Þjóðviljinn - 12.02.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.02.1949, Blaðsíða 6
6 Þ J ö Ð VI L J I N N Laugardag-ur 12. febrúar 1949. UNILEVER Bandarlbka tímaritið Fortune hefur birt nokkrar greinar um auðhringinn Unilever, ýtarleg- ustu lýsingu til þessa af hinum alþjóðlegu greinum hans. Uni- lever er stærsti auðhringur ut- an Bandaríkjanna og einn af sex stærstu auðhringum heims- ins. Hann er mestur í heimi að framleiðslu smjörlíkis og ann- arra vara úr fljótandi olíu- og feitiefnum. Hann á stærstu fiskbúðasamsteypu í heimi, Mac Fisheries, hann á hálft stærsta pappaframleiðslufyrirtæki i Bretlandi, Thames Board MiIIs. Varla er það land i heimi (að undanskiidum Sovétríkjunum) þar sem hann hefur ekki beinna hagsmuna að gæta. Hann lítur á allan heiminn sem markaðstorg sitt. Ekkert fyrir- tæki jafnast á við Unilever að fjölda og fjölbreytni framleiðslu vara, frá barnafæðu að rak- sápu. Það gerir hringinn að ein- um mesta auglýsanda í heimi. „Innan brezka heimsveldisins starfar hann..... næstum eins og rikisstofnun .... I Þýzka- landi bíður hann eftir að her- námsyfirvöldin leyfi að nota hinar gífurlegu inneignir þar. Hann berst enn, nærri einsam- all, hinni þungu og allt að því vonlausu baráttu fyrir einstakl- ingsframtaki i Tékkóslóvakiu, Póllandi og Júgóslavíu (!!) Hann fylgist með nýlendupóli- tik .... og gerir upp við sig hvort borgi sig að reisa verk- • smiðjur í löndum eins og Egyptalandi eða Burma, sem eru í fæðingarhríðum sjálfstæð- isins. Það er stærsta fyrirtæki sem til er i Afriku .... Með stærð sinni og áhrifum heldur Unilever á lofti merki einstak- lingsframtaksins i umheimin- um.“ (Fortune). I rauninni eru móðurfélögin tvö, annað brezkt, hitt hol- lenzkt, en hringurinn lokast með þvi að þau lúta bæði sömu stjórn. Brezka félagið er skráð i London og hefur yfir 59 mill- jóná sterlingspunda höfuðstól, dreifðan á a. m. k. 240 hluta- félög. Kauphallarárbókin segir að það eigi hlutabréf i á fjórðh. hundrað starfandi hlutafélög- um. Hollenzka félagið dreifir eignum sinum á rösk 280 hluta- félög með yfir 56 milljón punda höfuðstól. Nokkrar þeirra milljóna, milli 5 og 10 milljóna punda, eru í deiglu þjóðnýting- arinnar í Tékkóslóvakiu, Pól- landi og Júgóslavíu. Samtals á hringurinn og rekur á sjötta hundrað hlutafélaga er um 200.000 mann vinna hjá. Auk þessa á hann nóga hluti í 55 öðrum hlutafélögum til að ráða þeim og ýmsar smærri eignir. Eitt merkasta fyrirtæki Uni- levers er Sameinaða Afríkufé- lagið (United Africa Company) er. hefur aðalrekstur sinn í Vestur- og Mið-Afriku. Þetta eina hlutafélag, með sitt sjálf- stæða net dótturfél. og dóttur- dótturfél. færir i búið 25 millj. sterl.p. tekjum hringsins. Það kaupir ekki einungis pálmaolíu og önnur hráefni af ibúum Vest ur-Afríku og Kóngó, heldur á sjálft plantekrur. Þegar íbúarn- ir hafa selt félaginu hráefnin, kaupa þeir nauðsynjar sínar af Sameinaða Afríkufélaginu, er seldi vörur fyrir 29 milljónir sterlp. árið 1946. Þarf engan að undra þó landsbúar telji félagið og landstjórnina eitt og hið sama. Fortune segir: „Sameinaða Afrikufélagið er illa þokkað hjá landsbúum. Það er illa þokkað og óttazt þeim mun meir sem fólkið á ekki í fullu tré við það.“ Landsvæðið sem félagið starf- ar á er að 99% byggt innfæddum mönnum og ekki nema einn af hundraði þeirra er læs og skrif- andi. Sameinaða Afríkufélagið er stærsta fyrirtæki i heimsálf- unni og gerir Unilever að mesta verzlunarfyrirtæki heimsins. 1 Vestur-Afriku kaupir það nærri helming afurðanna og selur um þriðjung allra vara. Hlutföllin eru svipuð i Kóngó. Aðallönd félagsins eru brezku nýlendurn- ar á Gullströndinni og Nigería, og eru tveir þriðju rckstursins þar. Fyrir stríð framleiddu þess ar tvær nýlendur helminginn af heimsframleiðslunni á kakói og keypti Sameinaða Afrikufélag- ið 40% þess. 1 belgíska Kóngó á Unilever, gegnum belgiskt dótturfélag, 80 þús. ekra plant- ekrur, er framleiða um 40 þús. tonn af pálmaolíu. Sameinaðá Afríkufélagið á 15 skipa flota í förum milli Vestur-Afriku og landa brezka heimsveldisins, og hefur á hendi víðtæk söluum- boð fyrir bandaríska General Motors. Hve þessi grein á meiði Unilevers er viðtæk sést á þeirri staðreynd að hún rekur eina stáerstu verzlunarsamsteypu Tyrklands. ★ Að sjálfsögðu hefur brezka heimsveldið alltaf verið aðal- vettvangur Unilevers. En fyrir stríð kom Þýzkaland næst, þar átti hringurinn • um 100 virk dótturfélög er höfðu 40000 menn í vinnu og framleiddu fjölbreytt ar afurðir, þar á meðal vegg- fóður og silkivörur. Nazistar frystu gróða þeirra og kröfð- ust að honum yrði varið til fjárfestingar í Hitlers-Þýzka- landí.' 1 (Labour Kesearch, London). 1 brezkuni stéttarfélögum voru í árslok 1947 alls 9.114.000 míanns, í 730 samtökum. Eru þar með talin öll þau félög sem semja við atvinnurekendur um kaup og kjör. Af þessum aam- tökum eru 188 í brezka Alþýðu- sambandinu, með 7.791.470 með- limum. Árið áður, í árslok ’46 voru heildartölurnar 8.775.000. Menn sem eru í tveimur félög- um eru taldir tvisvar, en þeir eru fáir. Scytján stærstu sam- böndin höfðu yfir, 100 þúsund meðlinii hvert. " i ' -.V. ■- '• .."• - ;• V. Louis Bromfield 156. DAGUK. STUNDIR að „hr. Wilson“ og „litla, svarta manninum" og gimsteinahnöppunum og skítugu húfunni og í því að bíllinn stanzaði heima hjá honum minntist hann mjög skýrt atviks nokkurs. Hann sá háa konu í loðfeldi hjálpa drukknum manni úr leígu- bíl yfir gangstétt og að húsdyrum í Þrítugustu og fimmtu götu. Það var bylur og hans bíll komst ekki gegnum heljarstóran skafl fyrr en leigubíll- inn fór. Hann hugsaði: „Hr. Wilson er Jim Town- er“, og hann fann að bíllinn var stanzaður og bílstjórinn stóð í tröð milli tveggja snjóskafla og hélt bíldyrunum opnum. Hann stakk blaðinu í vasann og sagði: „Komdu aftur kortér gengin í eitt,“ og fór inn. Einnig er hann sat einn í skrifstofu sinni hélt hann áfram að sjá í ar.da konuna og karl- manninn fara yfir gangstéttina í bylnum og því meir sern hann hugleiddi það því vissari var hann að það hafði verið Jim Towner. Ætlun hans að semja nokkur bréf var eyðilögð, hann hringdi ekki á ritarann, en settist við skrifborðið og las aftur alla frásögnina um morðið. Hann sá að húsnúmerið kom heim við staðinn þar sem leigu- bíllinn stóð í snjónum við dyrnar. Og aftur hugs- aði hann: „Þetta getur ekki gerzt.“ Samt vissi hann að það hlaut svo að vera. Jafnframt varð honum ijóst hvað vitneskja hans gat haft í för með sér. Hann skildi að hann gat lent í hneykslismáli, vegna þess að hann var einn þeirra sem sáu síðast Rósu Dugan á lífi. Líklega höfðu einungis tveir menn „hr. Wil- son“ og „litli svarti maðurnn“ séð hana eftir það, og sá er drap hana hafði séð hana síðast. „Litli svarti maðurinn“ gat komizt undan og engan gat grunað að hann, Melbourn, vissi neitt, en „hr. Wilson“ hlutu þeir að finna og þá gat allt farið á verri veg. Jim Towner ýrði kærður fyrir morð Rósu Dugan og allt hugsanlegt yrði að gera til að bjarga honum. Hann var viss um að Jim Towner hefði ekki gert það, því hann var ekki sá maður að hann myrfi neinn. Hann var hvorki ástríðumikill né ofsafenginn Hann líktist sterku og friðsömu nauti. Hefði hann myrt hana gat það ekki verið til annars en að losa sig við hana, og þó hann væri ekki gáfaður, hefði hann aldrei gert það í íbúðnni sem hann kostaði fyrir hana. Svo hvarflaði að honum að auk þess hefði Jim Towner ekki getað myrt konuna, því hann var svo dauðadrukkinn, að barn hefði sloppið frá honum. Hann leit enn í blaðið og sá að lögreglan teldi að morðið hefði verið framið um þrjúleytið. Það var óhugsandi að Jim Towner hefði gert það vegna þess að klukkan tvö var hann ekki rólfær vegna ofdrykkju. Hann hefði ekki getað kyrkt barn hvað þá sterka írska konu úr stétt og at- vinnu Rósu Dugan. Hann leit yfir blaðið og rakst á aðra frétt. Hún var í framhaldi af fréttinni um morð Rósu Dugan og svohljóðandi: „I morgun, um áttaleytið, fann Jaime Anappie, Filipppseyjamaður, þjónn hjá frú Ellsworth, 819 Austur-fimmtugasta og sjötta gata, lík af manni er hann var að moka gangstíginn. Lögreglan þekkti manninn, það var Sam Lipschitz, glæpa- maður og smy'glari með langan glæpaferil að baki. Líkið var með þremur skotsárum. Kúlurnar höfðu lent í bakið, farið gegnum lungun og út. Talið er að Lipschitz hafi verið myrtur í ein- hverjum látum í klúbbahverfinu en líkinu kastað þarna í tkafl í nótt. Það er í fyrsta sinn að farið er með glæpamann inn i hjarta borgarinnar og hann myrtur þar, og dirfska morðingjans hefur vakið sérstakan áhuga lögreglunnar að ná í hann. Með fréttinni voru glæpamannsmyndir af Sam iiiiiiiiiiiiiiiiimmiimimiiimiimimiimiiiiiiiiimmiiiiii Bopennirnir Únglingasaga um Hróa hött og félaga hans — eftir — GEOFREY TREASE — „Völdin í hendur hinnar vinnandi alþýðu/‘ Hrópið steig eins og brimniður, og áfram sóttu þeir eins og aðfallsstraum- ur, eins og úfin stálelfur niður brekk- una og upp hinum megin. Þeir skálm- uðu harðir á svip hlið við hlið og stefndu á fylkinguna, sem beið þeirra all-langt frá. Tvisvar réðist riddaraliðið gegn þess um straumi, sem seig áfram viðstöðu- laust. Einu sinni tókst þeim snöggv- ast að brjótast gegnum skjaldvegginn, en þeim, sem í gegn komust, var svift af hestbaki og lagðir að velli. Venju- legar bændaúlpur og ekki færri glæsi- legar riddaraskykkjur lágu á víð og dreif um hæðirnar. Óstöðvandi æddi flóðið áfram upp hæðirnar, fjaraði til baka og geystist svo fram að nýju. Þetta var víst undrið, sem Hrói var að minnast á. 0 A V I Ð rrr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.