Þjóðviljinn - 04.12.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.12.1947, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐVILJINN Fitnmtudagor 4. desember 1947. þJÓDVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu- stíg 19. — Simi 7600 (þrjár línur) Áskriftarverð: kr. 8.00 á mánuði — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja I'jóðviljans h. f. Sósíalistaflokkurlnn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur) l------------------------------------------------- Leppmeimska í stað hlutleysís Þjóðviljinn benti á í fyrradag að orðið landráð væri ekki almennt stóryrði heldur væri merking þess skráð í hinum almennu hegningarlögum og samkvæmt þeim gæti herstöðvasamningurinn ekki nefnzt annað en landráð. Morgunblaðið minnist á þetta i leiðara í gær og reynir að vonum ekki að hrekja að herstöðvarsamningurinn varðar við landráðalöggjöfina. Hins vegar segir Morgunblaðið með háðsyrðum að lagagreinamar sem vitnað var í séu „hlutleysisparagraff hegningarlaganna“, og heldur áfram á þessa leið: „Annars væri það ómaksins vert að ræða hugtakið hlut- leysi dálítið nánar. Það er að sjálfsögðu æskilegt fyrir smáþjóðir að geta haldið hlutleysi sínu til streitu. En hvaða reynslu hafa þessar þjóðir af skjóli þess? Spyrjið Hollendinga, Dani, Norðmenn, Belgíumenn o. s. frv., hvaða öryggi hlutleysi þeiira hafi á síniun tíma veitt sjálfstæði þeirra, lífi og limum borgara þeirra. Eða Eistlendinga og Letta?” Það er því svo að sjá sem M.bl.-menn hafi áhuga á að breyta hinum almennu hegningarlögum, eins og Þjóðvilj- ftin stakk að þeim, og þá að sjálfsögðu þannig að herstöðva samningurinn verði ekki framar landráð, heldur eipstætt afrek í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. í stað hlutleysis kæmi þá leppmennska, ,,vemd“ hins westræna herveldis. Sú breyting væri sannarlega í rökréttu áframhaldi af at- burðunum 5. okt. 1946. Má þjóðin ef til vill vænta frum- varps um það efni á þessu þingi? „Sýnd veiði en ekki gefin“ \ Hin geysilega síldveiði síðustu vikna hefur glætt nýjan stórhug og bjartsýni með þjóðinni. Þeir sem áður voru famir að kikna undan fargi bölmóðsins og svartsýninnar, sem blöð ríkisstjómarinnar hafa verið barmafull af undan- fama níu mánuði, bera nú aftur höfuðið hátt. Og jafnvel blöð stjómarinnar sjálfrar eru farin að hasast upp á því að boða „fórnir“ og „nýjar byrðar". Hinar fölsuðu skýrslur f járhagsráðs, hinar sviknu röksemdir blaða og útvarjis hafa drukknað innan um spriklandi síld sem þegar hefur fært þjóðinni tugi milljóna í erlendum gjaldeyri. En á sama hátt og síldveiðin hefur kippt stoðunum und- an hrunboðskap stjórnarinnar- hefur hún einnig fært mönn- um heim sanninn enn á ný um getuleysi þessarar sömu stjómar, fyrirhyggjuleysi og slóðaskap. Eftir síldargöng- una í fyrravetur bjuggust allir sjómenn við nýrri veiði í ár og bjuggu sig undir hana. Ríkisstjórain hefði einnig átt að gera sínar ráðstafanir, búa þannig í haginn fyrir útveg- inn að veiðin gengi sem greiðlegast, og skipin gætu losnað við afla sinn án tafa, að nægilegt væri til af nauðsynlegum veiðafærum og útbúnaði handa sjómönnum o. s. frv. En eins og allir vita gerði ríkisstjórnin ekki neitt í þá átt. Á þessu sviði eins og öðrum eyddi hún öllum tíma sínum og orku í áróður og blaðaskrif og svívirðingar um sósía- lista, sem einkum var rökstutt með þvi að þeir 'hefðu eytt of miklu fé til útvegsins! Þess vegna hefur tekizt svo illa til undanfarnar vikur að allt of lítið hefur verið til af veið- arfærum og skipin hafa orðið að Iiggja stórum lengur í höfn og biða löndunar en þau gátu verið við veiðar. Það mun varlega áætlað að helmingi meiri síld hefði verið kom- in á land nú, ef vel hefði verið í haginn búið fyrir skip- in. Og þess hefur ekki heldur orðið vart að ríkisstjómin hafi haft mikinn áhuga á að bæta fyrir afglöp sín eftir að veiðm hófst. Þær miklu endurbætur sem orðið hafa síð- an hafa allar verið gerðar að frumkvæði útvegsmanna Skiptilag skipulags- leýsis Hvert það skref, sem ríkis- stjórnin stígur í þá átt að koma sínu „skipulagi" á þetta þjóðfélag, einkennist fyrst og fremst af skipulagsleysi. Allir muna, hvernig til tókst með nótufarganið hans Emils. Það endaði í jafn miklu skipulags- leysi og það byrjaði, — hafði engan jákvæðan árangur en allan neikvæðan, — kom því einu til leiðar, að fólk gat ekki fengið keyptar í búðum ýmsar nauðsynjavörur nema sam- kvæmt einhverjum seinlegum kúnstarinnar reglum skipulags leysis í tilgangsleysi. Svo fædd ist skömmtunarkerfið og faðir skipulagsleysisins, Elís Guð- mundsson, til þess kjörinn af ríkisstjóminni, tók að boða mönnum ætlunarverk þess í lífinu með ruglingslegum út- skýringum á ruglingslegu kerfi, ruglaður sennilega sjálfur. * Aihending nafnskírteina Nýjasta dæmið um það, hvernig „skipulagsráðstafanir" verða í höndum ríkisstjórnarinn ar að skipulagsleysi er nafnskír teinafarganið. Um það farast A. D. orð á þessa leið: „Eg var i hópi þeirra, sem fyrstir voru kallaðir til að sækja nafnskírteini til hins op- inbera. Hið opinbera hefur fengið pláss upp á lofti í Gúttó og þangað eiga menn að sækja sín nafnskírteini. Ekki er hægt að segja, að hið opinbera liafi í þessu efni verið stórtækt á húsrýmið, því þegar ég kom þangað upp í dag (þriðjud. 2. des.) voru þrengslin meiri en fyrir utan skóbúð á morgni nýrrar bomsusendingar og tróðst hver sem betur gat. ★ Fá verður betra hús- næði ,,Eg er enginn átakamaður og lítt gefinn fyrir slagsmál, enda komst ég ekki að afgreiðslu- borðinu, Íjut en eftir langan tíma. Sannleikurinn er sá að þetta húspláss, sem hið opin- bera hefur valið sér sem bæki- stöð til afhendingar á skönnun- argögnum fyrir þvi að þú og ég séum í raun og veru þú og ég, er alltof lítið. Það kemur ekki annað til mála en að fengið sé betra húsnæði fyrir nafnskír- teinin. Hversvegna er til dæmis verið að kúldrast með þetta uppi á lofti í Gúttó. Hversvegna er salurinn þarna niðri ekki not- aður sem skrifstofa fyrir af- hendingu nafnskírteinanna ? ★ Illa i'arið með tímami ,,En ofan á öll þrengslin þarna uppi bætist svo það, að menn geta vegna þrengslanna hvergi greinilega séð, hvar þeir eigi að koma að afgreiðslu borðinu til þess að vera sem næst þeim spjaldkassa, sem geymir nafn þeirra. Þannig varð t. d. maðurinn sem komst að afgreiðsluborðinu næstur á imdan mér að fara alveg yfir að hinum endanum og troðast þar á nýjan leik til að komast þangað sem nafn hans var að finna í kössunum. Ýmislegt fleira mætti benda á til dæmis um það, að þarna er verið að fara mjög illa með tima fólks vegna skipulagsleysis. Fyrir- komulagið er í rauninni alveg óhæft. — A. D.“ Dýrtíðarmállð á Alþingi Framhald aí 1. sáðu. Þeir sjá ekkert nema launin Dúðvik átaldi rikisstjómina og stjómarflokkana fyrir trassa skap og ábyrgðarleysi í þessum málum. Bæri allt þess merki að stjómarliðið hefði lítinn áhuga á að lækka tilkostnað útgerðar innar svo um mimaði, heldur væri alltaf einblínt á einn lið, vinnulaunin. Þar kvæði alltaf við að þau ætti að skerða, en þeir liðir sem sósíalistar legðu til að lækkaðir væru og veru- lega munaði um, virtust stjórn- arliðinu heilagir og ósnertandi. Launalækkun kæmi báta- bátaútvegnum að harla litlu gagni, og mimdi reynast erfitt að reka bátana án þess að ann- aðhvort væri tryggt mjög hátt fiskverð eða ráðist yrði á þá háu útgjaldaliði sem hér hafa verið nefndir. ' Blekkingarvaðall Stef- áns Jóhanns og Gylfa Þ. Gíslasonar Lúðvík tók þvi næst ræðu Stefáns Jóhanns og reiknings- tilvitnanir til meðferðar og sannaði með tilvitnunum i sömu útreikninga að ráðherrann hef ði farið með vísvitandi ble.kking- ar varðandi kostnað ríkisins af þeim ráðstöfunum er. frumvarp- ið gerir ráð fyrir um afnám tolla á nauðsynjavörum. I þeim iitreikningum er ráðherrann veifaði er skýrt tekið fram að þær ráðstafanir lækki vísltöluna um 21 stig, en Stefán Jóhann hélt því fram að lækkunin yrði aðeins 15—17 stig. Og míðað við þá áætlun sem rikisstjórn- in hefur gert um innflutning á næsta ári, missti ríkissjóður íl tekjur 12—13 milljónir við nið- urfellingu þessara tolla en ekki 25 milljónir eins og Stefán hélt fram. En hinsvegar hafa hag- fræðingar ríkisstjóm:irmnar reiknað út að fyrir hvert stig sem vísitalan lækkar, spari rik- ið beinlinis 683 þús. kr„ eða 14—15 tniHjónir við þau 21 stig sem visitalan lækkaði vlð af- nám tollanna skv. frumvarp- inu. Jafnframt yrði samkvæmt til lögum frumvarpsins afnuminn milliliðagróði heildsalanna og komið skynsamlegu skipulagi á innflutningsverzlunina en þær ráðstafanir mundu lækka vísitöl una um nálægt 20 stig. Útkom- an af ráðstöfunum frumvarps- ins yrði því sú að ríkið græddi á Icostnað heildsalanna veru- lega upphæð, 14—15 milljónir. En þá væri komið við hjartað i þeim flokkum og blöðum, sem byggðu tilveru sína ekki sizt á fjárframlögum heildsalanna. Þeir flýðu af hólmi Stefán Jóhann flýði af hólmi, | hélt sig í hliðarherbergjum og var að skjótast inn í þingsalinn öðru hvoru. I stað þess að að reyna að bera hönd fyrir höfuð sér sendi hann flokks- mann sinn, Gylfa Þ. Gíslason, sem reyndi af veikum mætti að verja falsanir forsætisráðherr- ans, en ávann ekki nnnað en að verða að viðundri, er Lúðvík Jósepsson og Áki Jakobsson 'tættu sundur blekkingavaða! hans. Hefur forsætisráðherra sjaldan staðið jafn berskjald- aður og varnarlaus eins” og Stef án Jóhann eftir frammistöðuna í fyrradag og máttlausa vörn hins vikaliðuga „vinstri m.anns“ Gylfa Þ* Gíslasonar er árangurs laust lagðist svo lágt að reyna að verja tuskuna í forsætis- ráðherrastólnum. Umræðunni varð ekki lokið í gær og 'rar frestað. sjálfra, en forustu þeirra hefur haft Landssamband ísl. útvegsmanna. Ef forustumenn útvegsins hefðu ekki tekið til sinna ráða er svo að sjá, sem ríkisstjómin hefði látið allt svamla., á þessu sviði sem öðrum, og skeytt í engu þótt þjóðin glataði milljónum á milljónir ofan. Enda er síldin vart ríkisstjórninni nokkur auðfúsugestur, eftir það sem á undan er gengið. Blöð ríkisstjómarinnar hafa að vonum verið fámál um þessar stórvægilegu vanrækslur. Það ætti þó að vera hægur inn hjá t. d. Alþýðubl. að finna viðurkvæmileg orð um at- hæfi núverandi stjórnar. Aðstandendur þess blaðs geta t. d. lesið leiðara sem það birti 1. jan. 1947 og hét „Sýnd veiði en ekki gefin". Er þar talið að mjög illa hafi verið á málum haldið í sambandi við Kollafjarðarsíldina, talað um „amlóðahátt“ Áka Jakobssonar og annað slíkt, Fúk- yrðaaustur- Alþýðublaðsins var þá á engum rökum reistm' enda kom Kollaf jarðarsíldin öllum að óvörum. En nú þeg- ar vissulega hefur verið ástæða til stóryrða þegir Alþýðu- blaðið. En þögn getur einnig verið áhrifameiri en mörg orð!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.