Þjóðviljinn - 09.04.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.04.1949, Blaðsíða 4
ÞJÖÐVILJINN Laugardagux 9. efcjjríl 1949,, ÞIÓÐWILJINN titfíeíandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnúa Kjartansson. Sigurður GuSmundsson (&b>. Fréttarltstjóri: Jón Bjarnason. BlaSam.: Arl Kárason, Magnús TorfJ Ólaíaaon. Jóaas Arnaaon, RlUtjóm, afgreiðala, auglýsingar, prentsmJSja, Skúlavprðjjz ■tig 18 — Sími 7600 (þrjér línur) Askrlí ' arvarð: kr. 12.00 & mánuöl. — LausasðíuvarS 30 aw. eint. PrentsmlC'a ÞjóSvUjana íl. t MabUiftafiokkurlnn, Þórsgötu 1 — Sími 7610 (þrjár línur) 37 -- 11 37 alþingsmenn samþykktu landráðasamninginn 30. marz, 37 menn sem svikizt hafa inn á þing á fölskum forsendum og haí'a ekkert umboð frá þjóðinni til slíkra glæpaverka. Útifyrir stóðu á sama tíma 10.000 Reykvíkingar, mótmæltu svikunum og kröfðust þjóðaratkvæðis. Áður höfðu borizt mótmæli frá öðrum tugum þúsunda, nær hundrað -félags- samtökum víðsvegar um land. Meðmæli höfðu borizt frá einu ungmennafélagi 1 Kjós. Bandaríkjalepparnir þorðu því ekki að bera landráðamálið undir dóm kjósenda, þeir vissu hver örlög þess yrðu þá. Hins vegar þorðu þeir að bera það undir dóm 52 alþingismanna, því í þeim hóp voru 37 öruggir, reiðubúnir að svikja þjóð sína. Og í sama mund og þeir höfðu framið svikin réðst lögregla og vopnaðir heimdellingar á þúsundirnar fyrir utan. Það er táknrænt um ofbeldið sem framið var, landráðunum var fylgt eftir með kylfuvaldi. Það var hliðstætt atvik að eðli til sem gerðist á bæjar- stjórnarfundi í fyrrakvöld, og iþótt það skipti ekki miklu máli, er það einkar táknrænt og lærdómsríkt. Afturhalds- flokkarnir finna glöggt hvern hug Íslendingar bera til þeirra eítir atbui'ðina 30. marz og þeir eru hræddir, dauð- hræddir við afleiðingar verka sinna. Hins vegar leggja þeir ekki málstað sinn fyrir Reykvíkinga, alþýðu þessa bæjar, írekar en leppstjórnin lagði landráðin undir dóm þjóðarinnar. Nei, þeir leggja hann fyrir bæjarstjórn, þar sem þeir eiga vís 11 atkvæði (þ. á. m. „þjóðvarnarmanns- ins“ Pálma Hannessonar! Hann er ekki Framsóknarmaður til einskis), atkvæði fulltrúa sem svikizt hafa inn í bæjar- stjórn á íölskum íorsendum og ekki eru í neinum tengsl- um við íbúa þessa bæjar. Þetta er „lýðræði“ afturhaldsflokkann'a, yfirdrottnun fámennrar klíku, 37 eða 11 manna. Og væntanlega hefur samþykkt ellefmenninganna átt að vega upp útifundinn á sunnudaginn var, stærsta og glæsilegasta útifund sem verið hefur í Reykjavík! Og bæjarstjórnaríhaldið var vissulega ekki að vega orðin um umbjóðendur sína, reykvískan almenning. „Skríll”, .,grjótkastslýður“. „æsingahyski“, „áflogaseggir“ voru þær nafngiftir sem þúsundunum á- Austurvelii voru valdar — í byrjun fundarins. En þegar umræðunum var lokið var heldur lægra risið á bæjarstjórnaríhaldinu, og var greini- le^t að það sá eítir að hafa stofnað til umræðanna, þrátt fyrir ellefumannasamþykktina. Fulltrúar sósíalista veittu þeim smámenninu Gunnari Thoroddsen og kammerherran- um Jóhanni Haístein svo eftirminnilega rassskellingu að lengi mun undan svíða. En ímynd bæjaríhaldsins var þó hvítliðinn Sveinbjörn Hannesson, stéttarsvikarinn og at- vinnurekendaþýið, sem fékk framan f sig fullkomnustu lýsingu á hinum smánarlega bardaga sínum 30. marz og þyngsta dóm reykvískrar alþýðu — en þagði, deyrrauður og niðurlútur!! íhaldið þóttist sigurvisst með 11 uppfúsar hendur á hanabjálka Eimskipafélagshússins. Hins vegar fölnaði Gunnar Thoroddsen upp þegar Sigfús Sigurhjartarson skoraði hann á hólm á almennum útifundi frammi fyrir reykvískum kjósendum. Á þeim vettvangi veit hann hvem d<'m hann fær og sá dómur verður ekki umflúinn., Víkverji Morgunblaðsins hef- ur að undanförnu streytzt við að finna nafn á hið nýja hótel Keflavíkurflugvallar. Hótelið verður vígt í dag, og er því ekki seinna vænna að ganga frá mál- inu. í tilefhi af þessu sendir „Hjálpfús" eftirfarandi línur: — „Aumingja Ivar, þama hefur hann setið við viku eftir viku og streytzt við að finna nafn á Keflavikurvallar-hótelið. Hann hefur fengið ótal uppá- stungur (væntar.lega flestar frá sjálfum sér), en enga nothæfa. Það eina, sem hægt er að segja, að hann hafi haft upp úr krafs- inu er einn fimm-kall, sem hann ætlar víst að gefa í Stranda- kirkju. Mikið má Ivar vera hug- myndasnauður maður — hon- um hefur ekki einu sinni dottið í hug Lonely Hearts Club! — Nú skal ég benda Ivari á pass- andi nafn á allt klabbið, flug- stöðina og hótelið og allt það — og ég krefst ekki einusinni neinna verðlauna. Hótel ískaríot. „Mér finnst Iskaríot fyrir- taks, hæfandi nafn á allt drasl- ið — eins og nú standa sakir. Það er auðvelt að snúa því til amerísks máls: Iceehariot. Þetta orð hefur líka þann höf- uðkost, að það bindur í sér hluta af nafni landsins: Is — íce — (land), en orðið í heild má ekki nota sem hótelnafn, seg ir Ivar. Karíot (charíot) þýðir auðvitað ekki land, en það þýðir hinsvegar skrautvagn eða her- vagn (skrautv. gæti m.a. minnt á vissa fljúgandi ráðherra, sehi þarna hafa viðkomu og her vagn á lögreglubílana, sem eru að passa sömu ráðherra fyrir vondum mönnum). Enn fleiri rn.öguleikar við skiptinguma. „Ef við hinsvegar skiptum orðinu á þennan hátt: ískar- íot (icecar-iot), þá verður fyrri hlutinn ísvagn — og veitir víst ekki af eins og einum ísvagni til að kæla allt sprúttið, sem Ivar er svo logandi hræddur um, að ekki verði veitt i hinu nýja hóteli. — Iskar getur líka hér- umbil rímað á móti ívar. — En hvað verður þá um niðurlag orðsins með þessari skiptingu þess: íot. Orðið jota eða jot (iot) þýðir merkilegt nokk: ögn, depill, atom o. fl. Úr orð- inu ískaríot fáum við þvi: Is (land), skrautvagn (ráðherra- bil), hervagn (skriðdreka, víg- vélar) ísvagn (fyrir wiskýið hans Ivars) og atóm (-stöð, -styrjöld). Þetta er nú allt nokk uð, og mætti þó kannski fleira fiana; — ea svo kaau líka vel að vera, að orðið Iskaríot minni ýmsa á enn annað. — Hjálpfús“. „Eg dái ró og stiMingu þessara manna“. Þá er hér bréf, sem Islending- ur sendir: — „Sæll Bæjarpóst- ur! 1. apríl sl. birti Morgun- blaðið ræðu eftir Ólaf Thors er hann flutti á Alþingi. I ræðu þessari eru það nokkur orð sem mig langar til að tala um, sem sé: „Eg dái ró og stillingu þess- ara manna.“ „Eg hygg að slík framkoma jafn margra ungra manna sé fátíð.“ Hann var að tala um hvítliðana. —; Jú, mikið rétt, ró og stilling þessara skríl- menna mun hafa verið með af- brigðum, eftir að þeir sluppu aft ur inn í Alþ.húsið. Og kannski .hefur Ól. Th. fundizt hann líka sleppa vel, að þurfa ekki að hug hreysta þá eins og Bj. Ben. Auk þess sem hann hefur þá e. t. v. ekki talið sig mann til að gera það. Það er líka rétt hjá honum, að framkoma ísl. ungmenn'a er gersamlega frábrugðin fram- Framhald á 6 síðu, HÖFNIÍÍ. Katla og Hekla komu í gær, einn ig brezku togararnir Búrfell og St. Mary. Sá siðarnefndi hafði verið tekinn í landhelgi. Kári fór á veið ar í gær og Belgaum var að búa sig á veiðar. Þórólfur átti að fara í nótt og sömuleiðis þýzki togarinn sem um daginn var tekinn i slipp með brotið stýri. Einarsson & Zoöga: Foldin kom til Grimsby á mið- vikudag, lestar í Amsterdam og Antwerpen 8—10. þ. m. Spaarne- stroom er í Reykjavík. Reykjanes er í Vestmannaeyjum, lestar fiski- mjöl til Amsterdam. RlKISSKIP : Esja fór frá Reykjavík um há- degi í gær austur um land í hring ferð. Hekla kom til Reykjavíkur kl. 17.00 í gærdag að vestan úr hringferð. Herðubreið var væntan- leg til Reykjavíkur seint í gær- kvöid að austan og norðan. Skjald breið er á Breiðafirði á vesturleið. Þyrill var á Vestfjörðum í gær. Flugveður var ekki gott í gær, og var einungis flogið til Keflavíkur. — Gull faxi fer til Kaup- mannahafnar næstkomandi þriðju dagsmorgun, fullhlaðinn farþegum. 20.30 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 20.45 Leikrit: „Sjúk leg ást“ eftir Fran cois Mauriac. (Leikendur; Ind- Inga Þórðárdóttir, ir og Róbert Arnfinnsson. —■ Leii: stjóri: Indriði Waage). 22.00 Frétt ir og veðurfregnir. — 22.05 Passíu- sálmar. 22.15 Danslög. 23.00 Út- varp frá Iðnó: Hljómsveit undir stjórn Tage Möller leikur danslög. Athugasemd. Þess skal getið að þegar rætt va r um Björn Sigurbjörnsson, son Sig- urbjörns í Vísi, í sðustu æskuiýðs- síðu, var að sjálfsögðu átt við Sig- urbjörn Þorkelsson sem áður átti verzlunina en ekki Sigurbjörn Björnsson sem á hana nú. Háskólafyrlriestur. Sunnudaginn 10. þ. m. flytur prófessor Ólafur Jóhannesson fyrir lestur í hátíðasal háskólans Um MANNRÉTTINDI. Fyrirlesturinn hefst stundvíslega kl. 2 og er öll.- um heimill aðgangur. „Tíminn" licíur löngum verið frum legur í erlendum fréttaflutningi, sbr. hina frægu fregu SwÆfl'i /)JJi af kvennamálum Síainskouungs. I gær birtir blað- ið á forsíðu mynd af tveim Hollywoodleikurum, Robert Mitcli- um og Lila Leeds, sem blaðið seglr riðin við „mikið morðmál“ í Holly- vvood. ,,Tíminn“ er fyrsta biaðið, sem komizt hefur á snoiJr um þetta morðmál, og væri fróðlegt a3 fá nánarl upplýsingar hjá bíað- inu, svo sem hver (eða líklega hverjir, úr því að morðmáJið er ,,miklð“) hafa verið myrtir og hve- nær. Þau skötuhjúin Leeds og Mitch- um liafa aldrei verið orðuð við manndráp, eu hinsvegar tók banda ríska lögregian þa’u í fyrrasumar reykjandi marihújana og hlutu þau fangelsisdóm fyrir bragðið. 1 sambandi við þann málarekstur voru auðvitað myndir af þeim sendar út um allar jarðir, og ein þeirra er svi, sem „Timinn“ birtir. En skyldi fréttin uin „morðmállð mikla“ ekki komin frá sömu frétía stofu og frásögniu af ósiðsamiegu líferni Síamskonungs? Kaupendur, sem ekki fá blaðið skilvislega eru vinsamlega teðnir að láta vita í sima 7500. Guðsþjónustur á morgun: — Dórvr- kirkjan. Ferming kl. 11 f h. Séra Jón Auðuns. Ferming kl. 2. e. h. Séra Bjarni Jónsson. — Laugarnes- prestakall. Messa kl. 2 e. h. Séra Gai'ðar Svavarsson. Barnaguðsþjón usta kl. 10 f. h. — NesprestakaU. Messa i Mýrarhúsaskóla kl. 2.30 e, h. Séra Jón Thorarensen. — Frí- kirkjan. Messa á morgun kl. 2, ferming. (Séra Árni Sigurðsson). M U NI Ð að lesa smáauglýsingarnar, þær eru á 7. síðu. Söfntn: LandsbókasafniB er opjtJ kl. 10—12, 1—7 og 8—10 alla vrtrita daga nema laugardaga, þá kl. 10 — 12 og j,—7. Þjóðskjalasafnið kl. 2 —7 alla virka daga. ÞjóðminjasafB" ið kl. 1—3 þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga. Listasafn Einaru Jónssonar kl. 1,30—3,30 á sunnH dögum. Bæjarbókasafnið kl. 1Q—1!J alla virká daga. Næturakstur í nótt annast B.S.R. — Sími 1720. Næturvörður er í Ingóifsapóteki. — Sími 1330. iiiiiHiiiiiiiiinimiiiiiiiiiiiiiiiiiit<|iujOi Veðurútlit í da« : Hægviðri og léttskýjað, en þykknar upp með austan golu þegar kvöldar. riði Waage, Helga MöUer, Erna SiguilcUsdótt |||||t|||||l|l|illllllllllllllHlllHUMUIUIi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.