Þjóðviljinn - 05.02.1948, Page 5

Þjóðviljinn - 05.02.1948, Page 5
Fimmtudagur 5. febrúar 1948. ÞJÓÐVILJINN Jtmas Árnasmu Heyrt og séð A HEIMDALLARFUNDI Heimdallarfundurinn tók á móti manni með seiðandi dans- músik síðastliðið mánudags- kvöld. Og klukkan varð 9 og þá átti fundurinn að hefjast, en múslkkin hélt áfram, seið- andi, seiðandi., Og klukkan varð kortér yfir 9, og enn hélt mús- ikkin áfram, seiðandi, seiðandi. Maður fór að velta því fyrir sér, hvort þau viðbrögð mundu ekki eðlilegust undir þessum kring- umstæðum, að hið unga og myndarlega fólk, sem hér var saman komið, brygði sér í vangadans og léti pólitíkina bíða þartil seinna. Að minnsta kosti gat það ekki verið á- reynslulaust fyrir ungu pilt- ana að stilla sig um að bjóða blómarósunum upp, þegar tangótónarnir náðu mestri mýkt og rómantískum unaði. Kvenleg fegurð Heimdallar er mikil, því verður ekki neitað. Og músikkin hélt áfram, seiðandi, seiðandi; — en þó kom þar um síðir, að Aage Lorange lét af fundarstjórn og Þór nokkur Vilhjálmsson tplc við. Ekki haldinn uppá grín Fundarstjóri lýsti snöggvast tilgangi fundaríns, áður en hann afhenti orðið fyrsta manni á mælendaskrá. Lagði hann á það áherzlu, að þessi fundur væri síður en svo hald- inn uppá grín. Eins og allir vissu vel væri hér á landi starf andi stjórnmálaflokkur, er vildi hrinda þjóðfélaginu útí glötun og gabba íslendinga undir Sovét. Fundurinn yar haldinn til að láta alia vita þetta bet- ur. Allir vissu það vel, að „kommúnistar" væru einn mik- ill skaðræðislýður; — fundur- inn var haldinn til að allir vissu þetta betur. — — (Það er ekki alltaf nóg að vita vel, — menn þurfa stmidum að vita betur). I þessum inngangi fundar- stjórans má í raunimii finna uppistöðuna í andlegum boð- skap þeirra annarra ræðu- manna, sem þarna komu fram. Þeir vildu allir leggja áiierzlu á það, sem ailir vissu vel, til þess að allir vissu það betur. Þeir vildu allir leggja ákerzlu á, að ísl. ,,kommúnistar“ væru sú bandíttategund, sem þjóð- félaginu stafaði mest hætta af; -— og þessu létu þeir gjarnan fylgja sálgreiningu á frægustu kommúnistum heimsins, Rúss- lun, svona til frekari skýrínga. Það sem á vantaði af rökum í ræður piKanna bættu þeir upp með landfærðilegri og sagnfræði legri fyrirferð; —- andlégheitin sveifluðust stundvun allaleið frá Moskvu og norður á Siglufjörð, úr kommúnistaávarpi Marx og Engels í barnasögu Þjóðvilj- ans. Áhrif Alþýðuflokksins og Framsóknar á meltingarfærin Stöku sinnu brá því þó fyrir, að hinir ungu ræðuskörungar Heimdallar voru ekki heldur allskostar ánægðir með Alþýðu- flokkinn og Firamsókn. Einn þeirra var t. d. í vafa am hvor þessara flokka ætti að telj ast auðvirðulegastur stjóm- málaflokkur á Islandí. Taldi liann ólíklegt, að nokkur gæti horft niður í það hyldýpi spill- ingar, sem Framsókn væri sokk in í, án þess að fá illt í mag- ann; — og þó værí kannski ennþá óhollara fyrir meltingar- færin að horfa á Alþýðuflokk- inn. Sá flokkur þættist berjast á þeim grundvelli, að þetta eða hitt samrýmist ekki Islend- ingseðlinu, þá hlýtur mönnum að vakna uggur um það, á hvem hátt þessi æska muni í framtíðinni halda sig bezt geta þjónað íslendingseðlinu í brjósti sér. Nýsköpunin óskabarn þjóðarinnar Ræðumönnum á þessum fundi kom öllum saman um, að ný- sköpunin væri óskabam ís- lenzku þjóðarinnar. En ekki væri svosem að því að spyrja, að „kommvinistar" væru stað- ráðnir í að kyrkja þetta óska- barn og ganga af því dauðu. Það skipti hér engu máli, að fyrir sósíalisma en væri samt alltaf að troða gæðingum sínum í þægiiegar stöður. Mátti skilja á ræðumanni, að bitlinga- sukk samrýmdist ekki sósíal- isma; það værí ónomialt, nema í hlut ætti kapítaliskur flokk- ur. (Alveg rétt athugað, en vissuiega vafasamt kompliment fyrir flokk piltsins). Samt taldi pilturinn, að Alþýðuflokkn um væri ekki alls vamað. Hann hefði þó allatíð svikið hugsjón- ir sósíalismans. Heiður þeim, sern heiður ber. Eg man ekki, hvort það var þessi sami ræðumaður eða ein- hver annar, sem fann Fram- sóknarflokknum það til foráttu að hann hefði ekki staðið ó- skiptur um að samþykkja her- stöðvasamninginn við Banda- rikin. Óneitanlega er eitthvað bogið við móralskt ásigkomu- Jag þeii'ra r æsku, sem hyggst nota það til svívirðingar einum stjórnmálaflokki, að forustulið hans er ekki hundraðprósent skipað landráðamönnum. Og þegar þess er gætt, að sú hin sama æska temur sér mjög að fella dóma um menn og málefni sósíalistar áttu frumkvæðið að nýsköpuninni og lögðu með henni grundvöllinn að myndun þeiiTar rikisstjórnar, sem vin- sælust hefur verið á íslandi. Þeim hefði alltaf verið í nöp við nýsköpunina; hún hefði ætíð stefnt í öfuga átt við á- form þeirra um upplausn í þjóð félaginu. Sósíalistar hafa senni- lega hleypt nýsköpuninni af stokkunum til að láta hana fara i taugarnar á sér. Nýsköpunarstjórnin hlaut mikið lof hjá ræömnönnunum, en ástæðan til þess að sósíal- istar slitu þar samvinnu, var að dómi piltanna sú, að „komm únistar“ treystu sér ekki til að taka á sig erfiðleikana. Því auðvitað gátu piltarnir ekki skilið, að hugmyndir sósíalista um sjálfstæði þjóðarinnar áttu ekki samleið með því „íslend- ingseðli“ Ólafs Thórs að af- henda erlendu herveldi hluta af landi hennar. Piltarnir gátu ekki skilið, að óhugsandi var l áframhaldandi stjórnarsam- v.inna sósíalista með þeim mönnum, sem höfðu svikið ís- ilenzk landréttindi í hendur er- lendu herveldl. Það er ákveðið ,,íslendingseðli“. sem ekki fær skilíð, að málstaður Islands sé mönnum kær. „Sjálfstæðisverkamað- urinn^ Jóhann Hafstein Verkalýðsmál urðu ekki út- undan á þessum fundi, en þar voru skoðanir ræðumanna all- ar á þá leið, að stjórn Alþýðu- sambandsins vildi rýra kjör verkalýðsins; — verkföll og yf- irleitt öll barátta vinnandi stétta hér á landi gegn árásum afturhaldsins væri liður í al- þjóðlegu upplausnarplani „kommúnista". Einn ræðu- manna kvartaði sáran undan áhrifaleysi „sjálfstæðisvei’ka- manna" í verkalýðshreyfing- imni. Sagði hann, að verkalýðs samtök hefðu að vísu sína kosti, en eins og nú væri kom- ið málum hér á landi ættu þau engan rétt á sér. Það voru einu sinni menn í Þýzkalar.di með svipaðar skoðanir og þeir náðu völdum árið 1933. Nú eru rústir í Þýzkalandi. Sami ræðuraaður harmaði mjög þá afgreiðslu, sem frum- varp Jóhanns Hafsteins, um kosningafyrirkomulag í verka- lýðsfélögum hefði fengið. Eg heyrði ekki betur en að hann nefndi einu sinni „sjálfstæðis- verkamanninn" Jóhann Haf- stein. Engin mynd af hinum „glæsilega fundi” Verður svo sleginn botninn í þessa stuttu frásögn af Heim- dallarfundi. Menn hafa kannski veitt því athygli, að í þessu tilfelli hefur Morgunblaðið brugðið venju og birtir nú enga mynd af hinum „glæsilega fundi Heimdallar“. Þetta stafar af því, að auðir bekkir eru sem háðsglott á mynd af „glæsilegum fundi“. Þá er betra að láta stórar fyr- irsagnir nægja. Það voru tvær ungar og lag legar stúlkur nálægt. mér, þeg- ar ég gekk út. Önnur þeirra hafði orð á því, hvað einn ræðu mannanna hefði verið agalega sætur. Og það hlýtur að hafa vaknað í hjarta hennar gremja yfir því, að samkomunni var ekki snúið uppi vangadans og pólitíkin látin bíða þartil seinna. Frá Verkalýðsfélagi Borgarness: Grýla kallar á börnin sín Miðvikudaginn 28. janúar var aðalfundur í Verkalýðsfélagi Borgarness, en sunnudaginn áð- ur fór fram leynileg kosning á stjóm félagsius, en komið höfðu fram tveir listar. A-listi, listi trúnaðarráðs, sem að dómi aft- haldsins i Borgarnesi var allur í fanginu á Rússagrýlu, en hins vegar B-listi, listi afturhaldsins. Ihaldsgrýla var að þessu sinni búin að hafa mikinn og langan undirbúning, allt frá því í fyrra vetur að uppistandið var í bíl- stjóradeilunni, er hún ætlaði að kljúfa samtök félagsins og stofna bílstjórafélag. — Allt frá þeim tíma hefur hún kallað á börnin sín og útmálað fyrir þeim hve hættuleg Rússagrýla væri með stjórn félagsins í fang inu og Jónas Kristjánsson fyrir formánn þess. Þegar svo trúnaðarráð stillir upp í stjórn með Guðmund Svembjarnarson í formanns- sæti himi vinsæla, víðsýna og gpáfaða verkamann, ærist ihalds grýla alveg og lieitir á fulltingi barna sinna að duga sér vel í kosningunum og endirinn verð- ur sá að þau reynast hlýðin kalli móður sinnar og kjósa B- listann með 78 atkvæðum, en A- listinn fékk 41. I örstuttu máli er fróðlegt að líta yfir ýmis atriði í félagsmál- um að undanfömu, en Jónas Kristjánsson hefur stýrt því um margra ára skeið, sem hinn ó- bilugi baráttumaður. Eitt sinn á hernámsárunum fór fram uppsögn á kaupsamn- ingum hér í Borgamesi samtím- is og Dagsbrún í Reykjartk sagði upp sínum samningum, en Verkalýðsfélag Borgarness var fyrr að semja en Dagsbrún og þegar Dagsbrún liafði samið vai taxti okkar hærri en Reykvik- inga. Er svo var málum komið fóru atvinnurekendur þess á leit við félagið að það lækkaði taxta sinn til jafns við Dagsbrún, enda teldu þeir sanngjarnt að kaup liér og í Reykjavík héldist í hendur framvegis. Þetta var í raun og veru fyrir fram gefið loforð atvinnurek- enda, enda þótt ekki væri sam- ið um það í eitt skipti fyrir öll. Nú hefur vatn til sjávar fallið síðan þetta getðist, en hvað hef ur skeð. íhaldið hefur unnið markvisst á bak við tjöldin að því að hafa áhrif á félagsmeð- limi og innrætt þeim að vinna á móti stjórn félagsins og lolcs er svo komið að ekkert má sam- þykkja er kemur frá fráfarandí formanni. Á síðast liðnu ári og fram til þess dags er stjórnarslcipti urðu nú, hafa kjarabótatillögur stjórnarinnar verið felldar þar sem afturhaldið hel'ur komið því við. En hvað skeður svo þegar nýja stjórnin tekur við? Jú, hún ber fram tillögur um að fela stjórn- inni að fá grunnkaup liækkað úr kr. 2,65 í kr. 2,80! — -— Hver er ástæðan? Jú, það mátti ekki hækka kaupið meðan „komm- arnir“ réðu félaginu. Félags- menn máttu fórna á meðan. En nú á að taka þeirra áhugamál og gera að áhugamáli íhalds- ins — á pappírnum! En undmnarsvipurinn sem kom á grýlubömin er nýja stjórnin bar fram kauphækkuu artillöguna og sameinmgar-. Framhald á 7. síða j

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.