Þjóðviljinn - 07.01.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.01.1949, Blaðsíða 4
1 ÞJÓÐVILJINN T Föstudagur 7. janúar 1949. IMÓÐVILIINN l igeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstiórar: Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson (áb). Fréttarítstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Axi Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðia. Skólavörðu- stíg 19 — Sími 7500 (þrjár línur) Áskriftarverð: kr. 12.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmlója Pjóðvlijans h. í. SóRÍaiÍRtaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Simi 7510 (þrjár línur) „Engin opinber vifn2sk|a“ A stúdentafundinum s. 1. sunnudag' var einum rómi samþykkt svohljóðandi tillaga frá Guðmundi Thoroddsen prófessor: „Að gefnu tilefni í útvarpsræðu forsætisráðherra nú um áramótin skorar Stúdentafélag Rej-kjavíkur á Rík- isútvarpið að taka upp umræður í útvarpinu með og móti þátttoku fslands í Norður-Atlanzhafsbandalagi.“ Askorun þessi hefur nú verið tekin til meðferðar í út- varpsráði og afgreidd með eftirfarandi samþykkt: „Útvarpsráð telur ckki timabært ao stofna til umræðu um þetta.efni að smni, þar sem ekki liggur fyrir r.ein opin- ber vitneskja um máhð.“ k Þcssi samþykkt útvarpsráðs mun vekja mjög almenna undrun. Kvað telur þetta háa ráö „opinbera \ttneskju“? Er það ekki „opinber vitneskja“ sem allur heimurinn veit ■og margsinnis hefur verið skýrt frá í fréttum Ríkisútvarps- ins, að talið er vís-t ao íslendingum verði boðin þátttaka í hernaðarbandalaginu fyrstu-m þjóða ? Hefur það farið fram hjá útvarpsráði að forsætisráðherra hélt ræðu í Ríkisút- varpið á gamlárskvöld ? Er það ekki „opinber vitneskja“ að í þeirri ræðu flutti forsætisráðherrann mjög ofsafeng- inn áróður fyrir þátttöku íslands í hernaðarbandalagi Bandaríkjanna ? Veitti ráðið því ekki athygli að einmitt þessi bandaríska. ræða var það tilefni sem sérstaklega er bent á í tillögu Guðmundar Thoroddsens prófessors? Hef- ur sú „opinbera vitneskja" farið fram hjá útvarpsráði að formaður stærsta stjórnmálaflokksins í landinu, Ólafur Thors, hefur tekið opinbera afstöðu með bandarískum her- stöðvum og að stjórnarblöðin þrjú, Morgunbl^ðið, Alþýðu- blaðið og Vísir, h2fa dag eftir dag flutt mjög hatraman áróður sama efnis? Allt þetta telur almenningur „liggja fyrir“ sem „opinbera vitneskju“; hvernig í ósköpunum hef- ur það þá farið fram hjá útvarpsráði? ★ Ríkisútvarpið á sem alkunnugt er að vera hlutlaust. Hlutleysið hefur verið ,af mjög skornum skammti seinustu tvö árin, en aldrpi hefur það þó verið brotið á jafn ósvífinn hátt og í nýjársræðu forsætisráðherrans, sem gekk í ber- högg v'.ö helgustu skoðanir og tilfinningar íslenzku þjóð- arinnar. Áskorun stúdentafundarins gaf útvarpsráði tæki- færi til að bæta fyrir þetta alvarlega hneyksli, með því að koma á almennum umræðum um það mál sem öllum ís- lendingum er nú efst í huga og getur ráðið úrslitum um ör- lög þessarar þjóöar um ófyrirsjáanlega framtíð. Þessari áskorun hefur nu verið vísað á bug með fáránlegri rök- semdafærslu. Bandaríkjaáróður forsætisráðherrans skal einn standa, íslenzkum rökum vísað á bug. ★ Þegar Guðmundur Thoroadsen prófessor bar fram til- lögu sína benti haiifi réttilega á að íslenzkar röksemdir fengjust nú hvergi birtar nema í Þjóðviljanum, og allt sem þar kæmi væri þegar stimplað sem kommúnismi og lína frá Moskvu. Þetta er rctt. Og það gefur mjög góða og ljósa onynd af lýðræði. því og raálírelsi sem afturhaldsblöðin telja öllu fullkomnara. Nútímafólk. Reykvíkingar eru nútímafólk. Þeir hafa hitaveitu. Það er varla nokkuð annað fólk i heim inum, sem hefur hitaveitu. Hita veita er sú gleði lífsins, sem Reykvíkingar hafa umfram af- ganginn af mannkyninu. Bæj- arstjórnin þeirra fékk menn til að bora gat á jarðskorpuna og setja íbúðir fólksins í samband við sjálfa hitalögn hnattarins. Ofnahiti Reykvíkinga varð til i eldum sköpunarinnar. Og ein- mitt þetta sýnir, hvað Reykvík- ingar eru mikið nútímafólk. Bara skrúfa frá . . . Nútímafólki er aldrei kalt. Hitaveita — „það er nút.íminn, kalli minn,“ Bara skrúfa frá, og ofninn verður samstundis sjóð- andi heitur, íbúðin notalega fyllt með ilnum úr iðrum jarð- ar- — Kuldi, hvað er það? Löngu liðin synd, gleymt og grafin djúpt í sorphaug sögunn- ar. — Nútímafólki er alltaf Þeir koma aldrei fyrren eftir jól. ★ Frosin skyrhræra. Staðreyndir hversdagsleikans eru þær, að stór hluti íbúanna í Reykjavík, borg hitaveitunnar, borg nútímans, er í standandi vandræðum með að halda á sér hita. — Sagt var um frægan matmann að hann hefði étið frosna skyrhræru svo að hann svitnaði. En slíkir garpar eru sjaldgæfar undantekningar. Það er mannlegt að skjálfa, þegár kalt er- ★ Ingólfur Arnarson fór á veiðar í gær, og þýzkt skip kom hingað með timburfarm. heitt. Það hefur hitaveitu. Reyk vikingar eru nútímafólk. Þeir hafa tryggt sér samband við miðstöðvarhitun sköpunarinn- ar. Bara skrúfa frá . . . ■A" Var kannski ekki borað nóg? En hvað er þetta? Fólk að kvarta um kulda, þrátt fyrir hitaveituna, — þrátt fyrir nú- tímann: Iskaldar íbúðir sólar- hringum saman ? Fullyrðingar um að kuldinn, sú forna synd liorfinna kynslóða, sé lika nú- tímasynd ? Ber að skilja þetta sem móðgun gagnvart meiri- hluta bæjarstjórnarinnar, gagn vart hinu sívala íhaldi bæjarins, sem fékk menn til að bora gat á jarðskorpuna ? Er það kannski meiningin, að ekki hafi verið borað nóg ? Eru kannski ekki allir Reykvíkingar nútíma fólk? — Hitaveita — „það er nútíminn, kalli minn“. ★ Staðreyndir hversdagsleikans. En nú er kominn tími til að haga talinu í samræmi við stað- reyndir hversdagsleikans. Stað- reyndir hversdagsleikans eru þær, að í borg hitaveitunnar er fjöldi húsa ofurseldur nistings- kulda dag eftir dag, nótt eftir nótt- Og ástæðan er einmitt sú, að í upphafi var ekki borað nóg. Um hitaveituna gildir’ sama regla og um aðrar slíkar fram- kvæmdir í ríki hinnar kapítal- istísku blessunar. Allar áætlan- ir, sem snerta velferð fjöldans, eru gerðar af slíkum nánasar- hætti og lágkúruskap, að fram- kvæmdir reynast allsendis ónóg ar áðuren varir. Það er þetta, sem ræður í þjóðarbúskap kapí- talismans, samfara tilviljunar- kenndu fálmi. Einsog þegar heildsalar kaupa jólaávexti. ÍSFISKSALAN: 5. þ. m. seldi Bjarni Ólafsson 3992 kits fyrir\l676 pund í Grims- by. 5. þ.m. soidi Helgafell 3972 kits fyrir 131í}3 pund í Fleetwood. 5. þ. ir* seldi Hvalfeli 3803 kits fyrir 12. 249 pund í Grimsby. 5. þ. m. seldi Gylfi 4120 yættir fyrir 9603 pund í Fleetwood. Skip Elnarsson & Zoega: Foidin er á Vestfjöróum, lestar frosinn fisk. Lingestroom fermir í Antwerpen þann 8. þ. m. og i Am- sterdam 10. þ. m. Reykjanes er í Rqykjavík. RIKISSKIP: Esja var á Akureyri í gær á vesturleið. Hekla er á leið frá Aust fjörðum til Reykjavíkur., Herðu- breið er á Vestfjörðum. Skjald- breið var á Akureyri í gœr. Súðin var á Hornafirði í gær. Þyrill er í Reyltjavík. E I M S K I r : Brúarfoss fór frá Vestmannaeyj um 3. 1. til Grimsby. Fjallfoss fór frá Gdynia 31. 12 til Rvíkur. Goða foss er í Rvík. Lagarfoss_ fór frá Immingham 3. 1. til Rvíkur. Reykjafoss fór frá Reykjavík 1. 1. 1949 til Kaupmannahafnar. Selfoss er á Siglufirði, fer þaðan til Rott- erdam. Tröllafoss fór frá Rvik 4. 1. til N. Y. Horsa kom til Rvíkur 3. 1. frá Leith. Vatnajökull fór frá Grimsby 5. 1. til Amsterdam. Hal- land kom til Rvíkur 1. 1. frá N. Y. Gunhild fór frá Rvík 31. 12. til Englands. Katla ltom til Ryíkur 2. 1. frá N. Y. Útvarpssagan; „Jakob“.eftir Alex ander Kielland; IX lestur (Bárður Ja- koþssO). 2í!ó. Strok kvartettinn „Fjark inn“: „Lítið næturijóð" eftir Moz- art. 21.15 Frá útlöndum (Jón Magn ússon fréttastjóí'í). 21.30 Islenzk tónlist: Þrjú þíanólög' eftir Pál ls- ólfsson (Rögnvaldur 1 Sigurjóns- son lcikur). 21.45 Bækur og monn (Vilhjálmur Þ. Gíslason). 2^5 Út- VEffp frá Sjálfstæðishúsinu jóm- sveit Aage Lorange leikur dans- lög. 23.00 Dagskrárlok. Hjónunum Sjöfn Jónsdóttur og Ei- ríki Jónssyni, Lang holtsv. 40, fæddist 16 marka sonur 29. desembér. Á gamlaárs- dag opinberuðu trúlofun sína, Olga Óladóttir frá Siglufirði og Borgar Grímsson frá Vestmannaeyjum. — Á gamlaársdag opinberuðu trúlof- un sína, ungfrú Jóna G. Arthurs- dóttir, Bjarkargötu 5, Akranesi og Gunnar K. Guðlaugsson, rafsuðu- maður, Þrastargötu 3, Reykjavík. — Nýlega hafa opinberað trúloíun sína, ungfrú Sigriður Jóhannesdótt ir, Gunnarsstöðum í Þistilfirði og Sigfús A. Jóhannssón, Hvammi í sömu sveit. Á gamlársdag voru gefin sam- an í hjónaband, ungfrú Þor- björg' Georgs- dóttir og Odd- geir Jónsson, Reykjavíkurvegi 7 B Hafnarfirði. — Séra Garðar Þor- steinsson gaf brúðhjónin saman. Frá Handíðaskólanum. Kennsla í myndlistardeiidinni, kennaradeildunum og síðdegis- og kvöldnamskeiðum i tréskurði og bókbandi, hófst aftur í fyrradag, skv. stundaskrá. Kennslan í síðdegisflokkum barna í teikingu og föndri verður framvegis, svo sem hingað til, í teiknisal skólans á Laugavegi 118. — Hafði verið ráðgert að upp úr áramótunum færi þessi kennsla. fram á Grundarstíg; en ófyrirsjá- anlegur dráttur hefur orðið á út- vegun efnis og framkvæmdum, sem nauðsynleg voru áður en úr flutningi gæti orðið. Börnin í náms flokkum þessum eru einnig beðin að athuga, pð kennsla byrjar ekki. fyrr en upp úr næstu helgi. Eins og auglýst hefur verið munu nú á næstunni hefjast námskeið í skólanum i ýmsum greinum kven-» legrar handavinnu, m. a. lin- saumi, saumi drengjafata, leður- vinnu og hanzkasaumi. Skrifstofa skólans er nú á Lavga vegi 118, sími 80S07. Fram til miðs þessa mánaðar er skrifstofan dag- legan öpin kl. 10—12 f. h. Gullfaxi fór kl. .11 í gær áleiðis til Rómaborgar. Vænt anlegur hingað á sunnudaginn. Geys ir og Hekla eru enn í Reykjavík. BLÖÐ og TlMAKIT Bankablaðið, des. heftið 1048 er konjið út. Efni: Pétur Magnússon, bankastjóri (Jón G. Maríasson); Launamáiin í Noregi (Ar.ders Berg löff); Gestur, smásaga eftir Þóri Bergsson; Ragnar Hjörleiísson bankaritari (minningarorð); Við- ræður norrænna bankamanna; Fé- lagsmál bankamanna; Jóiasvall Rögnvalds, smásaga eftir Gaki; Við áramót, eftir Bjarna Magnús- son, ritstjóra Bankablaðsins. — VíðfÖrli, 4. hefti 1948, er nýkomið út. I heftinu eru þessar greinar: Sálgæzla, samstarf presta og lælcna (Alfreð Gíslason); Sálgæzla, samstarf presta og lækna (Þör- steirm L. Jónsson); Lúthersk kirkja og einkaskriftir (Sigurbjörn Einarsson); Konungurinn (Emil Bruner); Framtið Skáiholtsstaðar (Sigurbjörn Einarsson); o. ÍI. .— Helmilisritlð,: nóvemberheftið 1948 er. komið út, Efni: Nýtt hlutverk — ný eiginkona, snjásaga cítir Pearl S. Búck; Faltírar eru ekki falsarar eftir Edward J. Bvrg; Frúin, spiásaga eftir Grétu Sigfús- dóttir; Eg var á heimili Stalins, frásaga Pauline Labranchg; „Manheskjur eíhs og þig ætti að afmá,“ sakamálasaga; Draumur jarðyrkjumamisins, kvæöi eftir Jónatan Jónsson; Einangrun bernsku minnar, sjálfsævisaga her- togans af WincTsor — 4. þáttur; Fr,ainhal(l á 7. síðti. VeðurútlitiS í dag: Stinnings kaldi suðaustan og sjðan suð- vestan, snjókoina mcð kötlum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.