Þjóðviljinn - 28.12.1947, Side 4

Þjóðviljinn - 28.12.1947, Side 4
4 Sunnudagur 28. des. 1947. gSJÓÐVILJINN Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnás Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, é,b. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu- stíg 19. — Sími 7600 (þrjár linur) Áskriftarverð: kr. 8.00 á mánuði — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmlðja Þjóðvlljans h. f. Sósíalistaflokkurlnn. Þórseötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur) Hrunstjórnin flúin til Frakklands Dagana sem handjárnaðir alþingismenn voru að sam- þykkja launalækkunarlög hrunstjórnarinnar, varð vart í blöðum stjórnarflokkanna áberandi hræðslu við afleiðing- arnar. Þessi hræðsla kom líka fram á þingi. Þar lögðu ráð- 'herrarnir áherzlu á hótanir, hver eftir annan kyrjaði það út yfir þjóðina í útvarpsumræðum, að tæki fólkið ekki fegins hendi árásunum á kjör þess yrði látið dynja yfir það geng- islækkun, atvinnuleysi, hrun. Hins vegar komu ekki aðeins frá sósíalistum, heldur einnig frá stuðningsmönnum stjórn- arinnar, mjög ákveðnar aðvörunarraddir. Svo rammt kvað að þessu að einn helzti áhrifamaður Sjálfstæðisflokksins á þingi lýsti því yfir að lögin yrðu óframkvæmanleg og hlytu að verða hengingaról um háls ríkisstjórnarinnar. Reynslan af framkvæmd þrælalaganna frá 1939 og 1942 ætti að vera nógu nálæg til að sannfæra ríkisstjómina tun sannleiksgildi þeirra ummæla. Á Hrunstjórnin veit um þá reynslu, og það að hún ætlar enn að vega í sama knémnn, þó alþýðusamtökin hafi eflzt að styrk þessi síðustu ár, sýnir ekki einungis, að hún metur rangt kraftahlutföllin í landinu. Það bendir einnig til þess að „fyrsta stjórnin sem Alþýðuflokkurinn myndar“ hugsi til víðtækari kúgunarráðstafana gegn alþýðusamtökunum en áðui- hafa þekkzt, takist henni að hanga í völdum nokkra mánuði, og misbeita ríkisvaldinu gegn verkalýðnum. Til þessa bendir eindregið sú röksemdafærsla málgagns forsætisráðherrans, að íslenzkir verkamenn geti ekki knúið fram grunnkaupshækkun vegna þess að verkamenn í Frakk landi hættu verkfalli sínu áður en alger sigur var fenginn er allir borgaraflokkar landsins og sósíaldemókratar fremst ir, sameinuðust um verstu þrælalög er sett hafa verið utan fasistalanda og misbeitingu rikisvalds og hervalds gegn verkalýðsfélögunum, — í umboði hinna bandarísku hús- bænda sem nú stjóma auðstéttum Frakklanás og styrkja í viðleitni þeirra að berja niður verkalýðshreyfinguna og lama hana með klofningi. En því fer fjarri, að tekizt hafi að sigra frönsku verkalýðshreyfinguna, — það munu þeir sanna, bæði hér á íslandi og erlendis, sem nú hlakka yfir morðum verkfallsvarða og öðrum ódæðum franska aftur- 'haldsins. ★ Blað foi'sætisráðherrans fann ekkert frambærilegt til að verja hinar svívirðilegu árásir á lífskjör islenzkrar al- þýðu sem hmnstjómin hefur afráðið að gera. í öngþveiti sínu og ráðaleysi ljóstaði Alþýðublaðið upp um næsta kaflann í hernaðarfyrirætlun hrunstjómarinnar, eða réttar sagt lönguninni að feta í fótspor afturhaldsins franska, beita. íslenzku verkalýðssamtökin samskonar ofbeldi og þrælatökum, hefja með bandarískum ráoum og velþóknun allsherjarárás gegn verkalýðsfélögunum i því skyni að lama þau og kljúfa, svo auðmenn íslands, Bandaríkjaagentamir, geti enn um stund lifað og látið sem þá lystir. Á því er ekki vafi að Bjarna Benediktsson dreymir um að beita naz- istakúgun gegn íslepzkri alþýðu, það er engin tilviljun hve nazistaspírurnar frá árunum eftir 1930 em handgengnir núverandi ríkisstjóm og það er ekki tilviljun að af um- sækjendunum um lögreglustjóraembættið í Reykjavik er aðeins nazistinn talinn líklegur að hljóta náð fyrir augum núverandi dómsmálaráðherra. ★ En heiftardraumar og ofbeldisáform Bjarna Benedikts- sonar verða aldrei veruleiki, jafnvel ek-ki þó takist að þvæla núverandi stjómarflokkum til að reyna eitinvað í þá átt. Valdið á bak við er ekki nægiiegt tii að koma á nazisma á íslandi, reyni hmnstjórnin að beita vei kalýðsfélögin naz- istísku ofbeldi þýðir það sjálfsmorð fyrir Alþýðuflokkinn og væri stjórnmálaglapræði af Framsókn, er ætti eftir það Nótt friðarins. „Friður á jörðu og velþóknun guðs yfir mönnunum.“ Þessi ó- umbreytanlegi boðskapur jól- anna hefur einu sinni enn verið fluttur mönnunum. Og nú er þegar liðið á nótt friðarins. Jólanóttin er í Reykja vík, nótt friðarins öðrum nótt- um fremur. Það er sú nótt árs- ins sem ekki æpir á móti manni þá staðreynd að Reykvíkingar liafi ekki enn lært það frum- atriði í mannasiðum að virða svefnfrið samborgara sinna. Það er þögn — þögn og friður. Þeir sem hlýddu aftansöng í gærkvöld eru gengnir til náða. Og þeir sem drukku sig fulla í tilefni af fæðingu frelsarans eru einnig þagnaðir. Bömin eru sofnuð út frá jólagjöfunum sín- um, — bömin í afdölum okkar gamla ættlands, börnin í bæjum útskaganna, börnin í stríðs- gróðavillunum, börnin í her- mannabröggunum, Friður þagn- arinnar hvílir yfir jólanóttinni. w I ættlandi frelsarans flýtur blóð Flestar útvarpsstöðvar heims hafa útvarpað sálmasöng eða einhverri annarri hátíðadag- skrá. En þáð berast einnig fréttir, jólafréttir. Hvemig em fréttir jólanna 1947? 1 Pale- stínu, ættlandi Jesú frá Nazaret er barizt, menn hafa verið vegn- ir, blóð hefur flotið. Friði var lýst í Evrópu fyrir rúmum tveim árum, þegar sig- ur liafði verið unninn yfir upp- hafsmönnum stríðsins, þýzku nazistunum. 1 nafni friðar og menningar hefur síðan friði var lýst í álfunni, verið reynt að út- rýma þeim hluta grísku þjóðar- innar sem Þjóðverjum var um megn að fella. — í Grikklandi hefur einnig verið ákaft barizt um jólin. Slíkar eru fréttir friðarnætur innar. En þær eru einnig fleiri, t. d. að Berlinarbúar hafi nú fengið sinn fyrsta kaffiskammt síðan friði var lýst: 3-—4 bolla af kaffi, ásamt 4—5 sykurmol- um. ¥ Hvar hefði hann fengið að læðast ? Þjóð Jesú frá Nazaret hefur lengi verið legið á liálsi að hún þekkti ekki sinn vitjunartíma og lét frelsarann fæðast í jötu. En hvernig hefði nú farið ef drott- inn, vor hefði af visdómi sínum ákveðið að frelsarinn skyldi eklci fæðast i Betlehem fyrir 1947 árum síðan, heldur ein- mitt í Reykjavík á þessum jólum, — hvar hefði Jesú fengið að fæðast í þessari borg, sem krefst heimsfrægðar fyrir hita- veitu og aðrar framfarir? Á lóð Landsspítalans stendur allmyndarlegt hús. Þetta hús er nefiít fæðingardeildin. Þó hefur enginn fæðzt þar ennþá. Þetta hús hefur raunar verið alllengi í smiðum, en langt er nú liðið síðan aðeins vantaði herslu muninn til að það gæti tekið til starfa. Yfirvöldin hafa stöðvað þessa byggingu. Og ef þau skyldu neita því — vilja þau þá segja hversvegna þau hafa ekki látið ljúka henni — fyrír löngu? Nei, Jesú hefði ekki fengið að fæðast á fæðingadeildinni nýju, iiklega hefði hann orðið að sætta sig við gisinn og ryð- brunninn hermannabragga. ★ Við þurfum að gera meira en skammast okkar Nýlega var Bandalag kvenna að kvarta yfir því að drátturinn á því að fæðingardeildin tæki til starfa sé „óeðlilegur og óverj- andi.“ Það er nú einu sinni svo að valdastólar þessa lands eru skipaðir karlmönnum, og þeir hafa vafalaust tekið samþykkt Bandalagsins sem kerlingarnöld ur. Þeir valdsmenn virðast láta sér nægja stundargaman karl- mannsins í sambandi við það að börn verða til, en smeygja sér undan þeirri ábyrgð að sjá um að mannanna börn eigi þess kost að fæðast hér við meira öryggi en afkvæmi ferfættra ibúa landsins. Við þurfum að gera meira en að skammast okkar fyrir slík stjórnarvöld — : við þurfum að losa okkur við þau. * Stærsta jólagjöfin Eg minntist á jólagjafir áð- an. Stærsta jólagjöfin sem gefin var á þessu landi voru þræla- lögin sem flokkar hinna þr játíuogtveggja færðu laun- þegum fyrir jólin. Vísitalan lækkuð og bundin og kaupið þar með lækkað. Dýrtíðin skal hækka en kaupið standa í stað. Æ sér gjöf til gjalda — og við erum menn að minni ef við launum ekki slíka jólagjöf sem vert er. Kögnir. ★ Pólitískt siðferðisvottorð, naglar og spýtur „Þ“ sendir mér eftirfarandi bréf: varla annars úrkosta en verða áhrifalaus undirlægja heild- salaflokksins. Afl alþýðusamtakanna og stéttarþroski verkalýðsins er nógu mikið til að ónýta hernaðaráætlun hrunstjórnarinnar. Frönsku aðfcrðunum er ekki hægt að beita gegn íslenzkri alþýðu, það er stjómarflokkunum holl- ast að skilja nú þegar. Launalækkunarherferðin er dæmd til ófamaðar, óþokka- og óhappastjóm Bjama Ben. og Stefáns Jóhanns dæmd til hmns. • „Dr. Matthías Jónasson hefur nú flutt tvö erindi í útvarpið um för sína til Þýzkalands í haust, en þangað fór hann að endurheimta hafurtask sitt bæk ur og búslóð sem hann skildi eftir við flótta sinn undan Rúss um í ófriðarlok. Virtist hann hafa fengið allt sitt með fullum heimtum þótt honum gengi ekki sem bezt að fá pólitískt siðferð- isvottorð, nagla og spýtur. Lýsti hann þeim örðugleikum af mikl um móði, enn fremur erfiðleik- um fólksins, matarskorti og al!s herjar vöruskorti. Fannst mér þær lýsingar mjög í samræmi við það sem ég þóttist vita fyrir. * Iívað meinar dr. Matthías? En dr. Matthías Jónasson dró af lýsingum sínum þær á- lyktanir, að erfiðleikar þýzku þjóðarinnar stöfuðu af ill- mennsku og hefndarhug Banda- manna, þeir höguðu sér í engu betur cn nazistamir sjálfir! Það er óneitanlega harla kyn- leg ályktun. Veit dr. Matthías ekki að erfiðleikar þeir sem 1 hann var að lýsa eiga við um mikinn hluta Evrópu ekki sízt þau lönd sem nazistar lögðu und ir sig með ofbeldi og kúguðu og þrælpíndu árum saman? Ætlast dr. Matthías til þess að enn verði hlaðið undir þýzku þjóð- ina á kostnað annarra — í þakk lætisskyni fyrir milljónamorð karla, kvenna og bama, þær djöfullegustu ofsóknir sem um getur í sögu mannkynsins? * Engin píslarvættisgloría Dr. Matthías lauk síðara er- indi sínu með því að lýsa sér sem væntanlegum píslarvotti, vegna þeirrar dirfsku sinnar að segja frá því sem fyrir augu bar í Þýzkalandi. Hann mun þó eflaust verða að bíða eftir písl- arvættisgloríunni enn um sinn. Hins vegar fer ekki hjá því að það vekji nokkra undrun, að dr. Matthías sem af miklum áhuga hefur vegið að frelsishreifing- unni dönsku og nú stjórn Banda manna í Þýzkalandi, skuli enn ekki hafa fundið köllun hjá sér til að lýsa opinberlega nazista- stjórn Þýzkalands, sem hann varð sjálfur að búa við árum saman. Hvemig fer jafn við- kvæmur og orðhvatur maður að því að byrgja þá viðkynningu innra með sér orðalaust? Þ.“ pSKIPAOTGCRS KIKISINS JEsja“ fer héðan þriðjudaginn 30. þ. m. beint til Isafjarðar og það- an aftur áleiðis til Reykjavíkur á nýársdagsmorgun, með við- komu á Vestf jarðahöfnum, eftir því sem þörf er vegna farþega. Væntanlega fer svo skipið aftur frá Reykjavík að kvöldi 2. jan- úar beint til ísaf jarðar og held- ur síðan áfram kringum land, eins og úður auglýst.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.