Þjóðviljinn - 21.07.1948, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.07.1948, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. júlí 194S 24. Falsarar sögunnar (Sögulegt yiirlit) „banvænu samkeppni á sömu mörkuðum.“ Gert var ráð fyrir að Þýzkaland hefði yfirgnæfandi áhrif i Suðaustur- Evrópu. I skýrslu til þýzka utanríkisráðuneytisins dags. 21. júli 1939, segir Dirksen að fyrirætlanir sem ræddar voru af Wohltat og Wilson hafi náð yfir stjórnmál, her mál og efnahagsmál. Meðal stjórnmálaatriða, auk griða sáttmála, var lögð sérstök áherzla á hlutleysissamning er átti að kveða á uni „takmarkanir lebénsraums stórveld- anna, einkum milli Bretlands ög Þýzkalands.“>í,:" Meðan á umræðum.um þessa tvo samrtinga stóð, búðu fulltrúar Breta að yrðu samningarnir gerðir, skyldi Bret- land taka aftur skuldbindingarnar sem brezka stjórnin hafði nýgefið Póllandi. Bretar voru þess albúnir, ef samningar tækjust við Þýzkaland, að láta Þjóðverja skipa málum í Danzig og vandamáli „pólska hliðsins" með skiptum við Pólverja eina ,og lofuðu að blanda sér ekki í þá skipun mála. Þetta er ásamt fleiru skjallega staðfest í skýrslum Dirksons, sem birtar verða á næstunni. Wilson staðfestir einnig að ef fyrrnefndir samningar séu undirritaðir þá hverfi Bretland raunverulega frá þeirri stefnu að gefa yfirlýsingar um að ábyrgjast sjálfstæði þjóða. „Pólland myndi svo að segja vera látið standa eitt og yfirgefið frammi fyrir Þýzkalandi", sagði Dirkson í skýrslu sinni. Þetta þýddi að á þeim tíma, sem blekið var að þorna. sém skuldbinding Englands um að ábyrgjast sjálfstæði Póllands, var skrifað með, voru drottnarar Bretlands reiðubúnir að gefa Pólland á vald Þýzkalands. Auk þess hefðu Bretland og Frakkland náð því tak- marki, er fyrir þeim vakti með samningsumleitunum við Sovétríkin, ef gerður hefði verið brezk-þýzkur samningur og möguleikar þess að koma af stað árekstri milli Þýzka- lands og Sovétríkjanna hefðu verið auknir. Síðast má nefna að auk stjórnmálasamnings milli Bret- lands og Þýzkalands var ráðgert að gera samning um efnahagsmál, sem hefði inni að halda leynileg ákvæði um nýlendumál varðandi skiptingu hráefna og markaða og jafnframt stórt brezkt lán til Þýzkalands. Stjórnendur Bretlands létu ginnast af þeirri tælandi sýn að gera varanlegan samning við Þýzkaland, „veita“ þýzkri árásarstefnu til austurs, gegn Póllandi, sem þeir voru nýbúnir að ,,ábyrgjast,“ og gegn Sovétríkjunum. Þarf það svo að undra nokkurn að rógberarnir og fals- arar sögunnar reyni af fremsta megni að dylja þessar staðeyndir, er hafa svo geysilega þýðingu fyrir að skilja rétt þær ástæður sem gerðu stríð óumflýjanlegt? Þegar á þessum tíma gat ekki verið neinn vafi á'því að Bretland og Frakkland, sem voru alls fjarri því að gera nokkuð til þess að hindra Hitler í því að hleýpa af stað heimsstyrjöld, gerðu allt sem þeim var unnt með leyni- samningum og notuðu hvert tilefni til að etja Hitlers- Þýzkalandi gegn Sovétríkjunum. Engir falsarar gefa afmáð af spjöidum sögunnar né úr hugum fólksins, þá veigámiklu staðreynd að- Sovétríkin áttu aðeins um tvennt að velja: Annaðhvort, í sjálfsvarnarskyni að samþykkja uppá- stungu Þýzkálands um griðasáttmála, og tryggja. þannig Sovétríkjunum frest um nokkurn tíma fil þess að búa sig hetur undir það’að mæta hugsanlegri árás, Louis Bromiield 24. DAGLR **) Skýrsla þýzka sendiherrans í Bretlaiidi, Dirksen, 21. úlí 1939. Úr skjölum þýzka utanríkisráSuneytisins. aldrei talað um neitt nákomnara og alvarlegra en veðrið, eða hvert þau séttu að fara i mat eða um helgina. Honum skildist í fyrsta sinn liversu fjarlæg þau voru hvort öðru, og að þau. voru eiginlega orðin algerlega ókunnug hvort öðru. Bara að' hún hefði látið sér lynda að dveljast aðallega úti í sveit, lifa heilsusamlegu lífi með hesta og golf og börnin, þá hefði allt getað verið öðruvisi og betra, en hún varð alltaf að vera að þjóta til þessarar bölvuðu borgar, rjúka úr einu í annað, með spenntar taugar eins og hún væri að leita einhvers, sem guðirnir mega vita hvað var. Honum skildist að þau áttu nú mismun- andi vini og höfðu mætur á ólíkum atriðum, og hugs- anir þeirra voru meira að segja mismunandi, afkró- aðar hver frá annarri með fjandsamlegri leynd. Þau voi'u meira að segja of kærulaus til þess að rífast. Allt var dautt, líflaust, til háðungar. Það var ekki hægt að telja ofsaköst Fanneyjar til rifrildis. Fann- ey hafði mætur á því að æsa sig upp. Allt kvenfólk æsti sig víst upp .... nema Rósa. Hann velti því fyrir sér, með snögglegri gát, hvort hún myndi æsa sig upp við Melbourn eins og hún hafði gert við hann alla sína ævi. Hann vissi að Mel- bourn var ekki þeSs háttar maður að liann sætti sig við neina vitleysu, að hann myndi ekki heldttr flýja af hólmi, eins og hann hafði sjálfur alltaf gert. Það rann allt i einu upp fyrir honum að ef hann hefði haft framtak í sér til að berja þessar tiktúrur út úr Fanneyju i stað þess að flýja aðeiris af hólmi, hefði málum getað verið betur komið nú. Honum hlýnaði af viskýinu, og lrugsanirnar virt-- ust skýrast í fyrstu. Hann tók eftir því að járngrind- unum hafði verið skellt aftur ,og að maður með kúst, fötu og klúta hafði gengið gegnum ganginn aftur inn í bakhluta hússins. Hann sá ekki vatnið í fötunni, en hann vissi með óþægilegri vissu að það var rautt. Og aftur heyrði hann röddina i næsta her- bergi bak við óhreint hengið. „Nú er hann búinn að vera.“ „Vildi hann ekki fá prest?“ „Hvað ætti Gyðingur að gera við prest ?“ Síðan heyrðust lágar raddir mttldra og ein þeirra sagði: „O, hann er svo fullur að hann heyrir ekki neitt.“ Snögglega varð honum ógjatt og hugsanirnar komust á ringulreið, hann'stóð upp og gekk hratt gegnum ganginn út á götuna. Stéttin við anddyrið var snjólaus nú, nýþvegin og skrúbbuð. Blettirnir voru horfnir. Hann flýtti sér upp þrepin, beygði höf- uðið upp í vindinn og lagði afttvr af stað í vesturátt. Meðan hann gekk, virtist allt skýrast aftur. Hann ákvað að það eina karlmannlega væri a"ð taka málið í sínar: hendur og koma frami méð festu.... strax . . á morguri .... áður eraþað væri um seinan, og eitthvað-hræðilegt hefði!gerzt sem myndi eyðiléggja líf þeirra beggja og barnánná líka. Hann skýldi fara til Fanneyjar á morgun um teleytið og »egja við STUNDIR. hana: „Eg hef komið illa fram við þig, en við verð- um bæði að taka okkur tak, og reyna að bæta úr þessú ökkar vegna og barnanna vegna. Við verðum að Íiúgsa um þau. Við erum að verða svo gömul að fyrir okkúr ‘ skiptir það ekki máli, en fyrir þeim er lífið rétt að hefjast. Eg skal gera hvað sem þú villt, meira að segja sætta mig við þetta skringilega fólk, sem þú býðttr hingað heim.“ Og þá rann bað upp fyrir honum, að allt sem hann hafði ætlað að segja var rangt. Hún myndi segja, að hún hefði þeim mun meiri rétt til að njóta lífsins eins og kostur væri, þar sem börnin ættu alla ævina fram úndan, m hún ætti aðeins fáein æskuár eftir Og þegar hann segði að þau væru farin.að eldast, mvndi hún æsa sig upp og trvllast; og þegar hann talaði um þetta „skringilega fólk“ hennar, myndi iiiuuuHuuiiiiuiimitiMiiiiiiiiimiiimiiuimiiiiiiuiiiiuuuii Bogmennirnir tlnglinffasaga um Hróa hött og féiaga hans — eftir ------ GEOFREY TREASE ------------------ D A V j Ð .^rT-r-fT Hefði nú aðeins verið síðsumar eða haust; þá hefði ekki skort ber, og þau væta kverkarnar svo vel. En nú var júní rétt að byrja, og ekkert fann hann nema tvö lítil og ljósleit jarðarber. Eitt sinn styggði hann dádýrahóp. Þau spruttu upp úr burknaþykkninu háa, störðu á hann seni snöggvast, góðleg V eins og þau eru vön, og tóku svo til fót- anna. Hann heyrði þau ryðjast um lág- skóginn og sá mislitu búkana hverfa saman við ljós- og skugga-vef laufsins. Á næstu grösum heyrðist hlátur, og einhver annar tók undir. Dikón gróf sig niður í laufhrúgu og bærði ekki vitund- á sér; hann greip um hnífskaftið og hlustaði af Öllum mætfi. Hann gat greint hið mjúka hófatak í lausum sandinum, svo beizlishringl, og glamur í herklæðum. Hann gróf sig dýpra í burknabréiðuna. Ekki færu út- lagar ríðandi um þjóðvegi .... „Trén ættu að bera meira af slíkum ávöxtum,“ sagði óþægileg rödd' og nú- nær en áður. _ „O — ekkert á móti því,“ svaraði ein- hver annar af þessum ósýhilegu ferða- mönnum. . . r . -Hófatakið fæðist nær og nær. Honum fundust beizlin hringla inni í ey-rum sín- um. Hvenær sem var gat hann átt von á því, að þeir rið’u ofan á hann. Hann mjakaði hái’beittum. hnífnum úr slíðr- unum. Það var jafnvel lagabrot, að- vera á ferð um skóginn með boga og örvar. Hver sem sæi hann, myndi taka han'n fastan og selja hann í hendur skógar- vörðunum — og þá yrðu reikningamir jafnaðir fyrir dádýrsdrápið í. nótt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.