Þjóðviljinn - 21.07.1948, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.07.1948, Blaðsíða 4
tJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. júli 1948 IIJðÐVILJINN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórax: Magnús Kjartansson, Sigurður Gu'ðmundsson (áb). Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi ólafsson, Jónas Amason. Rltstjóra, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja. Skólavörðu- stig 19. — Sími 7500 (þrjár línur) Askriftarverð: kr. 10.00 á mánuðL — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðvlljans h. f. Sósiolistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Simi 7610 (þrjár línur) Fjárflóttamálið er í höndum Alþýðuflokksins Þíu) er nú fyrir löngn orðið öllrnn ljóst hvern leik Gylfi Þ. Gíslason, prófessor, er látinn leika framnii fyrir íslenzk- nm almenningi. Á sama tima og flokkur hans, aðstoðarí- haldið, vinnur hin verstu óhæfuverk er Gylfi Þ. Gíslason látinn sprikla ofurlítið til vinstri, og tilgangurimi er auð- sjáánlega sá að hinn mikli fjöldi óánægðra Alþýðuflokks- kjósenda telji Gylfa sinn mann og fylgi honum, þrátt fyrir hina algeru óánægju með svik flokksins. Þó hefui' það varla dulizt athugulum mönnum að síðan núverandi stjórn var mynduð hefur Gylfi ekki brugðizt henni í nokkru verulegu máli, að vegur hans innan flokksins virðist aldrei meiri en nú, að hann hefur æ ofan í æ látið hafa sig til hinna verstu þjónustustarfa fyrir afturhaldið, tékkagaldurs þar sem hann missti alveg stjórn á sér, klofningstilrauna 1. maí o. s. frv. Vegur Gylfa Þ. Gíslasonar meðal hinna raunverulegu i-áðamanna Alþýðuflokksins byggist þannig auðsjáanlega á því að hann er talinn handhægur til vinstrisprikls og það hlutverk leikur hann fúslega. Seinasta dæmið birtist í gær í Alþýðublaðinu, en þar skrifar haim grein um liinar stór- feldu stolnu og földu eignir auðstéttarinnar erlendis. Það mál hefur undanfarið vakið mikla athygli og almennt um- tgl, og ekki sízt þáttur Emils Jónssonar viöskiptamálaráð- herra, en hann er uppvís að því að hafa dregið alla rann- sókn í málinu á langinn í hálft ár og gefið á meðan fulltrú- um auðstéttarinnar tækifæri til utanferða, sem alkunnugt er, til að koma eignum sínum í lóg eða fela þær. Athæfi Emils Jónssonar og flokks hans í þessu máli hefur opnað augu almennings til hlítar fyrir því hver er nú orðinn þátt- ur Alþýðuflokksins í íslenzkri pólitík og hver sú stétt er sem hann telur hjutverk sitt að vemda. Emil Jónsson skrifaði sem kunnugt er grein um þetta mál í Alþýðublaðið fyrir nokkru og reyndi að verja athæfi sitt, en sú tilraun tókst svo óhönduglega að hann hefur ekki freistazt til frekari athafna á því sviði. Og til þess að jafna örlítið hallan á flokknum hefur því verið leitað til Gylfa Þ. Gíslasonar eins og oft fyrr, og hann beðinn að bæta úr af- glöpum Emils Jónssonar út á við. Og Gylfi Þ. Gíslason skrifar grein, fordæmir fjárflóttann, skýrir út hvernig hann hafi átt sér stað í aðalatriðum og krefst þess með feitu letri að ríkisstjórnin hefjist handa, hafi upp á hinu dulda fé og komi í veg fyrir frekari fjárflótta. Þetta er nú gott og blessað, og atet er rött að bera fram get- sakir um það að prófessorinn mæli vitandi vits þvert um hug. En hann er varla sk.vni skroppnari en það að honum hlýtur að vera ljóst að tilgangur Alþýðublaðsins með því að birta grein hans er ekki að stuðla að framgangi málsins, heldur að lægja þá stórfelldu óánægju sem risin er meðal fylgjenda flokksins. Og hann hlýtur að finna að það er blátt áfram lijákátlegt að bera fram feitletraðar áskoranir í Alþýðublaðinu út af þessu máli Það er í liöndur „fj'rstu stjórnarinnar sem Alþýðuflókkurinn hef ur myndað“. Og þessi „fyrsta stjórn sem Alþýðuflokkurinn hef- ur myndað“ hefur falið Emil Jónssyni, Alþýðuflokksráðherra. að sjá um frekari aðgerðir með þeim alkunna skörungsskap sem honum er iaginn. Og Gylfi Þ. Gíslason, prófessor, er sem kunn- ugt er ritari þessa sama Alþýðuflokks, náinn samstarfsmaður EmDs Jónssonar og stuðningsmaður ,,fyrstu stjórnarinnar“. BÆ JARPOSTf R1N Nj ssmsmmsm- mmsmm Um gildi íþróttamóta Gallharður er beðinn að. taka eftirfarandi til athugunar: ,,Af mörgu furðulegu, sem þessi Gallharður hefur látið frá sér fara um dagana, eru seinustu skrif hans kannski furðulegust. — Það er helzt svo að sjá, sem hann geti ó- mögulega skilið, að íþróttamót- in, sem fara svona voðalega mikið í taugarnar á honum, eru ekki fyrst og fremst bara, sýningarfyrirbrigði líkt og cirkus, þau eru vettvangur, þar sem ungt og hraust fólk kem- ur til að reyna með sér og gildið er fyrst og frenist fólgið í því, að þama fær annað ungt fólk hvatningu til að þjálfa líkama sinn til afreka. — Þess vegna eru íþróttamótin í rauninni efl- ing almennrar líkamsræktar sem Gallharður þykist láta sér svo annt um, — Þetta vildi ég biðja hann að hugsa um, ef liann hefur þá nokkurn tíma til að hugsa. — Gamall íþróttamaður.“ Berfætt á leið í Laugarnar Þá sendir ung stúlka langt bréf um sokkahallærið og byrj- ar á þessa leið: ,,Kæri bæjar- póstui’. — Eg var að fara inn í Laugar um daginn, og ég var berfætt, því að ég á enga sokka, bara eina nylon, og ég verð aö spara þá, því þeir fást ekki. Jæja, ég var á leiðinni inn í Laugar, þegar ég mætti tveim- ur strákum. Um leið og þeir nálguðust mig, tók ég eftir því, að þeir gláptu á fætuma á mér. Eg lét sem ég sæi það ekki og fór, framhjá þeim. En þá heyrði ég að annar sagði: „Helvíti er að sjá þessar stelpur; nú eru þær farnar að ganga berfættar og svo hevrði ég ekki meira.“ Ef hún fengi að stjórna Því næst ræðir stúlkan nokkr- um orðum ríkisstjómina, — og er það engin ástarjátning —, segir svo: „En þeir þurfa nátt- úrlega ekki að kvarta, sem hafa nóg af sokkum og geta keypt þá úti, eins og þeirra fólk. En það eru nú ékki allir, sem eigx gjaideyri í bönkum úti.“ — Að svo mæltu fer hún að bolla- leggja um það, hvernig verzl- unarmáium yrði hagað, ef-hún og stallsystur liennar fengju að stjóma landlnu dálitinn tima: „Þá væri ekki leyfður innflutn- ingur á karlmannasokkum og karlmannadóti yfirleitt, fengju þeir (núverandi ráðherr- ar) að ganga berfættir, og helzt í stuttbuxum, um allan bæ.“ — Og bréfinu lýkur á þes^a leið: „Eg veit ekki hvernig ég fer að í vetur í skólanum, þegar engir sokkar fást. Eg verð víst að ganga berfætt. — Ein alveg sokkalaus.“ Hver hefur elztur orðið á Lslandi? Og svo ætla ég að birta kafla úr bréfi, sem mér barst í vetur. — Bréfið týndist þá hjá mér, en svo fann ég það aftur í gær, þegar ég var að grúska í ó- notuðum hándritum. Efni þess er, sem betur fer, ekki bundið y neinni sérstakri árstíð: „Kæri bæjarpóstur! Aldraður góðkunningi minn lagði f>TÍr mig þessa spurningu: „Hver hefur elztur orðið á Is- landi og hvað gamall?“ Svo bætti hann við: „Eg hefi lagt þessa spurningu fyrir lækna, presta og alþingismenn og eng- inn þessara mætu manna gat svarað henni.“ Eg bættist einn- ig í hóp hinna mörgu, sem gata á þessari spumingu. .. .“ ■ Bæjarpósturinn bætist einn- ig í sama hóp. En væntanlega verður einhver fróðnr maður til að svara spumingunni. er í Rvík. Selfoss fór frá Siglufirði 14. 7. til Amsterdam. Tröllafoss fór frá Halifax 17. 7. til Rvikur. Horsa fór frá Sau&árkróki kl. 08,00 i gær- morgun til Siglufjarðar. Madonna kom til Rvíkur 19. 7. frá Hull. Southernland kom til Antwerpen í fyrradag. Marinier kom til Rvik- ur 19. 7. frá Leith. Sklp S.Í.S.: Hvassafell er í Kotka i Finn- landi. Vigör er á leið frá Kaup- mannahöfn til Gdj-nia. Varg er á Akureyri. Plico er á leið frá Isa- firði til Immingham. KROSSGÁTA NR. 70. 9 B|S»3'o i3 ^ ctBM © Fylkir fór til Englands í gær. Keflvíkingur fór á veiðar í gær. Kaldbakur og Helgafell VE fóru í slipp í gær. RlKISSKjr: Hekla er á Akureyri. Esja er á leið frá Glasgow til Rvikur. Herðu- breið var á Þórshöfn í gærmorgun á norðurleið. Skjaidbreið er á Breiðafirði. Súðin fór frú Rvík í gærkvöld til Vestfjarða og Stranda hafna, Þyrill er í Hvalfirði. EIMSKIP: Brúarfoss er í Leith. Fjallfoss fór væntanlega frá Siglufirði i gær, 20. 7 .til Hamborgar. Goðafoss fór frá Rvik í fyrradag 19. 7. til N. Y. Lagarfoss fór frá Rotterdam 17. 7. til Kaupmannahafnar. Reykjafoss Honum ættu því að vera aðrar leiðir tiltækari og eðlilegri en feit- letraðar áskorænir í Alþýðublaðinu! Alþýðublaðsmönnum ætti nú að fara að verða það ljóst að Gylfi Þ. Gíslason hefur verið látinn leika þennan leik of oft og bf lengi. Almemiingur mun ekki meta fjárflóttamálið út frá Alþýðublaðsgreinum, sem aðeins eru ætlaðar til blekkinga og tilvitnana fj'rir kosningar heldur eftir reynslunni af verkum stjórnarinnar. Þetta mál er í höndum Alþýðuflokksins, og hann mun verða að bera ábyrgðina á þi-óun þess. IArétt, skýrlng: 1. Það, sem datt í í sjóinn; 4. mikil á velli; 5. tónn; 7. kveða við; 9. upplausn; 10. fæddi; 11. foreldrafaðir; 13. neyð- arkall; 15. forsetning; 10. Ósk og von Wall Streets (þf.). Lóðrétt, skýrlng: 1. Viðurnefni; 2, leitist; 3. er neðst á manni; 4. ávarpsorð; 6. stöðugt; 7. gefa frá sér slæma lofttegun; 8. stjórn; 12. hreyfing af einum stað á annan; 14. italskt fljót; 15. forsetning. Útvarplð í dag. 19.30 Tónleikar: Lög leikin á gítar og mandólín (plötur). 20.30 Útvarpssagan: „Jane Eyre“ eftir Charlotte Bronte, XX. (Ragnar Jóhanneson skólastjóri). 21.00 Tón- leikar: ítalska symfónían eftir Mendelssohn (endurtekin). 21.30 Þýtt og endursagt: Um Anton Bruckner (Jón Þórarinsson). 22.05 Danslög (plötur). Hjónaband. Sl. laugardag voru gefin saman í hjónaband .ungfrú Guðlaug Karvelsdóttir og Áki Granz málari. — Heimili ungu hjónanna verður i Bröttugö’tu 3. — Nýlega voru gefin saman í hjóna band, Lára Ólafsson og Jóhann Jakobsson, efnafræðingur. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína, ungfrú ’Gyða Jóns- dóttir, starfsstúlka í Útvegsbank- anum og Ragnar Bergsveinsson, lögregluþjónn. Kvénnadelld Slysavamafélagsins í Reykjavík fer skemmtiferð að Gullfossi og Geysi með viðkomu á Þingvöllum n. k .föstudag. Kona hverfur. Sl. sunnudags- morgun hvarf kona frá vistheim- ilinu í Arnarholti. Heitir hún Anna Guðjónsdóttir og er 39 ára að aldri. Hún er há og grönn, með rauðskollcitt hár; klædd brúnni kápu og svörtum gúmmístígvélum. Barnaheimillð Vorboðlnn Rauð- hólum. Allar heimsóknir strang- lega bannaðar á heinanið. Nefndin. Nætnrvörður er í Laugavegs- apótelci. — Sfmi 1616. Næturakstur í nótt annast Hreyf ill. — Sími 6633. Söfnln: Landsbókssafnið er opið kl. 10—12, 1—7 og 8—10 alla virka daga nema laugardaga, þá kl. 10— 12 og 1—7. Þjóðskjalasafnið kl. 2 —7 alla virka daga. Þjóðminjasatln- ið kl. 1—3 þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga. Listasafn Einara Jónssonar kl. 1,30—3,30 á sunnu- dögum. Bæjarbókasafnið kl. 10—10 alla virka daga, nema yfir sumar- mánuðina, þá er aafnið opið kl. 1—i á laugardögure. og lokað fi sunnudögum. Veðrið í tlag: Suðvesturland og Faxaflói: Noráaustan gola eða kaldi. Orkomuiaust og víða léttskýjað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.