Þjóðviljinn - 10.03.1948, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 10.03.1948, Qupperneq 4
ft ÞJÓÐVILJINN þlÓÐVILJINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — S63Íalistaflokkurlnn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Quðmundsson (&b.) Fréttaritstjóri: Jón Bjaroason Blaðamenn: AriKárason, Mtignús Torfi Ólafsson, JónasÁrnason Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu- stig 19. — Simi 7600 (þrj&r línur) Áskriftaverð: kr. 10.00 & mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint rrentsmlðja Þjóðviljans h. f. 'Sósíalistaflokkurinn Þórseötu 1 — Sími 751,0 /þrjár línur) f' Viðskiptaráðherra eða kjaftakerling? Það hefur aldrei þótt þægil^gt að verða uppvís að því að fara með lygar, slúðursögur og slefu. ísleuzk tunga á mörg orð um þessa manntegund, þeir eru nefndir lyga- laupar, slefberar, kjaftakerlingar og öðrum álíka hressileg- um skammaryrðum. Stundiun kemur fyrir, einkvun þar sem pólitísk spilling er megn, að mjög háttsettir menn ávinna sér þessa titla. Fyrir kemur að menn víla ekki fyrir sér að ganga í þessa tegundaflokka þó þeir gegni þeim trún- aðarstöðum fyrir land sitt og þjóð, að lygamar, slefan og slúðursögurnar hrina ekki einungis á þeim sem einstakl- ingum, heldur geta haft hinar öriagai’ikustu afleiðingar fyrir þjóð þeirra og fyrir sambúð þjóða. ',k Tékkóslóvakía hefur eftir stríð orðið eitt mesta við- skiptaland fslendinga. Einmitt nú þessa- dagana munu standa yfir viðskiptasamningar milli íslands og Tékkósló- vakíu, sem ætlað er að tryggi framhaldandi viðskipfl þess- ara þjóða svo nemi þremur til ■ f jórum tugum milljóna á þessu ári. Tveir menn, sem mjög koma við íslenzka við- skiptasamninga, fóru utan fyrir nokkru með fárra daga millibili. Annar, Pétur Benediktsson sendiherra íslands í Vestur-Evrópu og Austur-Evrópu, lagði af stað til Tékkó- slóvakíu i því skyni að ganga frá hinum nýja viðskiptasamn- ing. Hinn, viðskiptamálaráðherra fslands, Emil Jónsson, lkgði leið sína til Noregs. Almenningi á íslandi hafa enn ekki borizt fregnir frá Tékkóslóvakíu frá Pétri Benediktssyni sendiherra, en vænt- anlega verða þær á þá leið að gerður hafi verið víðtækur viðskiptasamningur um sölu íslenzkra afurða fyrir tugi milljóna króna og kaup á nauðsynjavörum íslendinga frá Tékkum. Hinsvegar taldi æðsti maður viðskiptamálanna á ís- landi, Emil Jónsson, ástæðu til að flytja fréttir frá Tékkó- slóvakíu strax og hann kom úr utanlandsförinni. í við- tali við flokksblað sitt, Alþýðublaðið, segir ráðherrann að stjórnarskiptum í Tékkóslóvakíu hafi „verið tekið með mikl um óhug á Norðurlöndum11, og hvíli „skuggi þeirra við- burða“ ,,nú yfir hinum norrænu þjóðum“. Svo segir ráð- herrann orðrétt „Viðburðir eins og lögreglumorðið á tékk- nesku stúdentunum, sem leyfðu sér að hafa skoðun, hafa haft djúp áhrif“. ★ Maður skyldi ætla að jafn ábyrgur maður og íslenzkur viðskiptamálaráðherra hefði heimildir sínar í lagi, að hann léki sér ekki að því að ávinna sér titla eins og lygalaupur og kjaftakerling um vinveitta þjóð, sem hefur jafnan sýnt mikinn áhuga og skilning á norrænum málum, og er auk þess ein bezta viðskiptaþjóð Islendinga. Það er fjarri Þjóð- viljanum að telja óheimilt að gagnrýna atburði eða stjórn- arfar erlendra ríkja þó þau byggi góðar viðskiptaþjóðir ís- lendinga. En hinu eiga allar þjóðir heimting á, að ábyrgir stjórnmálamenn erlendra ríkja lepji ekki upp lygasögur og áróðursslefu til ófrægingar hlutaðeigandi þjóð. ★ Nánari fregnir hafa nú borizt af atburðunum í Tékkó- slóvakíu, þar á meðal um þátt nokkurs hóps háskólastú- denta í Praha. Á síðasta degi stjórnarkreppunnar höfðu afturhaldssömustu stúdentar Prahaháskólans skipulagt kröfugöngu til ríkisforsetans, sem þó hafði fyrr um dag- inn sagt samskonar kröfuhópi ótvírætt afstöðu sína. Er stúdentarnir nálguðust forsetabústaðinn voru þeir stöðvað- ir af lögregluþjónum vegna þess að þá stóðu sem hæst stjómmálaumræður er leiddu til lausnar kreppunnar. LÖg- egluþjónarnir báðu stúdentana að fara heim, en í stað þess Ástandlð á flugvallar- hótelinu „Víðfönill“ segir ljótt af á- standinu á Hótel Ritz í eftirfar- andi bréfi: „Kæri bæjarpóstur. Nú langar mig til að kvabba svolítið á þér og af því það er í fyrsta skipti þá vona ég að þú verðir svo góður að koma þessu á framfæri fyrir mig. Eg sendi með fullt nafn og heimilisfang og er tilbúinn að taka afleið- ingunum af því sem ég segi. Þannig er mál með vexli að síðastliðið laugardagskvöld fór ég á dansleik, sem haldinn var á flugvallarhótelinu Ritz og fannst mér margt þar með þeim endemum að ég til nauðsynlegt að það sé rætt opinberlega. Því þar sem þetta er sá staður sem erlendum ferðamönnum er ætl- a.ð' að dvelja á, og ef þeir fá sömu viðtökur og íslenzku gest- irnir fengu á téðum dorsleik held ég að ekki fari hjá því að þeir sannfærist um það r.ð hér búi skrælingjar. ★ Hálfs annars tíma hið eftir afgreiðslu „Þegar ég kom var klukkan rúmlega 9. Eg valdi mér borð af þeim fáu sem eftir voru ó- frátekin og beið rólegur í hálf- tíma. En þegar ég sá að ekki voru líkur til, að neinn þjónn kæmi til að afgreiða, hóf ég leit að honum og gekk hún preið- lega. Maðurinn hafði fremur góð orð um að við fengjum af- greiðslu bráðlega, en það dróst nú hvorki meira né minna en til kl. 10.30, eða einn og hálfan klukkutíma. * Ekki mikil fjölbreytnin ».Og ekki var nú mikil fjöl- breytnin í því sem hægt var að fá: Coea-cola og Póló að drekka, fyrir utan whiský, gin og eitthvað fleira af áfengi. En þegar líða tók á kvöldið, voru allir gosdrykkir búnir og ekkert að hafa nema óblandað áfongi. Sígarettur fengust ekki allt kvöldið, að Players undanskild- um, engar eldspýtur og engir vindlar. Þannig er nú búskapur inn á flugvaliarhótelinu við höfuðborg íslands. Klukkan 1 var þessari fínu samkomu svo lokið og þótti flestum nóg að borga 25 kr. fyrir þann sv.utta tíma, — þótt að vísu hefði ver- ið borgandi miklu meira fyrir að koma þar ekki. Að endingu lang ar mig til að spyrja hyort eng- inn takmörk séu fyrir því hvað má selja dýrt á þessi skröll. Með kveðju, — Víðförull.“ Athugasemd várðandi sölu saumavéla Frá Samvinnutryggingunum kemur'þessi athugasemd: „Herra ritstjóri: Fyrir skömmu síðan (þ. 28. febrúar) birtist í blaði yðar í dálkinum „Bæjarpósturinn" bréf frá einhverjum er nefnir sig ,,Þ‘f. Er þar gert að umtals- efni að vér höfum selt nokkrar saumavélar, er skemmdust í flutningi tit landsins. Til að fyrirbj-ggja misskiln- ing, sem af skrifum þessum kann að stafa, biðjum vér yður reyndu þeir þrisvar að brjótast gegnum röð lögreglumanna, er héldu byssum sínum fyrir framan. sig. I þriðju atrenn- unni kvað við skot, einn stúdentanna særðist á fæti. Þetta sár á fæti eins stúdents er f jöðrin sem Emil Jóns- son viðskiptamálaráðherra Islands gerir ekki að fimm hæn- um eins og H. C. Andersen, heldur verður það „lögreglu- morðið á tékknesku stiúlentunum!" Plvort sem það var slysaskot eða ekki sem lenti i fæti stúdentsins eru sjálfsagt allir sammála um að viðskiptamálaráðherrann snuddar hér við því að verða að athlægi og ávinna sér kjaftakerlinga- nafnbót. Vart mundi ráðherrann telja að skuggi félli á Norð urlönd þó skot hlypi í löpp á manni í Hafnarfirði, og vart hneykslanlegt þó skyldurækin lögregla stæði í vegi áleit- inna og æstra stúdenta er vildu ráðast heim að Bessastöð- um, ef forsetinn og t. d. Emil Jónsson sætu við að leggja síðustu hönd á myndun ríkisstjórnar á úrslitastund í lífi íslenzku þjóðarinnar. ★ Vindbeigingur afturhaldsblaðanna um stjómarskiptin í Tékkóslóvakíu og tilraunir hrunstjórnarinnar að vekja nýj- an Finnagaldur hafa þegar misheppnazt algerlega. Almennt er brosað að riddurunum í hræsnishjúpnum, sem sigað er til æsinga um þessi mál og eiga eftir að skammast sín jafn innilega og.þeir sem létu siga sér út í Finnagaldur. En ±>ak við 'æsingarnar er hrunstjórnin skjálfandi á beinunum yf- ir því að ekki takizt til fulls að fela bannið gega síldveiðun- um og fyrirhugaðan niðuiskurð á f járlögum í liræsnissöngn um um Tékkóslóvakíu. Og sá ótti er ekki ástæðulaus. ís- lenzk alþýða veit af reynslu að þegai- „baráttan gegn kom- múnismanum" er pískuð upp í algert brjálæði í afturhalds- blöðunum, er verið að fela óþokkaverk hér heima. Miðvikudagur 10. marz 1948. að birta eftirfarandi athuga- semdir. 1. Það er algild venja, hvar sem er í heiminum, að váti’j’gg- ingafélög selji skemmdar vör- ur upp í skaðabætur. 2. Vélarnar voru seldar með fullu samþykki verðiagsstjóra, og er hér alls ekki um nelnn svartan markað að ræða eins og bréfritarinn (Þ) gaf í skyn. 3. Vélamar voru seldar að meðaltali á kr. 1.053.00 eftir þeim tilboðum, sem í þær feng- ust, en útsöluverð á samskonar vélum í KRON var um kr. 1.500.00. 4. Flestar vélamar vom mjög lítið skemmdar og sumar svo, að vart var hægt að greina skemmdimar. Það voru aðeins skápai'nir utan um vélarnar, sem höfðu skemmzt. Að lokum viljum vér tjá yður hr. ritstjóri, að oss þykir það miður, að þér skylduð birta þetta nafnlausa bréf, án þess, að hafa tal af oss og fá fullar upplýsingar um málið. Teljum vér að yður í nafni Samvinnu- hreyfingarinnar hafi. borið skylda til — að minnsta kosti -— að gefa oss tækifæri til þess að birta samdægurs svar vort við aðdróttunum þeim, sem fram komu í bréfi hr. „Þ“. Þá viljum við geta þess, að dráttur sá, sem orðið hefur á þessu bréfi voru, stafaði af fjar veru bréfritarans. Virðingarfyllst, pr.’pr. Samvinnutryggingar. E. Einarsson. Aths. Bæjarpóstsins: Því skal ekki neitað að betur hefði á bví farið, ef bréfið hefði verið sýnt hlutaðeigandi aðiljum, áður en það var birt. Samt sýnísc mér ekki muna mikiu í þessu ti'felli, j hvort svarið birtist stra.í eða fám dögum síðar. Skíðamót Siglufjarðar Framhald af 8. síðu. heiður Rögnvaldsdóttir Sk.Sf. á 1.14.6 min. Fyrst í C-ílokki kvenna varð Guðrún Alfonsd., Skíðaborg, á 1.25.0 mín. Brunið fór fram í Skarðsdaln um. Hófst uppi á Iillviðrishr.júk og endaði rétt ofan við Skarðs- dalsbæinn. Svigmeistari Siglufjarðar varð Ha'raldur Pálsson, Sk.Sf., á 2.58.6 mín. Fyrstur í B-flokki varð Guðmundur Ánias., Skíða- borg, á 2.58.8 mín. Fyrstur i C-flokki varð Jón Sveinsson, Skíðaborg, á 2.13.T mín. Svig- meistari kvenna varð Aðalheið- ur Rögnvaldsdóttir, Sk.Sf., á 1.31.0 mín. Fyrst í C-flokki varð Guðrún Alfonsdóttir, Skíðaborg á 1.40.4 mín. Meðan á svigkeþpninni stóó var norðaustan fjúk og vont færi. Keppnin fór fram austan í Snók. Eftir er að keppa í stökki og göngu í öllum flokk- um og boðgöngu. Þátttaka er frekar lítil og veldur þar mestu hin góða og stöðuga atvinna sem verið hefur við síldarvinnsl- una í vttur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.