Þjóðviljinn - 03.01.1948, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.01.1948, Blaðsíða 4
4 Þ JÓÐVIL JINN Laugardagur 3. janúar 1948. þlÓÐVILJI Útgefancli: Sameiningarflokkur ,alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar, ' prentsmiðja Skölavörðu- stig 19. — Sími 7500 (þrjár línur) Áskriftarverð: kr. 8.00 á mánuði — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóöviljans h. f. Sósíalistaflokkuriim, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur) M kafna í pappír Tilskipanir, reglugerðir, bráðabirgðalög, tilkynningar á tilkynningar ofan, auglýsingar o. s. frv. o. s. frv., slíkur var nýársboðskapur' ríkisstjórnarinnar til þjóðar sinnar. Hún gerði sannarlega ekki endasleppt við það ár sem við 'hana verður kennt í sögunni; að kvöidi hins síðasta dags var þulur útvarpsins látinn lesa í meira en kiukkutíma rit- smíðar skömmtunarstjórans, verðlagsyfirvaldanna og hvað þær nú heita allar þessar deildir hins mikla embættis- mannabákns sem nú hvilir á þjóðinni eins og mara. Og að sjálfs,ögðu voru þessar ritsmíðar þannig samdar að enginn gat skilið þær, þótt hann eyddi gamlárskvöldi sínu til að hlusta á þær. Það er lélegur embættismaður sem semnr skiljanlegar tilskipanir! ★ I gær, á hinum fyrsta virka degi hins nýja árs, hófst sarna þulan á ný í útvarpinu, jafn torskiljanleg og fyrr, þótt nokkur skemmtun væri að vísu að þvi að skömmtun- arstjórinn flutti sjálfur sinn þátt, Hins vegar varð ekki af því að hinir háttsettu embættismenn skrifuðu dagblöð bæj- arins í dag nema að litlu leyti, því verðlagsyfirvöldin skýrðu Þjóðviijanum frá því, að dagskipanir þeirra væru svo lang- ar og umsvifamiklar, að rúm dagblaðanna myndi ekki end- ast til að birta þær! Þess vegna yrði horfið að því ráði að gefa út margfalt Lögbirtingablað, einskonar hátiðablað, en láta dagblöðin birta hvatningarorð til almennings imi að iesa Lögbirting! Skriffinnskan er þannig orðin slíkur óskapnaður að hún hefur sprengt iitan af sér alla ramma. Þegar hinir háu em- bættismenn sjálfir gefa út tilskipanir sem snerta daglegt líf og afkomu hvers einasta manns í landinu, eru þær svo flóknar, langar og margbrotnar að ekki er hægt. að birta almenningi þær á venjulegan hátt. Þeir sem vilja komast að raun um hvað pappírsmoksturinn um áramótin merkir í raun og veru, verða að reyna að klófesta hátíðaútgáfuna af Lögbirtingi, því blaði sem sjaldséðast er meðal almenn- ings á íslandi. ★ Þær einustu framkvæmdir sem hafa aukizt og margfald- azt í tíð núverandi stjórnar eru skriffinnska og pappírs- mokstur, og þær hafa einnig eflzt svo um munar. Það er sama að hverju gengið er, allar leiðir eru varðaðar pappír og eyðublaðahaugum, minnisvörðum heimsku og illgirni. Og undir þetta verða menn að skrifa nauðugir viljugir „að viðlagðri refsingu", eins og stendur á seðlaskiptaeyðublað- inu, sem gerir þannig ráð fyrir því að allir landsmenn hafi hiotið refsingu og leggi hana fram sem sannleiksveð! Eyðublaða- og pappirsmokstur hrunstjórnarinnar er einkar hagkvæmt ráð til að gera menn að ósjálfbjarga vesalingum, drepa framtak þeirra og athafnalöngun. Enda er það sjálfsagt tilgangurinn. Ástandið er vissulega fario að minna ískyggiiega mikio á tíma einokunarkaupmann- anna dönsku, þegar það var tugíhús- og jafnvel líflátssök að kaupa snæri í trássi við lög og rcglugerðir. Þá höfðu menn þó ieyfi til að byggja yfir sig kofa úr efni sem þeir j áttu sjálfir. Það er bannað nú. En íslenzka þjóðin hefur J áður hrundið af sér slíku fargi og mun gera það aftur. Og þá mun skráð í eftirmælum hmnstjórnarinnar, að hún hafi, ein íslenzkra ríkisstjórna, kafnað í pappír. Vígalegir unglingar taka á móti nýju ári Reykvískir unglingar hafa lengi haft þann sið að vera hin- ir vígalegustu, þegar þeir taka á móti nýju ári. Á gamlárskvöld er Miðbærinn það orustusvæði, þar sem reykvískir unglingar berjast við lögregluna sína eins og fjandmannaher og reyna að gera lienni allt til miska. Vili þessi sókn unglinganna gegn vörðum laganna oft ganga svo úr hófi að við sjálft liggur að stórslys hljótist af. Miðbæjar- orustan á gamlárskvöld var ó- venju hörð að þessu sinni. Ungl ingarnir tóku á móti árinu 1948 vígalegri en þeir hafa lengi ver- ið. íkveikjuæðið gekk svo langt, að legið gat við stórbruna í fleiri en eitt skipti. Mun lög- regluliðið víða liafa sýnt snarræði og hindrað með því háska. ★ Neisti sem getur kveikt blossa Æðið, sem ávallt ríkir i Mið- bænum á gamlárskvöld, hlýtur að eiga sér ákveðnar sálrænar orsakir. Á gamlárskvöld kemur það í ljós, að í lundarfari reyk- viskra unglinga, þessa myndar- lega og yfirleitt hæverska fólks, leynist sá neisti sem getur kveikt blossa skemmdar- og skrílsæðis. Og líklega leynist þessi neisti því miður hjá ungl- ingum og raunar einnig fullorðn um víðast hvar á hnettinum. En það, sem kemur í veg fyrir, að hann blossi upp dags daglega, er ákveðið afl, sem við köilum siðmenningu. Siðmenningin er vörn mannanna gegn skrílnum í sjálfum sér. Eflum siðmenninguna Stundum hafa metorðasjúkir glæpamenn reynt að kyrkja sið- menningu þjóða sinna til þess að geta látið neista skemmdar- og skrílsæðis blossa upp og •mynda' það vofeifiega afl, er gæti tryggt þeim svo og svo mik il völd og veraldarframa. Nær- tækt dæmi um þetta er þýzki nazisminn. En hinn háskalegi neisti leyn- ist allstaðar, jafnvel á meðal okkar sjáifra. Þessvegna ættu atburðirnir. á gamlárskvöld að vera okkur áminning um að efla siðmenninguna jafnt og þétt, þessa vöm mannanna gegn skrílnum í sjálfum sér. ðt Spurt um kvikmynda- gagurýnina Eg félck fyrir skemmstu enn eitt bréf frá 'Ými og kemur hann þar víða við að vanda. Á einum stað segir, meðal annars: ,,. .. Eg man ekki betur en að Bæjarpósturinn hafi dag nokk- urn snemma í þessum mánuði (skrifað í des.) eða jafnvel í nóvember, taiað digurbarkalega um að kvikmyndagagnrýnin myndi þá hefjast aftur eftir næstu helgi og mundi ná til allra kvikmynda, sem hér yrðu sýndar, og engri mynd yrði úr sleppt. Já, mikil og glæsileg roru þau loforð Bæjarpóstsins. En síðan þau voru gefin, er Iiðinn næstum mánuður og sá mánuður hefur verið gjörsam- lega kvikmyndagagnrýnilaus. Hverju sætti digurb'arkí Bæjar- póstsins í þá daga .. . ?“ ¥ Auglýsin gaf araldurinn hom til sögumiar Það er dálítil vonzka í þér, kæri vinur Ýmir, þegar þú ræð- ir þetta atriði, og vissulega ekki ástæðulaus vonzka. Því það er hverju orði sannara, að ég lof- aði því, einhverntíma um mán- aðamótin nóv.-1—des., að kvik- myndadagniýni blaðsins myndi hefjast að nýju um helgina, sem þá var næst undan. Höfðu þá verið gerðar til þess ráðstafan- ir, að gagnrýnin gæti komið reglulega og náð til allra mynda sem hér yrðu sýndar. En þegar ég gaf þctta loforð, reiknaði ég ekki með því, að auglýsingafar- aldurinn var þá í uppsigl- ingu; augíýsingarnar lögðu brátt undir sig mikinn ar lögðu brátt undir sig mikinn hluta af plássi blaðsins og var þá þegar sýnt, að erfitt myndi rejmast að halda uppi ná- kvæmri kvikmyndagagnrýni, Framhald á 8. síðu. Páimi Hannesson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, er. fimmtugur í dag. Hann fæddist 3. janúar 1898 á Skíðastöðum í Lýtingsstaða- hreppi, Skagafirði, sonur Hann- esar Péturssonar bónda á Skíða stöðum og konu hans Ingibjarg ar Jónsdóttur. Pálmi varð stúd- ent 1918 og mag. scient. í dýra- fræði frá Kaupmannahafnarhá- skóla 1926. Kom þá heim og var kennari við Gagnfræða-" skólan á Akureyri þar til hann var settur rektor Menntaskól- ans í Reykjavík 1929. Ári síð- ar, haustið 1930, var hann skip- aður í það embætti og hefur gegnt því síðan. Pálmi hefur jafn-framt tekið allmikinn þátt í stjórnmálum, var þingmaður Skagfirðinga 1937—42 og átti sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur sem fulltrúi Framsóknarflokks ins. Hann hefur setið í mennta- málaráði, útvarpsráði, rann- sóknarráði ríkisins og haft mörg önnur opinber trúnaðar- störf á hendi, tekið drjúgan þátt í félagsstarfsemi og feng- izt við náttúrufræðirannsóknir og ritstörf. Af þessari þurrlegu upptaln ingu einni mætti ráða að kveðið hefur að Pálma Hannessyni á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Þeir sem þekkja ástríðu hans til uáttúrufræða og afburða vinsældir sem kennara gætu freistazt til að óska að hann hefði þegar á unga aldri getað einbeitt sér að fræðigrein sinni, hlotið góð skilyrði til rannsókna á náttúru íslands og prófessors- starf í náttúrufræði hér heima. Pálmi á nægilegt starfsþrek fimmtugur til að liægt væri að hafa þetta frambærilega afmæl isósk um starfið sem eftir er. Náttúrufræðideild við háskól- ann er ekki orðinn óljós draum- ur og íslendingar ættu að vera vaxnir upp úr þvi að sjá t kki aðra leið til að láta vísindamenn lifa en binda þá við óþrjótandi skólastörf. í þessu felst ekki vanmat á gildi skólastarfsins. Það er einn- ig ævintýri að kynnast þúsund j um uppvaxandi menntamanna j i daglegri umgengni, gefur ekki j einungis fjölbreytta reynslu og | mannþekkingu heldur eru i , kynningu góðs kennara og j nemenda ríkir mótunarmögu- ' leikar. Fáar stofnanir þjóðfé- lagsins munu jafn áhrifaríkar og menntaskólamir, ef vel er j að gáð. í Hér skal engin tilraun gerð ' að meta rektorsstarf Pálma ; Hannessonar. Enginn gegnir því starfi hátt á annan áratug á- rekstralaust. og kalt hefur stund um orðið milli rektors og nokk- urra nemenda, ekki sízt beint og óbeint vegna lúnnar erfiðu aðstöðu hans fyrstu árin. En það er ekki tækifærislof þó fi:ll- j yrt sé að nemendur hans úr j Menntaskólanum í Reykjavík j minnist hans í dag með þakklæti ) og virðingu og einlægum afmæl isóskum. Fjölhæfra gáfna frýr enginn j Pálma Hannessyni, kunnugir | meta hlýju handtaksins og við- j mót góðs drengs, Heimili hans sem þau rektorshjónin opnuðu mér ókunnugum og án verð- skuldunar menntaskólaárin er slíkt að ég hef alltaf talið mér kýnnin af því að minnsta kosti eins milcils virði og skólanámið. Beztu óskir til Pálma Hann- essonar á fimmtugsafmælinu. Sigurður Guðmunilsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.