Þjóðviljinn - 09.05.1948, Síða 8

Þjóðviljinn - 09.05.1948, Síða 8
N Shipið íér irá S<an Franciseo I íh iebr* m§ hef- ur siglt samtuis 87otP s§omílur M.s. Tröllaíoss sem Eimskipafélag íslands heí'ur keypt af Bandaríkjastjórn, kom hingað til Reykjavíkur í gærkvöld. Tröllafoss er eins og áður hefur verið skýrt frá, stærsta skip sem íslendingar enn hafa eignazt. Skipið er 338 feta og 8 þuml. langt, 50 feta og 4 þuml. breitt, 29 feta djúpt. Smálesta- tala 3805 brúttó, 2123 nettó, en „deadweight" er það talið 5100 sml. miðað við 21 feta djúpristu. Skipið getur flutt allt að því 5500 smál. af þungavöru (gerði það nú í þessari ferð á leið- inni frá Havana til Baltimore). Af almennri stykkja-vöru getur það tekið 3500—4000 sml. Lestarrúm skipsins eru samtals að rúmmáli 238.000 teningsfet, þar af 10.000 teningsfet frystirúm. (Er'það nærri þrisvar siimmn meira lestarrúm en í Brúarfossi, sem er 80.000 ten.fet að rúmmáli). í'jóðviljinn fékk í gær eftir- farandi upplýsingar um skipið hjá skrifstofustjóra Eimskipa- félagsins: Skipið hét áður „Coastal Courser" og er eitt af skipum þeim sem Bandaríkjastjórn lét byggja meðan á styrjöldinni stóð. Skip af þessari gerð hafa ■eins og kunnugt er lengi verið i förum hér, og eru þvi lands- mönnum kunnug undir nöfnun- um „Salmon Knot“, „True Knot", „Span Splice" o. s. frv. Trúnaðarmenn Eimskipafé- lagsins í San Francisco völdu þetta skip, sem bezta fáanlega skipið af þeim skipum sem fé- iaginu var gefinn kostur á að kaupa. Skipið var fullsmiðað í desember 1945 og hefur verið í notkun aðeins rúmlega eitt og íhálft ár, eða frá því í febrúar 1946 þangað til í sept. 1947. Skipið lagði af stað frá San Francisco 19. febrúar s.l., og hefur ferðin til Reykjavíkur því tekið 80 daga. Vegalengdin, er skipið hefur siglt er alls 8750 sjómílur. Siglingin sjálf hefur tekið 50 daga, en 30 daga hefur skipið legið í höfnum vegna fermingar og affermingar. Tröllafoss tók fyrst farm til Guyamas i Mexico. Þar tók skipið aftur farm og sigldi gegn um Panamaskurðinn til Havana á Cuba. I Havana lá skipið rúm an hálfan mánuð og fór baðan 3. apríl með farm tii Baltimore, sigldi síðan til Nevv York. Þar tók skipið farm ti! Islands og lagði af stað frá New York 28. apríl s.l. Hefur skipið þvkverið um 11 sólarhringa frá . New York til Reykjavíkur. Skipið er með tveim stálþil- förum stafna á milli, með hall- andi framstefni og svonefndmíi „Krydser" afturenda, og vélin aftast í skiþmu. Það er allt raf- isoðið, byrðingurinn, öll þiiför, botntankar, skilrúm og yíirleitt allt i skipinu er úr stáli. I skipinu eru 6 vatnsþétt skil :rúm. Lestarrúmin eru fjögur. Fyr- ir framan og aftan. Vinuuljós á þilfari eru góð, í öllum lestar- rúmum er mjög góð loftræst- ing, Alls eru 14 losunar„bóm- nr“ á skipinu með 16 rafmags- yindum, bár af er ein „bóma“ fyrir 30 smál. þunga og ónnur fyrir 20 smál. Björgunarbátar eru 2 og taka þeir 40 manns hvor. Bát- arnir eru úr stáli og báðir með mótor. Þeir eru í svonefndum „Gravity“ davíðum, og eru dregnir upp með rafmagnsvind- um. Er mjög fljótlegt að setja bátana í sjóinn og draga þá upp, og getur einn maður vert það. Á að vera hægt að koma þeim í sjóinn á 30 sekúndum. I skipinu er rúm fyrir 365 smál. af dieselolíu, en auk þess má nota aðra geyma fyrir allt að 500 smál. af aukabirgðum af oliu. — Geymslur allar eru mjög góðar, t. d. eru kæligeymsl ur fyrir matvæli 2240 ten.fet og aðrar geymslui' brytans um 1800 ten.fet. Á stjómpalli er stýrishús og leiðarreikningsherbergi þar fyr ir aftan, mjög rúmgóð, og búin flestum áhöldum, sem nú teljast nauðsynleg fyrir siglingar, svo sem „Gyro“ áttavita með sjálf- virkum stýrisútbúnaði, og „rópeaters" á sex stöðum í skip inu, miðunarstöð, dýptarmæli, og allskonar öðrum tækjum sem of langt er að telja, enda varla Jtil nöfn yfir þau öll í islenzku máli. Á bátaþilfari, eða næst.a þil- fari fyrir neðam stjórnp, er íbúð skipstjóra, dagstofa, svefn’defi og snyrtiherbergi með steypi- baði. Stór .loftskeytaklefi með nútíma útbúinni loftskeytastöð, en talstöð er ekki í skipinu, og veiöur liún sett í það bráðlega. Þar er einnig sv'efnklefi loft- skeytamanns, og klefar fyrir' rafgeyma, gyro-áttavita •>. fl. Af þessu þilfari er gengið niður i húsið á ,,poop“ þilfari. Þar búa 3 stýrimenn og bryti, svo er þar herbergi sem notuð voru fyrir fallbyssulið, en verða notuð fyrir farþega. Verður hægt að taka allt að 10 far- þega með skipinu. Þar er einnig borðstofa yfirmanna með til- heyrandi búri, ennfremur snyrti klefi, steypibað o. fl. Á aðalþilfari eru íbúðir yfir- vélstjóra og þriggja vélstjóra. á þessu þilfari eru einnig íbúð- ir allra annarra á skipinu, en skipshöfnin er alls 31—33 Fiaiuhald á 7- sílSu Félag samcinuðH þjóðanna á ísiandi Félag Sameinuðu þjóðanna á íslandi var stofnað síðdegis í gær að Hótel Borg. Á stofn- fundinum voru 70—80 manns. Fundarstjóri var dr. Helgi Tómasson og.fundarritari Hend • rik Ottósson. Formaður félags- ins var kosinn Ásgeir Ásgeirs- son alþm. en aðrir í stjórninni eru: herra Sigurgeir Sigurðsson biskup, Ólafur Jóhannss. oróf., frú Guðrún Pétursdóttir og Sig urður Bjarnason alþm. Tilgangur felagsins er m. a. að fylgjast með störfum Sam- einuðu þjóðanna, kynna starf- semi þeirra og auka samúð milli allra þjóða. Fest kaup á síldarnétum Kristinn Jónsson framkvæmda stjóri á Dalvík er nýkominn heim úr þriggja vikna ferða- lagi um Skotland, England og Danmörk, en þangað fór hanr. til þess að kaupa efni í síldar- nætur. í ferðinni keypti hann síldar nætur fyrir 80 þús. kr„ er koma til landsins í þessum mánuði og sá eimfremur um kajp á 10 Faxaflóanótum er munu koma til landsins í ágúst í sum- ar. Taldi hann verðið í þessum löndum hagstæðara heldur en í Bandaríkjunum. Vegna tak- markaðs gjaldeyris til ferðar- innar hafði hann þó ekki haft tök á að leita eins vel fyrir sér um kaup og þörf hefði verið é. — Innflutningsleyfi hefur verið veitt fyrir nokkrum hluta þess sem hann festi kaup á. fahr vann í j meistaraflokki Hraðkeppni Ármanns í liand- knattleik lauk í gær. Órslit urðu þau að Valuv vann í meistaraflokki í úrslita- leik við Fram með 5 mörkuri gcng 3. Valur vann einnig í II. fl. úrslitaleik við K.R. með 3:2 og K.R. vann í III. fl. í úrslita- leik við Val með 4:2. 9 félög voru skráð til keppn- innar, samtals 20 flokkar, eu eitt félag K.R. mætti ekki til leiks í gær í meistaraflokki og Akurnesingar gátu heldur ekki mætt í gær. Áhorfendur voru lærri en búast hefði mátt við. Er ríkisstjórnin byrjuð að ráð- stafa Marshallvörubílunum 710? Eru ráohesramir viljakiisir þjónar hásbænd- asma í Wall Síreet? Samkvæmt áætluninni um Marshall-„hjálp“ er Is- lendingum ætlað að Itaupa á þessu ári 700 vörubila. Þörf landsmanna fyrir fleiri vörubíla eit Jiegar eru til í landinu sést bezt á því að undanfarið ihefur verið svo lítið að gera fyrir vörubílstjóra að allt að því helming- ur stéttarinnar niá nú teljast attiivnulaus. Ríkisstjórnin hefur með stöðvun sinni á byggingum og öðrum verklegum framkvæmdum beinlínLs skipulagt atvinnuleysi meðal vörubílstjóra. SÍS hefur átt frá því s.l. haust milli 30 og 40 vöru- bíla geymda austur á Sellössi og auk þess er fjöldi bíla sem þegar hafa verið ákveðin kaup á, en eru ekki komn- ir til landsins. Aftur á móti hafa varahlutir í vörubíla ekki fengizt í sjö mánuði. Samt mun ríkisstjórnin hafa verið — samkvæmt skipun húsbænda sinna í Wall Street — að reyna að troða vörubílum inn á ýmis ríkisfyrirtæki og fleiri. Er hér með skorað á stjórnarvöldin að svara því hvort þau ætli að flytja inn vörubíla í hundraðatali á þessu ári? Vöi-ubíla sem Islendingum eru ætiaðir i áætluninni um Marshall-„hjá]p“ en sem landsmenn hafa ekkert með að gera. Finnskir kratai rjúfa stjórnar- samstarf Ríkisverzlun tryggir verð- lækkun Finnskir sósíaldemókratar hafa sagt upp samningnum um stjórnarsamstarf, sem gilt hef- ur milli þeirra, Lýðræðisbanda- lagsins, Bændaflokksins og sænska flokksins síðan 1945 og er grundvöllur núverandi rík- isstjórnar. Þeir segjast þó m'uni sitja í stjórn fram yfir kosn- ingarnar í sumar. Sem átyllu fyrir samningsrofinu færa þeir ásakanir í garð kommúnista um ái'ásir á vinsamleg ríki og fyrirætlanir um hreinsun í em- bættiskerfinu. Norðnenn og Danir viija hern- aðarbandalag, Svíar tregir Fundur forsætisráðherra Danmerkur, Noregs og Svíþjóð- ar hófst í Stokkhólmi í gær. Er hann haldinn í samljandi við flokksþing sænskra sósíaldemó- krata. Segja fréttaritarar, að stjórnir Danmerkur og Noregs séu þess fýsandi, að mynduð verði formlegt hernaðarbanda- lag Norðurlanda með gagn- kvæmum varnarsáttmálum, en sænska stjórnin er talin treg til að hverfa svo gersamlega frá hlutleysisstefnu sinni. Ríkisverzlanimar í Rúmeníu hafa tilkynnt nýja verðlækkun. Er þetta sjötta verðlækkimin. sem ríkisverzlanirnar tilkynna síðan þær voru settar á stofn í sambandi við gengisfestinguna í fyrrahaust. Við hverja verð- lækkun ríkisverzlananna iækk- ar allt verðlag i landinu, því að verzlanir einstaklinga eru til- knúðar að fylgja á eftir. Þjálfari hjá Vai? Hingað er kominn í boði knatt spyrnufélagsins Vals skozki knattspj'rnuþjáifarinn Joe De- viné, en hann var þjálfari Vals 1939. Devine verðúr hér eitthvnð í sumar á vegum Vals og ei sennilegt að hann muni starfa sem þjálfari hjá félaginn. Verkamenu taka hafnarmannvirki Hafnarverkamenn i Palermp á Sikiley hafa tekið rekstui hafnarinnar þar í sínar hendur. Hafnaryfirvöldin höfðu fyrir- skipað verkbann, til að knýja fram lækkun á launum verka- manna, og fluttu alla tæknilega starfsmenn á brott Samstundis tóku verkamenn hafnarmann- virkin á sitt vald, og heldur af- greiðslá skipa áfram undír stjórn verkamannanna sjálfna

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.