu- lagshis og getur vissulegá leitt til kreppu þeirrar, sem er öndvégissjúkdómur þeirra blessunarríku þjóðfélags- hátta, sem við búum við. Það þyrfti því elcki að vera blekk- ing ein að vara við verðbólg- unni, svo sem mjög hefur verið gert undanfarið, og full ástæða til að íhuga það vaiidamál nokkuð. Þegar rætt hefur verið um verðbólguna hér á íslandi hefur einkum verið stagazt á þeirri staðrejTid að vísitalan sé 325 stig, eða öllu heldur um 380 stig, séu niður- greiðslur ekki taldar með, og verðlag hafi því allt að því ferfaldazt síðan fyrir stríð. Þetta er síðan útmálað með áhrifamiklu orðalagi og grát klökkri rödd og talið hin geigvænlegásta hætta. Hinu er venjulegast sleppt, að geta þess, hvernig verðlagið sé í viðskiptalöndum okkar, enda þótt það sé einmitt slík- ur samanburður, sem færir okkur heim sanninn um það, hvort við búum við hættu- lega verðbólgu eða ekki. ★ Flestir munu lialda að vísitala aðfluttrar vöru hafi hækkað tiltölulega lítið síðan fyrir stríð, en sú skoðmi er á algeriun mis- skilningi byggð. Samkvæmt skýrslum Hagstofrinnar er vísitala aðfluttrar vöru að meðaitali um 360 stig nú, eða liefur naistum því ferfaldazt síðan fyrir stríð. Er þá að sjálfsögðu miðað við útsölu- verð í verzluntim hérlendis. Það kemur því í Ijós að \ísi- tala aðfluttrar vöru er í næsta góðu samræmi við vísitölu vöruverðsins í heikí. ~k Þessi vísitala gefur þó eliki fullkomlega rétta mynd af hinu raunverulega verðíagi aðfluttrar vöru. I henni eru taldir tollar og hinn geysi- legi heildsálagróði, umboðs- launin erlendis og álagningin liérlendis. f tillogum þeim, sem sósíalistar hafa nú borið fram á Alþingi er lagt til að bæði ]>essi atriði verði færð í skynsamlegt horf, tollar á neyzluvörum afnumdir og komið á heilbrigðu verzlun- arskipulagi. Með þ\i móti myndi verðlag aðfluttrar vöru lækka að mun, en þó ekki mikið niður fyrir 300 stig. Neðár er ekki hægt að koma verði hins iimflutta varnings, það mótast af að- stæðum, sem við getum eng- in áhrif haft á. ýr Það kemur í ljós að þær aðgerðir, sem felast í þessúm tillögum sósíalista, myndu jafnframt lækka heildarvísi- töiuha niður í rúm 300 stig, án nokkurra niðurgréiðslna. Það er því ekki mikið sem á milli ber, ekki mikill munur á verðlagi.aðfluttrar vöru og lieildarverðlaginu í Iandinu. Eina raunhæfa matið á því, hvort við búum við geigvæn- lega verðbólgu eða ekki, er hins vegar samanburður á þessu tvennu. Einhliða sam-. anburður á verðbreytiiigun- um hér innanlands er eiiisk- isverður hégómi. Það sem máli skiþtir er samanburð- ur á verðlagi hér og í við- sldptalöridum okkar, og sá samanburður gefur ekkert tilefni ti! kveinstafa og vols. Volið um verðbólguná á sér söittu forsendur og allt annað vol, sem forusturnenn borgáraflokkanna stunda nú af hvað mestrí áfergju. Til- gangurinn er sá að sannfæra launþegana um að þeir beri of mikið úr býtum, þeirra hluti af þjóðartekjunum sé of mikill. Þegar talað er um verðbólgu, inerkir það verð- bólgu launanna, og þegar talað er um dýrtíð, merkir það dýrtíð atvinnurekand- ans. Allur skollaleikuriim er framkvæmdur til að reyna að slterða hlutdeild alls al- mennings af hinum sívaxandi þjóðartekjum, til þess að eig- endur framleiðslutækjanna, atvinnurekendurnir, beri sem mest úr býtum sjálfir. Talið um verðbólguna er ein leik- brella í átökum stéttanna, leikbrella, sem ekki styðst við nein raunveruleg rök. ★ Annars ætti það að vera erfitt að sannfæra þjóðina um að geigvænleg verðbólga sé á íslandi, svö vel sem sala hinna „verðbólgnu" af- urða hefur gengið. Er það þó kunnara en frá þurfi að segja að sala þeirra hefur verið rekin slælega, svo ekki sé meira sagt, af núverandi ríkisstjórn. Eitt dæmi þess ætti að vera þjóðiifni nær-' tækt um þessar mundir. Um miðjan septeinber kom hing- að hollenzk sendinefnd lil að rannsaka verð og gæði ís- lenzkra afurða í sambandi \'ið væntanleg viðskipti; Á fundi sem nefndin átti með blaðamönnum var einhvér snápur frá Áiþýðriblaðiriu látinn spyrja, hvort verð á íslenzkum afurðum væri ekki alltof hátt. Hiriir hoilerizlm forretriingsmenn svörucit að sjálfsogðu: Jú, verðið er alltof liátt. Annars hefðu þeir ekki verið forretnings- menn. Og ]iá tók sjálfur ut- anríkisráðhefranri, Bjarni Benediktss., við af snápaum frá Alþýðublaðinu. Dag eítir dag skrifaði harni greinar í Morgunblaðið um það að ’af- urðavcrð Islendinga væri allt of hátt og yrði að lækka. Nokkrar af fyrirsögtturiUtvi eru þessar: „Er vitað um all- an heim að \ erðlag á íslandi sé allt of hátt? Almenningur verður að kynnast staðreyud unum. Hörð ummæli Hollend inga. Vitnisburður Tékkó- slóvakíufara. Englendingar eklti myrkir i máli. Rússar á- kveðnastir allra. Norðmenn \ilja ekki hið háa verð okk- ar'. íslendingum lífsnauðsjii að átta sig“ o. s. frv. enda- iaust. Það átti svo sem ekki að vera hulið sendimönnun- inn hollenzku að sjálfur ut- anríkisráðherrann, stjórn- artdi afurðasölumálanna, vildi láta lækka verð ís- lenzkra áfurða. * Eri hvað skeður? Fyrir nokkrum dögum er tilkynnt að Hollendingar hafi keypt 2000 tonn af íreðfiski fyrir meira ert ábyrgðarverð, og }>eir munu vera mjög fúsir til að kaupa stórum meira á næsta ári, ef Islendingar að- eins vilja. Þeir eru að sjálf- sögðu reiðuhúnir til að greiða lægra verð fyrir íiskinn, sam kvæmt vísbendingum utan- ríkisráðherrans, en þeir vita um hina hörðu samkeppni um afurðir okkar og \ilja eklíi láta þær ganga sér úr greipum með nokkru móti, jafnvel ekki til að þóknast lierra Bjarna Benediktssyni! Svo langt liafa ráðamenn auðstéttarinnar þannig seilzt til að sannfæra þjóðina um hina „geigvænlegu verð- bólgu“ að þeir hafa reynt að hvetja viðskiptaþjóðir okkar til að sameinast urn^ið bjóða of lágt verð í íslenzkar af- urðir. Þjóðviljinn hefur talið slíkt athæfi varða við lög, og utanríkisráðherrann brást reiður við. Það má raunar segja að litlu máli skipti livort sá maður sé dæmdur eftir lagabókstaf eða eltki. I huga þjóðaririnar hefur hann þegar verið dómfelldur, og honum endist ekki ævin ,til að áfplána þariri dóm. 20. þing Alþýðusambands íslands: Allir Immþegar þasrfti að standa saman „Á þeim helming, sem liðinn er af starfstíma- bilinu milli reglulegra sambandsþinga, hafa við- horfin í málum verkalýðsins tekið miklum breycing- um. Nýsköpun atvinnuveganna hefir verið stöðvöð. Innflutningur byggingarvara og annarra ,efnisvara til framleiðslunnar hefir verið skorinn svo 'niög niður, að atvinnuleysið, hinn gamli yágestur verk.i- mannaheimilanna, er nú á ný að skjóta upp ko'iin- um. * Nýjar og miklar tollabyrðar hafa verið lagðar á herðar vinnandi fólks í landinu og verkalýðurinn þar með knúinn af stjórnarvöldunum til hinna lengstu vinnudeilna, þar sem lagt var ofurkapp á að knésetja verkfallsmenn og sundra samtökunum. Eigi að síður stóðust samtök verkalýðsins raun- ina. Vmf. Dagsbrún vann einn hinn þýðingarmesta sigur fyrir verkalýðinn í heild með mánaðar-vei’k- falli. Með liálfs mánðarar verkfalli fékkst þvi framgengt á Norðurlandi, að í öllum síldarverksmiðjunum þar gilda nú Siglufjarðarkjör og þar með takmarki margra ára baráttu verkalýðsins á Norðuralndi náð. Með nær hálfs mánaðar verkfalli í þremur lands- fjórðungum fengu síldveiðisjómenn verulega hækk- aða kauptryggingu, Allar tilraunir til þess að sundra heildarsamtök- unum og lama þau, misheppnuðust og Alþýðusam- bandið kom sterkara út úr átökunum en áður. Fram lenging samninganna nú við þau félög, sem náðu fram launahækkun í deilunum s.l. sumar, staðfestir | m. a. það, að andstæðingunum er ljós þessi styrkur verkalýðssamtakanna. En þar með eru hagsmunir verkalýðsins ekki úr allri hættu, nema síður sé. Gífurlegur áróður ; hefur veri hafinn af hálfu ríkisstjó.rnarinnar og at- vinnurekenda til þess að fá verkalýðinn til að fall- ast á beina ’eða óbeina kauplækkun enda þótt vitað sé, að aldrei fyrr hefur jafn mikill auður verið sam- an kominn á höndum fárra landsmanna og nú er. Verkalýðssamtökin verða því að vera við því bú- in hvenær sem er, að ráðizt verði að þeim af hálfu ríkisvaldsins með gengislækkun, vísitölustýfingu, banni með lögum við kauphækkunum, þ. e. nýjum þrælalögum, og að jafnframt verði neytt allra bragða til þess að ala á innbyrðis sundurlyndi meðal verkalýðsins til þess að liindra eininguUians og sam- heldni gegn þesum hættum. Þingið lýsir sig andvígt hverskonar skerðingu á launþegasamtaka í landinu. * Það leggur rika áherzlu á, að staðinn sé vörður um stéttarlega einingu verkalýðsins innan Alþýðu- sambands íslands. Telur þingið, að gæfa og gengi vinnandi fólks í landinu sé nú jafnvel meira en nokkru sinni fyrr tengd því, að hvert einstakt sam- bandsfélag inrii áf hendi varnarskyldu sína við hagsmuni meðlima sinna, hina félagslegu einingu. verkalýðsins og þau lög, sem stéttarsamtök hans hafa sjálf sett sér. Þingið telur, að gagnvart árásum á lífskjör vinn- andi manna sé nauðsynlegt að mynda samstarf allra launþegasmataka í landinu. Um leið og þingið heitir á verkalýð íslands að sameinast til varnar þeim kjarabótum, er hann hef- ur náð á undanförnum árum, telur það næstu og brýnustu verkefni sambandsins á þessu sviði eftir- farandi: 1. Skapa fullkomna einingu allra verkalýðsfélaga innan Alþýðusambandsins gegn hverskonar árás- um á lífskjör vinnandi fólks, svo sem gengislækkun, stýfingu kaupgjaldsvisitölu, grunnkaupslækkunum, lögum gegn samningafrelsi verkalýðssamtakanna o. s. frv. 2. Koma á samstarfi allra launþega sámtaka í landinu til varnar lífskjörum launþeganna. 3. Að verkalýðssamtökin beiti sér fyrir því, að vinnandi stéttirnar fái beint íhlutunarvald um rekst- ur þjóðarbúsins og að stjórn landsins sé reist á sar.i- starfi víð þessar stéttir, um áframhaldandi ný- sköpun atvinnuveganna og framfarir í landinu.'* .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.