Þjóðviljinn - 23.03.1948, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.03.1948, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23. marz 1948. ÞJÖÐVILJINN 3, ÍÞRÓTTIR Ritstjóri: FRlMANN HELGASON Herð og fvísýn kepptsi, en þoka eyðilagði skemmtunina fyrir 81 þús. Osló, 10. marz 1948. Sjaldan hefur veðurguðinn verið miskunnarlausari gagn- vart Oslóbúum en 7. þ. m., Holmenkoliendaginn í ár. Þolc- an sem legið hefur yfir Osló að undanförnu, sat sem fastast, einnig að morgni þessa mikia hátíðisdags. Samt vonuðu menn, að liún yrði ekki dimmari en svo, að þeir gætu séð beztu skíðastökk- menn heimsins svífa framaf stökkpallinum í Holmenkolien og í því trausti fylltu þeir vagna Holmenkollenjárnbrautar innar tugþúsundum saman upp- að stökkbrautinni og alla vegi og skógargötur þangað. En því- lík vonbrigði, þegar uppoftir kom! Það vai- rétt einsog þarna væri komin austfjarðarþoka og hún var svo dimm, að bara þeir næstu gátu greint stökkbrautina sæmiiega, en hin ir, sem lengra voru í burtu__ og það var meirihiuti áhorfenda — urðu að sætta sig við að greina. aðeins neðsta nluta leið- innar. Mikið gat maður vor- kennt þeim mörgu útlendingum m. a. nokkrum heiman af íslandi — sem komnir voiu langan veg til að sjá þetta fræga íþróttamót. En Norðmenn eru fastir fyrir og hér vildu þeir heldur ekki láta undan að óreyndu, og sögðu þokunni samstundis taugastrið á hendur. En að þessu sinni bar þokan sigur úr býtum. Henni létti aldrei, svo að þegar fyrri umferð keppninnar var lokið, fóru fylkingar á- horfenda að þynnast vérulega.- Stundvislega kl. 13.15 gall við lúðurþytur sá, sem boðar komu konungsfjölskyldunnar, strax á eftir er svo leikinn konungssöng urinn og því næst þjóðsöngur- inn. Með þessu er stærsta skíða- mót heimsins opnað, og með venjulegri stundvísi og ná- kvæmni hefst keppnin. Arne Hoel Úrslit í stökkkeppni drengja 18 og 19 árá: 1. Arnfinn Bergmann. 2. Ragnar Bakken. 3. Hans Larsen, ailir frá Noregi. Úrslit í stökkkeppni karla yfir 20 ára: 1 Arne Hoel 2. Th. Schjelderup 2. Petter Hugrsted 4. Victor Clock 5. Torbjörn Falkanirer 6. Hans Björnsted 7. Vidar Lindbo-Hansen Stökklengd: Stileinkunnir. 1\ st. 2.st 1. . st. 2. st. 62 —-64 18 18 18 18,5 19 18,5 62.5—63.5 18,5 19 18 17,5 18 18,5 58 —63,5 18,5 18,5 18,5 18,5 19 19 59,5—63 17,5 18,5 18 17,5 18 18 61,5—60,5 18 18 18 18 18 18 60 —62 18,5 i 17 18 17,5 18 18 60 —62 16,5 17,5 17 18.5 18 17,5 Arnfinn Bergmann. Keppendur frá 8 þjóðinn. Að þessu sinni tóku þátt í mótinu, auk Norðmanna sjálfra, Svíar, Finnar, Danir, Frakkar, Kanadamenn, Bandaríkjamenn og Rússar. Talsverður spenning ur var í mönnum að sjá þá síð- astnefndu, þar eð þeir hafa ckki verið með á alþjóðlegum skíða- mótum fyrr. Þá voru menn ekki óttalausir um, að Bandaríkja- menn gætu orðið skæðir, eink- um Gordon Wren. Skráðir keppendur voru alls um 240. Stökk í tvíkeppni í göngu og stökki Sá sem vinnur þessa keppni, hlýtur að launum hinn svoktJl- aða ,,konungsbikar,“ sem er eft irsóttasti verðlaunagripur Holm enkollenkeppninnar. í fyrra náði útlendingur honum í fyrsta sinn, Svíinn Sven Israelsson, og þetta þótti Norðmönnum mjög sárt. Nú var sú stóra spurning, hvort tækist að viitna þennan bikar aftur. Líklegasti vinnand- inn þótti nú Finninn Heikki Hasu, ólympíumeistari í tví- keppni, og landi hans, Martti Huhtala, nr. 2 á Olympíuleik- unum. Þeir lágu líka sem nr. 1 og 2 í göngunni núna. Isráels- son varð nú aðeins 8. í göngunni og gat því varla talizt mjög hættulegur. Úrslit í tvíkeppni: "sagsysBa 1. Simon Sláttvik Noregur. 2. Ottar Gjermundshaug N. 3. Martti Huhtala Finnland. Stökkvararnir komu nú hver á fætur öðrum svífandi niðurúr þokunni, án þess nokkur sér- stakur vekti eftirtekt lengi vel. Það var fyrst, þegar Noregs- meistarinn í tvíkeppni, Per Sannerud, kom og stökk 62,5 m., að áhorfendur rumskuðu. Næstur honum kom nr. 9 úr göngunni, Norðlendingurinn Simon Sláttvik. Hann stökk mjög glæsilega 66,5 m., og fagnaðarlætin brutust út fyrir alvöru. Tveir Bandaríkjamenn voru með í tvíkeppninni, en þeir reyndust linir stökkmenn. Á eftir þeim kom Hasu. Hann kunní sýnilega ekki við sig í þessari stökkbraut og fór aðeins 51,5 m. Svo Israelsson. Hann brást algerlega, fyrst og frernst löndum sínum, og einnig áhorf- endum: 48 m., gleitt stökk og skíðin eins og opin skæri. Þar með var hann úr sögunni. I síðustu umferð var atrennan stytt og þar með stökklengdirn- ar. Hér stökk Sláttvik einnig lengst, 57 m. Hann féll í sínu síðari stökki og með honum fór Simon Sláttvik vónin um „konungsbikarinn að þessu sinni. En þótt hann hefði staðið bæði stökkin, eru engar líkur til, að honum hefði samt tekizt að vinna. Simon Sláttvik vann þessa keppni og hafði þannig sótt konungsbikarinn úr höndum Svía. Hann vann einnig ,kvenná bikarinn“ svonefnda sem bezti stökkvari tvíkeppninnar. Stökkkeppni í drengjafl., 18 — 19 ára. 1 þessum flokki varð fyrstur drengjameistarinn norski í ár, Arnfinn Bergmann, frá Þránd- heimi, og stökk 59,5 og 60 m. en nr. 2 varð Ragnar Bakken frá silfur- og skíðastökkvarabæn- um Kongsberg. (En svo sem kunnugt er, eru ýmsir kunnustu stökkvarar Norðmanna frá þeim bæ, t. d. Ruudbræðurnir, olympúimeistarinn Petter Hug- sted, Vidar Lindbo Hansen, o. fl.) Einn Svíi var með í þessum fl. og varð hann síðastur, enn- fremur 1 Finni, Matti Suoniemi, sem varð nr. 6. Stökkkeppni karla yfir 20 ára. Hér hófst keppnin rólega. 3Ö fyrstu menn stukku svipað og „drengirnir.“ En svo kom Tor- björn Falkanger, drengjameist- arinn frá í fyrra, svífandi niðrúr þokunni í ágætum stíl, 61,5 m., og fagnaðarópin glumdu við. Skömmu síðar kom svo fyrsti Rússinn, Konstantin Kudrja- sjov, djarft stökk í allgóðum stíl, 57 m. og mikil fagnaðarlæti. Síðan koma bæði Daninn og Kanadamaðurinn og var þeim vel fagnað, þótt ekki stykkju þeir langt. En nú er röðin komin að ó- Framhald á 7. síðu. Siáurvegararnir í skíðastökkinu á Holmenkollenmótinu. Frá vinstri talið: Ame Hoel er varð nr. 1, Olympíumeistarinn Petter Hugsted, sam varð nr, 3 og Thorleif Seheldnip er varð nr. 2.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.