Þjóðviljinn - 07.12.1947, Síða 3

Þjóðviljinn - 07.12.1947, Síða 3
Sunnudagur 6. desember 1947. í» JÓÐVIL JINN Heimsókn minninganna Thonisens og varðandi hann. 1838—1858. FinnuL' Sigmundsson bjó . til prentunar; . Hiaðbúð. Rvk. 1947. SOMJil GULLSMiÐSINS Á BESSASTÖIiUM Sonur gullsmiðsins á | Skýringargreinar, sem Finn Ressastöðum. Bréf Gríms ur Sigmundsson hefur sett á undan og eftir- hverju bréfi, eru hjálp við lesturinn og smekklega gerðar. Bréfasöfn eru dauðar bókmenntir öllum almenningi, nema skýringar fylgi. Hér hafa hin yfirlæt- islausu innskot F. S. náð til- gangi sínum svo vel, að til fyrironyndar má verða við út- gáfu bréfasafna framvegis. Björn Sigfússon. Húsfreyjan á Bessastöðum, sem út kom í fyrra hjá Hlað- búð, náði skjótum vinsæid- um og seldist upp, áður varði. Þessi bók er einskonar fram hald og hefur sömu kosti til að bera. Bréf Ingibjargar hús freyju voru miklu fleiri en þá væru fram komin, og á hún allmöi'g bréf enn í þessu bindi, skrifuð Grími skáldi Thomsen, syni hennar. Mjög margt er þarna annarra Jlcyld mennabréfa, er íurðulegt, hve laus þau eru við að vera leið- inleg. Þetta hefur yfirleitt ekki verið ómerkilegt fólk,- Talsvert er einnig af bréfa- sk-iptum Gríms við samherja hans í Kaupmannahöfn, og vefst þar inn nokkuð úr ævi- sögum þjóðkunnra manna. Meginþráðurinn, sem úr bókinni er hægt að lesa, er ævisaga Gríms um 20 ára bil. Framan af virðist hann eyðsluseggur, sem svíkst um við nám eða hleypur frá einni námsgrein til annarrar. Hann fær mikið fé frá Þorgrími gullsmið, föður sínum, og Finnur Magnússon prófessor er honum hjálparhella, því hann hefur aldrei lært að komast af með lítið. Stórhug- ur hans og líísþorsti skálds- ins í honum hafa hindrað, að hann lærði það, og til þess er Þorgrímur, faðir hans, lézt, 1849, var alltaf von um að geta herjað út fé frá hon- um til að borga skuldirnar. Góð sendiritarastaða, sem Grímur var þá búinn að fá, nægði ekki með tekjur til þarfanna. En eftir það verður minna um peningamálin í bréfunum. Bréfin tvö frá Magdalene Thoresen, barnsmóður Gríms, eru stórmerkileg fyrir ljósið, sem þau bregða yfir gelgju- skeið hans og hinn þrótt- mikla persónuleik hennar. Skaði er að fá ekki meiri gögn um ástarævintýri þeirra en þá fullyrðing, sem hún varpar framan í hann til svars við móðguninni (For- meentlig) í bréfi frá honum Hún segir: „Þér (Grímur). hafið aldrei boriðást til mín, það var -allt eingöngu frá minni hlið hinn skamma tima, sem kynning okkar hélztó'. Animó !if f Steingrímur Matthíasson: Annaö líf í þessu lífi. Öelgafell. 114 bls. A þeim aldri, er flestir ger ast ellimæddir og kjósa helzt að eiga náðugt ævi- kvöld meðal niðja sinna, þá stekkur þessi karl úr landi og byrjar nýjan starfsferil hjá framandi þjóð, „annað líf í þessu lífi“. Sá hefur va.ia sett fyrir sig smámuni, með- an hann var um tvitugt. í þessum þáttmn, sem eru kannski helzti sundurlausiv til að vera bók, lýsir Stein- grímur því, sem fyrir hann hefur borið- á undanförnum- árum. Það, sem gefur þáttu.n- um gildi fyrst og' fremst, er hið lausbeizlaða fjör og smit andi húrhor sögumanns. Hvar, sem leið hans liggur um þennan táradal, verður ferðin honum sætasta lysti- reisa. Flestir menn enr svo gerðir, að beir eru varla með hýrri iiá, ef lífsstarf sjálfra þein'a ber á góma. En bessi sjötugi skurðlæknir segir í tilefni af skiptum sínum við karlana á Fjóni: ,.Svo olse'g- ir verða þoir, að ef þeir loks ins veikjast, ætlar dauðinn aldrei að vinna á þeim, svo að seinast þarf læknishjalpar við með uppskurði“. Þetta er ungs manns gaman, hver sem aldur höfundar er að ár- tali. Mikið má vera, ef hin skemmtilega eftirtektargáfa Steingríms og fjörug heila- starfsemi yfirleitt hefði ekki dugað honum til álitlegra af- reka á bókmenntasviðinu- Svo mikið er víst, að hann hefur fengið líísmagnið svo ríflega úti látið, að hann er á áttræðisaidri meir en jafn- oki , .miðlunga-. þrít ugrat ‘ í list inni að iifá. H.J.J. §akamála- sögnr Rit Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili I. SAKAMÁLASÖG UR Utg.: Jónas og' Halldór ■Rafnar. 170 bls. Kver þetta hefur að geyma þrjár af sögum séra Jónasar: Randíði í Hvassafelli, Magn- úsar þátt og Guðrúnar og Kálfagerðisbræður. Hafa þær allar verið prentaðar áður og flestir, sem bækur lesa, kann- ast við þær. Allar fjalla þær um sögulega atburði úr Eyja- firði, styðjast við munnmæli, prentaðar heimildir, en margt þó skáldskapur. Séra Jónasi var gjamt að lýsa skuggahlið urn mannlífsins, greip á kýl- unum og það oft eftirminni- lega. Þessar sögur eru engar skemmtisögur, en bera þess merki, að höfundurinn hefur gert sér far um að kynnast aldarfari þei'rra tíma sem þær 'gerast á- Hefti þetta er hugsað sem uppliaf að heildarútgáfu á sögum séra Jónasar, og fyrir þvu kemur það manni dálítið einkennilega fyrir sjónir, að hér skuli enginn formáli fylgja eða yfirleitt nokkur skapaður hlutur, hvorki um sögurnar né höfund þeirra eða hver sjái um útgáfuna. Séra Jónas á vissulega betra skilið en að verk hans séu gefin út eins og Kapitóla eða Valdimar munkur. En von- andi verður bætt úr þessu með rækilegum eftirmála í síðasta heftinu. Annars virð- ast þessir útgefendur hafa ímugust á formálum, a. m. k. ef þeir eru góðir, sbr. með- ferð þeirra á annarri útgáíu íslenzkra þjóðhátta, en það mál skal ekki rifjað frekar upp hér. Heftið er fag'urt að ytra útliti prentað á góðan pappír og eílaust mörgum kærkom- ið. Hreinn. Ingebong Sigurjónsson: Helmsókn minninganna. Anna Guðmundsdóttir iþýddi. Helgaíell. 99 bls. Ingeborg Sigurjónsson er áreiðanlega engin hversdags- manneskja, enda eru hinir ýmsu æviþættir hennar harla sundurleitir, fyrst uppeldið á hinu píetistiska bernsku- Sigurjónsson. Sá 'kafli vekur að vonum mesta athygli ís- lenzkra lesenda. Tveir úr hópi beztu rithöf- unda okkar, Sigurður Nordal og Gunnar Gunnarsson, er báðir voru nákunnugir Jó- hanni, hafa lýst honum í riti. Endurminningar Ingeborgar gera ekki annað en fylla þá heimili hennar, þvínæst jmynd hans, sem þar er dreg- margra ára farmennska um | ín. breyta henni ekki í neinu. heims'höfin og loks sambúðin j sem máli skiptir. /ið íslenzka skáldið Jóhann Sylvaiaos II ey- Svar við spurningu í sltákdálkn um. Hvítur hindrar mátið með 33. Hdð (ebxdö. 34. Kxd3). Svart- ur getur þá unnið peð með Hxd5 34. cxd5 Hxd5 og stendur betur, en hvítur hefur mikla möguleika til jafnteflis. John Gabworthy: Sylvan- us Heythorp. — 142 bls. Listamannaþing II. V. Bogi Ólafsson þýddi. Eins og flestar sögur Gals- worthys gerist þessi saga á, hinu svonefnda Viktoríutíma bili. Hún er lýsing á lífi nokk urra smáborgara, og aðal- söguhetjan er Sylvanus Hey- thorp, þróttmikill og f jörugur karl, sem ennþá hefur smekk fyrir lystisemdir þessa heims. Aliugamál og barátta sögu- persónanna er ef til vill fremur smásmuguleg og hé- gómleg, en einhver veginn fær .maður þó samúð með þessu fólki. Á þessum tíma var aðalhugsjón miðstéttar- mannsins að skrapa saman það ríflega peningafúlgu. að ihann sjálfur og erfingjar hans gætu lifað á rentunum. Að því búnu var hægt að setj ast í helgan stein eða deyja rólegur, líkt og enginn hlutur gæti raskað öryggi hinna kæru eftirlátnu ástvina. Ef .til vill vegna þessarar fi'ómu lífsskoðunar verða fjárafla- menn þessa tímabils geðþekk ari en auðkýfingar vorra daga, sem haldnir eru af blindri söfnunarástríðu.. Frásögnin logar af hlýrri ■góðlátlegri fyndni og þrátt fyrir smávegis fjarglettur, er1 blær notaleika og öryggis yf- ir öllu umhverfinu. Þetta er indæll lestur innanum allan þann reyfarahroða og leið- indaáróður, sem dembt er yf- ir mann úr öllum áttum- Þessi bókaflokkur er hinn smekklegasti að ytra útliti, en því miður er fjöldi af meinlegum prentvillum í bók inni. Það væri gaman, ef maður mætti eiga von á einhverju af stærri verkum þessa enska borgarahöfundar í jafngóðri þýðingu á íslenzku, I. P. og bœkurnar fást í Itókabúð MÁLS IHi MENATNGAH . Jafn ríkar o^..yaranlegar til finningar og þær, serh, mótað hafa samiít' Ingebörgar, og. skálds' hennarj hljóta að' Vera fágætar á 20. öld. . Eg býst ekki við, að neinn sá. sem kynnast vill eðli og örlögum þessa sérkennilega og glæsilega skáldmanns, gangi fram hjá þessari bók. Þýðingin virðist gerð af mikilli alúð. H.J.J. Sjóferð swðiiF iiiii EMIaiids- eyjar Rockwell Kent: Sjóferö suður um Eldlandseyjar. Björgúlfur Ólafsson þýddi. H.f. Leiftur. 198 bls. Bandaríkjamaðurinn Rock- well Kent, ferðalangur, mál- ari, rithöfundur, smiður og bóndi lýsir hér glæfraför, sem hann fór við annan mann suður á heimsenda. ■Eldland — Tierra del Fuego — eyðilegt, hrjóstrugt og hrikafagurt, er ákjósanleg ur vettvangur fyrir þá menn, sem leiðist „eldvelli og inni að sitja“, en sækjast því meir eftir, að óvænta hluti drífi á dagana. Þeir fóru heldur ekki varhluta af sliku, Rockwell og félagi hans- Sagan um þessi ævintýr er skemmtilega sögð, og er býsna gaman að kynnast iliþýði þvi og trant- aralýð af ýmsum litum, sem varð á vegi þeirra, þeim mun verri, sem nær dró Horn- höfða. Eg held bókín sé góð fyrir skynuga unglinga, þó að frá- sagnirnar af atferli hinna kristnu trúboða á Eldlandi séu ekki alveg grómlausar. Ferðasagan er öll ski'eytt teikmingum eftir höfundinn og er f jarri mér að dæma um listgildi þeirra. Það er skrítið, að íslenzkir ferðalangar skuli ekki framar skrifa reisubækur, en þeirrar tegundar eru sum skemmti- legustu rit, sem skrifuð hafa verið á íslenzku, svo sem ferðasögur Jóns Indíafara, Árna frá Geitastekk, Ólafs Egilssonar, Eiríks frá Brún- um og Sveinbjamar Egils- sonar. Okkur er að öðru jöfnu betur skemmt við frá- sagnir manna, sem hafa horft • íslendingsaugum á undur veralúarinnar. H.JJ.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.