Þjóðviljinn - 09.04.1949, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.04.1949, Blaðsíða 5
Laugardagui’ 9. apríl 1949. ÞJÓÐYILJINN I fjárlagautnræðunum nú í vikunni minnti Sigfús Sigur- hjartarson á það opinbera stefnuskráratriði núverandi rík- isstjórnar að útrýma húsnæðis- skorti og heilsuspiilandi íbúðum um allt land. Til stuðnings því lofsverða áformi var löggjöf frá nýsköpunarárunum um opin- bera aðstoð við byggingar íbúð- arhúsa í kaupstöðum og kaup- túnum, þar sein dregin voru sam an og endurbætt ákvæði eldri laga um verkamannabústaði og samvinnubyggingar og bætt við því stórmerka nýmæli að fela bæjar- og sveitastjórnum að út- rýma heilsuspillandi íbúðum samkvæmt fjögurra ára áætlun. 'Gert var ráð fyrir löngum og hagkvæmum lánum og beinu framlagi ríkisins fyrir allt að 85% byggingarkostnaði. Þegar lög þessi voru sett 1946, lagði Sigfús Sigurhjartar- son þunga áherzlu á nauðsyn þess að lörfesta í sjálfum lög- unum fjáröflun til þessara þjóð nytjaframkvæmda. Finnur Jóns * son og Alþýðuflokkurinn yfir- leitt, sem gumuðu ákaflega af lagasetningu þessari og þökk- uðu sér hana, felldu breytingar tiliögur sósíalista um þetta at- riði. Og Alþýðuflokkurinn gerði meira, þegar hann hafði mynd- að fyrstu stjórn sína á Islandi. Þá samþykkti hann, ásamt í- haldi og „Framsókn“ að fresta framkvæmd þess kafla laganna sem fjaiiar um útrýmingu heilsu spillandi íbúða, og stöðva með því þá viðleitni bæjarfélaga sem hafin var. Samtítnis lætur rík- isstjórnin bankana taka við og ÞINGSJA ÞJÓÐVILJANS 9. apríl 1949 SKEMMDARVERK Upplýsisiga éskað um Fyrsfa samlök tresmiða I Reykjarvíkarbiöðunum rétt fyrir aldamótin er í bæjar- fréttum minnzt á járnsmiða- félag og trésmiðafélag í Reykjavik. í „Islandl”, 19. marz 1899 eru t. d. þessar klausur: ,,Þá hafa járhstmiðir gjört félag með sér og er það eitt í samþykktum þeeirra að hætta vinnu k]. 8 á hverju kvöldi og vinni nú einhver eftir þann tíma, er hann skyldur að taka fyrir vinnu sína 10% meira fé en ella”. „Trésmiðir eru einnig að mynda félag með sér í sömu stefnu og þau sem á er minnzt hér á undan”. („atvinnufélög í Reykjavik”.) Þeir sem kynnu að hafa í fór um sínum einhver gögn um þessi félög (fundargerðarbæk- ur, lög eða önnur skilríki) eða geta gefið upplýsingar um þau eru vinsamlega beðnir að hafa tai af Sigurði Guðmundssyni, sími 7369 og 7500. ,.... J.tihíkiUUM.Jtu*ÁkÍMUUr hindra byggingar verkamanna- bústaða og draga stórum úr samvinnubyggingum, þannig að það sem byggt hefur verið af íbúðum hefur mest orðið á vegum hins svo nefnda „einka- framtaks“ auðmanna og manna sem eiga innangengt í Bankann. Með tilvitnunum í opinberar skýrslur leiddi Sigfús rök að því að yfir 600 Reykvíkingar byggju nú í mjög slæmu hús- næði, þesskonar húsnæði sem útrýma átti með lögunum frá 1946. Víða í kaupstöðum og kauptúnum úti á landi væri hús- næðið einnig mjög slæmt. Þörf- in væri því brýnni nú en nokkru sinni. Sigfús og Áki Jakobsson lögðu því fram þá breytingar- tillögu við fjárlögin, að 2 millj- ónum króna skyldi varið til framkvæmda á lagaákvæðunum um útrýmingu heilsuspillandi íbúða. Þetta væri hugsað sem hið beina framlag ríkisins og ætti því, ef samþykkt yrði, að verja 20 milljónum króna á ár- inu í þessu skyni. Nú væri erfitt að fá byggða sæmilega íbúð í kaupstöðum og kauptúnum fyr- ir minna en 100 þús. kr„ svo þetta framlag þýddi að reistar yrðu um 200 íbúðir í þessu skyni á árinu. Ríkisstjómin, sem hefði þá yfirlýstu stefnu að ætla að útrýma öllum heilsu- spillandi íbúðum á landinu, gæti ekki sýnt minni lit á að fram- kvæma stefnumál sín en að fylgja þessari tillögu. Finni Jónssyni var þvælt í vörn fyrir afturhaldið í þessu máli, ,,frestun“ framkvæmda á lagaákvæðunum um útrýmingu heilsuspillandi íbúða. Sigurjón Á. Ólafss. var látinn gefa yfir- lýsingu að tillögur fjárveitinga nefndar að hindra þann niður- skurð á f járframlögum til verk- legra framkvæmda sem ríkis- stjórnin krafðist sé einungis viljayfirlýsing! Þægileg afsök- un fyrir ríkisstjórnina til að framkvæma niðurskurðinn, hvað sem fjárlög segja! Eins var Alþýðuflokknum aðallega þvælt í vörn fyrir vísitölubind- inguna, sem stjórnarflokkarnir neituðu að afnema með því að fella frumvarp Hermanns Guð- mundssonar og Sigurðar Guðna sonar nú í vikunni. Samruni nær allra broddanna í þingflokki Al- þýðuflokksins við íhald og auð- valdspólitík er svo algjör, að þar sjást ekki lengur nein skil. I ógáti hrökklast það út úr hag fræðingi Alþýðuflokksins, er undirbjó dýrtíðarlögin, að grundvöllur sá sem þau byggðu á sé brostinn. Samt er hann, líka hann, látinn greiða atkvæði gegn frumvarpi Hermanns og Sigurðar, með skopíegri greinar gerð, í trausti þess að réttlætis- kröfur verkamanna og annarra launþega verði teknar til greina greiðir háttvirtur Gylfi Þ. Gísla son atkvæði gegn því að tví- mælalaus réttlætiskrafa allra launþega, afnám vísitölubinding arinnar, sé tekin til greina! „Gersemi ert þú, hversu þú ert mér eftirlátur“ Skemmdarverkin gegn fram- faralöggjöf nýsköpunaráranna hafa alltaf verið áberandi lið- ur í framkvæmdum núverandi ríkisstjórnar. Það er því von að afturhaldið færi sig upp á skaft ið og reyni að setja skemmdar- verkin í kerfi. Tveir áköfustu Emils Jónssonar báru í vikunni fram þingsályktunartillögu sem kveður svo á að Alþingi feli rík- isstjórninni að beita sér fyrir ýmsum ráðstöfunum og eru með al þeirra ráðstafana aínám or- lofslaganna, að lækkað verði framlag til almannatrygginga með breytingu á tryggingarlög- uiium, að skólalöggjöfinni nýju verði breytt þannig að skóla- skyldan styttist um tvö ár! Gagnstætt slíku niðurrifi, og í beinu framhaldi af löggjafar starfi nýsköpunaráranna er hið merka frumvarp um atvinnu- leysistryggingar, flutt af Sig- urði Guðnasyni að tilhlutun ar, sem fór til 2. umr. og nefnd- ar á fimmtu.dag. fylgis . stjórnar Stefáns Jóh. og verkamannafélagsins Dagsbrún Auðsætt er að afturhaldið á íslandi telur sér alla vegi færa með tilstyrk þeirrar blakkar sem myndazt hefur í þinginu um svívirðilega afturhaldspóli- tík, og klístruð er saman af sam sekt um hin lúalegustu verk gegn þjóðinni. En afturhaid og auðvald á Islandi hrósar sigri of snemma. Fari fram hér á landi frjálsar kosningar, verður mörgum þessara gerspilltu aft- urhaldsdurga vikið af Alþingi Islendinga, en í stað þeirra send ir fulltrúar þess flokks, sem reynzt hefur mesti framfara- flokkur landsins í innanlands- málum og hai’ðsnúnastur í vörn gegn erlendri ásælni, — fulltrú- ar Sósíalistaflokksins S. G. ''to ViStal Wð Jóhann Kúld, fyrrv. hirgSastj&ra a t tilefni af því, að Jóhann Kúld er hættur störfum á Reykjavíkurflugvelli, áttí fréttamaður Þjóðviljans eftirfar- andi viðtal við hann. — Elr það satt, að þú sért hættur störfum í þjónustu flug- málanna ? — Já ég hætti mn s.l. mán- aðamót, mér var sagt upp starfinu eins og bref þetta ber með sér: Reykjavík 28. des. 1949. „Samkvæmt ákvörðun flug- ráðs skal leggja starf birgða- varðar Reykjavíkurflugvallar niður hinn 1. apríl 1949. Eg neyðist því til að segja yður upp stöðu yðar með þriggja mánaða fyrirvara frá og með 1. janúar 1949 að telja.“ Agnar Kofoed-Hansen (sign)). — Hvað var starf þitt á flug- vellinum ? — Eg var í upphafi ráðinn sem birgðavörður og síðan jafn framt birgðastjóri, og var starf mitt innifalið í eftirtöldu: Eg sá um innkaup á nauð- synjum til Reykjavíkurflug- vallar og flugmálanna í heild, annaðist vörusendingar út á land, afgreiddi frá birgðastöð eftir því sem með þurfti, sá um sölu á ýmsum birgðum frá hernum sem flugmálin höfðu ekki not fyrir, og hélt bókhald fyrir birgðastöðina. Nokkur innsýa í vitleýsuná — Er hægt að leggja svona starf niður? — Að mínu viti er það tæp- ast hægt, án þess að baka við- komandi stofnun tjón. Annars er bezt ég lofi þér að heýra á hvern hátt hið „vísa“ Flugráð hyggst að leysa þetta máj. Starfi mínu hefur nú verið deilt niður á marga menn, þann ig að hver deildarstjóri á að annast innkaup fyrir sig. í fyrsta lagi tefur þetta deildarstjóra mikið frá sínu starfi, og tel ég það óheppi- legt þar sem viðkomandi hefur á hendi verkstjórn í sinni grein, og ætti því að þurfa að vera viðlátinn að staðaldri. I öðru lagi hljóta allir óbrjál aðir að sjá, að það er mikið dýrara að fela mörgum mönn- um innkaupin. Sem dæmi get ég sagt þér, að nú fyrir skömmu hittust f jórir menn frá flugvellinum í einni verzlun bæjarins, allir í þeim erindum að kaupa inn fyrir flugvöllinn. Þess má geta að þessir nienn voru á þremur bifreiðum. Þetta gefur nokkra hugmynd um vit- leysuna. I þriðja lagi tel ég á því eng- an vafa að áðurnefnd breyting hafi í för með sér óreiðu hjá hverju því fyrirtæki sem tæki hana upp, þar sem alla heild- aryfirsýn vantar. Og eins og bent hefur verið á, getur þetta aldrei orðið nein ráðstöfun til sparnaðar, heldur þvert á móti. Flugvallarstarfsmeim mótmæla þessari „dæmalausu, óverjandi ráðstöfuu“ — Hvers vegna er þessi breyt ing þá gei-ð? — Á því hef ég enga skýr- ingu fengið, og þeirri spurningu þinni getur sjálfsagt engimi svarað nema Flugráð. — Hefur Félag fiugvallar- starfsmanna ríkisins engin. afskipti haft af þessu máii? -— Jú, félagið og félagsstjórn in gerði það sem hægt var, tii þess að rétta hlut minn og af- stýra þessari heimskulegu ráð- stöfun FÍugráðs, en án árang- urs. Opinberir starfsmenu standa berskjaldaðir gagnvart gerræðisfullum valdhöfum svo lengi sem þeir hafa ekki verk- fallsrétt. Hér hefurðu mótmæli félagsins sem send voru Flug- ráði: „Fundur haldiun í Flugvaliarstarfsmanna n3 22. janúar 1949, mótmælir feaáfli lega þeirri ákvörðim Flu:]sái8tei að leggja niður starf birgða- varðar á Reykjavíkurfiugveíli frá 1. apríl n. k. Telur fundurinn þessa dætna- lausu ráðstöfun óverjandi frá liagsmunalegu sjónarmiði þess opinbera og beina árás á v'ð- komandi starfsmann.“ Að því var stefufc — Viltu vera svo góður að segja mér í stuttu máli frá rekstrinum á Reykjavíkurflug- velli eins og hann hefur kom- ið þér fyrir sjónir? — Eg byrjaði að vinna á Reykjavíkurflugvelli um svjp- að leyti og íslendingar tóku við honum, eða í júlí 1946. Eins og gefur að skilja þá mættu okkar ýmsir byrjunar- erfiðleikar með rekstur fiug- vallarins, en með ágætu sam- starfi yfirmanna og starfs- manna voru þeir fljótt yfir- unnir. Rekstur þessa flugvall- ar er að ýmsu leyti erfiðari og dýrari sökum þess að hann var upphaflega byggður sem hern- aðarflugvöllur, og af þeim á- stæðum var hinum ýmsu stofn- unum flugvallarins dreift yfir ' M Framhald á 7. síðu. J.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.