Þjóðviljinn - 04.12.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.12.1947, Blaðsíða 6
6 ÞJÖÐVILJ fKN . -Fimjn4ndag.ur A. tiesember 19-t7. 75. Samsæríð mikla 7. dagnr eftir MICHAEL SAYERS ©g AL5ERT E. KAHN GLÆPSIR SYLVESTRE BONNARDS XI. KAFLI Forleikur með bardagabumbum. Þó friðsamlegt væri á yfirborðinu um miðjan þriðja áratug aldarirmar .var þveður í aðsigi. Hjá hinum geysi fjölmennu þjóðum: nýlendna og há^fnýléndná heimsins höfðu nýjar frelsisvonir váknað vegna fordæmis rúss- nesku byltingarinnar, þjóðernishreýfing þeirra efldist svo að hinn höfuðþungi iíkami heimsveldanna riðaði til falls. Óveðrið skall á vorið 1926. Bylting blossaðí upp í Kína, þar sem samfylking Kúomintang og kommúnista steypti frá völdum hinni spilltu einræðisstjóm í Peking, lepp- stjórn hinnar vestrænu heimvaidadrottnunnar, og stofn- aði sjálfstætt Kína. í kjölfar þessa atburðar hófst óðar áróður gegn Sovét- ríkjunum í Asíu og á Vesturlöndum. Kínverska byltingin, uppreisn hundruð milljóna kúgaðs fólks gegn erlendri og innlendri áþján, var fordæmd sem bein afleiðing af „Moskvusamsæri." Japanskeisari iýsti sig þegar reiðubúinn að verða! „verndarmúr gegn bolsévismanum“ í Asíu. Til þess hvatt- ir af vesturveldunum bjuggust Japanar til innrásar í Kína til að bæla niður byltinguna. Forsætisráðherra Jap- ana, Tanaka hershöfðingi, afhenti keisaranum hina frægu leynilegu áætlun með markmiðum japönsku heimsvalda- stefnunnar: ,,Til þess að ná heimsvöldum, verðum vér fyrst; að sigra Kína, öll önnur Asíulönd í suðri mundu þá j óttast oss og ganga oss á hönd .... Með öll auðæfi Kina á voru valdi er leiðin greið til hemáms Ind- lands, Suðurhafseyja, Litlu-Asíu, Mið-Asíu og jafn- vel Evrópu. En fyrsta skrefið verður að ná valdi á Mansjúríu og Mongólíu .... Fyrr eða síðar verð- um vér að heyja stríð við Sovétríkin .... Og ætt- um vér í framtíðinni að ná valdi yfir Kína, verðum vér fyrst að mola Bandaríkin." * í marz 1927 gerði hinn alræmdi hershöfðiiigi og japans- leppur Tsang Tsolín árás á soVétsendiráðið í Peking, og lýsti því yfir að hann hefði fengið sannanir fyrir bolsé- víkasamsæri gegn Kína. Með því hófst kínverska gagnbylt ingin. Kúomitang fékk loforð frá Japönum, Bretum og ingin. Kúomintang fékk loforð frá Japönum, Bretum og herinn rauf fyrirvaralaust bandalagið við bandamenn sína kommúnistana og réðist á þá. Fjöldamorð hófust. Þúsundir kínverskra verkamanna, stúdenta og bænda grunaðiríum fylgi við frjálslyndar skoðanir og kommún- isma voru handteknir í Sjanghai, Peking og annars- staðar og skotnir eða settir í fangabúðir og pyntaðir til dauða. Borgarastyrjöld flæddi yfir Kína. En kínverska byltingin hafði leyst úr læðingi frelsis- hreyfingar Asíuþjóðanna. Það ólgaði í Indónesíu, Indó- kína, Burma og Indlandi. Heimsvaldasinnarnir urðu al- varlega skelkaðir og litu til Japans sem bjargvætts frá , .bolsévismanum. “ Samtímis tóku herforingjaráðin í Evrópu að dusta rykið af gömlum áætlunum um herferð gegn bolsévismanum og almenna árás á Sovétríkin. Á alþjóðaráðstefnunni í Locarno árin 1925—1926 létu stjórnmálamenn Bretlands og Frakklands einskis ófreist- að til að ná samningum við Þýzkaland um sameiginlegar aðgerðir gegn Sovétríkjunum. Talsmaður brezka íhaldsins hinn virðulegi ráðherra W. C. A. Ormsby-Gore, hélt ræðu í Manchester 23. okt. 1924 og var þar ómyrkur i máli .um málatilhögunina í Locarno. „Samheldni hinna kristnu menningarþjóða er nauðsynleg til að stemma sigu fyrir hinum skugga- legustu öflum sem hafa komið ekki einungis í okkar ævi heldur einnig í sögu Evrópu. Baráttan í Locarno, frá mínu sjónarmiði, er um þetta: Telur Þýzkaland framtíð sína tengda örlög- um hinna voldugu vestrænu stórvelda, eða ætlar það að vinna með Sovétríkjunum að tortímingu vest-1 rænnar menningar? [ * Tanakaáætlunin var rituð 1927 og birt 1929 er Tsang Hsuetiang hinn ungi Mansjúríu marskálkur, keypti hana af japönskum erindreka. Kínanefndin í Institute of Pacific Kelation birti skjalið í Banda- ríkjunum og varð það þannig heimskunnugt eitir Anatoie Franee Það er einkennilegt hvernig fjölskyldan Coccoz blandast í huga mínum saman við djáknann Jean Toutmouillé. —- Theresa, segi ég um leið og ég sezt í hæginda- stólinn, látið mig vita hvemig hinum unga Coccoz líður, og hvort hajin. .er, þúinn;|ið taka tennur, og réttið mér inniskóna!! - Hann ætti að vera búinn að taka þær, herra, segir Theresa, en ég hefi ekki séð þær. Það var einn góðan veðurdag í vor að móðirin hvarf úr húsinu á- samt baminu og skildi eftir allt sitt hafurtask. Það fundust eftir hana í geymslunni þrjátíu og átta tómir smyrslabaukar. Annað eins hefi ég aldrei heyrt. Hún fékk heimsóknir síðustu vikumar og nú haldið þér víst að hún sé gengin í klaustur, Frænka húsvarðarins segist hafa mætt henni í skrautvagni í Breiðstræti. — Sagði ég ekki alltaf að þessi manneskja mundi fara í hundana áður en lyki. — Það er ekki útséð um það enn. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Eg vil ráða yður til að tala ekki ofmikið við húsvörðinn. Eg mætti frú Coccoz einu sinni í stiganum með bamið, og mér sýndist það vera vel hirt. Það verðum við þó að telja lienni til málsbóta." „Já satt er það herra að hún lætur krakkann ekkert vanta. Hún færir hann í hrein föt á liverjum degi sem guð gefur yfir, og syngur við hann frá morgni til kvölds, en hann hlær við. — Theresía! Þekkið þér málsháttinn: Ekki þrífst ókysst barn? 8. júlí 1852. Þegar ég vissi að til stóð að gera við grafhvelf- ingu kirkju Heilagrar meyjar í Saint-Germain-des Prés, fór ég þangað í þeirri von að finna gra Jetur sem komið hefði upp við gröftinn. Mér skjátlað- ist ekki. Húsameistarinn sýndi mér stein sem hann hafði látið reisa upp við vegginn. — Eg lagðist á hnén, til þess að lesa letrið á steininum og las i hálfum hljóðum í rökkri þessarar ævagömlu grafhvelfingar þessi orð sem komu hjarta mínu til að slá hraðar. Hér hvílir Jean Toutmouille, munkur við kirkju þessa sem lét setja í silfurskrín bein dýrlingaima sankti Vincents og sankti Amants. Hann var göfug- ur maður og hugprúður. Biðjið fyrir sál hans. Eg þurrkaði varlega með vasaklútnum rykið af þessum legsteini og mig langaði til að kyssa hann. Það er hann. Það er Jean Toulmouille! hrópaði ég upp yfir mig, og orðin bárust aftur að éyr- um mér ofan úr hvelfingunni, í slitrum, líkt og þau hefðu- brotnað. En þegar ég sá svipinn á andliti hins alvörugefna og þögula varðmanns sem kom í áttina til min, blygðaðist ég mín fyrir að hafa iátið í ljós þessa hrifningu, og flýði burtu gegnum skvettur af vígðu vatni frá tveimur lcirkjurottum og mynduðu þær kross á brjóstinu á mér. — Hvort þetta var ekki hann Jean Toutmouille; wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmstmmmmmfmm D A V I Ð enginn efi á því. Þetta var þýðandi Gullnu helgisagn arinnar, höfundur ævisagna dýrlinganna Gemain’s Vincents. Ferréoís, Droctovée, og hann var í lifandi lífi munkur Saint Germain-des-Prés, ein og ég hafði haldið. Og hvílíkur munkur, góður og frjálslyndur! Það verður að gera skrín, úr silfri tit að: geyma í þessi dýrmætu bein, svo að þeim geti ekkert grand- að. En mun ég nokkru sinni fá að þekkja verk hans eða mun þessi nýja Uppgötvun aðeins verða til þess að auka á löngun mína til að sjá þau? 20. ágúst 1859. ,,Eg er sá sem gef hverjum manni hinar góðu stundir og einnig hinar erfiðu: hinum góða gef ég gleði og hinum illa hrellingu; enginn fær stöðvað flug mitt. Lastið mig ekki þó að ég svifi flughratt yfir árunum." Hver talar svona? Það er öldungur sem ég þekki fullvel, það er Tíminn. Þegar Shakespeare hafði lokið við þriðja þátt af Vetrarævintýri, lét hann líða langan tíma milli þátta svo að Perdíta litla mætti verða fullvaxta. Og við upphaf næsta þáttar lætur hann GamJa manninn með ljáinn birtast, til þess að minna áhorfendur á hina mörgu löngu daga sem íþyngt hafa hinum aldna afbrýðisama Leontes. Hér hefi ég sett margra ára bil milli þátta í frá- sögu minni, og ég fer að dæmi skáldsins, læt tím- ann flytja formálsorð fyrir þessum þætti með til- liti til þeirra ára sem féllu úr því að mörg ár hafa liðið, án þess að nokkuð hafi verið skrifað í þessa bók, en því miður hefi ég ekkert að segja af neinni Perdítu „sem vaxið hefur í náð.“ Æskan og fegurð- in eru venjulega tryggir förunautar skáldanna. Þess ar hugþekku verur heimsækja sjaldan okkur hina, en þó flesta einu sinni á ævinni. Þær tolla ekki lengi hjá okkur. Ef framliðinn skuggi einhverrar Perdítu tæki upp á þvi ólíklega athæfi að koma i heimsókn í heila minn mundi hún reka sig óþyrmilega á undin horn gamals bókfells. Gott eiga skáldin! Ekki hræða hærur þeirra hina hviklátu svipi Helenu, Fransisku, Júlíu eða Dóróþeu. En nefið á Sylvestre Bonnard eitt hefði nægt til að hrekja á flótta allan þennan hóp frægra ástmeyja frá liðnum öldum. Og samt kunni ég að skynja fegurðina. Samt varð ég var hennar. Samt hef ég kunnað að skynja fegurðina, samt hef ég fundið til hins óskiljanlega yndis sem náttúran blæs. i brjóst hverri skyni- gæddri veru, og lífi gæddur leir hefur einu sinni vakið mér samskonar hroll sem skáldunum. En ég hefi livorki kunnað að elska né syngja. í hugskoti mínu. þar sem ekki verður þverfótað fyrir gömlum skræðum og gömlu letri, fiiin ég líkt og gleymda mynd í glugga uppi i geymslu, bjart and- lit sem hefur myrtugræn augu. Bonnard minn. Þér eruð gamalt flón. Eg ræð yður til að fara að lesa bókaskrá, sem bókasafn í Flórenz er nýbúið að senda yður. Þetta er handritaskrá og þar er lýsing á nokkrum merkilegum handrítum sem hafa varð- veitz í eigu einhverra sérvitringa á ítalíu og' á Sikil-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.