Þjóðviljinn - 23.03.1948, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.03.1948, Blaðsíða 4
Þ J Ó Ð V ILJIKN Þriðjudogur ! þlÓÐVILJINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sðsíallataflokkurlnn Rltstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi ólafsson, Jónas Arnason Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu- stig lfl. — Siml 7600 (þrj&r linur) Askriftaverð: kr. 10.00 6 ménuði. — Latisasöluverð 60 aur. eint. Frentsmiðja Þjóðviljana h. f. --------------------------«----------- Sósíalistaflokkurinn Þórserötu 1 — Sími 7610 (þrjár línur) Mannorðsþjófar Norski rithöfundurinn Helge Krog lýsti einu sinni hátíða- höldum þeim, sem fram fóru í Noregi á aldarafmæli Ib- sens. Við það tækifæri voru þeir sem hæst töluðu um ágæti öndvegisskáldsins ,,því nær allir nákvæmustu eftirmyndir þeirra persóna, sem Ibsen hæddi, afhjúpaði og húðstrýkti í leikritum sínum — þjóðfélagsstoðirnar, glamrararnir, hræsnararnir, sjálfsblekkjararnir. . . . þeim, sem ekki lét blekkjast af öllum hégómanum, birtust í þessum ræðugrúa nákvæmlega sömu hleypidómarnir, sem Ibsen barðist gegn, sami yfirdrepsskapurinn, sami sjálfbirgingshátturinn, hugleysið, heimskan og smásálarskapurinn.“. Þetta fyrirbæri, sem Helge Krog lýsir með miklum ágæt- um endurtekur sig æ ofan í æ. Ef ekki tekst að ráða nið- urlögum mikilmennis í lifanda lifi, skal tækifærið gripið þeg- ar hann er látinn og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér, þá leggjast líkræningjarnir á náinn og upphef ja síðan mikinn hávaða og reyna að gera mikilmennið andstæðu þess sem var. Og þá loks spara þessar hýenur þjóðfélagsins i sannleika ekki hrósyrðin og skjallið. Spyrjið þið Valtý Stefánsson um Lenín. Hann mun segja að Lenán hafi verið hinn mesti ágætismaður, hugsjóna- maður og góðmenni. En að hann hafi verið marxisti og kommúnisti? Nei, síður en svo. Ef hann 'hefði verið hér á íslandi, hefði hann orðið einn helzti forvígismaður Sjálf- stæðisflokksins, tekiö ástfóstri við Heimdall og barizt fyrir \ því að selja landið. Það væri margt öðruvísi í Sovétríkjun- um ef Lenin lifði enn, þá væru Sjálfstæðismenn þar við völd, en því miður dó Lenín og sá vondi maður Stalín tók við. Stalín er nefnilega. lifandi énn, og því illmenni. En hann deyr ekki fyrr sá maður, en Valtýr Stefánsson fer að hella yfir hann skjallyrðum sínum. Fyrir rúmri öld lézt skáld þjóðarinnar úti í Kaupmanna- höfn langt fyrir aldur fram, hæddur, fyrirlitinn, hundeltur og sveltur af yfirstétt sinna tíma. En nýlega urðaði þessi sama yfirstétt einhvern óþverra á Þingvöllum ,,til virð- ingar við listaskáldið góða“ sem hún hafði sjálf leitt i gröfina. Fyrir nokkrum árum lét frelsisskáld Noregs, kommún- istinn Nordahl Grieg, lífið fyrir hugsjónir sínar yfir höf- uðborg nazismans. Einnig 'hann hafði verið hæddur, fyrir- litinn og ofsóttur af Valtívum Stefánssonum lands síns, kallaður „landráðamaður, flugumaður ofbeldisstjórnar, njósnari, svikari gegn landvörnum og skipulagður slcemmd- arverkamaður gegn fjárhag og atvinnuvegum þjóðar sinn- ar.“ En nú er hann látinn, og hýenurnar telja sér hæg heimtökin. Valtýr Stefánsson lands okkar talar nú um ,,hinn fölskvalausa frelsisvin“. Hvenær hefur Nordahl Grieg verið svívirtur jafn ógeðslega og með júdasarkossi þessa islenzka kvislings? ★ \ * En sem betur fer eru til lifandi listamenn sem halda á lofti merki hinna liðnu. Og þeir verða enn að þola ofsókniv og fpllt hatur afturhaldsins. Það er t. d. ekki nema rúm vika síðan Valtýr Stefánsson valdi Halldóri Kiljani Laxness ýmis verstu hrakyrði íslenzkrar tungu í Morgunblaðinu. (Eins og menn muna ástundaði þessi sami Valtýr Stefáns- son fleöulæti við Laxness í Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum. Hann virðist nú hafa uppgötvað að lifandi listamenn geta borið hönd fyrir höfuð sér þó íiinir látnu séu varnar- lausir). Og fyrir fáum dögum felldi afturhaldið á Alþingi að veita mikílhæfum málara 15 þúsund krónur til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Listamenn eiga ekki að búa í hús- um, bezt ef þeir yrðu úti sem fyrst! Og í fyrradag hefur Valtýr Stefánsson í ruddalegum hótunum við leiksnillinginn Lárus Pálsson í Morgunblaðinu. Hann skal ekki halda að hæfileikarnir skipti nokkru máli, hann verður að taka upp Athugasemd frá Gallharði Gallharður hefur sent athuga semd varðandi fyllyrðingar G. J. Á. héma um daginn. Gall- harður segir: „Eg er ekki lengur sérstök persóna. Það er búið að slengja mér inn 1 einskonar smáleturs- legt nirvana. G. J. Á. hefur svift mig einstaklingskenndinni. Með snilji síns penna hefur hann hrært einstaklingnum Gallharði saman við Jónas Árnason og guð má vita hver ósköpin öll af hinu og öðru fólki úti í bæ. Út- koman er einn Bæjarpóstur alls- herjar. Hreint ekkert hrifinn „Búddatrúarmenn eru mjög hrifnir af þeirri ráðstöfun for- sjónarinnar að vippa þeim einn góðan veðurdag inn í nirvana hinar stóru sálar allsherjar. En ég er hreint ekkert hrifinn af þeirri ráðstöfun G. J. Á. að vippa mér í vikunni sem leið inn í nirvana hins stóra Bæjar- pósts allsherjar. — Eg kæri mig ekkert um að arka í sál- rænni bendu með Jónasi Árua- syni t.d. út á öskuhauga, og ég bókstaflega þvertek fyrir að fara á Heimdallarfund. Ekki tel ég mig heldur þurfa að sækja landafræðitíma hjá_ 10 ára A. Jónas Árnason verður að reyna að finna upptök Blöndu án minn ar hjálpár. Um sálufélag við hitt og annað fólk úti í bæ hef ég svip- að að segja. Eg vil fá að halda áfram að vera einn lítill Gall- harður út af fyrir mig. Ó, leyf mér það, kæri G. J. Á, — — Gallharður.“ Vísir móðgar vinaþjóð Og svo birti ég bréf frá J. — Hann segir: „Kæri Bæjarpóstur: í dagblaðinu Vísi birtist grein þann 18. þ. m. með fyrirsögn- inni „Chiang Kai-Shek og Kína“ eftir einhvern Jeronímus. Grein þessa geri ég hér að um talsefni sökum þess, að 1 henni eru frambornar getsakir nokkr- ar í garð vináttuþjóðar okknr, Bandaríkjanna. Má slíku ekki vera ómótmælt. í greininni segir frá bók, Sem tveir bandarískir rithöfundar hafa samið um Kína, og er frá- sögninni m. a. þessi klausa: „Hr. White og Jakoby ganga út frá því í bók sinni, að U.S.Á. séu aðeins^að vinna fyrir frels- ishugsjónina og mannúðina, er þau hafa hönd í bagga með kínversku þjóðinni. En því er ekki hægt að gleyma að Banda- ríkin eru bezt skipulagða iðnað- arland í heimi. Og þau leita markaða hvarvetna fyrir afurð- ir sínar“ (leturbr. mín). ★ „Unna frelsi, mann- réttindum og menningu“ „Höfundur greinarinnar hef- ur sjálfur orðið þess var, að hér var gálauslega mælt, og vill gera nokkra yfirbót, því hann bætir við: Það er engin ástæða til að álíta, að amerískir stjórnmála- menn starfi eingöngu í þágu fjáröflunar fyrir heimalandið. \ Það er augljóst (!), að þeir í unna frelsi, mannréttindum og l menningu.“ Þegar þess er minnzt, að Vísir hefur jafnan ástundað hollustu og undirgefni gagnvart hinni máttugu dollaraþjóð, svo sem sæmir vestrænu lýðræðisblaði, þá er von að manni sómi að rekast á víxlspor slík, sem hér ræðir um. Ef þessi vinsamlega ábending mín mætti verða til bess að Vísir gætti penna sins betur eftirleiðis, er tilganginum með línum þessum náð. J.“ ★ Verzlunarmeun og páska vikan Og loks er hér bréf, sem verzl unarmaður sendir: „Kæri Bæjarpóstur. Nú fara páskar í hönd og hugsa margir sér gott til glóðarinnar með að nota fríið, en þó er að minnsta kosti ein stétt sem ekki getur notað sér páskavikuna til fulls, en það eru þeir sem stunda' verzlunarstörf. Ástæðan er sú, að laitgardag milli föstudagsins langa og páskadags eru verzl- anir opnar sem aðra laugar- daga. Einu búðirnar sem menn vilja halda fram að þurfi að vera opnar eru matvöruverzl- anir, en þó ætti að vera hægt að birgja sig upp með mat til allra daganna; eða það verða bændurnir að gera, því ekki komast þeir í búð á hverjum degi, Við bæjarbúar getum al- veg eins gert þetta þessa einu viku á árinu. Eg hygg að ég mæli fyrir munn flestra stéttar bræðra minna með þessum ofan- rituðu orðum. Að lokum vil ég beina þeirri áskorun til lilutað- eigandi aðilja að taka þetta mál til rækilegrar athugunar. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. — - X“ Skemmdarstarf á AfþiHgi Fi’amhald af 8. síðu aði einungis að niðurrifi á þeirri nauðsynjalöggjöf, sem sett hefði verið síðustu árin. Ríkisstjórnin ætti nógar leið- ir færar til að framkvæma lögin um útrýmingu lieilsuspill- andi íbúða. Benti Einar á tug- milljónagróða ýmissa ríkisfyrir- tælcja, eins og bankanna, og þann möguleika að beita skyldu lánum gegn auðmönnum lands- ins. Fjármálaráðherra hafði sagt að hann hefði gert samkðmulag við fulltrúa landbúnaðarins um að skera niour um eina milljón Iramlag skv. lögunum um land nám, nýbyggðir og endurbygg- ingar í sveitum. Skoraði Einar á þá þrjá þingmenn í neðri deild, sem sæti eiga í nýbýla- stjórn að segja til hvort þeir hefðu gert slíkt samkomulag fyrir hönd bænda. Óskaði hann þess einnig að fjármálaráðherra skýrði frá þvi við hverja bænda fulltrúa hann hefði samið um þennan niðurskurð. Hvort hefði kannski aðeins verið samið við Framsóknarfiokldnn, sem hefði útnefnt sjálfan sig sem fuíltrúa bænda í þessum málum? Engin svör fengust við þess- um spurningum. Jóhann Þ. Jós- efsson smeygði sér út úr deild- inni til að komast hjá að svara, og Framsóknarmenn virtust aldrei þessu vant skammast sín — og þögdu. lííkisstjórnin ekki uppnæm fyrir heilsuspillandi ibúðum. V Sigfús Sigurhjartarson sýndi með ,skýrum rölcum hve brýn þörf var á löggjöf um útrým- ingu heilsuspillandi íbúða. Minnti á að hann og aðrir sósí- alistar börðust árangurslaust fyrir því að sett væru í lögin á- kvæði um fjáröflun er tryggt hefðu framkvæmd þeirra. Nú hefði reynslan sýnt að þess var full nauðsyn. Skýrði Sigfús frá niðurstöðum rannsókna um heilsuspillandi íbúðir í Reykja- vík og mundu þær ekki færri en á annað þúsund, — og þeirri byrjun er Reykjavíkurbær hefði gert til að byggja yfir fólkið. Nú yrði allt í óvissu um fram- liald þeirrar starfsemi ef lögin yrðu afnumin. Var Sigfús sam- mála Sigurði Bjarnasyni er haldið liafði því fram að ástand- ið í þessum málum væri jáfnvel enn verra víða úti á landi. Sízt mætti byrja að spara á þessu sviði. Það væri þjóðfélagslegt vandamál sem ekki yrði komizt hjá að leysa að gera öllum lands mönnum kleift að búa í húsum sem mönnum væri sæmapdi. Sigurður Bjarnason og Gylfi Þ. Gíslason lýstu sig andvíga þeim lið bandormsins er snertir laga- ákvæðin um heilsuspillandi í- búðir. skítmennsku Valtýs Stefánssonar í stjórnmálum, ef hann vill fá að vinna störf sín í friði! En þessi opni fjandskapur er vissulega þakkarverður og listamönnunum til gleði. Það er ágætur virðingarvottur að hljóta svívirðingar hjá afturhaldinu íslenzka. Hitt má vera listamönnum kvíðvænlegra að íhuga örlög sín látinna með mannorðsþjófa á næsta leiti sem munu grípa hvert tækifæri til að ávarpa þá „fölskvalausa frelsisvini“ i Morgunblaðinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.