Þjóðviljinn - 01.10.1948, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.10.1948, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN 41. Gordon Schaffer: AUSTUR- ÞYZKALAND ekki komizt undan gagnrýni fyrir að taka með silkihönzk- um á vissum persónum. Það hafa að sjálfsögðu verið gerð mörg mistök. Yfirvöldin eru alltaf að finna fólk sem sloppið hefur gegn um netið. Meðan ég dvaldi á her- námssvæðinu var t. d. yfirmaður heilbrigðismálanna á öllu hernámssvæðinu tekinn fastur, ákærður fyrir þátt- töku í að nota fanga sem tilraunadýr, Nokkrir nazistar hafa veiið sýknaðir samkvæmt fram- burði lýðræðisflokkanna um að þeir hafi hvatt þá til að ganga í nazistaflokkinn. Mál þeirra voru á sínum tíma rannsökuð af nefndum er skipaðar voru mönnum frá verkalýðssamtökunum, Kommúnistaflokknum og Sósíal- demókrataflokknum (þeir höfðu þá enn ekki sameinazt). 1 samvinnufélögunum, sem á valdatíma nazistanna fengu að halda nokkru athafnafrelsi og sluppu við að vera leyst upp, er fjöldi starfsmanna sem hægt væri að ákæra fyrir að hafa verið í Vinnufylkingu nazistanna, en samvinnu- félögin voru innlimuð í hana. Þessi mál voru t. d. tek.in til meðferðar í Leipzig á flokksfundi Sósíaldemókrataflokksins og komizt að þeirri nið'urstöðu að um þrjátíu manns hefðu verið neyddir til þess að ganga í Nazistaflokkinn til þess að leyna starfsemi sinni gegn nazistum, og að þeim hefði tekizt með áðstoð fyrrverandi samvinnufélagastarfsmanna að halda uppi samtökum gegn nazistum. Það er alltaf erfitt að kveða upp dóm í slíkum málum, og'þau eru alltaf tilefni til gagnrýni þess fólks er ekki þekkir atvik hinna einstöku mála. Auk þess er það mjög auðveld leið fyrir fyrrverandi nazista að segja að hann hafi gerzt það „samkvæmt ráðleggingum lýðræðis- flokkanna.“ Slíka fullyrðingu er jafnerfitt að sanna sem afsanna. I borg einni sögðu áreiðanlegir lýðræðissinnar mér það að maður nokkur er gegndi hárri stöðu og hafði verið sýknaður á þeim grundvelli að hann hefði „gengið í Nazistaflokkinn samkvæmt ráðleggingu,“ væri alltaf tortryggður og fortíð hans væri rannsökuð í kyrrþey. En þessi dæmi eru undantekningar sem staðfesta regl- una. Samkvæmt öpinberum skýrslum hefur samtals 307 000 mönnum verið vikið úr ýmsum embættum. Úrskurð- að hefur verið að 83.000 að auki megi ekki gegna ábyrgð- arstöðum. Hérvið bætast hundruð þúsunda manna ei gegndu störfum í nazistaflokknum og menn er gegndu störfum við stríðsreksturinn voru af sjálfu sér sviptir storfum. Aðaltilgangurinn með hreinsuninni er að losa embætt- ismannakerlið við nazista, ekki fyrst og fremst í hinum neikvæða tilgangi að hegna þeim, heldur í þeim jákvæða tilgangi að tryggja að stjórnarstörf séu annaðhvort ' höndum öruggra lýðræðissinna, eða a. m. k. manna sem ekki voru áhangendur nazistanna. Ilússarnir hafa fylgt nákvæmlega fyrirmælum eftirlits- nefndar Bandamanna varðandi nazistahreinsunina í em- bættismannakerfinu og í því starfi hefur bezta tæki þeirra verið áhugi alþýðunnar sem þegar eftir uppgjöfina tók sjáif frumkvæðið í bessu máli. Nazis+ehreinsunin hefur allt frá upphafi verið framkvæmd af Þjóðverjum sjálfum. en ekki af Rússum. Hvarvetna á hernámssvæðinu heyrir maður frásagnir um sjálfkrafa aðgerðir fóiksins sjálfs gegn nazistunum Víðasthvar voru það lýðræðissinnar sem tóku forustuna, á samt félögum sínum er leystir .höfðu verið úr fangabúð- um, en meiri hluti almennings tók virkan þátt með þeim Það kann að vera að í mörgum tilfellum hafi reiðin ekki beinzt gegn kerfi nazismans, heldur mönnunum sem töo- uðu stríðinu, en árangurinn var sá sami. Oft kom það fyrir að menn tækju sjálfir dómsvaldið Einkum voru það erlendu verkamennirnir er hefndu sín grimmilega á kvölurum sínum, en oftast voru þó verstu nazistarnir teknir til fanga og afhentir Rússum. í nám- um og verksmiðjum var venjulega óhætt að fek. verka- mönnunum sjálfum hreinsunina, þeir ráku nazistana. á vinnustaðnum og tóku aðra í þeirra stað eftir því sem a stæður leyfðu. I borgunum var öruggur lýðræðissinni gerð- ur að borgarstjóra og honum boðið að hefjast handa um nazistahreinsunina. Jafnskjótt og einhver nazisti.var gripjnmvar hann sett- Föstudagur 1. október 1948. Búóings- duft Skíðadeild K.R. Sjálfboðavinna við skíðaskálann á Skálafelli um helgina. Farið frá Ferðaskrifstofunni kl. 2 á laugardag. Skíðadeild K.R. NÁMSKEIÐ kr Sameiginlegur fundur fyrir alla, sem sótt hafa námskeiðið verður í Trípóli-bíó n. k. sunnu- dag kl. 1.15 e. h. Ávarp, erindi, kvikmyndasýning. Fjölmennið Stjóm Frjálsíþrótta- deildar KR. FRJÁLSÍÞRÓTTAMENN KR Fundur 'í Trípóli-bíó n. k.' sunnudag kl. 1,15 e. h. Fjölmennið. Stjóm Frjálsíþrótta- deildar KR. VALUR Handknattleiksflokkur kvenna: Æfing í íþróttahúsinu við Há- logaland í kvöld kl. 7,30. — Mætið stundvíslega. Þjálfari. Sjálfboðaliðsvinna við Hliðar- enda, í kvöld kl. 7. Áríðandi að allir mæti. Stjórnin. STYÐJUM SJOKA TiL SiáLFSBJÆRGAR Berklavarnadagurinn er næstkomandi sunnedag 3. okt» Börn og unglingar, sem selja vilja blöð og inerki dagsins, snúi sér til eftirtaldra sölustaða. VESTURBÆR Hringbraut 144. Maríus Helgason. Ellihennilið. Steinunn Einarsdóttir. Sólvallagötu 20. Markús Eiríksson. Piskhöllin. Sjómannabl. Víkingur. Hörpugötu 12. Gunnar Gestsson. Vegamótum Seltj. Sigurdís Guðjónsdóttir. Kaplaskjóli 5. Kristinn Sigurðsson. KLEPPSHOLT Skipasundi 10. Margrét Guðmundsdóttir. Efstasund 74. Guðrún Ólafsdóttir. Karfavog 13. Vilhjálmur Jónsson. BÚSTAÐAVEGUR Fossvogsblettur 34. Þóra Eyjólfsdóttir. AUSTURBÆR Skrifstofa S.I.B.S. Hverfisgötu 78. Grettisgötu 26. Halldóra Ólafsdóttir. Freyjugötu 5. Jóhanna Steindórsdóttir. Hvítabandið. Sigrún Straumland. Mávahlíð 37. Bjöm Guðmundsson. Bergstaðastræti 67. Emar Einarsson. Mánagötu 3. Baldvin Baldvinsson. Miðtúni 16. Hlín Ingólfsdóttir. Laugateig 42. Ólafur Björasson. Leifsgötu 15. Daníel Sumarliðason. Þórsgötu 17. Ásgeir Ármannsson. Sjafnargötu 8. Ágústa Guðjónsdóttir. MIÐBÆR Líkn. Kirkjustræti. SOGABLETTUR Ester Jósefsdóttir. " Merki berkla.varnadagsins eru tölusett og gilda sem happdrættismiði. Vimiingurinn er f jögra manna Renaultbifreið. Dregið verður n. k. mánudag. Lesið auglýsingar um skemmtanir, dagsins, sem birtar eru hér í blaðinu. Allar tekjur berklavarnadagsins renna til bygg- ingar Vinnuheimilsins að Reykjalundi og stuðla að þvi að berklaveikinni verði útrýmt hér á landi. Á að svíkja Námsflokkarnir verða settir í kvöld, 1. okt. kl. 8,30 í sam- komusal nýju mjólkurstöðvar- innar Laugávegi 162. Þeir; sem pantað hafa pláss í síma, en liafa ekki mætt til innritunar, eru beðnir að mæta í samkomu- salnum kl. 8,15. Enn er hægt að komast að í 2. flokki í flest- um námsgreinum og nokkrum öðrum flokkum. Kennsla hefst mánud. 4. okt. Ágúst Sigurðsson. 'llliliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini Frá 1. októtar gegni ég almennum læknis- störfum í Reykjavík. Sér- fræðingsstörfum í þ lækn- ingum gegni ég se fyr. Lækningastofa mír. er á Laufásveg 18 A. Viðtal.-tími kl. 1—3 og eftir samkomu- lagi, ÓSKAR Þ. ÞÓRÐÁRSON , pr. med. iiiiiiiiimiiHiiiriiiiiirmnifiHinmHiÍ! Framhald af 8. síðu ^ssr —.....- —— stjóra og spurst fyrir um mál- ið'en engin svör fengið. Form. bæjarráðs hefði engar upplýs- ingar gefið. Niðurstaðp málsins í fyrra varð sú að það vax svæft á hærri stöðum og nemendur fengu engan afslátt af fargjöld- unum. Emil jósisson íoimaðui bæjarráðs lagði ekki hari að Emil Jónssyni samgöngumálaráð- herra ksa Loks skoraði Krisé ján á for- mann bæjarráðs, samgöngu- málaráðherrann Emil Jónsson, að hann sæi svo um, að sú lækk- un er Skipulagsneíndin lagði tii í fyrra kæmi fram þegar í stað. Og ef sami dráttur yrði á afgreiðslu málsins nú og varð í fyrra þá vissu Hafníirðingar að Kmil Jónsson form, bæjar- ráðs mundi ekki ha-fa lagt hart að Emil Jónssyni samgöngu- málaráðherra, itil að tá þessu hagsmunamáii fátækra nem- enda framgengt. Emii jáSar Emil Jónsson tók þá til máls og viðurkenndi að hann hefði lagzt á málið í fyrra, en ástæð- an hafi verið sú að xeksturs- afkoma áætlunarbílana hafi ekki verið nægilega góð til þess á s.l. ári. Hinsvegar vonaðist hann til að geta veitt nemend- unum afslátt af fargjöldum nú í vetur. Bæjarstjóri kvað þessar upp- lýsingar E. J. koma sér ein- kennilega fyrir, þar sem hann hafi aldrei fengið neinar ástæð- ur fyrir því að lækkunin kom ekki í framkvæmd í fyrra, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Kristján skoraði þá enn á Emil Jónson, að hann stæði við gefið loforð, þar sem hér væri um meira hagsmunamál að ræða en svo, að hægc væri að leyfa sér að svæfa það ár eftir áí. '.' - .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.