Þjóðviljinn - 17.03.1948, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.03.1948, Blaðsíða 4
ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 17. marz 1948. < l Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður GuðmunAsson (áh.) Préttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðamenn: AriKárason, Magnús Torfi ÓJ.afsson, JónasArnason Ritstjórn. afgreiðsla, auglýsingar. pre&tsmiðja Skólavörðu- Btíg 19. — Sxml 7B00 (þrjár linur) Askriftaverð: kr. 10.00 á mánuði. — Lausaeöluverð 60 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Sósíalistafiokknrinn 'Þórss'ötu 1 — Simi 7510 (þrjár línur) Heljarstökk Gy!fa Þ. GísEasonar Til skamms tíma hafa sumir ímynda-ð sér að Gylfi Þ. Gíslason væri að einhverju leyti málsvari hinna fomu hugs- sjóna Alþýðufloksins, þeirra hugsjóna sem fyrir löngu hafa verið sviknar á hinn herfilegasta hátt af ráðamönnum flokksins. Og prófessorinn hefur vissulega stundum komið fram í því gervi, þótt hann hafi gætt þess að fylgja ævin- lega Stefáni Jóhanni í stórátökum. En margt hefur bent til þess að ráðamenn Alþýðuflokksins hafi af ráðnum hug látið Gylfa Þ. Gíslason spila ofurlítið „til vinstri", til þess að róa þá fjölmörgu kjósendur sem andstæðír eru hinum svikulu forsprökkum; þar hefðu hinir óánægðu átt að sjá leiðtoga, sem þó væri innan Alþýðuflokksins! Og það er engum efa bundið að þetta herbragð hefur haft nokkur áhrif, ýmsir hafa haldið að Gylfi Þ. Gíslason væri heiðarleg- ur og sannur stjómmálamaður sem vert væri að styðja. En á fundi Stúdentafélags Reykjavíkur hljóp Gylfi Þ. Gíslason snögglega og eftirminnilega út ur því hlutverki sem hann hefur leikið af nokkurri kunnáttu undanfarin ár og kom nú fram sem vanstilltur og ákafur samherji svart- asta afturhaldsins og dollaraagentanna. á Islandi við hlið Jóhanns Hafsteins! Hann spratt þar upp sem forustumaður í hiniun nýja galdri^íslénzku dollaraþjónanna, þar sem reynt er að nota upplognar æsifregnir frá Tékkóslóvakíu til þess að klekkja á íslenzkum sósíalistum og framfaraöflun- um á íslandi. Og þessi virðulegi prófessor lét sér sæma að fómá lærdómstitli síniun og embættisheiðri í svo óheiðarleg- um málflutningi að slíks munu fá sem engin dæmi um mann í hans stöðu. I munni hans urðu óstaðfestar og afsannaðar Reutersfréttir hinar öraggustu heimildir, hann, prófessorinn í hagfræði, gerði enga tilraun til þjóðfélagslegrar könnunar og lézt ekki vita rnn nein átök milli sósíalisma og kapítal- isma, og dró að lokum þær ályktanir að íslenzkir sósíalistar væru þæði óþjóðhollir og ólýðræðislegir! En Gylfi Þ. Gíslason lét sér ekki nægja að fóma fræði- mannsheiðri sínum á alltari Tékkagaldursins. Hann hefur sem kunnugt er tekið opinbera afstöðu með íslenzku þjóð- inni í baráttunni gegn herstöðvasamningnum og hvergi feng ið skoðanir sínár og orð birt um það mál nema hér í Þjóð- viljanum. En einnig þeirri afstöðu var hann reiðubúinn að fórna á stúdentafundinum til þess að þóknast hinum nýju bandamönnum sínum, Bandaríkjaagentuntun. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, snerist hann opinberlega gegn því •að borin væri upp sérstaklega tillaga um uppsögn herstöðva- samningsins, en krafoist þess að hún væri borhi upp ásamt tveim öðrum liðum. Og síðan greiddi hann hiklaust atkvæði gegn tillögimni í heild. Svo djúpt er Gylfi Þ. Gíslason nú sokkinn, svo herfilega hefur hann bragðizt því trausti sem honum hefur verið sýnt. Og enn átti Gylfi Þ. Gislason eftir að sýna enn betur sinn innj’i mann. I seinni ræðu sinni, er hann stóð uppi al- jgerlega. rökþrota, greip hann til þess óyndisúrræðis að lýsa yfir því, með andlitssvip sem festast hefði átt á ljósmynd, að Nordahl Grieg hefði trúað sér fyrir því nokkrum mán- uðum eða jafnvel ári áður en hann lét lífið fyrir hugsjónir sínar, að hann hefði snúið baki við þessum hugsjónum! Hefði Nordahl Grieg þannig átt að' gera Gylfa Þ. Gíslason að eina trúnaðarmanni sínura í veröldinni, opinbera honum það sem öllum öðram var hulið! Frú Gerd Grieg kom hér í blaðinu í gær með þá velviljúðu skýringu að frásögn Gylfa stafaði af fákunnáttu í norsku, en öórum munu vetða minnisstæð önnur hliðstæð dæmi, þar sem minning látinna stórmenna hefur verið óvirt, eftir að þeir gátu ekki lengur borið hönd fyrir höfuð sér. ★ Það er engum efa bundið að framkoma sú sem Gylfi Þ. Cííslason ástundaði á stúdentafundinum hefur verið undir- Gallharður um neðan- ívarsmanninn G. J. Á. Gallharður skrifar: „Mig langar að segja nokkur orð um neðanívarsmanninn G. J. Á. Forskeytið neðanivars — er tekið úr grein Stefáns Haraldssonar í nýútkomnu hefti Landnemans. Þegar neðanívarsmaðurinn G. J. Á. lætur sér nægja að segja frá því, að Tyrone Power sé „skotinn" í Lönu Turnerög far ekki með fræðslustárfsemi sí’ta út fyrir ástand ástamála í Hollywood, skal ég láta hann afskiptalausan. Og ekki skal ég heldur skipta mér af honum, þegar hann, í gerfi óupplýstfar Reykjavíkurstelpu, tekur þátt í „viltu geimi“ með nokkrum ,,giannagæjum“. Hann má jafn- vel fara með sínar „rómó“-hug- leiðingar í útvarpið, án þess eg kalli hann leiðindaskarf á prenti. ★ Tilhugalíf Ástralíu- negra „Og vegna þess að G. J. A. hefur gefið hávísindalegar upp- lýsingar um tilhugalíf Ástralíu- negra, væri ég meira að segja til með að fyrirgefa honum jafn drastíska dellu og þá, nð gera liinn látna heimskautafara, Knud Rasmussen, vað núverandi utanríkisráðherraherra Dan- merkur. Tilhugalíf Ástralíu- negra er fjarlægt rannsóknar- efni og vafalaust tímafrekt til úrlausnar fyrir umkomulausun blaðamann hér uppi á íslandi, þar af leiðandi kannski skiljan- legt, að honum gefist ekki tóm til að fylgjast svo vel með mál- um í fyrrverandi sambandsríki okkar, að hann vitl, að utanrik- isráðherrann þar heitir ekki Knud Rasmussen, eins og G. J. Á. kallar hann í dag (sunnu- dag) heldur Gustav Rasmu.i- sen. A Tilefni skrifanna „Eg skipti mér sem se.gt ekki af neðanívarsmamiin’im G. J. Á„ þótt hann taki þátc í þeirri menningarstarfsemi Heimilis- ritsins, að afla ísændingum frétta um kelerí HolljTvoodleik- ara, eða geri sig að tiltöiulega saklausu fífli með því að skipa látinn heimskaute.fám í em- bætti utanríkisriéherra hjá Dönum. —En þes.io.r síðustu vikur hefur- það færzt mjÖg í vöxt., að G. J. Á. lætur prenca undir sínu nafni lygaþvætting um heimspóli íkina, og fyiir þetta vil ég, aö hann læri að skammast uín. — Tilefni þess- ara skrifa minr.a ei Iiinn heims pólitíski þruglari og neðam'vars- maður G. J. Á, ★ Kremlin „Allt, sem stendur i neðan- ívarsdálkunum „Meðai annara orða. á að vera eftir G. J. Á. samkvæmt upplýsingnm í litium ramma. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að mikill mein- hluti þess, sem þarna er sagt um ástandið í alþjóðamálum, er bein þýðing úr bandarískum sorpritum, sem í einu og öilu túlka liina fasistisku heimsvalda stefnu kvaleranna í Wall Street. En það er aðeins sára- sjaldan að G. J. Á. prentar þessar þýðingar sínar inn- an gæsalappa. Venjulega tll- einkar hann sér gæsalappalaust þann vafasama heiður að vera. höfundur þeirra. Þýðingamar eru hinsvegar alltaf augljósar. T. d. kemur vanþekking neðan- ivai-smannsins á íslenzkri mál- venju mjög' oft upp um haun. Ákveðin orð og orðasambönd eru þama gegnum gangaadi sett fz-am eftir euskri málvenju. Eg nefni s. d. aðalbækistöðvar vonda karlsins Stalíns. Samlcv. íslenzkri málvenju heita bær Kreml, en neðanívarsmaðurinn kallar þær alltaf Kremlin (sbr. Hjaltalín, Vídalín, Espólín?). ★ Aðalatriðið „Annars er þetta aukaatriíi. Aðalatriðið er, að þama reymr heimspólitískur rati með vax- andi ákefð að spila sig heims- pólitískan vitring, — og Þjóð- viljinn hefur gcrt alltof liiið til að kenna honum að skamm- ast sín fyrir það. Slíkt má ekki viðgangast. Það verður að le'ða G. J. Á. fyrir sjónir, að háun mundi votta mannorði sínu mikla samúð ef hann hætti öllum deri'ingi á heimspólitiska vísu, en léti sér nægja að fyígj- ast með keleríinu í Hollywood og framvindu tilhugaiífsins hjá Ástralíunegrum. Gallharður". ÆtSar íhaldið og Framsékn að samein- ast um eyðileggingu húsaleigu- laganna? Meiríhluti heUbrigðis- og félagsmálanefndar efri deildar, Páll Zóphóníasson, Gísli Jónsson og Lárus Jóhannesson leggja til að frumvarpið uni breytingu á húsaleigulögunum verðí samþykkt. Minni hluti nefndarinnar, Brynjólfur Bjarnason og Hanniba! Valdimarsson, leggja til að frnmvarpið verði fellt. í nefndaráliti minnihlutans segir m. a.: „Þegar meiri hluti heilbrigðis- og félagsmálanefndar hreyíði því á nefndarfundi að heilbrigð- is- og félagsmálanefndin tæki að sér að flytja frumvarp til breytinga á húsaleigulögunum, kom það strax í Ijós, að við undirritaðir nefndarmenn vild- um ekki eiga híut að því emr sem komið er. í frumvarpinu, sem meiri liluti nefndarinnar flytur, er lagt til, að niður verði felldar 1., 2., 10. og 14. gr. húsaleigu- laganna, og er aðalefni breyt- inganna í því fólgið, að húseig- endur megi almennt segja upp leigusamningum um húsnæði. Þetta er eitt þýðingarmesta á- kvæði laganna, og væru þau einskisverð, eftir að hömlur þær, sem nú eru í lögum á upp- sögn leigusamninga, væru niður felldar. Þess vegna leggjum við eindregið til, að frumvarpið verði fellt. Heilbrigðis- og félagsmála- nefnd hefur átt þess kost að kynna sér álit milliþingancfnd- ar/ er ríkiestjórnin skipaði sum arið 1946 til þess að rannsaka áhrif húsaleigulaganna og end- urskoða þau, ef ástæða þætti til. Nefnd þess var skipuð þeim Baldvin Jóussyni héraðsdóms- lögmanni, Agli Sigurgeirssyni, héraðsdómslögmanni og Gunn- ari Þorsteinssyni hæstaréttar- málaflutningsmanni. Áliti skil- aði hún 24. febrúar 1947. Lagði meiri hluti milliþinga- nefndarinnar, þeir Baldvir. Jóns son og Egill Sigurgeirsson, til að húsaleigulögunum yrði ekki haggað eins og stæði, en minni hlutinn, Gunnar Þorsteinsson, taldi hins vegar rétt að breyta þeim.“ Nefndarmenn skýra þar næst frá svörum við fyrirspurnum sem milliþinganefndin sendí húsaleigunefndum víðsvegar um .land. Voru nær öll svörin á þá leið að húsaleigulögin hefðu verið til gagns og væri ekki ráð- legt að gerbreyta þeim nú. „Það er ekki að undra, þótt meiri hluti milliþinganefndarinn ar teldi, að fengnum slíkum svörum úr öllum landshlutum, að afnám líúsáleigulaganna væri ekki ráðlegt eins og stæði, enda er niðurstaða þeirra í megin- atriðum þessi: Húsaléigulögin hafa .komið í Framh. á 7. síðu. búin af ráðamönnum Alþýðuflokksins, engu síður en spilið „til vinstri". Nú er slíkt sprikl talið ástæðulaust, nú á að leggja allt kapp á samstillta herferð afturhaldsins, „hreinar línur“ eins og Alþýðublaðið segir. Og Gylfa Þ. Gíslasyni var ■sagt að taka undir sig heljarstökk og koma niður í yzta væng afturhaldsfylkingarinnar. Slíkt heljarstökk getur enginn tekið undir sig án þess að skaddast stórlega, jafnvel þótt hann sé mikill íþróttamaður, og Gylfi Þ. Gíslason er ekki samur maður eftir, heldur annar og stórum minni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.