Þjóðviljinn - 04.12.1947, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.12.1947, Blaðsíða 1
Enn ósamkomulag 12. árgangur. Fimmtudagur 4. desember 1947. 278. tölublað. Umræður um dýrtíðarfrumvarp sósíalista "*sins erárásá undir yfirskinl dýrt IðarráSsfafana Ríkisstjóriim treystir sér ekki aö svara til saka? og for- sœtisráðherrami llýr a£ hólmi þegar blekkingarvaðall hans er tættur sundur M® E Ríkisstjórnin hefur ekki treyst sér til að svara þeim þungu sökum er sósíalistar hafa borið á hana í umræðunum um dýrtíðarfrum- varp sósíalista né mótmælt einu orði tillögun- um um ráðstafanir til tryggingar rekstri út- # vegsins. Það eina sem stjórnarliðið hefur fram fært í þessu máli eru mótmæli gegn afnámi tolla á nauðsynjavörum, er Stefán Jóhann og Gylfi Þ. Gíslason hafa flutt, en með slíkum endemum að þeir gerðu sig að viðundri fyrir falsanir á tölum er fyrir liggja í plöggum sem ríkisstjórnin hefur sjálf látið útbúa! „Kjarni málsins er sá,“ sagði Lúðvík Jósefs- son í umræðunum í gær, ,,að núverandi stjórn- arflokkar eru ekki að reyna að ráða bót á verð- bólgunni, heldur eru þeir að reyna að koma fram langþráðum launalækkunum. Þessvegna er stjórnarliðið andstætt hinum raunhæfu til- lögum sósíalista.“ Framleiðslustéttirnar lítilsvirtar Lúðvík sýndi fram á hve iangt vœri frá því að ríkisstjóm in vildi hafa samráð við fram- leiðslustéttir þjóðfélagsins um úrræði í dýrtíðarmálinu. Kölluð hefði verið saman stéttaráð- stefna, en í þrjá mánuði hefði ríkisstjómin varla fengið henni neitt að starfa. Nú tilkynnir stjórnin hinsvegar að hún mvrni næstu daga skella fram dýrtíð- arfrumvarpi, án þess að þær tiílögur hafi verið bomar und- Harðar deilur á ráðstefnu sósíal- demokrata Alþjóðaráðstefnu sósíal- demókrata í Antwerpen er ný lokið. Þar var ákveðið með 12 atkv. gegn 4 að veita þýzkum sósíaldemókrötum inngöngu í samtökin. Fellt var með 9:8 atkv. að veita búlgörskum sósí aldemókrötum inntöku með full um réttindum. Ráðstefnan- lýsti sig samþykka að bandarísk að- stoð sé þegar þegin af Evrópu- ríkjunum, ef hún er ekki bund- in neinum stjóramálalegum skil yrðum. Ákveðið var að stófna ekki alþjóðasamband sósíal- demókrata að svo stöddu en hafa áfram upplýsingaskrif- stofu í London. Harðar deilur urðu á ráðstefnunni milli sósíal- demókrata frá Austur- og Vest ur-Evrópu. ir stéttaráðstefnuna! Þær ráðstafanir, sem nú eru nauðsynlegar, verður að ger'a í samvinnu við aðalframleiðslu- stéttir landsins, en í stað þess kýs ríkisstjómin að sniðganga stéttaráðstefnuna og lítilsvirða með því þau fjöldasamtök er þangað sendu fulltrúa. Er ríkis stjómin að leita að lausn sem er' á þann veg að ekki henti að hafa 3amstarf við aðalfram- leiðslustéttir landsins ? Aðferð ríkisstjómarinnar gefur fylli- lega í skyn að svo sé. Raunhæfar ráðsíafanir til að tryggja rekstur útvegsins Lúðvik ræddi síðan ítarlega þá kafla fmmvarpsina sem miða að því að tryggja rekstur bátaflotans. Lagði hann áherzlu á að tíminn væri orðinn naum- ur, útvegs- og sjómenn yrðu nú Markoskallar . Grikki til vopna Útvarpsstöð gríska Lýðrasðis hersins flutti í gær ávarp frá Morkos hershöfðingja, þar sem hann skorar á alla Grikki, að m>mda baráttusveitir og taka upp baráttuna með Lýðræðis- hernum. Skipar Markos öllum meðlimum ELAS hersins, sem barðist gegn Þjóðverjum á stríðsámnum undir forustu han3, að gefa sig þegar fram til herþjónustu. Síldarverðið lækkað ti! sjémanna svo milliliðirnir græði því meira. Verðið á síldinni til veiðiskipanna hefur nú verið lækkað úr kr. 32 málið í kr 30. Þetta er gert tfl að sjómennirnir skuii greiða keyrslukostn- aðinn frá veiðiskipunum að stóru fiutningaskipunum. Hins vegar virðist þessa sízt þörf þar sem vitað er að stóru skipin sem fá 22 kr. fyrir ao flytja síldarmálið græða á því óhemju upphæðir, J»\ í tnttugu og tveggja ltrónu flutningsgjaldið var miðað viö smá skip sem llytja innan við eða allt að 1000 mál. Þannig mun t. d. True Knot græða um 400 þús kr á einni ferð til Siglu i'jarðáf. Stjórnarvöldin eru enn söm við síg, alltaf vega þau í sahia knérunn, alltaf skulu niilliliðirnir sitja í fyrirrúmi en sjó- menn og útvegsmenn að borga. Samkomulag um þátt- töku í friðarráðstefn- unni strandar á Mars- halL Aðstoðarmenn utanríkisráð- herranna skiluðu í gær skýrslu uin störf sín að friðarsamningi við Austurríki. Áttu þeir að ræða málamiðlunartillögu Frakka, um að vissár þýzkar eignir í Austurríki skyldu af- hentar hernámsveldunum sem stríðsskaðabætur, en aðrar þýzkar eignir skyldi austur- rísku stjórninni gefinn kostur á að greiða í peningum eftir mati. Ekkert samkomulag hafði náðst. Sjálfir ræddu ráðherramir í gær um hvaða ríki ættu að taka þátt í ráðstefnu um friðar- samning við Þýzkaland. Bevin bar fram málamiðlunartillögu um að þau riki, er sendu her gegn Þjóðverjum eða þoldu þýzkt hernám skyldu öll fá þátttöku, og síðah geta boðið ríkjunum, er lögðu fram ann- arskonár aðstoð til stríðsrekst- ursins með meirihlutasamþykkt. Molotoff og Bidault samþykktu tillöguna en samkomulag strand aði á Marshall. 1 gærkvöld vom ráðherrarnir og aðstoðarmenn þeirra í boði hjá Georg Breta- konungi. þegar að fá að vita að hVerju mætti ganga með vertíðina í vetur. Um það hvemig tryggð skuli veti'arvertíð nú í vetur hefðu engar raunhæfar tillögur kom- ið fram nema tillögur sósíalista Sýndi Lúðvík fram á, hve gíf- urlega miklu nema þeir útgjelda liðir bátaútvegsins, er frv. f jall- ar um, frestun á afborgunum lána, ráðstafanir til að lækka vaxtagreiðslur, tryggingarið- gjöld, beituverð og viðltalds- kostnað. Þessi lækkun rekstrar kostnaðar, ásamt fyrirfram tryggingu á fiskverði, sem lagt er til að verði það sama og í fyrra, nægði með öllum ráðstöf- unum frumivarpsins til a€ tryggja rekstur útgerðarinnar. Framh. á 4. síðu. Atvinnuleysingj- ar fá auka- skammt 1 gær héldu þúsundir atvinnu leysingja í Milanó á Norður- Italíu f jöldafund og fóm i kröfu göngu til bústaðar héraðsstjór- ans. Kröfðust þeir aukinna op- inberra framkvæmda og stytts vinnutíma í iðnaðinum til að bæta úr atvinnuleysinu. Héraðs stjórinn kvaðst skyldi gera sitt til að fá kröfum þeirra framg. og tilkynnti jafnframt, að hann hefði fyrirskipað að selja at- vinnuleysingjum 40 tonn af makaróni, sykri og feitmeti við kostnaðarverði. Allsherjarverk- fall s Messína Ailsherjarverkfall hófst í gær í Messína héraði á Sikiley. Nær verkfallið þegar til 150.000 verkamanna. Verkfallið er gert til að -mótmæla hinu háa verði lífsnauðsynja, sem veldur sí- versnandi skorti meðal almenn ings. Þing SÞ í París, Prag eða Haag Trygve Lie, aðalritari SÞ hef ur tilkynnt, að hann muni fara til Evrópu á næstunni til að á- kveða, hvar halda skuli næsta allsherjarþing SÞ. Þrjár borgir koma til greina: París höfuð- borg Frakklands, Prag höfuð- borg Tékkoslóvakíu og Haag höfuðborg Hollands. Flokkskólinn r-erður í kvöld kl. 8,30 að »órsgötu . Skólastjórnin Hagaoah sakar Breta mn slælega öogu gegi Aröbuiíi í FalesÉn Haganah, hinn hálfopniberi her umboðsráðs Gyðinga í Palesfcínu, gaf í gær út yfirlýsingu, þar sem sagt er, að annað livort vilji Bretar ekki eða geti ekki verndað Gyðinga í Palestínu fyrir árásum Araba. Segir Haganah, að Bretar ættu annað hvort að halda uppi lögum og reglu eða afsala sér völdum í hendur þeirra, sem hafa bæði vilja og getu til þess. íkveikjum haldið áfram í gær héldu Arabar áfram að kveikja í húsum Gyðinga í Jerú salem. Stjóm Breta hefur fyr- irskipað sólarhrings útgöngu- bann í Gömlu borginni í Jerú- salem. Milli Jaffa og Tel Aviv lenti vopnuðum sveitum Araba og Gyðinga saman í fyrrinótt og vom tveir menn drepnir af hvorum. I gærkvöld kveiktu gej-mslu Gyðinga og stóð hún í ljósum loga, er síðast frétt- ist. Fundur í Arababandaiaginu Stjómmálanefnd Arababanda lagsins, en í henni eiga sæti utanríkisráðherrar Arabaríkj- anna, hefir verið kölluð samaii til fundar 6. des. til að, ræða um framkvæmd ákvarðana þeirra um sameiginlegar aðgerð ir til að hindra skiptingu Pá’c- stínu, sem teknar voru á fuhc'i bandalagsins í Beymt í oktcber. Reglulegur bandalagsfundur kemur saman 12. des. og cr búizt við að forsætisrácherrar Arabar í geysistórri timbur- Arabaríkjanna sitji hann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.