Þjóðviljinn - 09.04.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.04.1949, Blaðsíða 6
1 6 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. apríl 1949. — Ölafur Thors Framhald af 8. síðu. frá, þar sem Ólafur hefði endur tekið ummæli sín utan þings. Hinsvegar skoraði Ólafur á alla flokksmenn sína (áður en Gunnar bar fram dagskrártil- löguna) að samþykkja þinghelg issviptinguna. Á þessu stigi var málinu frestað. Öll mál í báðum þing- deildum tekin af dagskrá og fundum slitið, en flokksfundir hófust í skyndi. — Atvinnuleysis- tryggingar Fraxnhald af 8. siðu. Flutti Sigurður stutta fram- söguræðu en aðrir tóku ekki til máls og var frumvarpinu vísað til 2. umr. og nefndar með sam hljóða ummælum. Greinargerð flutningsmanns var birt hér í blaðinu í gær. — Björgunar- kvikmynd rramhald af 8. síðn. Mynd af atburði eins og þess um er erfitt að gera svo eftir á að hún sýni erfiðleikana og hættumar eins og raunveruleik inn var, en myndin gefur þó góða hugmynd (þrátt fyrir marga galla) um þá erfiðu þraut sem björgunarmennimir leystu af höndum með slíkri karlmennsku að sagan mun geyma björgunina við Látra- bjarg sem eitt af afreksverk- um fslendinga. — Mynd þessi mun einnig gera mörgum enn ijósara en áður nauðsyn þess að hafa vel útbúnar björgunar stöðvar á sem flestum stöðum á ströndum landsins — og vaska menn og konur þegar kallið kemur. Óskar Gíslason hefur sem fyrr segir tekið myndina, en Radíó & Raftækjavinnustofan annazt hljóðupptöku, en Þórður Jónsson, formaður björgunar- sveitarinnar Bræðrabandsins, sá sem einna beztan orðstír vann sér við björgunina hefur samið textann með myndinni og flytur sjálfur skýringarnar. Tónskáldin Framhald af 8. síðu. Bernarsamþykktina í þágu ís- lenzkra höfunda.“ Undir þetta rita nefndar- mennírnir, þeir Jón Leifs, Árni Björnsson, Páll ísólfsson, Karl Ó. Runólfsson, Friðrik Bjarna- son, Jón Þórarinnsson, Helgi Pálsson. — Bæjarpósturinn Framhald af 4. síðu komu þessara manna, og gat Ól. Th. því með góðri samvizku kaliað hana einsdæmi. — ★ ...... Nöfnin gleymast ekki. „Hínsvegar er ég ekki eins víss um það og Ól. Th., að nöfn þessara manna gleymist í bráð þó þau verði ekki skráð sam- dægurs. Eg er heldur ekki viss um að þessir menn telji heiður- inn sín megirí ef Morgublaðið birti nöfn þeirra allra. — Eða kvað kom einum hvítliðanum til, eftir að hann hafði logið upp kæru á nákominn frænda sinn, sem ekki var staddur á Austur- velli 30. marz, að hann sagð- ist ekki þora að hlaupa út í næstu búð, (ca. 150 til 200 m.) í sama ljósa frakkanum sem hann var í daginn sem Heim- dellingarnir urðu sér til skamm ar, heldur fór hann í gamlan, dökkan . frakka. Mundi honum vera heiður r að því að fá þá hetjulegu viðurkenningu sem Öl. Th. er að lofa þessum vesal- ingum? ★ Alþýðan lætur ekkí bugast. „Isl. alþýða gleymir áreiðan- lega ekki svona mönnum. Og ég þori að fullvissa Ól. Th. um að alþýðan mun ekki hika við að sækja rétt sinn undir kylfuhögg hvítliða, táragas-árásir lögreglu og ,,réttar“-dóma frá lagaþjón- um þessara svikara. — Enda munu þessir herrar vera búnir að sjá það, þar sem þeir eru þeg ar búnir að láta B. Ben. bejtla um hernaðarlega aðstoð ofan á mútugjafirnar í Washington. — íslendingur." UNGLINGA VANTAR iil að bera blaðið til kaupenda við Skerjafjörðínn. o g Teigana. Þjóðviljinn, Skólavörðustíg 19. — Sími 7500. EVELYN WAUGH: 4. DAGUK. KEISARABIKIÐ AZANIA ÁSM. JÖNSSON þýddi. polla. Stundum mátti sjá fanga, hlekkjaða á hálsi og fótum við framræstingu og gröft þarna, svo mönnum datt í hug, að hefjast ætti handa um að fegra og rækta staðinn, en að því frátöldu, að nokkrum eucalyptustrjám var plantað þar, var ekki neitt gert í stjórnartíð gamla keisarans, til að gera umhverfi hans honum samboðið. Margir af hermönnum Amuraths tóku sér bólfestu í höfuðborginni hjá honum, og fyrstu árin fluttu þangað innbornir menn, sem yfirgáfu ættflokka sína og veiðilendur, til að njóta lysti- semda borgarlífsins, en meiri hluti borgarbúa var þó allra þjóða kvikindi, og eftir því, sem orð- rómur landsins óx í eyrum og augrím óheppnari hluta umheimsins, missti Debra-Dowa öll þjóð- leg einkenni. Indverjar og Armenar komu fyrstir og fór hraðfjölgandi. Þá komu Goanar, Gyðingar, Grikkir, og seinna komu svo meira og minna virðingarverðir innflytjendur frá stærri lönd- um — námuverkfræðingar, gullgrafarar, garð- yrkjumenn og foryrkjumenn, allir á snöpum eftir einkaleyfum. Nokkrir þeirra höfðu heppnina með sér, og komust úr landi með álitlegan skilding, en flestir urðu fyrir vonbrigðum, en ílengdust sámt og flæktust á veitingastöðunum og veltu vöngum yfir þeim barnaskap, að vænta réttlæt- is í landi, sem var stjórnað af negraklíku. Þegar Amurath dó, og hirðmennimir gátu ekki lengur logið til um hina löngu fjarveru hans, varð dóttir hans drottning. Háttsettur kirkju- höfðingi kom frá Irak til að syngja sálumessu, fulltrúar fr& Evrópuríkjunum voru í líkfylgd- inni, og þegar lúðrasveit lífvarðarins lék sorgar- marsinn, brustu herskarar Wanda- og Sakuy- anna í harmagrát, og kveinstafi, máluðu likama sinn með krít og trékolum frá hvirfli til ilja, stöppuðu í jörðina, sveigðu líkama sinn aftur og fram, og börðu saman hnefunum í takmarka- lausri örvæntingu yfir missi herra síns. Nú var drottningin dáin, og Seth kominn heim frá Evrópu til að krefjast keisarartkis síns. Það var um miðdagsleytið í Matodi. Höfnin var spegilslétt eins og ljósmynd, og auð, að undan- teknum nokkrum fiskibátum, sem lágu hreyf- ingarlausir við legufæri sin. Ekki minnsti and- vari bærði keisaramánann yfir gamla virkinu, engin umferð var sjáanleg á strandveginum. Allar skrifstofur voru lokaðar og með hlerum fyrir gluggunum. Veitingaborðin höfðu verið tek- in burt af gangstéttunum framan við hótelin. I skugga mangótrés lágu tveir lífverðir í fasta- svefni með riflana í rykinu við hliði sér. „Frá Seth, keisara í Azaníu, höfðingja yfir öll- um höfðingjum Saluiyus, herra yfir Wanda og drottnara lieimshafanna, kandídat í lieimspeki DAVÍÐ við Oxford háskóla, til hans hátignar, konungsins I Englandi. Vor kveðja. Mætti þetta bréf komast til þin. Friður sé með húsi þínu-----“ Hann var búinn að segja fyrir bréf frá dag- renningu. Kveðjur, aðlanir, náðanir, keisaraleg valdboð, villutrúardóma, lögreglufyrirskipanir, bifreiðapantanir til evrópskra fyrirtækja, pant- anir á einkennisbúningum, húsgögnum, raflögn- um, boðskortum til krýningarhátíðahaldanna, til- kynningar um allsherjarfrídag í tilefni sigursins — þetta lá allt snyrtilega frágengið á skrifborði einkaritarans. „Engar fréttir enn frá fjöllunum. Við ættum þó að vera búnir að fá fréttir af sigrinum“, Einkaritarinn skrifaði þessa setningu líka, virti hana fyrir sér, hallaði lítilsháttar undir flatt, og strikaði síðan yfir hana. „Finnst þér ekki, að við ættum að vera búnir að fá einhverjar frétt- „ ir, Alí?“ „Jú — við hefðum átt að vera búnir að frétta eitthvað“f „Hvað hefur komið fyrir? Hvers vegna svar- arðu ekki? Hvers vegna höfum við ekki frétt neitt ?“ „Hvað veit ég? Eg veit ekkert. Eg frétti ekk- ert annað, en það sem fáfróður skríllinn segir á bazarnum, því allir helztu mennirnir hafa yfir- gefið borgina. Óupplýst alþýða segir, að her yðar hátignar hafi ekki unnið þann sigur, sem yðar hátign sá fyrir“. „Hvað vita þeir fíflin? Hvað skilja þeir? Eg er Seth, dóttursonur Amuraths. Ósigur er óhugs- andi. Eg hef verið í Evrópu, og þekki þetta allt. Við höfum skriðdreka. Þetta er ekki fyrst og fremst stríð milli Seth og Seyid, það er barátta milli framfara og villimennsku — og framfar- irnar hljóta að sigra. Eg hef verið við hersýn- ingar í Aldershot, á heimssýningunni í París og á fundum í málfundaklúbbnum í Oxford. Eg hef lesið nútíma bókmenntir — Shaw, Arlen, Priest- ley. Hvaða vit heldurðu, að kjaftakerlingarnar á bazarnum hafi á þessu? Eg hef alla þróunarsög- una að bakhjarli, og við fótskör mína bíða ákvæði um kosningarrétt kvenna, bólusetningu og umskurð. Eg er nýi tíminn — ég er framtíð- in.“ „Eg þekki ekki neitt til þess alls“, sagði Alí, „en fíflin á bazarnum segja, að hersveitir yðar hátignar hafi gengið í lið með Seyd prinsi. Mætti ég gerast svo djarfur að benda á, að herinn hefur ekki fengið mála sinn í þó nokkra mánuði“. „Hann skal fá launin greidd, ég er búinn að lofa því, strax og stríðinu er loldð fá þeir laun- in greidd. Eg hef líka veitt þeim metorð — nú er hver einasti maður í herfylkinu orðinn lið- þjálfi, ég mælti svo fyrir. Þetta er óþakklát

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.