Þjóðviljinn - 03.01.1948, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.01.1948, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJTNN Laugardagur 3. janúar 1918. _____________________________________ 38. eftir MICHAEL SAYEES oa AIBEET E. KAHN þjóðinni aftur kost á siðmannaðri tilveru og ef til vill valda straumhvörfum í áttina til blómlegrar heimsverzlunar. Undir forystu nazista átti að sameina öll hin dreifðu öfl' andbolsévismans, iýðræðisfjandskapar og gagnbylting- ar Hyítliða í eina alþjóðlega fylkingu til að mola lýðræðið í Evrópu, gera innrás í Sovétríkin og loks reyna að ná heimsyfirráðum. / En til voru framsýnir stjórnmálamenn í hinum vest- rænu lýðræðisríkjum, sem' neituðu að vicurkenna and- bolsévisma Hitlérs sem aflausn fyrir alla glæpi nazista og samsæri. I Bretlandi og Bandaríkjunu'm voru tveir frá- bærir forystumenn, sem sáu frá upphafi, að valdataka nazismans í Þýzkalandi þýddi aldahvörf í veraldarsög- unni. Hið fimmtán ára gamla leynistríð gegn Sovétríkjun- um hafði getið af sér. Frankensteinófreskju í hjarta Evr- ópu, sem ógnaði friði og öryggi allra frjáisra þjóða. Er stormsveitir Hitlers marséruðu um stræti Þýzka- lands, veifandi bareflum sinum og syngjandi: „í dag er Þýzkaland vort, á morgun allur heimurinn!“, iét ensk rödd, sem flutti aðvörun og spámannleg varnaðarorð, til sín heyra. Öllum á óvænt var það rödd Winston Chur- chílls, fyrrverandi foringja andbolsévismans meðal ihalds- máhna. I desember 1933 sagði Churchill á áhrifamikinn hátt skilið við félaga sína meðal ihaldsmanna og fordærndi nazismann sem ógnun við brezka heimsveldið. Sem beint srar við fullyrðingu Rothermere lávarðar, að „hinir hraustu, ungu nazistar Þýzkalands eru verðir Evrópu gegn kommúnistahættunni" sagði Churchill: Allir þessir hópar hraustra, tevtónskra æsku- manna, sem marséra um stræti og vegi Þýzka- lands .... eru að leita að vopnum og trúið mér, þegar þeir hafa fengið vopnin. munu þeir krefjast aftur glataðra landa og glataðra nýlendna, og þeg- ar sú krafa er borin fram getur ekki hjá því farið, að sérhvert land hrist.ist og máske hrynji til grunna. Churchiíl krafðist samkomulags við Frakldand og jafn- vel Sovétríkin gegn Nazista-Þýzkalandi. Hann var úthróp- aður sem svikari og stríðsæsingamaður af þeim, sem áður hylltu hann scm hetju baráttunnar gegn bolsévikum .... Hínumegin við Atlanzhafið sá annar maður að verald- arsögulegu tímabili var lokið. Flinn nýkjörni forseti Banda ríkjanna, Franklin Delano Roosevelt, batt skjótan endi á hina sovétfjandsamlcgu stefnu sem fyrirrennari hans, Herbert Hoover forseti, hafði rekið. 16. nóvember 1933 var fullt stjórnmálasamband tekið upp milli Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna. Þann sama dag sendi Roosevelt fo'rseti Maxim Litvinoff bréf, þar sem segir: Eg treysti því, að sambandið, sem nú er tekið upp milli þjóða okkar megi um allan aídur haldagt eðlilegt og vinsamlegt., og að þjóðir okkar héðan í frá' megi 'vinna saman til gagnkvæms ávinnings' og til að varðveita heimsfriðinn.l). "Áðuren ár var liðið, hafðí Þýzkaland' sagt sig úr Þjóða- bandalaginu.: Við sæti þens. •! sar. ' gu láCi þjóðanná tó'k Samband hinna sósíalistiskr. Sovétýýövelda. •;Hið nýja. tímabil var hafið. Þr.ð fC'.i :;?Hr að verða tímabil ótrúlegusttj orr st árkostlegustu svika, er sagan getur, tímabil leynilegra milliríkjaviðskipta, sem rekin voru með ofbeldi, morðum, samsærum, valdaráni, svikum og blekkingum, sem áttu engan sinn líka á liðnum öld- um. Það átti eftir að ná hámarki sínu í Heimsstyrjöldinni síðari. • 1) Sama árið hafði Raymont. R.obins ofursti heimsótt Sov- étríkin á ný og farið i þriggja mánaða eftirlitsferð til að kynna sér fyrirkomulag félagSmála og efnahagsmála. Á ferðalagi sínu fór Robins átta þúsund mílui jg safnaoi mikilvægum gögnum varðandi framfarir í landinu síðan byltingin var gerð. Áður en Robins fór frá Moakva veitti Stalin honum langt einkavið- tal, og komu þeir þá inn á tambúð Bandaríkjanna og Sovét- rikjanna. Er hann kom aftur til Bandarikjanna var Robins boðið tíl I-Ivíta hússins til að geí.j .Roosevelt forseta persónulega skýrslu. Skömmu síðar viðurkenndi Bandarikjastjórn sovét- stjórnina. 19. daerur Lusance 8. ágúst. Þegar ég sté út úr vagninum á stöðinni í Melun, var orðið rokkið yfir þessari. friðsælu sveit. Sólin, hafði skinið daglangt, og jörðin andaði höfugum ilmi, sem barst í öldum með blænum y-fir sverðinum. Eg dustaði af mér vagnrykið, og andaði djúpt. Ferðataskan mín, sem ráðskonan mín hafði raðað niður í nærfötum og ýmsum áhöldum til snyrtingar, ,munditiis“ vóg svo létt í hendi minni, að ég sveifl- aði henni eins og skóladrengur, er liann fer út úr skólanum sveiflar byrjendabókunum sínum í neti. Guð gæfi að ég væri lítill snáði og gengi í barna- skóla. En nú eru fimmtíu ár liðin síðan rnóðir mín blessuð, gaf mér jólaköku, sem hún sjálf hafði bak- að, lét hana í körfu og hengdi svo körfuna á hand- legg mér. Síðan fylgdi hún mér til lieimavistarskóla herra Douloir's. Kringum skólann var garður, og stóð hann á gatnamótum við Kaupmannastræti. í garðinum var fjörugt fuglalíf. Hinn afardigri herra Douloir brosti við okkur sætt og blíðlega og hann kluppaði mér á kinnarnar til þess að láta í Ijós hvað henum þætti ég yndislegur. En þegar móðir mín var horfin út stiginn gegnum sveim af kvak- andi spörvum, var herra Douloir hættur að brosa, og það varo ekki á honum séð, að honum þætti ég neitt yndislegur lengur, heldur sýndist mér hann líta mig illu auga/eins og honum væri í nöp við mig. Seinna fékk ég að reyna það, að augnaráðið hafði ekki logið. Og ég var engin undantekning með- nl nemendaima. Hann útdeildi höggum og pústrum af svo rniklu fjöri, að óliklegt mátti virðast um iafn feitan mann. En þó kom alltaf að honum sama ást- úðlega bliðar., sem hann hafði látið í ljós fyrst er ég sá hann, í hvert skipti sem hann talaði við okkur að mæðrum okkar viðstöddum. Þá hrósaði hann okk- ur á hvert reipi og horfði á okkur með mestu ástúð, Samt var alls ekki leiðinlegt þarna, og litlu félagarnir minum voru svo kátir og fljótir að hryggj ast alveg eins og ég. Þessar minningar sóttu að mér, ljósar og skýrar, eftir hálfa öld, undir himni, sem ekki hefur breytzt síðan svo séð verði. Og hann á vafalaust eftir að skína um margar aldir yfir höfðum lítilla skóla- sveina, og sjá þá breytast með aldrinum í heilsu- lausa og uppþomaða lærdómsfauska, eins og ég er. Þér stjörnur, sem hafið skinið ýfir æviferli for- feðra minna, sem nú hvíla gleymdir í gröfum, þegar ég lít til yðar núna, kemur að mér sárasta eftirsjá ‘Eg vildi eiga önnur augu lífs, sem gætu unað sér við þennan bjai-ma, þegar mín eru slokknuð. Nú væri ég faðir og afi, ef þér hefðuð unnt mér þess, Clementína. Enn man ég andlit yðar, bjart og sælt undir rauða hattinum, sem knýttur var undir kverkina. En þér giftizt herra Achille Allier, hinum ríka bánkastjóra, sem siðar keypti höll og landeign- ir aðalmanns. Eg sá yður aldrei, Clementína eftir að þér giftust, en ég hefi ávalt gizkað á, að ævi yðar hafi orðið róleg, friðsæl og fögur i sveitasetrinu yðar. Mér var sagt af tilviljun ekki alls fyrir löngii, að þér séuð ekki framar á lífi, og að dóttir vðar sem lifir sé -mjög lík yður, Þe§si frétt hefði mér þótt tiðindum sæta fyrir tuttugu árum, en nú yarð mér svo undarlega við, að mér fannst koma þögn og kyrro yfir heiminn, ég fann ekki týl sviða. og.sorgar, heldur skildist mér, að ég væri sá maður, sem hefði tekizt að sætta sig við orðinn hlut, mér skildist að það sem ég saknaði, var löngu hætt að vera til. En endurminningin um það er samt lífsyndi mitt. Ásýnd yðaí’, sem var fögur, bliknaði smátt og smátt og hvarf seinast undir græna torfu. Æskuár dóttur yðar eru einnig liðin. Fegurð hennar vafalaust far- in að láta á sjá.*Enn sé ég yður fyrir hugaraug- um mínum, Clementína, björtu lokkana yðar og bleikrauða hattinn. . En hve nóttin er fögur. Hún rikir tigin og hljóð yfir öllu því, sem hún hefur losað undan oki dags- ins. Og ég verð líka aðnjótandi blessunar hennar, jafnvel þó að sextíu ára vani hafi gert það að verk- um, að hlutirnir sjálfir snerta mig ekki lengur, heldur taka þeirra einungis. Minn heimur er byggð- ur úr oiðum og hugtökum, því að ég er málfræð- ingur! Það eru til ótalmargar aðferðir til að gera sér úr lífinu dul og draum. Eg hef gert mér í bóka- stofunni rrnnni ímynd um heiminn. Þegar ég skil við hann, skal ég mæta herra mínum á þröskuldi hennar, en hillurnar allar fullar af bókum að baki mér! — Nei! Þetta er þá hann sjálfur! Góðan daginn, herra Sylvestre Bonnard, Hvað meinið þér með því að vera að æða lengst út í sveit á meöan ég bíð eftir yður með hestvagninn á stöðinni? Fáið mér pokann yðar og komið upp í vagninn til mín. Vitið þér að það eru rúmir sjö kílómetrar héðan til hall- drinnar? Hver var það, sem talaði svona til mín? Það var herra Paul Gabry, bróðursonur og erfingi herra Honoré de Gabry, sem var franskur markgreifi, og hafði andazt fyrir stuttu í Mónakó. Það var hann, sem ég ætlaði að heimsækja. Þessi ágæti horra var nýbúinn að erfa eignir frænda síns, ásamt tveimur stjúpbræðrum. Meðal þessara eigna var bókasafn og í því fjöldi handrita, sum þeirra allt frá 13. öld. Það var til þess að rannsaka og skrásetja þetta handritasafn, að ég var á leið til Lusance, að beiðni herra Paul Gabry, en faðir hans var menntaður maður ög mikill bókavinur, óg áttum við oft gott saman að sælda. Ekki hafði sonurinn erft bókhneigð föðursins. Hen-a Paul var hneigður fyrir íþróttir og og útilíf, og mest held ég honum hafi þótt gam'án að hestum og hundum. Eg er sannfærður um það, að af öllum þeim fræðum, sem forvitni mannann:i ýmist hefur þeim til vitkunar eða heimskunar, voru fræðin um hesta og hunda hin einu, sem hann kunni full- komin skil á. Það er ólíklegt, að ég hafi orðið hissa á að sjá hann, því að við höfðum talað okkur saman um að cd 1=3 a C3 @eso

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.