Þjóðviljinn - 28.12.1947, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.12.1947, Blaðsíða 5
Sunnudagur 28. des. 1947: ÞJOÐVILJINN Þörf meiri og almennari fræðslu um samvinnumál Því hefur réttilega verið haldið fram, að til hagsbóta fyrir vinnandi stéttir gangi kaupfélögin — samvinnufélög in — næst verkalýðsfélögun- um. Þeir hugsjónamenn, sem á sínum tíma beittu sér fyrir stofnun fyrstu sámvinnufélag anna, urðu fyrir hörðum árásiun frá afturhaldi þeirra tíma, á svipaðan hátt og hin- ir hugprúðu hugsjónamenn, er 'börðust fyrir stofnun verkalýðssamtakanna. Aftur- haldsöflin sögðu, að þessi fé- lög ættu engan rétt á sér, þau væru óþjóðleg, væru bolsévismi eða eitthvað ann- að þjóðhættulegt. Og aftur- haldið reyndi með hvers kon ar bolabrögðum að koma þess um samtökum alþýðunnar fyrir kattarnef. En það tókst ekki, sem betur fór. Alþýðan var giftudrýgri- Og nú í dag er svo komið, að verkalýðs- félögin eru sterk í landinu. og samvinnufélögin eru einn- ig sterk, þó að þau eigi enn eftir að heimta mikið úr hönd um braskara afturhaldsins. Það er broslegt og þó um leið aumkunarvert að fylgjast með viðbrögðum afturhalds- ins við ósigri sínum gegn gamtökum alþýðunnar. Nú þorir það ekki lengur að halda því fram opinberlega, að verkalýðsfélögin eigi ekki rétt á sér, þessi sömu félörr. sem áður voru talin í ræðu og riti óalandi og óferjandi af postulum ihaldsins og beð ið óbæna á hinn götustráks- legasta hátt. Nei, það þorir ekki lengur að þjóna lund sinni opinberlega, fremur en vinir nasismans þora að verja hann opinberlega, eftir að búið er að fletta ofan af hon- •um og sýna hið rétta innræti hans. Þeir vita, að það er ekki hyggilegt lengur. Eina ráð þeiira verðiu- að grímu- klæða nazismann, og það er það, sem þeir ætla að gera og eru þegar byrjaðir á. Aft- urhaldspostularnir hafa einn- ig tekið það fyrir að byrja á nýjum aðferðum til þess að reyna að hnekkja verkalýðs- félögunum. Og nú í dag lýsir þetta sama afturhald, sem reynt hefur árum saraan og oft með miður drengilegum aðferðum að kæfa verzlunarsamtök fjöldans í fæðingunni, því yfir, að það sé hlynnt sam- vinnufélögunum. Andlegir lúsablesar úr flokki íhalds- ins láta hafa sig til þess að segja alþjóð, að braskararnir, sem rakað hafa saman hundr uðum millióna króna með aðstöðu sinni til okurs, vegna þess að samvinnufélögin í landinu eru ekki nógu sterk, séu alls ekki mótfaltnir sam- vinnufélagsskap. Það virðast lítil takmörk fyrir því, hve stjórnmálaskúmar þessa flokks geta lagzt lágt- Það var annars mjög fróð- iegt að hlusta á þessar út- varpsumræður stjómmála- flokkanna, sem haldnar voru í tilefni af þingsályktunartil- lögu Sigfúsar Sigurhjartar- sonar um réttlátari skiptingu gjaldeyrisleyfa milli kaupfé- laga og einkaverzlana. En það skal ekki f jölyrt um þær að þessu sinni. Það hefur áð- ur verið ritað um þær hér í blaðinu. Ég hef áður haldið því fram í blaðagrein, að það skorti meiri og almennari fræðslu um samvinnumál. Það er stað reynd, að fjölda manna eru ekki einu sinni ljós undir- stöðuatriði samvinnufélag- anna. Al-lt of margir standa ennþá utan samtakanna og gera sér með því leik að því að greiða meira fyrir lífs- nauðsynjar sínar en þeir þurfa, auk þess að þeix við- halda með því braskarastétt- inni. Á þessu þarf að ráða bót. Auðvitað ætti að veita fræðslu um eðli samvinnufé- laga í hverjum bama- og unglingaskóla.En á meðan að það er ekki, þarf að sjá um þessa fraiðslu á annan hátt. Fræðslu og félagsmáladeild S- í. S. hefur nú með hönd- Tm útbreiðslustarfsemi fyrir samvinnufélögin, auk þess sem hverju einstöku fé- lagi ber að sjálfsögðu að vinna að því, hverju á sínum stað. Ég er þeirrar skoðunar, að þessi útbreiðslustarfsemi sé ekki tekin eins föstum tökiun og vera ætti. í upphafi þessa greinar- korns er bent á það, að næst verkalýðsfélögunum komi samvinnufélagsskápurinn til hagsbóta fyrir hið vinnandi fólk. Það ætti svo að vera, að þessar tvær tegundir fé- lagssamtaka styddu hvor aðra Því vil ég beina því til stjóm ar Alþýðusambands ísl., að hún gangist fyrir og hvetji sambandsfélögin ákveðið til að taka upp á sírium vegum fræðslu um samyinnumál. Vei'kalýðsfélögin ættu öll að halda upp fræðslufundum, og eithvað af þeim ætti að vera um samvinnumál, þótt ekki væri nema grundvallaratriði samvinnufélaganna. Ef til vill mætti hafa um þetta sam vinnu við Fræðslu- og félags- máladeild S. I. S., ef svo þætti henta. Ég er sannfærður um. að tækist að koma á skipulagi um fræðslu í þessa átt innan verkalýðsfélaganna, yi'ði það samvinnufélagsskapnum til hollrar aukningar og um leið landsfólkinu til menningar- legs og efnahagslegs ávinn- ingS' Friðjóu Stefánsson. £ Á HVÍLDARDAGINN ÞRÆLALÖG HIN NÝJU munu hafa miklar og víðtæk- ar afleiðingar fyrir íslenzku þjóðina á því ári sem nú er að hefjast. Eins og alkunn- ngt er fela þau í sér allsherj- arkauplækkun alira launa- manna sem nemur átta og hálfum af hverju hundraði; ennfremur hækkun á vöru- verði sem nemur þremur og hálfum af hverju hundraði. Hins vegar eru engar skorð- ur settar við tekjum auðstctt arinnar sem hirðir kaup ó- háð öllum vísitöiureikningi. Að vísu hafði einn af híésta- réttardómurunuin, sem gengu endanlega frá frum- varpinu, laumað inn ákvæði um skerðingu á hiutafjár- arði, en ráðherrarnir tóku eftir því og felldu það niður, þótt þeim gleymdist hins veg ar að íella niður samsvarandi setningu úr greinargerð frum varpsins. Sú afstaða ráðherr anna er mjög vei skiíjanleg, þar sem Jieir munu allir hafa mjög drjúgar tekjur af slík- um arði, t. d. var skýrt op- inberlega frá því á þingi B. S.R.B. að Emil Jónsson hefði þegið yfir 300% arð af sum- um bréfmn sínum á ári. Ekki mun af veita. Þá eru í frum- varpinu ákvæði um elgnar- aukaskatt sem hvílir físlétt á auðstéttinni en getur orðið býsna þungnr baggi á ýms- um millistéttarmönnuin, t. d. iðnaðarmönmun sem haia komið sér npp liúsi á undan- förnum áruni. I>annig mætti lengi telja upp það stórvægi- lega misræmi sem feist í þrælalögum hinnm nýju. Hér verður þó aðeins drepið á eitt ákvæðið og ef til vill það al- variegasta. eu það er afnám vísitölukerfisins, það ákvæði að héðan í frá skuii hækkað vöruverð engin áhrif hafa á kaup. ★ MÖRG ÓFÖGUR ORÐ hafa verið sögð um vísitöiu- kerfið, en engu að síður heí- ur það verið öllum launa- mönnum til mikilla hagsbóta. Fullkomlð vísitölukeríi mætti kalla samábyrgð þjóð- arinnar á lífskjöriim launa- stéttanna. I*\í er ætlað að tryggja að launamenn beri úr býtum ákveðinn lámarks skammt af neyzluvörum, hvernig sem vöruverð breyt- ist. I»að er byggt á þeirri sjálfsögðu staðreynd að krónufjöldi launanna einn saman gefur enga hugmynd um lífskjörin, heldur sam- lieugið railli launanna og vöruverðsins. Gildi visitölu- kerfisins geta menn séð með því að gera sér í hugarlund, hvernig aðstæður þeirra væru, ef engin uppbót væri greidd á laun og grunnkaup- ið eitt ætti að hrökkva til. VlSITÖLUKERFIÐ IS- LENZKA var að vísu gallað og hefur ekki gefið almenn- ingi fulla uppbót fyrir verð- liækkanir þær sem orðið hafa. Ein ástæðan er sú að grundvöllur þess var miðað- ur við ár eymdarinnar fyrir stríð, og ýmsar almennar neyðzluvörur höfðu Iítil sem engin áhrif. I>á var kerfið einnig falsað allvernlega, einkum var húsaleiguvísital- an fyrir neðan alla sanngirni. En þrátt fyrir alla þessa galla hefur vísitölukerfið verið almenningi til stór\ægi legra hagsbóta, haft I för með sér aukið öryggi í þjóð- félaginn og komið í veg fyr- ir hörð stéttaátök. ★ FULLTRÍ AE AUÐSTÉTT ARINNAR halda því fram að \'ísitölukerfið sé undirrót hinnar margumtöluðu verð- bólgn, það sé einskonar verð bólgnskrúfa sem aldrei stöðv ist. Þetta er alger blekking. Vísitalan var eingöngu mið- uð við vöruverð, og hækkaði því aðeins að vöruverö hækk aði. Það var því ekki vísital- an sem skrúfaði upp verð- bóiguna, heklur verðbólgan vísitöluna. Og það er engum efa bundið að einmitt vísi- tölukerfið hefur verið eins og reidd svipa yfir valdamönn- um þessarar þjóðar og hvatt þá til að halda verðlaginu í skefjum eftir megni. Það mun koma í ljós nú þegar þessari svipu hefur verið íleygt, samkvæmt þrælalög- unum hinum nýju. sívaxandi bil milli verðlags og launa, vaxandi fátækt og stéttaátök. ★ OG HVAÐ BJÓÐA svo dusilmennin í ríkisstjórninni í staðinn fyrir vísitölukerf- ið? Entil Jónsson, nótumála- málaráðherra, sá sem rétti Dagsbrúnarmönnum glæpa- mannsheitið í vor og taidi tros fullgóða nærin.au handa almenningi, heftir svarað þeirri spurningu skilmerki- iegast. Hann sagði í útvarps umræðunum’ um þrælalög hin nýju, að þar sem grunn- kaupshækkanir væru ekki bannaðar gætu verkamenn gert verkföll og knúið fram kauphækkanir, ef vöruverð færi npp úr öllu valdi! Þetta er í sannleika stórfurðuleg yfirlýsing. Til þessa hefur það verið talið eitt helzta hlutverk ríkisstjórna að koina í veg fyrir stéttaá- tök og innanlandsdeilur, en ekki hitt að egna til vinnu- stöðvana. Verkföll eru vissu lega beittasta vopn alþýðu- samtakanna og einasta vopn þeirra ef í harðbakka slær„ en sá lannþegi er eklvi til sem vilji beita því vopni nema nauður reki. Frá sjónar- miði þjóðarheildarinnar eru verkföll böl og tjón sem ber að forðast, en Emil Jónsson „alþýðu“flokksráðherra læt- ur sig ekki muna nm að segja að íslenzk alþýða þurfi ekki að óttast þrælalög hin nýju, hún geti alltaf gert verkfall! ★ ★ FULLTRÍ AR AUÐSTÉTT ARINNAR halda þvl einnig fram að engin þjóð heiifó? V hafi veitt jafn fullkomna uppbót fyrir verðhækkanir og íslendingar og telja slíkt ekki æskilegt. Sé þessi rök- semd í samræmi við sann- leikann er hún okkur til hróss en öðrum til vansæmd- ar. Ðæmin sýna hversu ó- heyrileg eymd hefur skapazt með þjóðum, þar sem verð- lag hefur þotið upp úr öllu valdi en laun staðið í stað að miklu leyti eða dregizt stórkostlega aftur úr. í Frakklaiuli er vöruvísitalan komin upp fyrir 1200 stig, en kaupvísitalan er helmingi lægrii afleiðingin er eymd og ótrúlegur skortur, stöðug hungurverkföll og innan- iandsátök. Er það slíkt á- stand sem fnlltrúar auðstétt arinnar þrá? Það er engum efa bundið að afnám vísitölu kerfisins mnn, ef ekkert er að gert, hafa í för með sér LAUNALÆKKUN, VERÐ HÆKKUN og sívaxandi bil milli vöruverðs og kaups, þetta er aðalinntakið í þræla lögum hinum nýju. Með þeim er um sinn kórónaður ferill „fyrstu stjóruar Alþýðu- flokksins" sem minduð var fyrir tæpum ellefu mánuð- um. Sú st.jórn hefur áður reitt þrásinnis til höggs gegn samtökum íslenzkrar alþýðu, og auglýst innræti sitt allt frá fyrsta ævidégi sínum. En ailt til þessa hefur hún þó orðið að iáta í minni poiíann fyrir verkalýðssamtökunum. Og sú árás sem nú er hafin mun vissulega eínnig stöði - ast á óbifanlegri samfylk- ingu iaunastéttánna allra. Dusilmennastjórriin, auvirði- legasta, fyrirlitlegasta og aumasta stjórn sem nokkru sinni hefur þjakað þessa þjóð, mun hljóta óhægt and- lát, hengd í sinum eigin þrælalögum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.