Þjóðviljinn - 11.07.1948, Side 3

Þjóðviljinn - 11.07.1948, Side 3
Sunnudagur 11. júlí 1948. 3 Á HVÍLDARDAGINN ..Islendingar'. Vér erum koninir heim! Vér erum frjáls þjóð!“ Þannig hóf Ól- afur Thors ræðu sína f.vrir framan stjórnarráðshúsið 18 júnl 1944, daginn eftir að það lýðveldi var endurreist sem lifað hafði í draunii þjóð arinnar í sjö aldir. Rúmum tveim árum síðar lagði hanu herstöðvarsamninginn fyrir Alþingi hins endurreista lýð- veldis. Hann var farinn að heiman aftur. * 17. júní 1944 kom Morgun- bl. út í margföldu broti og birti myndir af Jóni Sigurðs- syni og öðrum forfeðrum hins endurreista lýðveldis. Aðalgrein blaðsins skrifaði Bjarni Benediktsson um sjáll' stæðisbaráttu síðustu aldar. Daginn eftir flutti sá hinn sami Bjarni Benediktssou ræðu á Iþróttavellinum uni frelsi þjóðarinnar og sjálf- stæði. Fjórum árum síðar und irritaði enn hinn sami Bjarni Benediktsson landráðasamn- ing, sem sviptir þjóðina efna hagslegu sjálfstseði og gerir fullveldi liennar orðið eitt. Einnig liann var farinn að heiman aftur alfarinn. ★ Fyrir fjórum árum hitti ég Vesturíslending, alinn upp í Bandaríkjunum. Hann kunni allgóð slúl á sjálfstæðisbar- áttu Isl., við Dani, hafði lagt næstum þ\-i sjúklegt hatur á dönsku þjóðina, og taldi hin endanlegu sam- bandsslit við þá þjóð „merk- asta kapítula, seni skráður hefur verið á bókfell íslenzkr ar sögu,“ svo enn sé vitnað í ummæli Ólafs Thors. En þessi sami Vesturíslendingur taldi einsætt að Bandaríkin héldu herstöðvum sínum hér á landi eftir styrjöldina, að íslendingar yrðu fjárhagsleg ir skjólstæðingar Bandaríkja manna og Island yrði jafnvel hluti liins vestræna auðvalds- ríkis. Þá leit ég á orð þessa manns sem óhugnanlegt dæmi þess, hvílíkt djúp væri staðfest milli hinna \ estrænu landa okkar og íslenzku þjóð ariunar, og sízt óraði mig fyrir því að hinar miklu frelsishetjur gjálfstæðis- flokksins ættu eftir að renna sama skeið á fáum árum. ★ Voru þá orð og æði fuil- trúa auðstéttarinnar 1944 að eins undirbúningur að vista- skiptum, þar sem auðugur og voldugur húsbóndi kæmi í stað hins sem gagnslítill var orðinn? Því er erfitt að svara og serinilega vita $jálfstæð- ishetjurnar það varla sjálfar. Hitt er víst að þátttaka auð- stéttarinnar I lýðveldisstofn- uninni stafaði af því og því einu, að engin veruleg hags- munabönd tengdu hana auð- stétt Danmerkur, hún gat leyft sér að tala urn hugsjón- ir og sjálfstæði og frelsisbar- áttu við Dani án þess að nokkrir fjármunir væru I húfi. „Islendingar! Vér er- um komnir heim! Vér erum frjáls þjóð!“ sagði Ölaíur Thors. * En það leið ekki á löngu þar til I odda skarst, þar til frelsisbarátta, sjálfstæði og fagrar hugsjónir rákust ó- þyrmilega á frumstæðustu peningahagsmuni auðstéttar- innar. Og sagan getur ekki um nein átök, ekkert hugar- stríð; kjölfesta stóru orð- anna reyndist engin, siðferð- isstyrkurinn mergsoginn, fjármagnið hið eina föður- land. Og raunar hefði þetta ekki þurft að koma nokkrum á óvart. Þessi saga hefur gerzt æ ofan I æ, I einu land- inu af öðru. Þegar Bretar sendu loftflota sína yfir Þýzkaland I síðustu* styrjöld höfðu flugmennirnir m. a. ströng fyrirmæli um að gera aldrei árásir á verksmiðjur þær og iðjuver sem voru I tengslum við Unixerhringinn fræga, jafnvel þótt einmitt þessar verksmiðjur og iðju- ver tryggðu nazistum hin nauðsynlegustu efni til styrj- aldarnota. Auðmagnið er öllu ofar, „dollarinn skal standa.“ sagði Ólafur Thors Atomstöðvarinnar. Auðstéttin íslenzka á sér stutta ævi en þróun hennar hefur orðið því örari. Fyrstu kapítalistar íslenzkrar sögu hafa verið lifandi til skamms tíma, menn sem voru djarfir og stórhuga og trúðu á sjálfa sig, framtíð lands og þjóðar. Einmitt þeir áttu ríkan þátt I sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar I upphafi þessarar ald- ar. Það var andi þeirra sem Einar Benediktsson túlkaði I ljóðum sínum. Synir þessara manna eru nú rosknir, sum- ir forustumenn Sjálfstæðis- flokksins, aðrir fjármálaskör ungar, en andinn er ger- breyttur. Siðgæði er rotið, trúin þorrin. Framtíð þessar- ar þjóðar er þeim hismi og hjóin, hið fyrirheitna land er í vesturátt, og þeir vænta sér öruggari framtíðar sem þý þessa fyrirheitna lands en frjálsir og óháðir íslenzkir borgarar. Þess vegna undir- rita þeir samning á samning ofan og eiga eflaust eftir að undirrita fleiri, á meðan þeir hafa tækifæri til. ★ Það er ekki að undra þótt margir fyllist nú örvæntingu og vonleysi um hag og fram- tíð þessarar þjóðar. „íslands óhamingju verður allt að vopni.“ Þó skal sú kennd aldrei ná yfirhöndinni. T:l þess var ekki lifað, ekki bar- izt í sjö aklir að sigurlaunin væru hremmd að vörmu spori og nýjar kúgunaraldir tækju við. Sú stétt sem nú svikur þjóðina á sér enga framtíð, dagar hennar eru taldir, þótt vestræn aðstoð kunni að veita henni stundargrið. Framund an er ríki íslenzkrar alþýðu. þeirrar alþýðu sem hefur ein- sett sér „að hér búi um alla framtíð frjáls og öllum óháð menningarþjóð, andlega og efnalega frjálsir og hamingju samir menn.“ Þessi orð voru flutt af Ólafi Thors 18. júr.i 1944. Hann trúir þeim ekki, og stétt hans trúir þeim ekki, en islenzk alþýða trúir þeim og hún mun Iáta þau rætast. |' SKÁK t % Ritstjóri Guðmundur Arnlaugsson iH-4-H-H-H"H l'I I 'M-I-l-Þ ^.■I..I..H-H-K-H-H-H-1-I-í-h-í . Nú er skákmótinu í Karlsbad lokið og varð Follys efstur. Keppnin'var afarjöín og voru um tíma mestar líkur til jæss að -Svíinn - Stoltz myndi sigra. Heildarframmistaða Baldurs á mótinU var lakari en við höfðum vonazt . eftir. Hann virðist hafa skort úthald. Sjálf- ur segir hann um. þetta í bréfi hingað heim: „Um mina tafl- mennsku er það að segja, að hún hefur ekki verið eins slæm og tölurnar bera með sér, en ég hef yfirleitt gefið mig, er á skákirnar hefur liðið. Eg lief kannski telft of eindregið ti! vinnings, en hef samt yfirleitt fengið góðar stöður. ..." Skákir þær, er Baldur hefur sent hingað heim sýna að þetta er. rétt, og'ein þeirra er líkleg til að flakka um heiminn í skájc- dálkum og tímaritum — sú sem hér fer á-eftir. Skákþingið i i K: ► Isbad 8. umíerð, 16. júní Baidur’'Möller Stulik Island Tékkóslóvakía 1, d2—d4 * Rg8—f6 2. Rgl—f3 g7—g6' 3. g2—g3 Bf8—g7 4. Bfl-—g2 0—0 5. 0—0 d7—d6 6. e2—c4 Rb8—d7 7. Rbl—c3 e7—e5 8. e2—e4 c7—c6 9. h2—h3 Dd8—c7 10. Bcl—e3 Rf6—h5 11. Hal—cl Hf8—e8 Um upphafið hefur lítið verið að segja fram að þessu; hér er kominn fram kóngsindverji eft- ir öllum kúnstarinnar reglum. f staðinn fyrir hrókleik svarts mátti búast við f7—fö, sem er rökrétt framhald á Rf6—h5. En hversvegna hikar þá svart- ur? Líkast til eru ástæðurnar tvær: Rh5 er í hættu staddur og reiturinn eð óvarinn. Lítum á: 11. — f7—f5 12. exf5 gxf5 (ekki Hxf5 vegna go—g4) 13. dxe5 dxe5 14. Rxe5 Rxg3! og svartur heldur sínu. Eða (11.— f7—f5) 12. Rg5 Rd7—f6! (eini leikurinn) 13. exfo gxf5 14. B|3 Rxg3! 15. fxg3 h7—h6 og vinnur manninn aftur, f7—f5 virðist því standast en engu að síður er skiljanlegt að svartur hiki; hann vill koma mönnum sínum betur í leik áður en stað- an opnast. 12. Kgl—h2 Rd7—f8 13. Ddl—d2 f7—f5 14. Hfl—dl Rf8—e6 Taflstaðan er fjaðurmögnuð og flókin sökum uppskiptamögu- leikanna á miðborðinu. Ridd- araleikurinn er fyrsta spor í ranga' átt. Hann er að vísu freistándi vegna hótunarinnar f5- -fl en liinsvegar stéridur riddaririn-illa á ~é6.- Setínilega var bezt að leika Bd7, Had8 og Bc8 áður en nokkuð frekar var aðhafzt. 15. Bcl2—h6 Það eru ýmsar hillingar í stöð- unni, peðvinningur með exd4 eða - jafnvel mannvinningar í sambandi við fxe4, en hvort- tveggja er hrein blekking. Bezt væri nú líklega að leika Re6— f8 til þess að geta svarað d4— d5 með e6—c5 ef' á' þarf að halda. 15. ----- f5—f4 16. Bh6xg7 Dc7xg7 -17. d4—d5! . c6xd5 18. Dd2xd5! He8—d8 Nú vinnur Baldur mjög fallega. 19. c4—c5!! ' d6xc5 20. Dd5xd8f! Re6xd8 21. Hdlxd8+ Kg8—f7 22. Rc3—d5.. - Hótar Rg5 mát! Svartur getur varizt máti en það kostar lið. 22. ----------------- f4xg3+ 23. f2xg3 Dg7—h6 24. Hclxc5 Hótar Hc7f og He7 mát. 24. ---- Rh5—f6 25. Hc5—c7+ Bc8—d7 Eða Rfd7 26. Rxe5+ Ke6 27. He8+ Kd6! 28. Rf7 mát. 26. Hd8xa8 ■ 27. Rd5xf6 28. Rf3xe5! 29. Re5xc6 30. Ha8—f8+ gafst upp. Kf7—e6 Bd7—c6 Dh6xd2 Ke6xf6 og svartur Þessi - skák er Baldri til sóma. ■ Kombínasjónin, sem hefst í 19. leik er Ijómandi falleg. hafa í för með sér viðtækt at- vinnuleysi Almenningur verður að bera byrðamar en stóreignamenn sleppa Peningaskiptin í Vestnr-Þýzkalandi hafa haft í för raeö sér víðtækt atvinnuleysi. Peningar í umferð voru skornir svo niður að fyrirtækin gátu ekki aflað sér rekstursfjár og urðu að loka og segja verkamönnum upp vinnu. Þýzki verkamálaráðherrann Rudolf Kohl í Wjirtenberg-Bad- en segir, að peningaskiptin muni hafa það I för með sér, að 300. 000 verkamenn fimmti hluti alls vinnandi fólks I Wurtemberg- Baden missi atvinnuna. Borgar- ráðsmaðurinn Klann I Lubeck segir, að 30% verkamanna þar í borg muni missa atvinnuna. Ríkistekjur dragast svo mjög, saman við peningaskiptin, að einungis lítill hluti af þeim, sem missa atvinnuna, fær atvinnu- leysisstyrk. í Hamborg var 20. 000 verkamönnum sagt upp at- vinnunni fyrstu þrjá dagana eft- ir peningaskiptin. Fjöldaupp- sagnir hafa einnig átt sér stað í Hessen og í Neðra-Saxlandi hafa 70% verkamanna i mat- vælaiðnaðinum misst atvinnuna. Sérstakur eignaskattur óainerískt athæfi! Hernámsyfirvöld Breta lögðu til, að jafnframt peningaskipt- unum yrði lagður á sérstakur eignaskattur í Vestur-Þýzka- landi, svo að alþýða manna þyrfti ekki ein að bera byrð- arnar. Þessu lögðu Bandaríkja- menn blátt bann við og sögíu það óamerískt athæfi að ieggj.i á slíka skatta. Bretar beygðu sig fyrir vilja Bandaríkjamanna í skattamálunum. Jútbreiðið Þjóðviljann

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.