Þjóðviljinn - 11.07.1948, Qupperneq 6
6
ÞJÖÐVILJINN
Sunnudagur 11. júlí 1948.
16.
• Falsarar sögunnar
<
1 (Sögulegt yfirlit)
hafa samráð um þau og stefna að því i framtíðinni
að uppræta öll misklíðarefni, í þvi augnamiði að
viðhalda friði í Evrópu“. 1)
Louis Mromiieíd
16. DAGUR.
STUNDIR.
Þetta var yfirlýsing um gagnkvæm grið milli Bretlands
og Þýzkalands.
Þann 6. desember var undirrituð hin fransk-þýzka
Bonnet-Ribbent.rop yfirlýsing, sem var svipuð brezk-
þýzku yfirlýsingunni. Þar var þvi yfirlýst að stjórnir
Þýzkalands og Frakklands væru einróma sammála um þá
skoðun að góð sambúð milli Þýzkalands og Frakklands
væri eitt af grundvallarskilyrðunum fyrir eflingu góðrar
sambúðar Evrópuríkjanna og alheimsfriðar og að báðar
ríkisstjórnirnar myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði
til þess að viðhalda slíkri sambúð milli ríkjanna. I yfirlýs-
ingunni stóð ennfremur að hér eftir væri enginn landaá-
gi-einingur til staðar milli ríkjanna og að þágildandi landa
mæri skyldu vera ævarandi. Yfirlýáingin endaði með þeim
orðum að bæði ríkin væru staðráðin í því, burtséð frá að-
skildum samskiptum þeirra við önnur ríki, að halda stöð
ugu sambandi sín á milli um öll þau mál er varðaði ríki
þeirra og ráðgast við hvert annað ef þau mál skyldu i
framtíðinni hafa í för með sér alþjóðleg vandamál.
Þetta var yfirlýsing um gagnkvæm grið milli Frakk-
lands og Þýzkalands.
I raun og veru þýddu þessir samningar það, að bæði
Bretland og Frakkland höfðu gert griðasáttmála við
Hitler.
Þessir samningar við Hitlers-Þýzkaland sýndu það
greinilega að ríkisstjórnir Bretlands og Frakklands ætluðu
að forða sér frá árás Hitlers og stóðu í þeirri trú að
Múnchensamningarnir og aðrir svipaðir hefðu þegar opnað
-dyrnar upp á gátt fyrir árás Hitlers í Austurveg, gegn
Sovétríkjunum.
Það var með þessum hætti sem hin pólitísku skilyrði
fyrir „einingu Evrópu, án Sovétríkjanna" voru sköpuð.
Takmarkið var alger einangrun Sovétríkjanna.
III.
1 Einangrun Sovétríkjanna. Griðasamningur milli
Sovétríkjanna og Þýzkalands.
Þegar eftir innlimun Tékkóslóvakíu hélt hið fasistiska,
Þýzkaland opinskátt áfram stríðsundirbúningi sínum' að
•öllum heiminum ásjáandi/Hitler, sem Bretland hafði nú
gætt nýju hugrekki, batt sig ekki lengur við formsatriði
tié lézt vera fylgjandi friðsamlegri lausn vandamála Evr-
ópu. Þegar á þeim tíma var það ljóst að hver dag'urinn
sem leið færði mannkynið nær nýrri heimsstyrjöld, ægi-
Jegri en nokkru sinni fyrr.
Hver var á þassum tima stefna Sovétstjórnarinnar. ann-
arsvegar og stjórnar Bretlands og Frakklands hinsvegar ?
Tilraun sögufalsaranna í Bandáríkjunum tii þess að
smeygja sér undan að svara þessu sýnir einungis að
þeir hafa ekki góða samvizku. -
Sannleikurinn er sá að jafnvel á hinu örlagaríka tíma-
feili, vorið og sumarið 1939, þegar styrjöldin var yfirvof-
1) „Archiv fur Aussenpolitik und Landenkunde" septem-
Þer 1938, bls. 483.
Newport var morandi af nýríku nýju fólki og eng-
inn kærði sig um að dvelja í Róm á vetrum núorðið.
Hann var orðinn gamall maður. Gæti eins vel verið
dáinn.
II.
Klukkan var farin að ganga tólf þegar Jim Town-
er fór úr veizlunni hjá Hektori og lét sig síga niðuv
í lyftunni, skreyttri gulli og kristalli. Niðri í and-
dyrinu kagtaði dyravörðurinn, Pat Healy, á hann
kveðju, íklæddur skrautlegum, gullskrýddum ein-
kennisbúningi sem var eins glæsilegur og vandaóur
og liúsið sjálft. Han var stór vexti með þreklegar
herðar og mikinn maga sem hann hafði áunnið sér
með hægum lifnaðarháttum og góðum skapsmun-
um eftir fertugsaldur. Hann var síbrosandi og mjög
vinsæll hvar svo sem hann var.
Þegar hann tók eftir blóðhlaupnum augunum í
Jim Towner og óstöðugum gangi hans, brosti hann
og sagði í hvatningartóni: „Viljið þér bílinn j'ðar
herra Towner?“
En Jim Towner hristi glæsilegt höfuðið, líkt
nautskrúnu. og svaraði. „Eg fer ekki í bílnum,“
„Leigubíl?"
„Nei, þakk. Eg ætla að ganga. Eg hef gott af
að fá frískt loft.“ Hann lagði hikandi af staö
en sneri sér síðan við eins og hann hefði gleymt ein-
hverju og sagði: „Hvernig gengur með andartepp-
una, Pat?“
„Betur. Það er alltaf skárra í köldu veðri.“ Hann
hélt áfram að virða Jim Towner fyrir sér með vei
duldum áhyggjusvip og aftur sagði hann kurteislega-
og án alls nöldurs: „Það er versta veður í nótt.
Ætti ég ekki að panta leigubíl?“
„Nei, það er allt í lagi með mig. Mér var dálítið
flökurt. Eg hef verið með einhvern magakvilla.uppá
síðkastið. Eg hef gott af hreinu lofti. „Hann lagði
af stað út um dyrnar og sneri sér síðan enn við eins
og hann hefði gleymt einhverju og sagði: „Varið
þér yður á þessari andarteppu,„Pat. Það er bölvaður
sjúkdómur.“ -
Pat brosti til hans og ýtti hverfihurðinni ró-
lega. „Þakka yður fyrir, herra Towner. Það skal
ég gera.“
Pat Healy beið í skugga einnar súhmnar við inn-
ganginn á kurteislega hlédrægan hátt, þar til hann
'sá að Jim Towner var kominn yfir götuna heill á
húfi. Það var heppilegt hugsaði hann, að það voru
ekki margir bílar á ferli slíka nótt, þegar vindurinn
æddi og snjórinn feyktist í allar áttir. Jafn drukkinn
maður ætti ekki að fara einn út í þvílíkt v-eður.
Þegar Jim Towner- var horfinn inn í Fifty-Seventh
Street, fór Pat inn aftur.
„Við verðum komnir a kaf í snjö í fyrramálið,“
sagði hann við lyftuvörðinn.
„Já, það er eiris líklegt að þú. komist ekki tli Cor-
ona í nótt.“ ...
Þetta sagði hann viljandi til að lcvelja Pat, því
að Pat átti unga konu sem beið hans í Corona, og
hún átti von á barni á hverri stundu.
Pat leit í kringum sig tií bess að aðgæta hvort
nokkur væri í nánd, tók síðan fram sígarettur og
bauð lyftuverðinum. Þeir kveiktu sér þegjandi í
sígarettunum og siðan sagði Pat: „Það 'er ágætis
náungi hann Towner. Það er leiðinlegt að liann skuli
vera orðinn svona upp á síðkastið.“
Lj-ftuvörðurinn virti fyrir sér endann á sígarett-
unni með geysilegri athygli. „Veiztu hvað ég held
Pat? Eg held að flest þeirra hafi ekki nóg að gera
og að það fari í taugarnar á þeim.“
Með „þeim“ átti hann við allan þann straum
karla og kvenna, ungra og gamalla, áhugasamra og
glæsilegra. hrörlegra og þreyttra, sem fór út og irm
um dyrnar á Berkshire House. Hann og Pat þekktu
lllliiJllllllllllillIiMltlllllllllHltllilllllllllllimilllllllJllllHiiiiil
HÍIIHIIilUllllllllHIHIIIHHIIIHHIIIIItHIIIIIHHIIIHItlllllllHIIH
Bogmennirnir
Únglingasaga um Hróa hött og
félaga hans — eftir
------- GEOFREY TREASE --------------------------
„Dikon,“ og röddin varð harðneskju-
leg. „Þú gleymir því, að þú ert að tala
við Guðs þjón. Greiddu þína tíund í
næstu viku, annars sækja kirkjuþjón-
arnir hana heim til þín.“
„Sæki þeir það, sem þeir finna,“ sagði
Dikon reiður. Hann þrýsti húfunni aft-
ur yfir svarta, úfna hárið og skálmaði
sína leið.
Eftir stóð klerkur orðlaus af reiði og .
glápti á eftir drengnum, sem fjarlægðist.
Það augnaráð spáði honum engu góðu.
Það kvöldaði óðum, sólin var þegar
setzt, en gullinn purpuraroði í vestur-
átt yfir hinum óteljandi trjátoppum
skógarins. í húminu sá í nokkra lága
kofa meðfram götunni; dyr voru opnár
hvarvetna, endur syntu á.lækjarspræn-
unni og svínahópur rótaði eftir akörnum
í skógarjaðrinum.
Dikon gekk fram hjá hreysunum og
bauð gott kvöld þeim, er stóðu utan dyra.
Kofi hans var yzt í þorpinu, steinsnar
frá hinum, því nær alveg inni í forsælu
hinna niiklu eika, sem uxu í skógarjaðr-
inum. Örlítill afgirtur .garðblettur - lá
.þeim megin kofans, og svo tók við hin
mikla 'víðátta Sherwoodskógar. Garður-
inn var mjög vel hirtur. Þar uxu ýms-
ar 'matjurtir, og auk þess voru þar tvö
býflugnabú. '
„Þú kemur seint heim, drengur minn,“
sagði móðir hans. ■ ;
Hún var smávaxin, þreytuleg kona,
grá fyrir hærum, úttauguð af of miklu
striti en of lélegu viðurværi. Hún setti
tréskál með rjúkandi kálmetd fyrir son
-sinn. Hann tók hafraköku og fór -að
muðla hanæ áður. en hann svaraði.