Þjóðviljinn - 21.07.1948, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.07.1948, Blaðsíða 3
Mio/ikudagur 21. júlí '1948 Þ J ÓÐ V.IL JI NN S Innflutningur heimiiisvéla Hvers vegna áfellist Tíminn ekki Stefán Franklín? Það er nú orðið nokkuð langt síðan Og hætti að kaupa A’,- þýðubiaðið og lesa það að stað- aldri. Þó verður blaðræfillinn öðru hvoru á vegi mínum og lít ég þá stundum yfir efni þess, en einhvernveginn er það svo, að mér finnst ég alltaf kunna það utanað, það er eins og þar stendur ,,sami grautur í sömu skál“. Eg varð því meira en lít- ið hissa s.l. föstudag, þegar ég lás pistii .Hannesar á horninu, því að í honum voru merkar upplýsingar og eftir því sem bezt verður séð lýsir hanu þarna rétt og skilmei'kilega einum þætti viðskiptamalanna, eins og hann lítur út undir stjórn Alþýðuflokksráðherrans Emils Jónssonar. Heimilisvélar á svörtum marka,ði Hannes lýsir því fyrst að mikil brögð séu að því að heim ilisvélar séu seldar á svörtam markaði og veltir því fyrir sér hvernig seljendnr geti aflað sér þei.rra. Telur hann að fólk, sem fengið hefur neitun hjá við- skiptanefnd fyrir leyfum til að flytja inn þessi tæki til eigin nota, geti eigi skilið hversvegna slíkur innflutningur sé leyfður þegar svartamarkaðskaupmenn eigi í hlut. Þó sé útilokað að um smygl í stórum stíl geti verið að ræða, svo að innflutn ingurinn hljóti að fara fram með vítund og leyfi innflutn- ingsyfirvalda. Da'uðuppgefnar alþýðu- konur Þá lýsir Hannes þörfinni fyf- ir heimilisvélar, s. s. þvottavél- ar, og'tilfærir viðtal við konu. sem hefur þungt heimili og verður ein að vinna öll heimil- isstörfin. Hún verður að vinna svo að segja nótt og dag og er að gefast upp af ofreynslu. Hún hefur sótt um leyfi til að kaupa þvottavél, en verið synjað, en á sama tíma eru fluttar inn í næstu hús alskonar heimilisvéi- ar, munurima er aðeins sá að þar búa ríkir menn með létt heimili og húsfreyjurnar þar hafa góðan t'íma og nóg tæki- færi tii hvíldar. og skemmtun- ar. Hannesi hleypur kapp í kiirn Nú er þkð alkunmigt hveisr mikilj ^plþýðuviinu ‘ R:iéiiv;r-, er og eftir viðræðurnar við al- þýðnkonuna er- farið að þykkna í honum við viðskiptanefnd. Hann ér ekki lengi að velta því fyrir sér hvað hann á að gera, heldur nær hann sér strax : eínn viðskiptanefndarmann. (þess er ekki getið hvaða veiði brellu hann hefur notað),- kró- ar hann af úti í horni og tek- ur hann til strangrar yfir- heyrslu. Aumingja maðurinn verður þarna að gjalti og játar syndir ‘ nefndariimar umsvifa- laust. Jú, það hafa engin gjald- eyrisleyfí verið . veitt fyrir. hehnilisvélum siðan 1945. Hins- vegar hefur nefndin veitt þeim mönnrmi innflutningsleyfi, sem sjálfir hafa átt erleirdan gjald- eyri til að greiða vélamar með, eða að þeim hafa boðist vélarn ■ ar að ,,gjöf“ erlendis frá. Og viðskiptanefndarmaourinn bæi> ir við: „Gjöfunum gátum við ekki neitað — og eigum við að neita að veita innflutningsleyfi fyrir heimilisvélum fyrir gjald eyri, sem kaupendumir eiga sjálfir? Nei“. Síðan boílalegg ur nefndarmaðurinn hvernig menn hafi eignazt þennan er- lenda gjaideyri og einnig um hina miklu og almennu þörf, sem hér sé fyrir þessi tæki. Gjaldeyririnn ólöglega feng- inn eða geymdur Um þann erlenda gjaldevii, sem viðskipjanefndarmaðurinn ræddi um, nrun mega segja það, þegar frá er skilið litið eitt sem sjómenn fá í kaup, að hann er ýmist fenginn eða geymdur með ólöglegum liætti. Nefnd- in er hinsvega' ekkert að hnýs- ast í slíkt, þeg ir hún veitir iun flutningsleyfi. Hún virðist þvert á móti búa svo um hnútana að þessar ólögleg i gjaldeiTÍseign- ir geti margfaldazt ríkulega um leið og þær eru yfirfærðar í íslenzka mynt í verzlun með heimilisvélar. íyrst hindrar hún, með algerri neitun um gjaldeyri, að vélarnar fáist á frjálsum markaði með eðlilegu verði, og síðan veitir hún gæð- ingum sínum, sem skotið hafa gjaldeyri undan, leyfi til að kaupa vélai-nar og selja þær eftirlitslaust á svörtum mark- aði á tvöföldu eða margföldu verði. Viðbrögð Ha'nnésar Hrekklaus lesandi, sem ekki vissi hversu Hannes er vel van- inn, hefði búizt við því að hami, að fengnum þesgum upplýsing- um, hefði byrst sig og liótað viðskiptanefndarmannmuni ströngum skriftum, ef hann gerði ekki iðrun og yfirbót, veitti innflutnings- og gjald- ■eyrisleyfi fyrir heimilisvélum til sölu á frjálsum markaði með réttu verði, en synjaði svarta- markaðsbröskurunum um öli leyfi og gerði ráðstafanir til að ná í vörslu opinberra stofnana hinum falda gjaldeyri þeirra. En sá hinn sami skyldi minnast þess að greinin er prentuð i Alþýðublaðinu og er eftir Hannes á horninu. Framhaldið er líka eftir þvi. Hannes dæsir bara ósköp auðmjúkur eins og ekkert sé við þessu að 1 gefa. ,-,En bölvað er það. Og bölvað væri það. Braskararnir ; geta allt fengið af því að þeir þekkja ailt og alla. Dauðþreyttar al-| þýðukonur, margra barna mæð- ur, sem vinna myrkranna á milli . . . þær fá ekki neitt.“ Og þó —■ ekki má enda pistilinn í úrræðalausu volæði yfir spill- ingu viðskiptanefndar og ann- ara stjómarvalda. Þá er þó skárra að leika hortugan strák, sem kemur til mömmu og biður um það sém hugurinn girnist með ófáguðu orðbragði. Niður- lagið verður því þannig: ,,Eg vil fá þúsund þvottavélar st~ax :—og að enginn komi til .greina með að fá þær nema konur, sem eiga fyrir stóru heimili að sjá, konurnar, sem vinna störfin fyrir hinar og okkur öll.“ Þetta er nú víst ekki í fyrsta sinn sem Hannes biður um innflutnings- lejTi, skæðar tungur hafa jafn- vel viljað bendla hann við brask á svörtum markaði í því sam- bandi. Viðskiptanefnd mundi því varla stofna hagsmunum braskaranna í mikla hættu þótt hún veitti honum leyfið, og ef til vill eru það sterkustu með- mælin með umsókninni. Eg enda svo þessar hugleið- ingar með því að þakka Hann- esi fyrir greinina. Hún staðfest ir margt af því, sem alþýðu manna virtist eiga sér stað, en sem fólk þorði þó varla að trúa að gæti átt stað, vegna þess, að það var alltof ljótt að hugsa sér að slík spilling þróaðist. í opinbernm rekstri. En svona er það. Þökk fyrir fræðsluna, Hann- es. Skallagrimur. Afturhaldsblöðin hafa und- anfarið rætt mikið um þátttöku íslendinga í síldveiðum útlend- higa hér við land, eða nánar tiltekið þátttöku tveggja is- lenzkra manna i síldveiðum Rússa. Þessar umræður eru þó ekki sprottnar af áhuga á mál- eíninu sem er vissulega um- ræðuvert, heldur á að nota þetta atriði sem pólitískt bit- beii). og- þyrla upp í sambandi við það rógi og níði um íslenzka sósialista. Er sú saga nú al- kunn, hvernig því var logið upp vísvitandi að Áki Jakobsson væri umboðsmaður rússneska flotans hér á landi og hefði m. a. útvegað honum tvo nóta- bassa o. s. frv. Varð Tíminn svo óður í þessu máli að hann laug upp heilli ferðasögu sem frægt er orðið. Eins og oft hefur verið benr á, er allur þessi uppspuni flutt ur af þeim sömu mönnum sem alla tíð hafa verið ötulir um- boðsmenn erlendra veiðimanna hér við land, enda er sjálfur forsætisráðlierra frægur að því að liafa lofað Svíum íslenzkum landhelgisréttindum í sambandi við síldveiðarnar, og sjálfur sjávarútvegsmálaráðherrann - var eitt sinn óþægilega bendl- aður við njósnamál i þágu út- lendinga um islenzku i'arðskip- in. Og þar sem Tíminn hefur þótzt hneykslast mikillega á síldveiðileiðangri Rússa, er rétt að rifja upp fyrir hann örlitla sögu. Maður ér nefndur Stefán Franklín, einlægur Framsókn- armaður og fyrrum frambjóð- andi þess flokks í Vestmanna- eyjum. Hann átti ásamt fleiri mönnum skip sem hét Drang- ey, en það skip seldi hann af einhverjum ástæðum til Sví- þjóðar, og heitir það nú Grimsö. En hann gerði meira. Hann útvegaði Svíum einnig 12—14 manna áhöfn á skipið, þar á meðal skipstjóra og .stýri mann, og eiga þeir að aðstoða FímgabMÍðaguHið seit í Sian daríkjjtinum Gripir úr gulli og silfri, gimstemár og skartgripir, sem na’/Jstar stálu frá fórnarlömbum sínmn, er nú selt í New York ‘iil ágóða fyrir alþjóða flóttamannastofnun SÞ. A myndinni til Vinstri er uppboðsgestur að slioða armbai)d en á hinui sést uppboðshaldarinn. Á íyrsta uppboðinu vár selt fyrir 200.000 dyllara. Svíana við að finna miðin hér við land, fiska og verka fisk- inn. Sá maður sem áður var skipstjóri á Drangey, neyddist vegna sölunnar til að ráðast sem fiskilóss hjá Færeyingum til þess að hafa ofan af fyrir séi’ Qg sínum. Þetta er hvorki einstæð saga né merkileg, en hún er rifjuð hér upp vegna þess að hún er á vitorði mannanna við Timann án þess að þeir hafi látið sér detta í hug að reiða refsivöld á loft yfir hinum ágæta fyrr- verandi frambjóðanda sínum í Vestmannaeyjum. Það sýnir glöggt heilindin og heiðarleik- ann. Hitt er svo annað mál að það væri vel þess vert að Alþing’i í- hugaði hvort ekki ætti að gera einhverjar ráðstafanir til að stemma stigu fyrir aðstoð ís-_ lenzkra manna við erlendar veiðiþjóðir, hverjar svo sem þær eru. Á því er þó sá hængur, : að . við mættum þá eiga von á gagnráðstöfunum frá öðrum þjóðum, t. d. myndu Norðmenn þá varla fást til að kenna okk- ur hvalveiðar ehis og þeir gera nú. Bezt væri auðvitað að ís- lenzkir menn ættu þann þegn- skap að aðstoða ekki keppi- nauta okkar á íslandsmiðum, en ein af forsendum þéss er auðvitað að kjör íslenzkra fiski manna séu slík að vel sé við unandi. Sjómaður. Fordæma einræð- isstjérninð í brezknm ný- lendnm Miðstjórn Kommúnistaflokks- Bretlands hefur í ályktun for- dæmt það framferði Verka- mannaflokksstjórnarinnar, að viðhalda einræðisstjórn brezkr- ar heimsveldisstefnu yfir þjóð- um Afrílui. Krefst miðstjórnin þess, að allt kynþáttamisrétti, sem viðgengst, verði bannað og sta'rfinu að því að gefa þjoðum. Afríku sjálfsstjórn hraðað sem. mest. Svertingjar íá með dómi áðgang að golfvöllnm! Bandariski héraosdómarihn CalvinChestnut í Baltimore í Marj'landríki hefur kveðið upp þann úrskurð, að það sé laga- brót að meina sveitingjum að- gang að þremur golfvöllum i borginni. Hingað til hafa aðeins hvítir menn fengið að leika golc í Baltimore*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.