Þjóðviljinn - 23.11.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.11.1947, Blaðsíða 6
ÞJÖÐVILJINN L . Sunnudagur 23. nóvember 1947 67. clagur Tfft iffl"iinirr"~Tinrr*rr Effíir Moraee Me Coy 66. Samsæríð mikla eftir MICHAEL SAYEBS oa ALBEHT E. KAHN Jafnskjótt og fregnirnar af handtöku Savinkoffs og svo stóra „bom-ban" um játningu hans barst til Parísar, hraðaði Sidney Reilly sér til London til samráða við yfir- boðara sína. Hinn 8. september 1924 var birt löng og undarleg yfir'- lýsing frá Reilly í Morning Post, málgagni brez-kra í- haldsmanna. Reilly fullyrti að hin opinberu málaferli í Moskvu hefðu aldrei farið fram. Hann lýsti þvi yfir af- dráttarlaust, að Savinkoff hefði verið skotinn, er hann var að fara yfir landamæri Sovétríkjanna, og málaferlin væru gífurleg blekking: „Savinkoff beið bana, er hann var að reyna að fara yfir landamæri Sovétríkjanna, og sýndarmálaferli, með einn af erindrekum Tsekunnar sem aðalleikara, voru sett á svið í Moskvu bak við læstár dyr‘‘í:' Reilly varði eindregið einlægni Savinkoffs sem samsær- ismanns gegn Sovétríkjunurn: „Eg tel mér sómá að því að hafa verið einn af nánustu vinum hans og fylgjendum, og það er heilug skylda mín að vernda heiður hans. .. . Eg var einn af þeim fáu mönnum, sem vissu þá ætlun lians að fara til Sovétríkj- anna.... Síðustu dagana áour en hann lagði af stað í férðina var ég með honum daglega. Eg var trúnaðarmað- ur hansyog áætlanir hans gerði hann í samvinnu við mig.“ Yfirlýsing Reillys lauk með áskorun til ritstjóra „Morn- ing Post: „Heiðraði herra, ég skora á yður, sem ávalt hafið látið blað yðar vera eindregið baráttublað gegn bolsévisma og kommúnisma, að hjálpa mér til að hreinsa nafn Boris Savinkoffs." Samtímis sendi Reilly einkabréf til Winstons Churc- hills: „Kæri herra ^hurchill! Ófarir Boris Savinkoff hafa vafalaust komið illa við yður. Hvorki ég né neinn amiar af nánustu vinum hans og samverkamönnum hafa til þessa getað fengið áreiðan- legar fregnir af afdrifum hans. Það er sannfæring mín að þessi vinur okkar hafi orðið fórnarlamb einnar verstu og fífldjörfustu blekkingartilraunar, sem Tsekan hafi nokkru sinni reynt. Skoðun þessi er birt í bréfi sem ég sendi Morning Post í dag. Vegna þess að mér er kunnugt um áhuga yðar leyfi ég mér að senda hérmeð afrit af bréfinu. Yðar einlægur Sidney Reilly". En brátt var sannað óvéfengjanlega að málaferlin / höfðu farið fram eins og frá var skýrt, og Reilly neydd- ist til að senda Moming Post annað bréf. Það var svo- hljóðandi: „Hinar nákvæmu, oft hraðrituðu, frásagnir af réttar- höldunum studdar af vitnisburði áreiðanlegra og hlut- lausra manna, hafa staðfest svik Savinkoffs svo að ekki verði um villzt. Hann hefur ekki einungis svikið vini sína, félagssamtök sín og málstað, heldur vitandi vits og al- gerlega gengið á hönd óvinunum. Hann hefur haft sam- vinnu við fangaverðina til að greiða hreyfingunni gegn bolsévismanum liið þyngsta högg og gefið þeim mikinn pólitískan sigur, er þeir geta notað bæði innanlands og utan. Með þessari framkomu hefur Savinkoff um alla tíð þurrkað nafn sitt af heiðursskrá baráttuhreyfingarinn- ar gegn kommúnismanum. Fyrrverandi vinir hans og fylgismenn liarma hið skelfi- lega og vansæmandi fall hans, en þeir meðal þeirra, sem ekki undir neinum kringumstæðum semja við óvini mann- kynsins, láta ekki hugfallast. Siðgæðissjálfsmorð fyrr- verandi foringja þeirra verður þeim aukin hvatning til að þétta fylkingamar og halda áfram baráttunni. Yðar Sidney Reilly. * Þetta var hin fyrsta a£ mörgum fáránlegum „skýringum", sem óvinir Sovétríkjánna gáfu árin eftir byHinguna, til að reyna að ómerkja játningar er erlendir samsærismenn og rúss- neskir landráðamenn gáfu i réttarsölum Sovétríkjanna. Slik- ar „útskýringar" náðu hámarki í hinum svonefndu Moskvu- málaferlum (1936—1938). lausa sorptunnu — það lagði upp úr henni daun af appelsínuberki og káffikorg. „Andskotinn!“ tautaði hann — ekki af því að hann lirasaði, heldur vegna loklausu sorptunnunnar. Kaffikorgur — það var einkehnilegt, hugsaði hann. Þá heyrði hann þrusk áftan við sig, og allt í einu greip hann ofsaliræðsla — hann hafði aldrei á æfinni orðið eins hræddur. Áður en hann gat snúið yið fann hann að eitthvað snerti hnakkann á hattin um hans, og hann vissi, að eitthvað voðalegt var að gerast — vissi, að það var ekki nema brot úr sekúntu milli hans og dauðans. Dauft ljós skein úr enda götunnar — ef hann aðeins kæmist þangað, var honum borgið, en það var í milljón mílna fjar- lægð. Skelfingarópið kafnaði í háisi hans — áður en lmnn gat hljóðað, sprungu hijóðhimnurnar í höfði hans, og götuljósið þeysti beint á hann, rautt og grenjandi. Hann vissi, að það var búið að myrða hann, og í heila hans rúmaðist aðems ein hugsun: Ef Myra hefði nú stanzað. daginn góða, til að fá sér kaffibolla? Síðan klöfnaði efri hluti höfuðsins af honum, og hann féil á andlitið þversum yfir sorptunnuna — en í fallinu reyndi hann að berá höndina upp að nefinu. ENDIR SKÁK Riístjóri: Guðmundur Arnlaugsson (Svíþjóð-Danmörk.) 121/a = 7i/2 Laugarda.ginn 20. og sunnu- daginn 21. september fór fram keppni milli 10 manna sveita Dana og Svía. Keppnin fór fram í Kaupmannahöfn, sín umferðin hvorn dag. Umhugsunartími var 2 stundir á fyrstu 32 leik- ina en síðan 1 stund á hverja 16 leiki. Úrslitin koma engum á óvart, Svíarn'r höfðu fylkt nærri bezta liði sem þeir eiga og þá á ekkert hinna Norðurlandanna sigurvon gegn þeim. Röð skák- mannanna og úrslit skákanna voru sem hér segii1: Danmörk Svíþjóð Hage 1/2 OEkström 1 Va Enev.sen 0 þtLundin V2 1 C. Paulsen 0 lDníelsson 1 0 N. Hansen 0 V2 E. Jonsson 1 (4 J. Nielsen 0 0Z. Nilsson 1 1 V. Nielsen 1 0H. Carlsson 0 1 E. Sörens. 1 þóG. .Skarp 0 % Lauritsen 1 Vo Johansson 0 1/2 Kupferstch 0 x/% Buskenström l’/2 N. Lie 1/2 OSv. Carlss. i/2 1 Samanburður við keppnina milli Dana og Norðmanna sýn- •ir að Svíar eru miklu harð- skeyttari en Norðmenn á fyrstu fimm borðunum og var ekki við öðru að búast. En hinsvegar standa þeir sig lakar en Norð- menn á neðstu fimm borðunum. Það er annars fjörugt skák- líf í Danmörku um þessar numd ir. Norðurjótar kepptu vdð Gautaborg í 5. sinn og hrepptu sinn fyrsta sigur, að vísu mjög nauman: 6% : 5\A. Og í Nörre sundby fór fram bæjakeppni við 6 manna flokk frá Staf- angri. Norska liðið vann glæsi- lega. Það var skipað fjórum bræðrum, þeim Einar, Carlsson Flnn og Halvdan Haave ásamt John Austböe, sem tefldi af hálfu Norðmanna í Buenos Aires 1939, og Sverre Halvor- sen. Ætlazt er til að þessi keppni verði árlegur viðburður. Eftir keppnina fór fram skák- mót í Nörresundby. Þar mætt ust þeir Björn Nielsen og Einar Haave sem telfdu útvarpsskák- ina, er sagt var frá hér í dálk- unum fyrír nokkru. Björn knm hefndum yfir Einar en munur inn var ekki ýkja mikill: 1. Björn Nielsen 6 2. Einar Haave 514 3. Tage Sörensen 4. Keppendur voru 8. I síðasta hefti danska skák- blaðsins — en þaðan eru þess- ar fréttir teknar — skrífar Jens Enevoldsen um skákþing ið í Helsingfors og birtir m. a. skákir sínar gegn Ásmundi og Guðmundi S. í skýringum hans við skák þeirra Guðmund ar kemur fram atriði, er sýn- ir að við eigum margt ólært um undirbúning undir liarða keppni. • í Hastings vann Guðm. sna'gg aralega skák af Aitkens. Þessi skák var birt í „Chess" og þar sér Enevoldsen hana. Hann á að hafa hvítt gegn Guðm. eius og Aitkens hafði haft. Fyrir taflið athugar hann þessa skák gaumgæfilega — og velur siðan sömu byrjun og Aitkens. Guðm. lætur sér þetta vel lynda, hann hefur unnið tvær skákir er byr'juðu eins, gegn Baldri Möller og Aitkens. En í 10. leik verður hann fyrir óþægilegum vonbrigðum —- Enevoldsen hefur fundið nýja. leið er tryggir hvítum ágætt tafl! Hér kemur skákin. Skýringar Enevoldsen eru tals- vert styttar sakir rúmleysis FRANSKUR LEIKUR Helsingfors 6. ágúst 1947. J. Enevoldsen G. S. Guðmundsson 1. e2—e4 e7—e6 2. d2—d4 d7—d5 3. Rbl—c3 Rg8—í'6 4. e4—e5 Rf6—d7 5. Rc3—e2 Framhald Steinitz. Hvítur vill umfram kllt halda peðunum á d4 og c5 til að þrengja að svörtum. c5 svarar hann með c3 og f6 með f4. 5------c7—c5 6. c2—c3 Rb8—c6 7. f2—f4 b7—b5 Framliald Guðmundar. 8. Rgl—f3 Dd8—b6 9. a2—-a3 Ætlunin er 10. b4 91inui!||llll!l||l!!iinilllíiilltilll!IIli!!illli!13UIIIUiii!]iI!UUIliU!jUi!!IUngIUi:UlimUil»tAniIIIilillimi,kuiúI]lí!!:ilIimiiiilIiUIU»,3UluiUIUt;i!!U![!n!!mDliiimUIMUUlUi!iiiUi»tBUUÍiU3ím<(IU!U!i:aiUl>liittiUSlU!l!!IiJiUU9 D A V Í Ð Framhald á 7. aiiltt, fflnwiiiiiiiiiMitæí!*..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.