Þjóðviljinn - 20.02.1949, Blaðsíða 4
ÞJÖÐVILJINN
Saxuiudagur 20. Jebrúar 1949.
plÓÐVILllNN
Utgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistafiokkurínn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson- Sigurður Guðmundsson (áb>.
Fréttaritstjórl: Jón Bjamason.
Blaðam.: Arl Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja. Skólavörðu-
stíg 19 — Sími 7500 (þrjér línur)
Áskriftarverð: kr. 12.00 á mónuði.—Lausascluverð 50 aur. eint.
PrentsmlBJa Þjóðvlljans h. t.
Sósfalistaflokkurinc, Þórsgötu 1 — 3ími 7510 (þrjár linur)
Morgunblaðið ritar í gær áróðursleiðara í venjulegum
leppastíl, og telur að Islendingum ætti ekki að vera vund-
sra um en öðrum „vestrænum lýðræðisþjóðum“ að ganga
í hernaðarbandalag við Bandaríkin. Þegar ritstjórinn „at-
hugar“ aðstöðu annarra Evrópuþjóða fær hann það út, að
„lýðræðisþjóðir Vestur-Evrópu, Hollendingar, Belgir, Lux-
emburgarmenn, Frakkar og Bretar hafa fyrir ári síðar
stofnað með sér varnarbandalag. Þessar þjóðir hafa hafizt
handa um að samræma landvarnir sínar og treysta öryggi
sjálfstæðis síns“, og Valtýr spyr sjálfan sig: „Hvers vegna
eru þessar þjóðir að þessu? Við hvað.eru þær hræddar?
Eða er samtökum þessara þjóða beint gegn öðrum pjóðum
í árásarskyni ?“ Og Valtýr svarar fyrirspurninni: „Varn-
arsamtök Vestur-Evrópuþjóðanna eru ekki mynduð í árás-
arskyni. Það getur engum óbrjáluðurn manni komið til
hugar. Hollendingar, Luxemburgarmenn og Belgir hafa
áreiðanlega ekki árás í huga á nágranna sína. Það hafa
Frakkar og Bretar ekki heldur í hyggju. En allar þessar
þjóðir eru hræddar vlð það sem gerzt 'hefur í Austur- og
Mið-Evrópu“, — og svo framvegis í venjulegum bandarisk-
um áróðursstíl.
Aðeins eitt atriði í þessum spaklegu goðsvörum gæti
bent til þess að ritstjórinn vissi að hann er að fara með
lævísar blekkingar, og það eru orðin sem hér eru feit-
prentuð (þau eru það ekki í Mbl.). Ritstjórinn fullyrðir
að þessar ágætu vestrænu lýðræðisþjóðir hafi ekki haft í
huga árásir á nágranna sína, er þau efldu með sér hern-
aðarbandalag að stríði loknu. En hyggja þau þá á árásir
lengra frá sér?
Nauðsynlegt til skilnings á utanríkispólitík einmitt
þeirra landa sem hér um ræðir, Hollands, Bretlands, Frakk-
lands og Belgíu er sú staðreynd að þau eru mestu nýlendu-
veldi heimsins, halda tugum og hundruðum milljóna
manna í nýlendukúgun, beita heilar þjóðir arðráni og
grimmd sem í engu gefur eftir arðráni og grimmd fas-
istastjórna, að samtimis því sem puntað er upp á „vest-
rænt lýðræði“ heima fyrir í Evrópu, eiga þrjú þessara
ríkja nú í blóðugum styrjöldum gegn þjóðfrelsishreyfing-
um nýlendna sinna. Það er því meira en að þessi ríki hafi árásir
í huga, heldur hafa þau háð mánuðum og árum saman grimmi-
ieg árásarstríð gegn friðsömum þjóðum, sem liafa umtið það
eitt til „saka“ að vilja öðlast frelsi og sjálfstæði, vilja iifa sið-
menningarlífi. Einmitt vegna þessarar samsektar hafa nýlendu-
veldin fjögur, Bretland, Frakkland, Holland og Belgía haldio
saraan og varið hvert annað innan sameinuðu þjóðanna og hindr-
að til skiptis að þau alþjóðasamtök geri raunhæfar ráðstafanir
til að stöðva morðvélarnar sem „vestræn lýðræoisríki" senda
gegn varnarlitlum þjóðum. Og jafnvel þegar sameinuðu þjóð-
irnar fordæma árásarstríð Hollendinga gegn Indónesíu og skipa
hollenzku stjórninni að haga scr líkt og siðaðir rnenn, hafa hin-
ir „vestrænu lýðræðissinnar", það að engu og halda áfram
Hitlersaðgerðum gegn hinni miklu indónesísku þjóð. Fyrirlitn-
ing þessara ríkisstjórna fyrir frumstæðustu lýðræðisréttindum
liefur vakið andstyggð frjálshuga manna um allan heim. En
lesendur Morgunblaðsins eiga að sjá mennina sem bera ábyrgð á
múgmorðum, miskunnarlausu arðráni og frelsisskerðinga tug-
milljóna manna sem veslings, dauðhrædda Vestur-Evrópumenn
með dýrðargloríu lýðræðisástar og mannréttinda um höfuð.
íslendingar virða og meta þjóðir Hollands, Bretlands og
Frakklands. Þeir bera yfirleitt bróðurhug til framandi landa.
En íslendingar hata og fyrirlíta nýlendukúgara, þekkja ýmsar
BÆ J ARPOSTIRIM N
iiíiiilllllllllllllilili
Læknisskoðunin í
Iðnskólanum.
Núna í vikunni birti ég bréf,
þar sem frá því var sagt, að
enn hefði ekki farið fram nein
læknisskoðun í Iðnskólanum á
þessum vetri. Einnig var stjórn
skólafélagsins ásökuð um það
að hún hefði ekki látið
þetta mál til sín taka. 1 tilefni
þessa hef ég fengið svo-
hljóðandi bréf frá stjórn skóla-
félagsins: — „Út af ummælum
í Bæjarpóstinum miðvikudaginn
16. febr. 1949 vill stjórn skóla-
félags Iðnskólans biðja Bæjar-
póstinn að birta tvö bréf sem
farið hafa á milli skólafélagsins
og skólanefndar.
¥
Bréf skólafélags-
stjórnarinnar.
„Þann 17. janúar sl. sendi
stjórn skólafélagsins skólanefnd
inni þetta bréf: „Á fundi í Skóla
félagi Iðnskólans í Reykjavík,
sem haldinn var 13. þ. m., var
samþykkt eftirfarandi vítun til
yfirmanna Iðnskólans í Reykja-
vík: „Fundurinn vítir harðlega
það dæmafáa hugsunarleysi yfir
manna skólans, að ekki skuli
hafa farið fram heilbrigðisrann-
sókn á kennurum og nemendum,
og telur siðferðilega og lagalega
skyldu bera til þess, að slík
rannsókn verði látin fara fram
nú þegar.“ — Samþykkt þessi
var samþykkt í einu hljóði á um
getnum Skólafélagsfundi. —
Þetta tilkynnist yður hér með.
f. h. Skólafélags Iðnskólans í
Reykjavík.“
(undirskrift)
*
Bréf skólanefndarinnar.
„Þessu svaraði svo skólanefnd
in þann 2. febrúar með eftirfar-
andi bréfi: „Útaf bréfi Skólafé-
lags Iðnskólans í Reykjavík,
dags. 17. janúar en afhent skóla
stjóra 28. janúar, skal tekið
fram, að skólastjóri hefur stað-
ið í sambandi við héraðslækni í
vetur viðvíkjandi læknisskoðun
í skólanum, og síðast þann 25.
janúar, en þá tjáði héraðslæknir
honum, að skoðun yroi látin
bíða nokkra daga ennþá, þar til
undirbúningi að allsherjar gegn
umlýsingu og skoðun væri lokið.
Myndi skólastjóra verða til-
kynnt þegar skoðun gæti farið
fram. — Upplýsingar um það,
hvernig mál þetta stóð á hverj-
um tíma, hefði stjórn félagsins
getað fengið hjá skólastjóra, og
telur nefndin rétt að benda fé-
laginu á, tii athugunar eftirleið
is, að skynsamlegt sé að leita
sér upplýsinga um máiin áður
en fundarsgmþykktir eru gerðar
um þau. — Fyrir hönd skóla-
nefndar."
(undirskrift)
Mælirinn er fullur.
Þá eru hér nokkur orð um
hlutleysi útvarpsins. Það er V.
T. er skrifar: „Kæri bæjarpóst-
ur. — Eg tek undir það sem
þú segir um hlutleysi útvarps-
ins og meðferðina á því í hönd-
um núverandi útvarpsráðs ....
Þjóðin má ekki þola það öllu
lengur að fasistískir ofstopa-
menn eins og Jóhann Havsteen
og Stefán Pétursson hafi úrslita
vald í stjórn einnar mestu menn
ingarstofnunar hennar. Hún á
að kref jast þess, að slíkir menn
ingarlegir eiturnaglar fari frá. .
Seinasta ofbeldisverk þeirra, að
loka útvarpinu fyrir íslenzkum
málstað en galopna það fyrir
landráðaáróður, það fyllti mæl-
inn.......“
ÍSÍISKSAIAN:
1 fyrradag, 18. febr. seldu þessir
togarar afla sinn í Englandi: Jón
forseti 4725 lcits fyrir 15207 pund
í Grimsby, og Karlsefni 4312 kits
fyrir 14783 pund í Fleetwvood.
RlKISSIvIP:
Esja var á Fáskrúðsfirði í gær-
morgun á suðurleið. Hekla er í Ála
borg. Herðubreið er í Reykjavik.
Skjaldbreið var á Skagaströnd í
gærmorgun á vesturleið. Súðin fór
frá Gíbraltar í gærmorgun áleiðis
til Genova og Neapel á ítalíu. Þyr-
ill var við Foula í gærmorgun á
leið til Árósa og Rotterdam. Her-
móður lá á Aðalvík í gærmorgun.
Skip Einarsson & Zoega:
Foldin er í Reykjavík. Lingest-
room er á förum frá Amsterdam,
fermir í Hull á mánudaginn.
Reykjanes er væntanlegt til Grikk
lánds næstkomandi þriðjudag.
Gullfaxi . var í
Kaupmannahöfn í
l gær, taíðist vegna
veðurs. Hekia og
Geysir eru i Reykja
vik. Ekkert flogið
innaniands í gær.
Árshátíð Snæfellingafélagsins
verður n. k. laugardag að Hótel
Borg. Sjá nánar í auglýsingu.
Gefin voru sam-
an í hjónaband
í Akureyrar-
Icirkju 5. febr.
sl. Ásdis Auður
[ngóifsdóttir og
Eirikur Eyfjörð Jónsson, loft-
skeytamaður. Heimili þeirra er í
Þórunnarstræti 118.- — 6. febr. sl.
voru gefin saman i hjónaband, Að-
alheiður Valdimarsdóttir og Ósk-
ar Ósvaidsson, prentari. Heimili
þeirra er í Norðurgötu 13. Séra
Pétur Sigurgeirsson gaf brúðhjónin
saman.
Leiörétting. Hjúskaparfregn Sinu
Arinbjarnardóttur og Hafþórs Ó.
Guðjónssonar, sem birt var hér í
bjaðinu sl. fimmtudag, var rang-
hermi. Fregn þessi var símuð blað
inu, og gaf heimildarmaður upp
rangt nafn og heimilisfang.
pðferðir þeirra af sárum minjum sögu sinnar, kvöl feðranna
brcnnur enn í blóði íslenzkra manna. Þess vegna hata þeir og
fyrirlíta þá valdhafa hvort sem er í Vestur-Evrópu eða arnar-
staðar, sem ráðast gegn frelsishreyfingu varnarlítilla þjóða
með morðvélum og kúgun, — hversu sakleysisleg andlit sem
þeir sýna „nágrönnum“ sínum.
11.00 Messa í Dóm-
kirkjunni! (séra
Bjarni ! Jónsson
ígsíubiskup). 15.15
Útvarp til Islend-
inginga erlendis:
Fréttir og erindi (Benedikt Grön-
dal blaðamaður). 15.45 Miðdegisút-
varp: a) Sjö amerískir söngvar eft
ir Arthur Bliss (nýjar plötur). b)
16.00 Lúðrasveit Reylcjavíkur leik-
ur (Albert Klahn stjórnar). 16.30
Skákþáttur (Guðmundur Arnlaugs
son). 18.30 Barnatími (Þorsteinn Ö.
Stephensen): a) Steinunn (10 ára)
les sögu: „Rauða flaskan". b) Guð
mundá Elíasdóttir syngur barna-
lög. c) Sigurður Hallmarsson les
sögukafla: „Órabelgur". d) Upp-
lestur (Þ. Ö. St.) og fleira 20.20
Einleikur á Fiðlu (Josef Fela-
mann): a) Rondo í G-dúr eftir
Mozart. b) Heydekati", ungverskur
sardas eftir Jenö Hubay. 20.35' Er-
indi: Enga mótspyrnu gegn hinu
illa? (séra Pétur Magnússon, prest
ur í Vallanesi). 21.00 Tónleikar:
„Francesea da Rimini‘7 fantasia
eftir Tschaikowsky (plötur; fanta
sían verður endirtekin næstkom-
andi þriðjud.). 21.25 Heyrt og séð:
Xslendingar i Kaupmannahöfn
(Daði Hjörvar). 21.45 Tónleikar:
Píanósónata op. 14. nr. 1 eftir Beet
hoven (plötur). 22.05 Passíusálmar.
22.15 Dandslög (piötur).
Dómkirkjau.
Sunnudagur* Biblí-
unnaré Messa kl.
11 f. h. —■ Séra
Bjarni Jónsson.
Messa kl. 5 e. h. —
Séra Jón Auðuns. — Fríkirkjan.
Messa kl. 5 e. h. í dag. Ung-
lingafélagsfundur í kirkjunni kl. 11
f. h. — Séra Árni Sigurðsson. —
Laugarnesprestakall. (Sunnudagur
bibliunnar). messa kl. 2 e. h. í
dag. Barnaguðsþjónusta kl. 10
f. h. — Séra Garðar Svavarsson.
Nesprestakall. Messað í Mýrarhúsa
skóla kl. 2 e. h. Séra Jón Thorar-
ensen. Hallgrínisk. Guðsþjónusta
í dag. Kl. 11 f. h„ hámessa —
séra Jakob Jónsson (Ræðuefni:
Biblían og lestur hennar). Kl. 1,30
e. h. barnaguðsþjónusta — séra
Jakob Jónsson. Kl. 5 e ,h. síðdeg-
ismessa —■ séra Sigurjón Árnason.
Kl. 8,30 e. h.: Æskulýðssamkoma
í Hallgrímskirkju á vegum Kristi-
legs ungmonnafélags í Hallgríms-
kirkju: Stud. theol. Björgvin
Magpússon skátaforingi talar, Ól-
afur Magnússon frá Mosfelli syng-
ur einsöng og Bryndís Pétursdótt-
ir leikkona les upp.
E I M S I( I F :
Brúarfoss fór frá Leith í fyrra-
dag til Reykjavíkur. Dettifoss kom
til Reykjavíkur 17. 2. Fjallfoss fór
framhjá Cape Race 16. 2. á leið frá
Reykjavík til Halifax. Goðafoss
fór væntanlega frá Grimsby i gær,
Lagarfoss er^ Reykjavík. Reykja-
foss fór frá Rotterdam í fyrradag
til Hull. Tröllafoss fór frá Rvik
16. 2. til N. Y. Horsa er á Akra-
nesi. Vatnajökull fór framhjá Fær
eyjum í fyrrakvöld á leið til Djúpa
vogs. Katla fór frá Reykjavík 13.
2. til N. Y.
Matsveina og veitingaþjónafélag
Islands heldur aðalfund sinn í
Tjnrnarcafé annað kvöld (mánu-
dagskvöld) 21. febr. kl. 23.30.
I Hjónunum Hlíf
q * Tryggvadóttur og
Sigurbirni Ketils-
syni skólastjóra
Ytri-Njarðvík,
fæddist 18 marka
sonur þann 16. þessa mánaðar.
Helgidagslæknir: Ólafur Tryggva
son, Mávahlíð 2. — Sími 6866.
Næturvörður er í Laugavegsapó-
teki. — Sími 1616.
Næturakstui' í nótt ar.nast Litla
bílstöðin, Sími 1380. — Aðra nótt:
Hreyfill, simi 6633.
Æskulýðssamkoma, á vegum
Kristilegs ungmennafélags í Hall-
grímssókn verður lialdinn í Hall-
grímskirkju kl. 8,30 í kvöld. Stud.
theol. Björgvin Magnússon skáta-
foringi talar, Óiafur Magnússon
frá Mosfelli syngur einsöng og
Bryndís Pétursdóttir leikkona les
UPP-_________
Veðurútlitið í dag: Vestan storm-
ur og éljaveður þegar kemur fram
á daginn og gengur í suðvestanátt.